Dagblaðið - 20.10.1980, Page 3

Dagblaðið - 20.10.1980, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980. 3 Hlutlaust fréttamat? — Ríkisfjölmiðlamir gerólíkir því sem þeir voru áður Hringið ísín’a 20 Reykvíkingur skrifar: Ég hef horft á þróunina núna síð- ustu árin með sívaxandi furðu. Það getur verið að ég sé hætt að fylgjast með en það er víst að ríkisfjölmiðl- arnir eru gerólíkir þvi sem þeir voru áður. Ég hef grun um að þeir séu að þróazt í átt til Skandinavíufjölmiðl- unarinnar, þ.e. verða róttækari. Þetta leitaði á hugann þegar ég var að horfa á sjónvarpið laugardaginn 11. október. Þá var sýnt frá því þegar menn úr Vináttufélagi Eistlands og Íslands gróðursettu tré í Heiðmörk undir stjórn Sigurðar Blöndals og síðan var sýnt frá ráðstefnu Lífs og lands um hungrið í heiminum. Þá duttu mé í hug þrjár spurningar sem ég bið auðmjúklega starfsmenn sjón- varpsins, sem hlut eiga að máli, að svara því að þeir eru starfsmenn fólksins í Iandinu og hljóta að telja það skyldu sina að gera því grein fyrir máli sínu. 1. Skipti það engu máÚ að Eistland er nú undir járnhæl sovézkra kommúnista sem hafa að sögn reynt að má öll þjóðleg einkenni af eistlenzkri menningu og að eist- lenzka menningarvináttufélagið er félag einlægra sovétsinna? Er ekkert ósmekklegt við að sýna þetta? Megum við með sama hætti eiga von á að gróður- setningarferðir pólitískra félaga verði kvikmyndaðar og sýndar i sjónvarpi þeim til vegsauka? Ég var fyrir mörgum árum í Heim- dalli og þá fórum við í gróður- r———i setningarferðir í Heiðmörk. Ekki datt okkur í hug að við yrðum kvikmynduð við það, allra sízt við að syngja einhverja baráttu- sóngva, en sýnt var þegar kór frá Sovétríkjunum söng við gróður- setningarstaðinn. 2. Er ekki umfjöllun fjölmiðla um hungurvandamálið í heiminum alltof yfirborðsleg? Það er ákaf- lega auðvelt að sýna í sjónvarpi myndir af hungruðu fólki í þriðja heiminum og siðan feitt fólk að háma í sig mat í okkar ríka heims- hluta. En er ekki sú þróunarað- stoð hæpin sem felst i því að senda hinni nýríku og gerspilltu valdastétt þessara ríkja þriðja heimsins peningagjafir sem eru aðeins notaðar til að treysta þessa valdastétt í sessi? Er ekki miklu skynsamlegra að búa í haginn fyrir iðnað í þessum löndum og landbúnað í þeim með því að leyfa þeim að framleiða fyrir markað í vestrænum ríkjum, en hlaða ekki tollmúra? En samt krefjast sumir, einkum í róttækari horni stjórn- málanna, þess að sett séu á inn- flutningshöft. Slik innflutnings- höft myndu hafa í för með sér að fólk í vanþróuðu ríkjunum gæti ekki bætt kjör sín með því að framleiða ódýrar vörur á okkar markað, en það hefur til dæmis gerzt i Suður-Kóreu, Japan og Hong Kong. Þar hefurtekizt að sigrast á verstu eymdinni með því að auka framleiðsluna á grund- velli kapítalismans. Á sama tíma sitja sumar aðrar þjóðir í hungurgildrunni því að valdastétt- in í löndunum, studd af vestrænu hjálparfé, heftir alla þróun með ríkisafskiptum og höftum. Og meðal annarra orða: Sjónvarpið sýnir frá sumum ráðstefnum, t.d. alltaf mjög vel frá ráðstefnum Lífs og lands, en ekki frá öðrum. Hvaða reglur gilda um slíkt? 3. Fyrir skömmu reis mikil mót- mælaalda vegna máls fransks manns sem vildi ekki gegna her- þjónustu i landi sínu. Stuðnings- menn hans á íslandi efndu til blaðamannafundar. Sjónvarpið sýndi frá þessum blaðamanna- fundi. Hvaða reglur gilda um það hvenær sjónvarpið fer á blaða- mannafundi og sýnir frá og hvenærekki? Ég tek það fram að ég er ekki að andmæla gróðursetningu, þróunar- aðstoð eða hjálp við umkomuleys- ingja, heldur að spyrja hvaða reglur gildi um sjónvarpið í því efni. Hvað líður bóta- kröfum Boga? „Forvitinn” hringdi og spurði hvort nokkur vissi hvað liði máli því og fjárkröfum sem Bogi Hallgríms- son frá Stóra-Grindli í Fljótum hóf gegn Ragnari Arnalds fjármálaráð- herra. Bogi, sem er fyrrverandi handavinnukennari Grindvíkinga, hefur að undanförnu vakið á sér athygli sem sjálfskipaður fulltrúi ríkissaksóknara í fjölmiðlum. Hvernig væri að hann upplýsti nú sjálfur almenning um bótakröfur sínar á hendur ráðherra? RAUNl ÞURRU SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 SENDUM BÆKLINGA Verð 91.100 Spurning dagsins Fylgist þú með umræð- um um fjárlagafrum- varpið? Guðmundur Ingvarsson sjómaður: Nei, þetta er allt sama vitleysan. Jón Jóelsson kennarí: Maður kemst ekki hjá því að fylgjast með umræðunni. Ríkið er örugglega verst rekna fyrirtækið i veröldinni. Guðrún Sigurðardóttir, vinnur við uppvask: Nei, nei, ég hef ekkert fylgzt með þeim. En ég hef áhuga á málinu. Gunniaugur Guðmundsson matsveinn: Nei, ég hef ekki tíma til að fylgjast mikið með fjárlagaumræðunni. Flosi Ólafsson leikari: Voða lítið, ég bara nenni þvi ekki. Heiða Jensdóttir búðardama: Nei, ég fylgist ekkert með þeim.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.