Dagblaðið - 20.10.1980, Blaðsíða 10
10
Nú er rótti timinn til aö halda við brúna iitnum frá í
sumar.
• Dömuherra- og hjónatímar, • Sturtur • GROHE
vatnsnudd. Setustofa • Kaffí.
PANTIÐ
TÍMAÍ
SÍMA
10256
ATHl Belosol-só/bakkurinn er ekki sléttur,
heldur U-laga, þar afleiðandi mjög þægilegur.
Ath.: BEL-O-SOL bskkimir aru
i 10256
Sútun
Tek skinn til sútunar, mót-;
taka skinna föstudaga frá
kl. 4—8 e.h. að Ránargötu
11 Rvk. Uppl. í síma 66087
eftir kl. 8 á kvöldin.
Geymið auglýsinguna -
Vesturbær - sérhæð
Vorum að fá í sölu 3 herb. íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi.
íbúðin er 75 fermetrar. Sérhiti, sérinngangur, þvottaað-
staða á baði. Rúmgott eldhús. Góð íbúð. íbúðin losnar eftir
samkomulagi. Útb. 21 —22 millj.
Uppl. á skrifstofunni, ekki í síma.
Eignanaust
Laugavegi 96 (við Stjörnubíó)
Simi 29555.
Til sölu er þessi gullfallegi Ford
Bronco Sport árn. 1973, ekinn 21.000
á yél. Krómfeluur, útvarp o« settul-
band, breið dekk, rauöur með pulum
röndum.
Ok hér er cinn svo til beint úr kassan-
um: Ma/.da 626 2000 hardtopp, ekin
500 km, silfurgrár. Útvarp og segul-
band. Vinsæll og kraftmikill bill.
Og hérna kemur svo einn af þessum
vinsælu Citroen GS Pallas árg. 1978.
— nema hvað hann er hálfsjálfskiptur,
engin kúpling, ekinn um 30.000. Gull-
sanseraður. Toppútlit innan sem utan.
Þetta er einn fallegasti og bezt með
farni Rangc Roverinn sem við höfurn
fengið i sölu. Hann er árg. 1976, ekinn
aðeins 85.000 km, Ijósdrapplitaður.
Klassabill.
Sjón er sögu rikari: Mercury Marquis
árg. 1979, Ijós og dökkgrár, ekinn
18.000 km. Sjálfsk., vökvastýri og
vökvabremsur, 8 cyl., 351 cc. Þeir
gerast ekki mikið betri, þeir amerísku.
Mercedes Benz rúta — 26 manna árg.
1968, ekin 40.000 á vél. Útvarp og
segulband. Bill I góðu ásigkomulagi.
Þessi glæsilega bifreið, svarta torfærutröllið, er tii sölu.
Jeppaunnendur. nú er tækifærið. Til svnis hjá okkur.
77/ synis hjá
Bílasöiunni Skeifunni
Skeifunni 11 — Símar 84848 og 35035
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBHR 1980.
Indland:
Fljótin forar-
pollarmeð
eitri og óþverra
- f ólk gerir sér ekki grein fyrir mengunarhættunni f rá
hinum heilögufljótum
Fljót Indlands eru að breytast í
forarpolla sem dreifa sýklum og sjúk-
dómum. Áður fyrr voru þessi fljót
lifæðar landsins og þær ffuttu lifræn
efni með árstrauminum. Indira
Gandi, forsætisráðherra Indlands,
vakti nýlega sérstaka athygli á þessu í
tilefni af því að Heilbrigöisstofnun
Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið
að áratugurinn 1981 til 1990 skuli
verða helgaður vatninu.
Ljóst og sláandi dæmi um hve
mengun vatnsins í fljótum lndlands
er orðin mikil var nýlega birt af dr.
Triapthi, sem er forseti umhverfis-
verndarstofnunar Indlands.
Hann skýrði frá þvi á ráðstefnu að
um það bil eitt hundrað og fimmtíu
tonn af hálfbrunnum leifum manns-
líkama og dýrahræja bærust niður
Gangesfljótið árlega til borgarinnar
Varanasi, sem er heilög borg hindúa.
Upplýstist þetta er fimmtíu um-
hverfisverndarmenn sigldu niður
Ganges og komust að raun um hve
mengað hið frægasta oghelgastafljót
Indlands er orðið.
Ganges fljót á upptök sín í Hima-
lajafjöllunum og þar rennur það
kristalstært. Síðan rennur það um
um það bil 2500 kílómetra leið til
strandar og á þeirri leið mengast það.
Leið þess liggur um hin ofsetnu
iðnaðarsvæði Indlands, Uttar
Pradesh, Bihar og Vestur-Bengal.
Þar renna í það ótalin tonn af leifum
frá iðnverum og mannabústöðum og
nú er svo komið að eitrið frá iðnaðar-
svæðunum drepur brátt allt lif þess.
Samt sem áður er Ganges enn
fljótið sem trúaðir hindúar kjósa að
þvo af sér allar syndir í. Þeir drekka
vatnið úr fljótinu og búa dána ætt-
ingja sina undir næsta líf á bökkum
þess.
Mengunin er mest i Ganges af
fljótum Indlands en hún er einnig að
koma í Ijós annars staðar og í öðrum
fljótum landsins. Vegna trúar al-
mennings á heilagleika fljótanna
virðist hann vera algjörlega blindur
fyrir þeirri hættu sem er vegna auk-
innar mengunar í þeim, sagði i ind-
verska dagblaðinu Indian Express ný-
lega.
Milljónir Indverja, sérstaklega í
sveitunum, treysta algjörlega á að fá
vatn til böðunar, þvotta, neyzlu og til
að brynna húsdýrum úr fljótunum,
skurðum og uppistöðulónum. Þrátt
fyrir aðvaranir heilbrigðisyfirvalda
baðar mikill fjöldi fólks sig í Yamuna
ánni, sem rennur í gegnum Delhi og
sér borginni fyrir mestu af því neyzlu-
vatni sem þangað berst.
I opinberri skýrslu sem birt var
fyrir einu ári var fullyrt að vatnið í
Yamuna ánni væri svo mengað að
það væri ekki einu sinni hæft til að
vökva plöntur og garða.
Fyrir tæpum aldarfjórðungi var
mengunin í neyzluvatni Delhíborgar
þeim ljós sem hana vildu sjá. Þá
létust sjötíu manns og tuttugu þús-
und veiktust af gulu sem stafaði frá
vatni úr Yamuna ánni. Höfðuástæð-
an fyrir þvi hve vatnið er mengað er
sú að stór hluti af skolpinu frá borg-
inni rennur einnig í ána og aðeins
Iítill hluti þess er að einhverju leyti
hreinsaður.
Ástandið er litlu betra í Bombay,
sem er helzta stórborgin í vesturhluta
Indlands. Þar hefur úrgangur frá iðn-
verum fengið að renna óhindrað og
án eftirlits og skolpið frá borginni litt
verið hreinsað. Er ástandið nú orðið
þannig að heilbrigðisyfirvöld vilja
banna fiskveiðar vegna eitrunar-
hættu rétt við þar sem aðalvatnsból
borgarinnareru.
Vart hefur orðið við kvikasilfurs-
eitrun við vatnsbólin og einnig i
Kalu ánni þar nærri. Auk þess má
geta þess að vart hefur orðið við húð-
sjúkdóma meðal þeirra sem baðað
hafa sig í Sone ánni í Madhya
Pradesh ríki í miðhluta Indlands.
Að sögn æðsta manns þeirrar
stofnunar sem ætlað er að koma í veg
I l I J I
fyrir að fljót Indlands mengist meira
en orðið er eru helztu ástæðurnar
fyrir hinni miklu mengun þær að ur-
gangur frá fólki fær að renna út í
fljótin óhreinsaður og leifar frá iðn-
verum einnig.
í Bombay er aðeins þrettán af
hundraði þeirra úrgangsefna sem
renna í fljótið frá iðnfyrirtækjum. f
Kalkútta borg, í austurhluta Ind-
lands, er talið að 89% af menguninni
í drykkjarvatninu komi frá borginni
sjálfri.
Af þeim eitt hundrað fjörutíu og
tveim borgum í Indlandi sem hafa
fieiri íbúa en eitt hundrað þúsund
hafa aðeins sjötíu einhvers konar út-
búnað til að hreinsa skolpið áður en
það rennur út í árnar og vatnsbólin.
Gífurlegar fjárhæðir þarf til að
bæta úr skolpfrágangi við indverskar
borgir og sjá svo um að vatnsból
þeirra séu ekki lífshættuleg. Indira
Gandhi forsætisráðherra landsins
hefur hvatt til þess að komið verði á
fót alþjóðlegri hjálparstarfsemi til að
aðstoða fátækar þjóðir við að
vinna að framkvæmdum til úrbóta í
þessum efnum. Gandhi benti á í ræðu
sinni að á nitjándu öldinni, þegar
Bretland hafi verið mesta iðnaðar-
veldi heimsins, hafi árnar þar í landi
verið opin skolpræsi og kólera,
taugaveiki og aðrir skæðir sjúk-
dórtiar hafa geisað þar hvað eftir
annað.
Hreinlæti og heilbrigði fylgir vís-
indalegum framförum, sagði for-
sætisráðherrann. Við verðum að
minnast þess þegar rætt er um lélegar
heilbrigðisaðgerðir við vatnsból og
skolpveitur hinna fátæku og vanþró-
uðu ríkja.
Samkvæmt könnun sem gerð hefur
verið i Indlandi af starfsmönnum Al-
þjóða heilbrigðismálastofnunarinnar
hafa aðeins tæplega tíu af hundraði
íbúa Indlands aðgang að nokkurn
veginn boðlegu drykkjarvatni.