Dagblaðið - 20.10.1980, Page 12
12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980.
DB á ne ytendamarkaði
Fjöldi kvartana yf ir skemmdri mjólk:
Er eitthvað athuga-
vert við mjólkur-
geymslur verzlana?
Gríðarlega margir hafa kvartað
yfir því við neytendasíðuna að þeir
fái skemmda mjólk og rjóma. Um-
sjónarmaður síðunnar hefur einnig
óvenju oft orðið fyrir því sjálfur í
sumar að þurfa að hella niður þessum
afurðum, vegna þess að mjólkin
verður fúl og rjóminn eins og kökkur
innan í umbúðunum.
— Hvererástæðan fyrir þessu?
,,Á þessu kunna að vera nokkrar
skýringar. Ein er ugglaust sú að þess-
ar afurðir eru ekki geymdar við nægi-
iega lágt hitastig,” sagði Guðlaugur
Björgvinsson forstjóri MS.
„Þegar breyting varð á mjólkur-
sölulögunum árið 1976 og hætt var
við mjólkurbúðirnar árið 1977 tóku
matvöruverzlanir' við mjólkursöl-
unni. Þær urðu þá að kaupa sér kæli-
tæki eða útbúa kæliklefa fyrir mjólk-
ina. Okkur dettur í hug að e.t.v. sé
eftirlit með þessum tækjum ekki
nægjanlegt og einhver kæli ekki eins
og þeir eigi að gera. í mjólkurreglu-
gerð segir fyrir um að mjólk eigi að
geyma við hitastig á bilinu frá 0—
6°C.
Þá kann einnig að vera að hráefnið
sé ekki alltaf fyrsta flokks. Bændur
hafa tankvæðzt og þarna getur einnig
komið inn spurningin um hvernig hirt
er um tankana. Dýralæknar eiga að
sjá um að þau mál séu í lagi.
Samlögin hafa leiðbeinendur um
þessi mál á sínum snærum. Aðalstarf
þeirra er að ferðast á milli bænda og
benda þeim á ef eitthvað er í ólagi.
Þeir hafa hins vegar ekki vald til að
gera annað en að leiðbeina.
Ef ekki fást úrbætur eiga dýra-
læknar og heilbrigðisnefndir að
framfylgja þeim.
Mikilvægt er að bændur vandi sem
bezt meðferð mjólkurinnar. Einn
hirðulaus getur spillt heilum tank-
farmi af mjólk.
Dagstimplun
á mjólkurvörum
Á dögunum fengum við kvörtun
frá konu í Grindavík. 11. september
sendi hún barn í kaupfélagið til þess
að kaupa skyr. Keypt voru fjögur
box og þegar þau voru opnuð var
innihaldið gulgrænt og mygluskán
ofan á skyrinu. Þegar gáð var á dag-
stimpilinn, sem va/ mjög ógreinilegur
og raunar ekki læsilegur fyrr en dós-
irnar voru opnaðar, kom í ljós að 30.
ágúst var siðasti söludagur. Konan
henti þremur boxunum en fór með
eina til að fá nýjar dósir. Henni var
boðið að fá eitt box af skyri í staðinn
fyrir hin fjögur. En þegar í ljós kom
að ekki var til annað skyr í kaup-
félaginu en sem stimplað var með 8.’
og 9. september hætti konan við
skyrkaupin, en eins og áður gat um
var þetta 11. september.
Kona þessi sagði að þetta væri ekki
í fyrsta sinn sem kaupfélagið i
Grindavík hefði á boðstólum mjólk-
urvörur sem væru með útrunnum
dagstimpli.
— Hvert á fólk að snúa sér í slíkum
tilfellum sem þessum?
„Það er nærri því óskiljanlegt
hvernig svona nokkuð getur komið
fyrir. Skyr og aðrar mjólkurvörur eru
sendar daglega í allar verzlanir,”
sagði Guðlaugur Björgvinsson.
,,Þó er til í dæminu að þegar verið
er að raða í hillurnar nýkomnum
vörum að þess sé ekki gætt að láta
nýjustu vörurnar innst i hillurnar og
þær elztu fremst. En að sjálfsögðu á
að taka þær vörur sem komnar eru
fram yfir síðasta söludag úr verzlun-
inni. Það er ekki heimilt að selja
mjólkurvörur sem komnar eru fram
yfir síðasta söludag. Það er verkefni
heilbrigðisnefndanna að sjá um að
,því sé framfylgt,” sagði Guðlaugur
Björgvinsson.
„Við viljum gjarnan hafa fram-
leiðsluvörur okkar í því bezta lagi
sem hægt er að hugsa sér,” sagði
Guðlaugur Björgvinsson.
„Og til þess að auka enn gæða-
eftirlit með söluvörum okkar höfum
við nýlega m.a. ráðið matvælafræð-
ing, Ingibjörgu Halldórsdóttur, sem
sér um daglegar skyndiprófanir á
framleiðsluvörum okkar,” sagði for--
stjórinn að lokum.
-A.Bj.
Tilvalið verkefni fyrir Neytendasamtökin:
Verðlaun fyrír góða
þjónustu í verzlunum
„Kæra neytendasíða DB!
Ekki nenni ég lengur að standa
fyrir utan þann hóp áhugasamra
húsmæðra sem taka þátt í heimilis-
bókhaldi neytendasíðu DB og sendi
ykkur hérmeð í fyrsta sinn heimilis-
reikninginn minn fyrir setp. 1980”
segir m.a. í bréfi frá E. J„ húsmóður
í Reykjavik.
„Fyrir nokkru þegar viðurkenning
var veitt fyrir fallegustu götu, falleg-
asta garðinn o.s.frv. datt mér í hug
að ekki væri svo fráleitt að veita slíka
viðurkenningu sumum verzlunum hér
í borg sem skara fram úr. T.d. hvað
góða og lipra þjónustu snertir eða
fjölbreytt og gott vöruúrval, þótt ég
minnist nú ekki á verðlagið sem er
afar misjafnt.
Mundi það að mínu mati hafa
hvetjandi áhrif á verzlunareigendur
og stuðla að meiri samkeppni milli
þeirra.
Slík samkeppni er eðlileg og já-
kvæð og kemur bæði viðskiptavinum
og verzlunareigendum til góða.
Gæti ekki neytendasíða DB tekið
forystu í þessu máli?
Með kveðju og þakklæti fyrir
mörg góð ráð.”
Gœti verið verkefni
Neytendasamtakanna
Við bjóðum E.J. velkomna í hóp
þessara áhugasömu húsmæðra sem
hún minntist á.
Því miður tel ég að neytendasíða
DB geti ekki haft forystu í því máli að
veita verzlunum eða kaupmönnum
slíka viðurkenningu eins og þú minn-
ist á i bréfi þínu. Slíkt er afar við-
kvæmt mál og verður að fara að öllu
með þvílíkri gát að ekki er á fa?ri
einnar síðu í dagblaði að gera slíkt.
Hins vegar finnst mér þetta ágætis
tillaga og ætti að vera verkefni fyrir
samtök eins og t.d. Neytendasamtök-
in. Þau eru algjörlega hlutlaus aðili
sem ætti að geta fylgzt með bæði
þjónustu, vöruúrvali og verðlagi í
hinum ýmsu verzlunum og þannig
veitt einni eða fleiri verzlunum viður-
kenningu.
Það gæti vafalítið haft hvetjandi
áhrif á alla aðila ef þessu yrði komið
í kring.
Ef nógu margir gerast félagsmenn í
Neytendasamtökunum verða þau
e.t.v. með tímanum fær um að fram-
. kvæma svona verkefni. -A.Bj.
MEGRUN - MEGRUN
Tillögur að viku
matseðli
Hádaglsvarflur
Grænmetissalat. Kjötbollur (60 g),
soönar kartöflur (75 g), soðið
grænmeti (50 g). Ávöxtur (70 g).
Brauð, jurtasmjör, undanrenna (2
dl).
Kvöldverflur
Grænmetissalat. Steiktur koli (60 g),
soðnar kartöflur (75 g), soðið
grænmeti (50 g), (piparrótarsósa úr
súrmjólk 0,5 dl). Ávöxtur eða ber (70
g). Brauð, vatn eða ávaxtasafi (2 dl).
Kaffi, te.
g), grænar baunir (50 g), tómatur (30
g). Ávöxtur (70 g). Brauð, jurta-
smjör, undanrenna (2 dl).
Kvöldverflur
Grænmetissalat. Lambakóteletta
(með beini 85 g), súrmjólkursósa (0,5
dl). Soðnar kartöflur (75 g), grænar
baunir (50 g). Ávöxtur eða ber (70 g).
Brauð, sódavatn eða ávaxtasafi (2
dl). Kaffi, te.
HAdegtoverflur
Grænmetissalat. Lifur, soðin (50 g),
leplaskífur og rifnar gulrætur (200 g).
Fitusnauður ostur eða smurostur (15
g). Brauð, jurtasmjör, undanrenna (2
dl). Kaffi, te.
Kvöldverflur
Grænmetissalat. Buff (60 g), laukur
(40 g), soðnar kartöflur (75 g),
paprika (30 g). Ávöxtur eða ber (70
g). Brauð, vatn (2 dl). Kaffi, te.
Hádegtoverflur
Grænmetissalat. Soðið saltað eða
reykt kjöt (20 g), bakaðar baunir í
tómatsósu (150 g), 1 msk. rifinn
ostur. Ávöxtur (70 g). Brauð, jurta-
smjör, undanrenna (2 dl). Kaffi, te.
Kvöldverflur
Grænmetissalat. Steiktur eða grill-
aður kjúklingur (með beinum 75 g),
bakaðar kartöflur (75 g), soðið
grænmeti (50 g). Ávöxtur eða ber (70
g). Brauð, ávaxtasafi eða vatn (2 dl).
Kaffi, te.
Hádegtoverflur
Grænmetissalat. Fiskbollur (60 g),
sveppasósa (1 dl), soðnar kartöflur
(75 g), grænar baunir (50 g). Ávöxtur
(70 g). Brauð, jurtasmjör,
undanrenna (2 dl). Kaffi, te.
Kvötdverflur
Grænmetissalat. Pottréttur með lifur
(nauta-, lamba- eða kjúklingalifur)
(50 g), grænmeti (50 g). Gulrætur
(40 g), soðnar kartöflur (75 g).
Ávöxtur eða ber (70 g). Brauð og
sódavatn eða vatn (2 dl). Kaffi, te.
Hádegtoverflur
Grænmetissalat. Soðið egg (1 st.),
soðinn fiskur (50 g). Súrmjólkursósa
með kryddi (1 dl), soðið grænmeti
(100 g). Ávöxtur (70 g). Brauð, jurta-
smjör, súrmjólk (2dl). Kaffi, te.
Kvöldverður
Grænmetissalat. Roastbeaf (50 g),
bakaðar eða soðnar kartöflur (75 g),
laukur soðinn í kjötkrafti (50 g),
tómatur (30 g). Ávöxtur eða ber (70
g). Brauð, ostur (10 g), sódavatn eða
ávaxtasafi (2 dl). Kaffi, te.
HádegisverOur
Grænmetissalat. Soðin fiskflök (60
g), sítrónubátur, soðnar kartöflur (75
Hádegtoverflur
Grænmetissalat. Ofnsteiktar skenku-
rúllur þræddar með plómum (70 g
skinka, 15 g plómur), soðnar kart-
öflur (75 g), soðið grænmeti (50 g).
Ávöxtur eða ber (70 g). Brauð,
undanrenna (2 dl). Kaffi, te.
Kvöldverflur
Grænmetissalat. Rækjur (60 g), súr-
mjólkursósa með blaðlauk eða dilli
+ 1 tsk. sinnep (1 dl). Ávöxtur (70'
g). Brauð, jurtasmjör, ostur (15 g),
sódavatn eða ávaxtasafi (2 dl). Kaffi,
te.