Dagblaðið - 20.10.1980, Side 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980.
15
norðurs frá höfuðborgarsvæðinu.
Þetta svæði nær því yfir meginhluta
Árnessýslu og allan Borgarfjörð eða
yfir um 10.000 km1 svæði.
Áætlað hefur verið að orkaþessa
svæðis sé um 13.000 Twh alls, sem
þýðir að það samsvarar orku stærstu
olíusvæða heims.
Háhitasvæðin hafa iítillega verið
nýtt til raforkuframleiðslu. í Svarts-
engi eru nú framleidd 2 MW og
áætlanir eru um 6 MW og við Kröflu
5—7 MW, en áform eru þar um 60
MW vinnslu.
Háhitasvæðin eru einnig lítillega
nýtt í iðnaði. Má þar nefna Kisil-
iðjuna við Mývatn, þörungaverk-
smiðjuna að Reykhólum og tilrauna-
verksmiðju við saltvinnslu á Reykja-
nesi. Áform um aukna nýtingu
háhitasvæðanna til iðnaðar eru
margvísleg. í því sambandi má nefna
30.000—60.000 — tonna saltverk-
smiðju, sykurhreinsun í Hveragerði,
ylræktarver pappírsframleiðslu
o.s.frv.
Stefnt er að því, að öHum helstu
hitaveitum, sem nýta jarðhita_ verði
lokið 1982 og í lok 1983 verði 95%
þeirra sem kynda hús sín með olíu
farnir að nota innlenda orkugjafa.
Sérstök ástæða er til að ítreka
nauðsyn öflugra rannsókna á háhita-
svæðunum ef unnt á að vera að nýta
þau í næstu framtíð. Leggja ber
áherzlu á að rannsaka fyrst þau
svæði, sem best liggja við nýtingu, en
rannsóknir háhitasvæðanna eru
tímafrekar og dýrar vegna nauðsyn-
legra rannsókna boranna.
Á síðasta miðstjórnarfundi Fram-
sóknarflokksins var gerð ítarleg
ályktun i orkumálum. Um rann-
sóknir háhitasvæðanna segir í þessari
ályktun:
Gerð verði heildaráætlun um rann-
sóknir á háhitasvæðunum.
Rannsóknir beinist fyrst og fremst að
þeim háhitasvæðum, sem liggja best
við nýtingu, þ.e. svæðin á Reykja-
nesi, við Hengil, við Námafjall,
Kröflu og Þeistareyki, svo og Torfa-
jökulssvæðið. Vegna kostnaðar-
samra rannsóknaborana verður að
veita auknu fé til jarðhitarannsókna.
Orka háhitasvæðanna
verði endurmetin
Til gamans má geta þess, þegar
menn velta fyrir sér orku jarðhita-
svæðanna, að Gunnar Böðv'arsson
áætlaði á sínum tíma að árlegt
varmauppstreymi frá islensku jarð-
hitasvæðunum samsvaraði orku um
3,5 milljónum tonna af olíu eða um
sex sinnum meiru en ársinnflutningur
okkar er.
Ekki er fjarri lagi að áætla að
nýtanleg orka okkar i vatnsafli og
jarðhita samsvari 8—10 milljónum
tonna af olíuáári.
Vatnsorkan
Landsvirkjun hefur með hag-
kvæmnissjónarmið í huga skipað
virkjanlegu vatnsafli landsins í fjóra
flokka:
I. Hagkvæinasti hluti vatnsaflsins,
sem að öðru jöfnu verður virkjaður
fyrst.
II. Sá hluti vatnsaflsins, sem i
mörgum tilvikum verður nýttur sam-
tímis hagkvæmasta hluta þess vegna
sérstakraaðstæðna.
III. Vatnsafl, sem án efa verður
virkjað og ber því að halda til haga,
þannig að fyrri framkvæmdir útiloki
ekki nýtingu þess síðar.
IV. Vatnsafl, sem ekki er talið
nýtanlegt nú, en gera má ráð fyrir að
virkjað verði, þegar annað vatnsafl er
fullnýtt.
Þegar heildarvatnsafl íslands er
þannig metið og orkuvinnslugetan
talin 30 Twh/ári er ekki gert ráð fyrir
verulegri vatnsmiðlun í Þjórsárverum
né virkjun fallsins við Gullfoss af
náttúruverndarsjónarmiðum.
Gert er ráð fyrir algjörri friðun
vatnsfalla í Borgarfirði að undantek-
inni Hvítá við Kljáfoss.
Fleira mætti þannig telja.
Þannig reiknað höfum við nú
virkjað um 10% af heildarorku
vatnsafls.
Virkjunarframkvæmdir standa nú
yfir við Hrauneyjafoss og er gert ráð
fyrir að virkjunin verði um 210 MW í
endanlegri stærð.
Fyrsta aflvélin mun hefja fram-
leiðslu í árslok 1981 önnur aflvélin í
ársbyrjun 1982 og sú þriðja sennilega
1983.
Með tilliti til orkuskömmtunar
síðastliðinn vetur og hugsanlega aftur
í vetur er áríðandi að virkjun við
Hrauneyjafoss dragist ekki.
Orkuspár benda til, að þrátt fyrir
tilkomu Hrauneyjafossvirkjunar
verði orkuskortur 1985—86 nema
þá hafi nýjar virkjanir tekið við. í
þessu sambandi ríkir óvissa um orku-
vinnslu Kröflu.
Af þessu má ljóst vera að ekki má
dragast lengur að taka ákvörðun um
hvar virkja skuli næst á eftir virkjun
við Hrauneyjafoss.
í því sambandi ræða menn þrjá
valkosti.
1) Blönduvirkjun með orkuvinnslu
715 Twh/ári og afl 120 MW.
2) Sultartangavirkjun með orku-
vinnslu 750Twh/ári ogafl 120 MW.
3) Fljótsdalsvirkjun með orku-
vinnslu 1350—1800 Twh/ári og afl
3 —400 MW eftir því hversu vatna-
veitum er háttað.
Landsvirkjun telur að orkuvinnsla
gæti hafist við Sultartanga 1985—86
ef ákvörðun um virkjunina væri
tekin fljótlega.
Líklega gæti Blönduvirkjun
staðið þessi tímamörk, en Fljóts-
dalsvirkjun er sennilega ári á eftir í
undirbúningi þrátt fyrir mikla vinnu í
sumar.
Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar
kveður svo á, að stefnt verði að því
að næsta stórvirkjun verði utan eld-
virkra svæða. Margt mælir með því
að helstu virkjanirnar sú dreifðar um
landið. Má þar nefna öryggi orku-
framleiðslu og orkuflutnings með
tilliti til eldgosa, jarðskjálfta,
úrkomú o.s.frv.
Blönduvirkjun og Fljótsdals virkj-
un eru utan eldvirkra svæða og
Landsvirkjun telur Sultartanga-
virkjun utan helstu áhættusvæða í
eldvirkni.
í Ijósi þeirra aðstæðna, sem eru i
orkumálum heimsins er afar mikil-
vægt að hraða virkjunarrannsókn-
um. Jafnframt er mikilvægt að fram-
kvæmdir við virkjanir verði samfelld-
ar þannig að þekking og reynsla
nýtist sem best og virkjanir verði
boðnar út í áföngum, sem eru ekki
stærri en það að þeir séu viðráðan-
legir fyrir íslendinga sjálfa.
Olíulindir?
Svo sem menn vita er nú borað
eftir olíu við strendur Noregs. Talið
er að olía finnist við Grænland.
ísland liggur þarna á milli og þó fjar-
lægðir séu miklar kynni olía að
finnast hér við land. Allt fram á síð-
ustu ár hefur slíkt þó verið talið frá-
leitt vegna þess hversu ungt landið er
jarðfræðilega og myndun þess i
tengslum við eldsumbrot á Atlants-
hafshryggnum.
Það kom mönnum því á óvart
þegar veruleg setlög fundust úti fyrir
Norðurlandi, upp i 4000 m þykk.
Bandaríska fyrirtækið Western
Geophysical Co. hefir framkvæmt
þessar setlagarannsóknir og nauðsyn-
legt er að gera frekari athugun á
dreifingu og þykkt setlaganna á
islensku yfirráðasvæði.
Til þess að olía geti myndast, þurfa
tvö meginskilyrði að vera uppfyllt. í
fyrsta lagi þurfa að vera til staðar
jarðlög, sem geta geymt olíuna.
Rannsóknir benda til að setlög séu
fyrir hendi sem þetta gætu gert þó
gætu verið hraunlög inn á milli
setlaganna og upplýsingar um gerð
setlaganna er ekki unnt að fá nema
með borun.
í öðru lagi þurfa að vera til staðar
lifrænar leifar smádýra, sem um-
myndast í þau kolvetni sem við erum
að leita að. Þetta er ekki unnt að fá
upplýsingar um nema með borun.
Svo einkennilega vill til, að Flatey
á Skjálfanda liggur einmiit yfir
mesta setlagadalnum. Borun i Flatey
mundi gefa okkur verðmætar upplýs-
ingar.
Sjálfsagt eru ekki miklar líkur á
olíufundi við ísland. Ýmsar
spurningar vakna þó, sem gefa tilefni
til vangaveltna.
Hver ætti olíu, sem borað væri
eftir i Flatey? Eru okkar kostnaðar-
sömu framkvæmdir til að útrýma
£ „Gunnar Böövarsson áætlaði á sínum
tíma, aö árlegt varmauppstreymi frá
íslensku jarðhitasvæðunum samsvaraði orku
um 3,5 milljóna tonna af olíu eða um sex sinn-
um meira en ársinnflutningur okkar er.”
olíunotkun skynsamlegar ef olíu-
lindir eru hér við landið? o.s.frv.
Sjálfsagt er fyrir okkur að halda
áfram rannsóknum á setlögunum og
kynna okkur vel reynslu t.d. Norð-
manna af olíuleit, olíusamningum,
olíuvinnslu, mengunarvörnum, olíu-
löggjöf. o.s.frv.
Orkunýting
Allt bendir til, að íslendingar verði
að virkja nokkurn veginn eins hratt
og þeir ráða við á næstu áratugum, ef
þeir eiga að koma í veg fyrir að
lífskjörin versni í landinu.
Viðskiptakjör okkar við útlönd
hafa farið versnandi undanfarin ár.
Því er vandsvarað hvernig við nýtum
þessa orku best okkur til sem mestra
hagsbóta.
í málefnasamningi ríkisstjórnar-
innar er gert ráð fyrir að setja á fót
nefnd er vinni að alhliða stefnumörk-
un í orkumáhim. Þará meðal mun
nefndin vinna að athngunum á hag-
kvæmri orkunýtingu.
Ýmsir vilja setja það mark, að
íslendingar verði óháðir innfluttu
eldsneyti um aldamót. Ekki er fjarri
lagi, að íslendingar þyrftu að virkja
12—1400 MW i stað þess innflutta
eldsneytis sem þeir nota nú.
Þeirri spurningu er enn ósvarað
hvert verður eldsneyti framtíðar-
innar.
Verður það vetni eða munu menn
enn um langa framtið framleiða
benzín og olíur úr kolum eða með
blöndun vetnis og kolefnis.
Áherzlu verður að leggja á, að
orkumál verða ekki slitin úr sam-
hengi við iðnþróun í landinu og um-
hverfismál.
Nýting orkunnar er ekki hvað síst
spurning um hvernig við viljum haga
atvinnuuppbyggingu í landinu. Hvers
konar iðnþróun viljum við leggja
áherzlu á og hve hratt?
Nýtin orkunnar er flókið mál og í
því sambandi er ítarlegra athuguna
þörf. I landinu þyrfti að starfa
stöðugt orkunýtingarnefnd er kann-
aði alla valkosti í orkunýtingu og
gerði áætlanir þar um.
í þessu samhengi öllu mega menn
heldur ekki gleyma því að hið
ómengaða og óraskaða umhverfi
okkar í þessu fagra landi er meðal
dýrmætustu auðæfa okkar.
Framsókn okkar til fagurs mann-
lifs í þessu landi hlýtur að byggjast á
hlutlægu mati allra þessara þátta.
GuðmundurG. Þórarinsson
alþingismaður.
Mannleg tengsl kaupmanns og viðskiptavinar eru einkurn til staðar i minni
verzlununum.
og þá hvort langt sé í verzlanir. Þessi
þjónustufyrirtæki gegna ekki aðeins
mikilvægu félagslegu hlutverki,
heldur einnig uppeldislegu. Barn er
sent út í búð á fyrstu bernskuárunum
með miða til afgreiðslufólksins. Síðar
þegar viðskiptareynsla og lestrar-
kunnátta hafa byggt upp sjálfstraust
og sjálfstæði les það sjálft miðann
eða leggur á minnið það sem á að
kaupa. Fyrsta reynsla manna af
atvinnulífinu er nærri alltaf í verzlun-
inni.
Ekki nóg að vita af
henni
Nauðsynlegt er að fólk átti sig á,
að ef þessi þjónusta á að vera til
staðar er ekki nóg að vita af henni
í hverfinu, — það verður að nota
hana. Ef öll meiriháttar innkaup fjöl-
skyldunnar eru gerð í stórmörk-
uðum, en hverfisverzlun aðeins
notuð í neyðartilfellum, vakna menn
einn góðan veðurdag við það að
engin verzlun er í hverfinu.
Það er þess vegna gagnlegt í þessu
sem öðru að hafa í huga gamla
heilræðið, að endinn skal í upphafi
skoða.
Gunnar Snorrason
form. Kaupmannasamtakanna.
„... vakna menn einn góðan veðurdag
viö það, að engin verzlun er í hverfínu.’
SOLAÐIR OG IMYIR
HJOLBARÐAR
A llar hjólbarda viógeróir
Snjónatilar oi’jafn vœi’isstiUini’
■Scndum sólaóa hjólbaróu í póstkröfa
l.uui’ardui’u kl. 7.30— 16.00
Hjólbarðasólun Hafnarfjarðar
Trönuhrauni 2 — Sími 52222