Dagblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980. 17 Undir breiöu vœnghafi fálkans: Ný framkvœmdastjóm hjá Sjálfstœðisflokknum — úr röðum unga fólksins Sigrún Stefinsdóttír veigrar sér ekki við eð genge í spor vHtmæi- enda sinna. Hór reynir him bjarg- sig i Vestmannaeyjum fyrir einn ÞjóðHfsþéttínn sem sýndur var i fyrravetur. Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður: Hœttir í jréttum til að sjá um Þjóðlíf Listamaður sjötugur Guðmundur Árnason, lifs- kúnstner og listaverkasali, er sjötugur í dag, 24. september. Hann er syngjandi sönnun þess að sjötíu ár er enginn teljandi aldur heldur eins konar áherzla á meðfædda mannkosti. Þegar Guðmundur varð fimmtugur, fyrir nokkrum dögum að þvi er manni finnst, héldu lislamenn honum samsæti í þakkar- og virðing- arskynt. Setti þá Guðmundur niiða á hurð vinnustofu sinnar. Á honurn stóð: Kem strax. Sögu gárungarnir að hann hefði komið eftir þrjár vikur. Guðmundur er stórættaður, sonur séra Árna Þórarinssonar á Stóra- Hrauni sem Þórbergur ritaði um margar bækur, sem kunnugt er. Hann hefur mikið lifslán af konu sinni, börnum og breiðfylkingu tryggra vina. Smekkvísi Guðmundar í innrömmun var löngum við brugðið. Þótti mörgum listamönnum ekki boðlegt að sýna verk sin nema þau væru innrömmuð á vinnustofu Guðmundar Árnasonar. Ekki áttu Iþeir allir fyrir hóflegum reikningi fyrir sýningar. Það lét Guðmundur golt heita. Hann hefur raunar ekki verið á föstum „launum” fyrr en nú síðustu þrjú árin. Mat hans var og er óskeikult á handbragð listamanna. Hann er sjálfur einn þeirra. Ekki kominn enn Það hefur verið nokkuð um uppá- komur i Sjálfstæðisflokknum á seinni misserum og ekki lausl við að vegir hafi legið til ýmissa átta. En nú hefur skrifstofa flokksins veriðaukin og efld og ungu fólki falið það vandasama verkefni að sameina liðsmenn undir breiðu vænghafi fálk- ans. I því skyni hefur verið stofnuð ný deild á miðstjórnarskrifstofunum, útbreiðsludeild. Tilgangur hennar er að samræma hugsjónir flokksins og kynna þær og hefur Inga Jóna Þórðardóttir verið ráðin til að annast hana. Ennfremur hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri flokksins, Kjartan Gunnarsson. Þau Kjartan og Inga eru næstum alveg jafngömul (bæði fædd í vogar- merki árið 1951). Margt annað er ótrúlega hliðstætt í æviferli þeirra. Þótt Kjartan sé borinn og barnfædd- ur i Þingholtunum í Reykjavik en Inga Jóna á Akranesi þá unnu þau saman að stjórnmálum i stúdenta- félaginu Vöku á háskólaárum sínum, voru formenn ungra sjálfstæðis- mannafélaga, hvort í sínu byggðar- lagi (Heimdalli og Þór) og loks kjörin saman sem fulltrúar ungra sjálf- stæðismanna í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins árið 1977. Og bæði eru ógift en Inga Jóna á fimm ára son. Inga .lóna var 22ja ára gömul kjörin I. varamaður flokks síns í bæjarstjórninni á Akranesi. í fjölda mörg sumur hefur hún unnið skrifstofustörf í Skipasmíðastöð Þor- geirs og Ellerts þar á Skaganum og skrifaði kandidatsritgerð sína i við- skiptafræði um skipasmiðastöðvar ,,þótt sumum fyndist það ekki sér- lega kvenlegt”. Undanfarið hefur hún kennt við fjölbrautaskólann á Akranesi. Kjarlan hélt að loknu lögfræði- prófi 1978 til Noregs og settist í ,,Í dag • hefði Guðmundur Ás- björnsson orðið 100 ára hefði hann lifað, en hann dó árið 1952. Þar sem ég heiti í höfuðið á þessum langafa- bróður mínum og kærum frænda ákváðum við að láta gefa okkur saman í dag,” sagði Guðmundur Ás- björnsson Guðmundsson, verkstjóri hjá Sambandinu, er blaðamaður DB sá nýgift hjón leggja brúðarvöndinn sinn á leiði Guðmundar Ásbjörns- Það virðist ifangi i itt tíi aukinna áhr'rfa kvenna i SjáHstæðisfiokkn- um að velja ingu Jónu Þórðar- dóttur i útbreióslustjórastarfið. Er það timanna tikn að sósíaldemó- kratar í Danmörku völdu fyrir fáum dögum konu, Inge Fischer Möller, i sama starfhjá sór? „Varnar- og öryggismálaháskóla norska varnarmálaráðuneytisins" (ekki Nató) þar sem rnest sitja lilvon- andi herforingjar og embæltismenn. Þar fræddisl liann um alþjóða- sonar i gamla kirkjugarðinum í Reykjavík hinn 11. september sl. Brúðurin heitir Guðrún Þuriður Óskarsdóttir. Guðmundur heitinn Ásbjörnsson sat í bæjarstjórn Reykjavikur i 36 ár og var þar af um aldarfjórðung for- seti hennar. Hann stofnsetti verzlun- ina Visi á Laugavegi 1 með Sigurbirni Þorkelssyni. Guðmundur var for- vígismaður í KFUM, stjórnarfor- Riðning Kjartans hefur verið nokkuð umdeild meðal ungra sjátf- stæðismanna, en sjátfur vill hann ekki gera mikið úr ósamlyndi inn- an flokksins. DB-myndir: Sveinn Þormóðsson. stjórnmál og herfræði. — ,,Ég vona að ég þurfi ekki að beita henni í starf inu,” segir hann en hefur þó l'est lyk- ilinn að sínum nýja vinnustað á mynd al'Napoleoni. -IHH maður i Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, i mörg ár, í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, svo nokkurra atriða sé getið úr merku ævistarfi Ciuðmundar Ásbjörns- sonar. Ungu hjónin sýndu látnum merkis- manni sóma með þvi að leggja brúðarvöndinn á leiði hans. Það var ekki sorgarathöfn, síðuren svo. Jónas Thoroddsen borgarfógeti er ákaflega hæfur embættismaður, af- burða lögfræðingur og fljótur að átta sjg í hverju máli. í mörg ár bjó fógetaembættið við þröngan húsakost á efstu hæðinni i Steindórsprenti, Tjarnargötu 4. Ekki var lyfta í húsinu og var það líkast fjallgöngu að komast þar upp á fjórðu hæð í skrifstofur embættisins. Einhverju sinni, sem sjaldan kom fyrir, forfallaðist Jónas. Kom hann ekki til vinnu af þeim sökum fimmtudag og föstudag. Þá var enn unnið laugardaga sem aðra virka daga. Þrátt fyrir tvísýna heilsu fór Jónas til vinnu á laugardags- morgninum. Þar sem hann kleif stigann með hvíldum ágerðist jafnt og þétt einhver ókennilegur hávaði. Varð Ijóst að hann kom frá fjórðu og efstu hæð hússins, skrifstofum embættisins. Var það ekki fyrr en á efsta stiga- palli sem fógetinn greindi orðaskil. Stóð þar tröllvaxinn maður með mikilli háreysti. Fór hann ekki neinni tæpitungu um opinbera starfsmenn; kallaði þá öllum illum nöfnum, kvaðst hafa komið í erindum við Jónas Thoroddsen ftmmtudag og föstudag og nú þriðja daginn i röð. Barði hann saman kraftalegum hnef- um og var hinn ófrýnilegasti. Fógetanum brá hvergi. Hann hélt áfram fjallgöngunni síðustu þrepin upp á fjórðu hæðina. Sneri hann sér beint að ógnvaldinum og sagði: „Er hann ekki kominn enn, bölvaður dóninn.” Að svo mæltu sneri hann aftur Eins og menn hafa lesið í blöðum hefur Fríhöfnin í Keflavík til skamms tíma aðallega verið „fríhöfn” fyrir starfsfólkið þar. Þó ber hún kannski fyrst nafn með rentu um áramótin, þegar allir starfsmenn hennar verða settir í fri. Falleg minning Brúðhjónin leggja brúðarvöndinn á leiðið. niður stigann. Sannköttuð ,Jríhöfit” —fyrsti þátturinn verðuríjanúar „Fyrsti þáttur Þjóðlifs verður i janúar og ég býst við að hann verði eins og áður á sunnudagskvöldum. Meiningin er að ég hætti í fréttum fram til næsta sumars. Það er ntikil vinna við þáltinn og i fyrra var ég í tvöfaldri vinnu sem mér finnst vera of mikið þar sem ég er með heimili og tvö börn,” sagði Sigrún Stefánsdóttir Iréttamaður i samtali við DB er við leiluðum upplýsinga um hinn vinsæla þátt hennar, Þjóðlif. „Mér finnst mjög skemmtilegt að vinna að þessurn þætti, sérstaklega vegna þess að ég hef algjörlega l'rjálsar hendur með vinnslu lians. Já, ég býst við að ég verði með einhverjar smábreytingar, annars verður upp- bvggingin svipuð. Ég ætla að reyna að hafa meira el'ni utan af landi.” „Nei, ég get nú ekki sagl að ég sé orðin leið á fréttunum en ég er búin að starfa hjá sjónvarpinu i fjögur og hálft ár, er samtals búin að vera í fréttum i tiu ár, svo mér finnsl ágætt að breyta til og fá mér hvild. Þá sé ég þetta líka i öðru ljósi þegar ég byrja aftur,” sagði Sigrún. Á fréttastofu sjónvarpsins starfa nú fjórir i innlendum fréltum og tveir i erlendum og sagði Sigrún að mikið álag væri á hverjum manni. Við spurðum hana hvort þar rikti kyn- skipting i sambandi við fréttaleit en Sigrún er eini kvenmaðurinn á frétta- storunni. „Nei, það hef ég ekki orðið vör við sem belur fer. Mér finnst ég ekki hafa þurft að gjalda fyrir það að vera kvenmaður. Ég hef gengið i sömu störf og strákarnir enda lagt áherzlu á það," sagði Sigrún. Ekki hefur ennþá verið ákveðið hver kemur í hennar starf á fréttastofuna en Sigrún sagðist vona að það yrði kvenmaður. - ELA FÓLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.