Dagblaðið - 20.10.1980, Page 4
DAGBLAOIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980.
Gigaröðin um miðjan dag i gær. Hraunið rcnnur sfðan fram nær á myndinni. Snjór er að mestu bráðnaður i grenndinni eins og sést i forgrunni myndarinnar.
Þriðja eldgosið í Mývatnssveit á þessu ári:
Hraunflákinn nálgað-
ist mannvirkin
— enfljótlega
dróúrgosinu
ogþaðvirtist
minna en
f yrri gos
„Þetta gos hagar sér á mjög
svipaðan hátt og gosið í júli. Það
byrjaði með miklum látum í nokkrar
klukkustundir og var mjög kraftmikið
fyrstu klukkustundirnar en fljótlega
eftir miðnætti fór að draga úr því,”
sagði Páll Einarsson jarðfræðingur er
blaðamaður DB ræddi við hann á
skjálftavaktinni í Mývatnssveit í gær.
Þriðja eldgosið í Mývatnssveit á
þessu ári hófst kl. 22.04 á laugardags-
kvöld og er eldgosið mjög keimlíkt
fyrri gosunum en virðist þó heldur
minna. í byrjun gaus á 7 kílómetra
langri sprungu frá Leirhnjúk og norður
fyrir Sandmúla.
í fyrstu rann hraunið í allar áttir.
Syðsti endi sprungunnar var orðinn
nokkuð nálægt Kröflu og um tíma rann
hraunfláki, sem virtist nálgast mann-
virkin. Það stóð hins vegar mjög stutt
og í gær gaus aðallega í norðurenda
sprungunnar og hraunrennsli er allt til
norðurs.
Gosið núna er nokkru minna en áður
og telja jarðfræðingar að það gæti leitt
til þess að búast megi við enn einu gosi
fljótlega, jafnvel á þessu ári. „Þetta er
lítil umbrotahrina og lítil kvika á hreyf-
ingu. Landsigið við Leirhnjúk er lítið.
Ef það hættir núna þá líður stuttur tími
þar til búast má við nýrri umbrota-
hrinu,” sagði Páll Einarsson.
Þetta gos kemur jarðfræðingum
ekki á óvart. „Það var löngu Ijóst að
umbrotahrina yrði um þetta leyti,”
sagði Páll Einarsson. Skömmu fyrir kl.
9 á laugardagskvöld var einsýnt að gos
væri á næsta leiti. Þá byrjaði mjög
hratt landsig sem ágerðist og þennan
klukkutíma leit út fyrir kvikuhlaup til
suðurs og óttuðust menn um mannvirk-
in í Kröflu en kvikan tók síðan aðra
stefnu og varð þá Ijóst að mannvirkin
væru ekki í hættu.
-GAJ
Séð yfir svæðið úr meiri hæð. Hraunið rennur fram i lænum frá gigaröðinni.
Hraunáin rennur frá gigaröðinni. Hraunið var mjög þunnfljótandi og rann hratt. Litirnir voru ægifagrir, en njóta sin ekki
sem skyldi á svart-hvítri mynd. DB-myndir Sig. Þorri
Áhrifamikil sýn:
Ægifögur hraun-
elfurin rann
með ógnarhraða
Áhrifamikil sýn mætti DB-mönnum
er þeir flugu yfir gosstöðvarnar í gær.
Rauður gosstrókurinn stóð sem veggur
upp af sléttunni og ægifögur hraunelf-
urin rann með ógnarhraða frá kröft-
ugri gígaröðinni.
Þegar menn horfa sem dáleiddir á
slíka sýn gleymast allar hugsanir um
hinn mikla eyðileggingarmátt þessa
fyrirbrigðis. En eftir á komast menn
ekki hjá því að hugsa um þá staðreynd
að ískyggilega nærri eldgosinu stendur
tugmilljarða gufuaflsvirkjun.
Ókleift reyndist að fljúga yfir
Kröfluvirkjun þar sem hún var falin í
gufubólstrum sem hitinn frá gosinu
myndaði. Gosmökkinn lagði undan
norðan andvara í suður, í átt að
Kröfluvirkjun og Mývatni.
Snjókoma sem varð við norðanvert
Mývatn er talin eiga rætur að rekja til
hitans frá gosinu. Gerði hún flug-
mönnum erfitt fyrir en flugumferð við
gosstöðvarnar var fremur lítil miðað
við oft áður. Má ætla að einkaflug-
menn hafi séð nægju sína af eldgosum í
ár. - KMU