Dagblaðið - 20.10.1980, Blaðsíða 13
Framsóknarmenn og kratar
mjög klofnir f hermálinu
Fylgismenn Framsóknar- og Alþýðu-
flokks eru ákaflega skiptir í afstöðu til
hersins. Það kemur í ljós við nánari
athugun á niðurstöðum skoðanakann-
ana Dagblaðsins, annars vegar
spurningunni um afstöðu til flokka og
hins vegar spurningunni um afstöðu til
hersins.
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins
eru nokkuð á einu máli um að styðja
herinn, og stuðningsmenn Alþýðu-
bandalagsins nokkuð sama sinnis um
að losna við hann.
DB hefur unnið upp úr skoðana-
könnununum, hvernig afstaðan til
hersins skiptist eftir flokksfylgi. Niður-
stöðum þess ber að taka með mikilli
varúð, einkum þegar farið er að skipta
lágum tölum, til dæmis 45 aiþýðu-
flokksmönnum, upp í frekari grein-
ingu. Segja má að athugunin segi til
um, að yfirgnæfandi meirihluti
stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins
vilji hafa herinn áfram, þótt greinilega
séu einnig til i þeim röðum menn, sem
vilja, að herinn fari. Einnig má segja,
að ljóst sé, að yfirgnæfandi meirihluti
stuðningsmanna Alþýðubandalagsins'
vilji, að herinn fari, þótt þar sé að finna
nokkra, sem vilja hafa herinn, merki-
legt nokk! Athugunin sýnir, að
Fransókn og Alþýðuflokkur eru mjög
kiofnir í afstöðu til hersins, þegar litið
Herstöðvaandstæðingar eru skv. könnun Dagblaðsins úr öllum flokkum — en áberandi fæstir eru I Sjálfstæðisflokknum og
flestir I Alþýðubandalaginu. DB-mynd: Ari K.
Afstaða fólks í skoðanakönnuninni til hersins
skiptist þannig eftir flokkum (Sjá skýringar):
Sjálfstæðismenn
Fylgjandi 142 eða 88,8%
Andvígir 10 eða 6,3%
Óákveðnir 8 eða 5%
er til óbreyttra stuðningsmanna. En
varast ber að draga þá ályktun, að til
dæmis þriðjungur Framsóknarkjós-
enda sé á móti her eða yfir fjórðungur
krata, til þess verða tölurnar ekki nógu
marktækar, þegar farið er að skipta.
svo lágum tölum. Engu að síður er
augljóst, að hlutur hersandstæðinga i
stuðningsliði þessara flokka hlýtur að
vera talsvert stór.
Ut fyrir raðir
Alþýðubandalagsins
Skoðanakönnun DB um afstöðu til
hersins gaf til kynna, að 53,8 prósem
væru fylgjandi áframhaldandi dvöl
hersins hér, 30,8 prósent andvígir og
15,3 prósent óákveðnir. Fylgi hersins er
með meira móti um þessar mundir,
miðað við fyrri skoðanakannanir. Af
tölunum er greinilegt, að fleiri eru and-
vígir hernum en stuðningsmenn
Alþýðubandalagsins einir. Nánari
athugun leiðir í ljós, að viðbótina er að
finna meðal stuðningsmanna
Framsóknar og Alþýðuflokks og auð-
vitað í röðum þeirra, sem ekki vildu
nefna neinn flokk í könnun DB á fylgi
flokkanna.
Af stuðningsmönnum Sjálfstæðis-
flokks segjast 88,8 prósent vera fylgj-
andi áframhaldandi dvöl hersins, rúm
6% eru andvígir og 5% óákveðnir.
Af fylgismönnum Framsóknar í
könnuninni segjast um 45 prósent vera
fylgjandi hernum, um 33 prósent and-
vigir og um 21 prósent eru óákveðnir.
Af stuðningsmönnum Alþýðubanda-
lags segjast rúm 90 prósent vera and-
vigir hernum, tæp 5% fylgjandi og tæp
5% óákveðnir.
Af stuðningsmönnum Alþýðuflokks
segjast rúm 53 prósent fylgjandi hern-
um, tæp 29 prósent andvigir og tæp 18
prósent óákveðnir.
Af þeim stóra hóp, sem annaðhvort
var óákveðinn um stjórnmálaflokk,
segist „engan flokk” styðja eða vildi
ekki svara spurningunni um flokkana,
síyðja 'um 47 prósent herinn, um 30
prósent eru andvígir og rúm 22 prósent
óákveðnir.
Auk þess kom upp í könnuninni einn
marx-lenínisti, sem er 100% andvígur
hernum!
-HH.
Framsóknarmenn
Fylgjandi 34 eða
Andvígir 25 eða
Óákveðnir 16 eða
45,3%
33,3%
21,3%
Alþýðubandalagsmenn
Fylgjandi
Andvígir
Óákveðnir
3 eða
59 eða
3 eða
4,6%
90,8%
4,6%
Alþýðuflokksmenn
Fylgjandi
Andvígir
Óákveðnir
24 eða 53,3%
13 eða 28,9%
8 eða 17,8%
Óákveðnir um flokk eða svöruðu ekki spurningunni um
flokk
Fylgjandi 120 eða 47,2%
Andvígir 77 eða 30,3%
Óákveðnir 57 eða 22,4%
Auk þess 1 marx-lenínisti, sem er andvígur hernum.
þaóerekkisama
jónog mínusjón
Framkvnmdastjóri
saltfisk- og skreiðarframleiðslu í Kanada
H. B. Nickerson & Sons, Limited er leiðandi fiskveiðafélag
í Kanada, sem veiðir, verkar og selur framleiðslu sína á
alþjóðamarkaði. Þar til nýverið hefur framleiðsla og sala
bolfisks í salt og skreið verið veigalítill þáttur í viðskiptum
okkar. En á yfirstandandi ári höfum við lagt mun meiri
áherzlu á þennan þátt starfsemi okkar. Viljum við auka
framleiðslu og sölu þessara vörutegunda mun meira.
Við þurfum að fá fullkomlega hæfan og reyndan fram-
kvæmdastjóra til að taka algjörlega að sér rekstur núver-
andi viðskipta okkar og skipuleggja aukningu þeirra. Ef þér
teljið yður vera þann einstaka aðila, sem við erum að leita
að, biðjum við yður að hafa samband við:
Peter B. Tait, P. O. Box 130, North Sydney,
Nova Scotia, B2A3M2, CANADA.
Góðfúslega svarið á ensku.
,,Margt bendir til aö mikið magn jákvætt rafhlað-
inna agna (+jóna), geti haft slæm áhrif á líðan og
heilsu fólks.Loftmengun t.d.tóbaksreykur, inni-
heldur gjarnan mikið af pósitívum ögnum.“
ÚRUMSÖGN
hleiIbrigðiseftirIit ríkisins
.
Raflindin MODULION eykur magn neikvætt
hlaóinna agna (-jóna) í andrúmsloftinu og stuölar
því aó minni loftmengun, samtímis sem hún hefur
jákvæð áhrif á líóan og heilsu fólks.
söluskrifstofa sími 91-82980
Fellsmúla 24 -105 REYKJAVÍK
Sími 91-82980 veitir allar frekari upplýsingar. Meðlimir Ofnæmis-, Astma-,
og Mígrenifélaga fá 10% afslátt. Verð tækjanna er kr. 68.750. —
Auk þess höfum við fjölda upplýsingagagna á boðstólum. •..Jónir í lofti”
eftir Dr. Albert Krueger •,,The lon effect” eftir Fred Soyka • Gagnaskrá
yfir jónarannsóknir.Sendum í póstkröfu um land allt.