Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.10.1980, Qupperneq 9

Dagblaðið - 20.10.1980, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980. Erlendar fréttir Ný ríkisst jórn Ungverjaland: Vilja fá meira frelsi fyrfr verkamennina Tóku lagið að loknumdeilum Allt var upp í loft á þingi Vcrka- mannaflokksins brezka i Blackpool á dögunum. Vinstrisinnaðir flokks- menn báru formann flokksins James Callaghan og stuðningsmenn hans hvað eftir annað ofurliði I atkvæða- greiðslum. Er jafnvel farið að tala um að flokkurinn sé að klofna. Ekki létu menn þetta þó aftra sér frá að syngja einhvern baráttusönginn við lok þingsins og á myndinni er ekki annað að sjá en vel sé tekið undir. Annar frá vinstri er Callaghan flokksformaður. —forseti hins opinbera verkalýðssambands segir „pólsku” leiðina þó ekki hina réttu Helzti forustumaður hins opin- bera verkalýðssambands í Ungverja- landi hefur krafizt þess að launþegar t landinu fengju meira rít- og mál- frelsi, auk þess sem málefnum verka- manna væri meiri gaumur gefinn opinberlega en gert er. Hann sagði hins vegar að sú leið sem Pólverjar heföu farið í að stofna frjáls verka- lýðsfélög væri ekki rétta leiöin fyrir Ungverja. Sandor Gaspar, en svo heitir for- seti hinna opinberu ungversku verka- Iýðsfélaga, viðurkenndi að komið hefði til nokkurra vinnustöðvana í landinu upp á síðkastið. Ekki var gefin nein nánari skýring á þeim mál- um. Kom þetta fram i viðtali sem átt var við Gaspar i blaði ungverska kommúnistaflokksins, Nepszabad- sag. Sagði hann að skipulag verkalýðs- samtakanna þyrfti að endurbyggjast, heimila ætti verkamönnum í auknum mæli að láta álit sitt í ljós á stjórn fyrirtækjanna. Einnig ætti að skýra almenningi meira frá samningaviö- ræöum á milli verkalýðsfélaga og ríkisstjórnarinnar. Frjáls verkalýðsfélög væru aðeins nauðsynleg i kapitaliskum þjóð- félögum. i kommúnistarikjum værí markmið verkalýðsfélaganna og ríkisstjórnanna hið sama. Forseti verkalýðssambandsins sagði að atvinnuleysi yrði áfram óþekkt í Ungverjalandi en verka- menn gætu ekki lengur búizt við að halda sama starfi alla ævi. Ungverjaland er það ríki í Austur- Evrópu sem hefur gengið lengst í að dreifa ákvarðanatöku út til fyrir- tækjanna og draga úr miðstýringu i atvinnurekstri. Svo virðist sem einnig hagvöxtur og framleiðsluaukning sé þar meiri en í öðrum Austur-Evrópu- rikjum. Kadar leiðtoga I Ungverjalandi hefur tekizt betur upp við að bæta lifskjör- in I landl sinu en öðrum kommúnista leiðtogum. Við fluttum um set, að Suðurlandsbraut 18 Samvinnubankinn Suðurlandsbraut 18 á Ítalíu Fertugasta ríkisstjórn italíu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar tekur til starfa í dag. Forsætisráðherra hennar er Forlanes en ráðherrar í stjórninni eru úr fjórum flokkum. Mun áætlun í efnahagsmálum verða lögö fram í ítalska þinginu í dag. Þykir víst að jafnhliða því verði ákveðnar verulegar verðhækkanir á neyzluvörum í landinu. Ástralía: Fraser Ihaldsflokkur sigraði óvænt Íhaldsflokkurinn undir forustu Frasers forsætisráðherra vann mikinn sigur i þingkosningunum sem haldnar voru i Ástralíu um helgina. Kom þetta mjög á óvart því allar skoðanakannanir og kosningaspár byggðar á þeim höfðu gert ráð fyrir að Verkamannaflokkur- inn mundi fá meirihluta á ástralska þinginu undir forustu Hadens for- manns flokksins. Hlutabréf á mörkuðum í Ástraliu hækkuðu mjög í verði við þessi tiðindi. Íhaldsflokkurinn hefur verið í ríkis- stjórn með Frjálslynda flokknum síðasta kjörtímabil. Eru þeir flokkar taldir hlynntari erlendri fjárfestingu í landinu heldur en Verkamannaflokkur- Til gamalla og nýrra viðskiptavina! Vegna stóraukinna viðskipta, höfum við flutt í stærra húsnæði. Við bjóðum ykkur velkomin og væntum þess að geta boðið enn betri þjónustu. Starfsfólk Samvinnubankans Suðurlandsbraut 18 Palmi Gíslason Guðrun Kristin Egilina Jóhannsdóttir Káradóttir Guðgeirsdóttir Katrín Torfadóttir

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.