Dagblaðið - 20.10.1980, Side 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980.
'mmuum
frjálst, úháð dagblað
Cltgafandi: Dagblaðifl hf.
FramkvamdaatJÓH: Svainn R. Eyjótfsson. RhstJÓH: Jónas Kristjánsson.
Aflstoflariitstjóri: Haukur Halgason. Fréttastjóri: ómar Vaidimarsson.
Skrifstofustjóri rítstjómar: Jóhannes Raykdal.
Iþróttlr: Haflur Sknonarson. Menning: Aflalsteinn Ingótfsson. Aflatoflarfréttastjórí: Jónas Haraldvson.
Handrit: Asgrknur Pálsson. Hflnnun: Hilmar Karisson.
Blaflamann: Anna Bjamason, Atil Rúnar HaHdórsson, Atii Steinarsson, Ásgair Tómasson, Bragi Sig-
urflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elfn Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir,
ólafur Gairsson, Sigurflur Sverrisson.
LJÓsmyndir: Bjarnlaifur Bjarnleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson
og Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þoríeifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs-
son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11.
Aflaisfmi blaflsins er 27022 (10 Ifnur).
Sotning og umbrot: Dagblaflifl hf., Sfflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun
Arvakur hf., Skeifunni 10.
Askriftarverfl é mánufli kr. 5.500. Verfl í lausasölu 300 kr. eintakið.
Hvemær ræóur þjóðin?
Alþingi endurspeglar ekki vilja meiri-
hluta þjóðarinnar í mörgum stórmál-
um.
Ómenguð aronska á liklega ekki einn
einasta málsvara á Alþingi. Samt sýndi
skoðanakönnun Dagblaðsins fyrir
nokkrum árum, að mikill meirihluti
landsmanna vildi, að Bandaríkjamenn greiddu gjald
fyrir aðstöðu sína hér á landi. Að líkindum nýtur
aronskan enn meirihlutafylgis.
Dagblaðið birtir í dag niðurstöður athugana á gögn-
um úr tveimur skoðanakönnunum, um stjórnmála-
flokkana og herinn. Andstaðan við herinn nær langt út
fyrir raðir Alþýðubandalagsins. Töluverður hluti
stuðningsmanna Framsóknar og Alþýðuflokks er and-
vígur hernum.
Gunnlaugur Stefánsson, fyrrverandi þingmaður Al-
þýðuflokksins, naut stuðnings fleiri kjósenda flokksins
en hann hefur haldið, þegar hann andæfði gegn ríkj-
andi flokksstefnu í varnarmálum.
Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknar,
hefur fylgi mikils fjölda framsóknarkjósenda, ef hann
hyggst andæfa gegn ríkjandi stefnu Ólafs Jóhannes-
sonar og Steingríms Hermannssonar í þeim efnum.
Taka verður með fyllstu varkárni þá skiptingu á
flokksfylgi Framsóknar og Alþýðuflokks, sem út
kemur, vegna þess hve tölurnar eru orðnar lágar og
frekari sundurgreining þeirra takmörkunum háð. Engu
að síður má af þeim draga þær ályktanir, að það sé að
vísu minnihluti en talsvert sterkur minnihluti kjósenda
þessara tveggja flokka, sem vill söðla um i varnarmál-
um.
Okkur ber við ríkjandi aðstæður að taka þátt í vörn-
um Atlantshafsbandalagsins en krefjast þess jafnframt
af Bandaríkjamönnum, að þeir beri kostnað við efl-
ingu samgöngukerfis okkar og almannavarna. Varnar-
málin eru hér nefnd sem dæmi um, hvernig samsetning
þingmannasveitar flokka getur gefið ranga mynd af
vilja kjósenda þeirra. Enginn hersandstæðingur mun
nú vera í þingliði Alþýðuflokksins, og í þingliði Fram-
sóknar heyrist ekki frá þeim hósti eða stuna.
Skoðanakönnun Dagblaðsins sýnir, að mikill meiri-
hluti landsmanna vill hafa varnarliðið áfram að sinni.
Fyrri skoðanakannanir hafa sýnt minni mun. Varnar-
málin eru þess eðlis, að réttmætt er að útkljárþau við
þjóðaratkvæði. Þau mál eru nánast ekkert rædd í próf-
kjöri eða á frambóðsfundum. Um þau hefur aldrei
verið kosið í þingkosningum.
Að sinni geta menn sagt, að skoðanakönnun Dag-
blaðsins sýni ótvírætt meirihlutafylgi við varnarliðið
og því sé óþarft að bera það mál undir þjóðaratkvæði,
að óbreyttu ástandi í heimsmálum. En ekki hafa valds-
menn breytt samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnun-
ar Dagblaðsins um aronskuna. Þá væri rökréttast, að
það mál, sem er ótvírætt stórmál, verði borið undir
þjóðina og tekið úr höndum alþingismanna, sem
kunna ekki með það að fara.
Bjórmálið er enn eitt slíkra mála. Sannarlega hafa
frambjóðendur til þings ekki verið valdir með tilliti til
afstöðu til bjórsins. Engin ástæða er til að ætla, að
hlutföll á Alþingi endurspegli vilja meirihluta þjóðar-
innar í því máli.
Þess vegna á að bera undir þjóðina við atkvæða-
greiðslu, hvort leyfa skuli sölu á áfengu öli hér á landi.
Fjölda mála af þessu tagi ber tvímælalaust að fara
með á þann hátt. Þingmenn eru þess ekki umkomnir að
túlka sjónarmið þjóðarinnar.
/
0RKA —
ORKUNÝTING
Margir áratugir eru síðan Islend-
ingar létu sig fyrst dreyma stóra
drauma um nýtingu hinna miklu
orkulinda landsins.
í glæstri framtíðarsýn sáu menn
fossana mala landsmönnum gull og
óþrjótandi afl fljótanna verða undir-
stöðu þróttmikils atvinnulífs og
bættra lífskjara.
Þó þjóðin hafi á síðustu árum í
vaxandi mæli virkjað sínar orku-
lindir, hefur hún enn ekki tekið í
notkun nema tæp 6% þeirrar orku
sem liggur í vatnsafli og jarðvarma
landsins.
Orkulindir
íslendinga
Meginorkulindir íslendinga eru
vatnsafl og jarðhiti.
Gróft tekið nemur orkunotkun
íslendinga um 2000 MW. þar af sjá
vatnsaflsvirkjanir okkur fyrir um 500
MW; jarðvarmaveitur um 500 MW
og innflutt eldsneyti nemur um 1000
MW.
Heppilegri eining er að nota watt-
stundir eða orku í stað afls.
Áætlaðar orkulindir landsins
nema: (Orkuvinnsla á ári)
Vatnsafl:
Hagkvæmt vatnsafl 20 Twh
Annað ” . 10 Twh
Alls 30 Twh.
Virkjað 3,3 Twh
Óvirkjað 26,7 Twh.
Jarðvarmi:
Orkuvinnsla á ári miðað við
Kjallarinn
GuðmundurG.
Þérariifsson
varmainnihald vatns fyrir ofan 40°C.
Alls 80 Twh
a) þar af raforka 20 Twh
b) þar af orka til iðnaðar þ.e.
gufayfir 150°C 45 Twh
þegar virkjað 3,2 Twh
óvirkjað 76,8 Twh
Jarðhitinn
Allar áætlanir um orku jarðhita-
svæðanna eru mun óvissari en um
orku vatnsaflsins. Háhitasvæði
okkar eru enn tiltölulega lítið rann-
sökuð. Áætluð vinnsluorka þeirra 80
Twh/ári er sjálfsagt lágmarksorka og
gæti e.t.v. verið tvisvar til þrisvar
sinnum meiri.
Jarðhitasvæðum er skipt í háhita-
svæði og lághitasvæði. Háhitasvæði
rru svæði þar sem hotnhili er hærri
en 200°C, en lághitasvæði þár sem
botnhiti er lægri en 150°C.
Háhítasvæðin skiptast í 5 megin-
svæði. Stærð þeirra hefur verið
áætluð:
Reykjanesskagi 50 km;
Hengilssvæði 50 km'
Torfajökulssvæði 100 km'
Kerlingafjallasvæði 50 km1
Kröflusvæði 150 km'
Alls um 400 km!
Kröflusvæðið er hér talið ná yfir
Námafjall, Ktöflu og Þeistareyki.
Lághitasvæðin eru utan eldvirkra
svæða og hafa mjög gróft verið
áætluð um 20.000 km! að stærð.
í jarðhitasvæðunum er fólgin
gífurleg orka og þyrfti viðamiklar
rannsóknir til þess að áætla hana
meðsæmilegri nákvæmni.
Sérstaklega er áríðandi að gera
rannsóknaráætlun fyrir háhita-
svæðin.
Lághitasvæðin hafa mest verið
notuð til húshitunar og upphitunar
gróðurhúsa.
Helsta lághitasvæði íslands er talið
ná um 100 km bæði til austurs og
FELAGSLEGT
HLUTVERK VERZL-
UNARINNAR
Þegar að ég réði mig fyrst til starfa
í verzlun sem var við lok stríðsins
varð mér fljótlega ljóst hversu ríkur
þáttur verzlunin er í samskiptum
manna í milli. Á þessum árum voru
verzlanir nánast á hverju götuhorni.
Þar hittist fólkið úr hverfinu og rabb-
aði saman um daginn og veginn
meðan það verzlaði. Þetta var ákveð-
inn þáttur í daglegu lífi þess. Kaup-
maðurinn tók auðvitað þátt i
samræðunum og tengsl hans við
viðskiptavinina voru afar náin. Oft
var til hans leitað þegar vandræði
steðjuðu að og gagnkvæmt traust
þótti nauðsynlegt milli þessara aðila.
Þessi tími er liðinn og mikið vatn
runnið til sjávar síðan. Litlu verzlun-
unum með kaupmanninum á horninu
hefur fækkað mikið og stærri
verzlanir (kjörbúðir) tekið við. Þar
afgreiöir viðskiptavinurinn sig sjálfur
en greiðir fyrir vörurnar við
kassann.
Hafa tengslin rofnafl?
Þó mikill sjónarsviptir séað þessum
litlu verzlunum, blandast engum
hugur að þjónusta við neytendur
hefur aukist verulega með árunum.
Kjallarinn
Gunnar Snorrason
Nú er hægt að gera öll matarkaup
undir einu og sama þaki, meðan áður
varð að hlaupa búð úr búð. En þá er
spurningin: Hafa þessi mannlegu
tengsl milli kaupmannsins og
viðskiptavinarins rofnað með breytt-
um viðskiptaháttum?
Sem betur fer er svo ekki þó
tengsUn séu auðvitað mismunandi
eftir verzlunum og því hvort kaup-
maöurínn er starfandi t búðinni
sjálfri eða hvort hann annast útrétt-
ingar og skrifstofustörf og stjórnar
fyrirtækinu frá skrifborðinu.
Ég hygg að fyrra tilfelUð sé algeng-
ara sérstaklega i hverfisverzluninni.
Hlutverk hennar er mikilvægt fyrir
íbúa hverfisins og myndi fólki bregða
í brún ef hún leggðist niður. Bæði
vegna þjónustu sem þykir svo sjálf-
sagt að hafa að menn hætta að taka
eftir henni, en ekki síður vegna
félagslega þáttarins. Hverfi sem hafa
engar verzlanir eru ekki að ófyrir-
synju kölluðsvefnhverfi.
Fyrsta reynsla af
atvinnulrfinu
Hjá flestum fjölskyldum er það
svo að ef hugað er að íbúðar — eða
húsakaupum verður fyrst fyrir að
kanna hvernig samgöngum er háttað
með tilliti til að komast í og úr vinnu,
þvínæst hvort skólar séu í grenndinni
Si
n
»
§
!