Dagblaðið - 20.10.1980, Síða 16
16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÖBER 1980.
fleira ,
FOLK
Þórir Baldursson í stuttri íslandsheimsókn:
Dauft yfir tónlistarlífmu
í New York aö undanfömu
Leiftursókn
Thatcher
komin
tillslands
Tveim grónum starfsmönnum
brezku utanríkisþjónustunnar á ís-
landi hefur verið tilkynnt um lausn
frá störfum með löglegum fyrirvara.
Þessir menn eru Brian D. Holt ræðis-
maður og viðskiptafulltrúi sendi-
ráðsins, Ralph Hannam. Þeir eru
_báðir kvæntir íslenzkum konum og
hafa dvalizt hér á landi frá stríðs-
árunum.
Ekki þarf að kynna þessa menn.
Þeir eiga hér mjög stóran vinahóp og
hafa lagt lið góðum samskiptum
íslendinga og Breta.
Ekki eru menn sammála um það
hvort hér gætir á sérstakan hátt
leiftursóknar Margaret Thatcher og
stjórnar hennar eða verið sé að yngja
brezku utanríkisþjónustuna upp með
framagjörnum flokksmönnum frúar-
innar.
Að minnsta kosti er vandséð að
þetta þjóni þeim tilgangi að skerða
ríkisgeirann í rikisfjármálunum.
Báðir fara áðurgreindir menn á frem-
ur lág eftirlaun er þeir hætta störfum
sínum.
„Ég er eiginlega í stuttu, síðbúnu
sumarleyfi núna. Mig langaði til að
heilsa upp á foreldra og ættingja,
jafnframt því að leggja lokahönd á
upptöku nýrrar hljómplötu með
hljómsveitinni Geimsteini,” sagði
Þórir Baldursson tónlistarmaður
þegar blaðamaður DB hittti hann að
máli um helgina.
Þórir kom hingað til lands frá
Múnchen í Þýzkalandi. Þar var hann
að taka upp plötu með ítölsku hljóm-
sveitinni La Bionda. Hann útsetti öll
lög plötunnar og lék á hljómborð.
Þórir er fyrir nokkru alfluttur frá
Þýzkalandi til New York. Hann flaug
heim á leið ásunnudagsmorguninn.
,,,Það er búið að vera dauft yfir
tónlistarmarkaðinum í New York í
sumar en mér virðist líf vera að
færast þar í tuskurnar núna,” sagði
hann. „Það bíða mín nokkur verk-
efni þegar ég kem heim. Ég þarf að
ganga frá plötu með Michelle Mills,
leika inn á nokkrar til viðbótar og
sinna nokkrum útgáfuverkefnum.”
Vegna starfs Þóris með Donnu
Summer og fleiri þekktum disko-
stjörnum var hann inntur eftir því
hvort hann fengist aðallega við þá
tegund tónlistar.
„I guðanna bænum, farðu ekki að
stimpla mig sem einhvern diskó-
mann,” svaraði Þórir. „Ég fæst
jöfnum höndum við allar tegundir
tónlistar og hef gert það. Diskótón-
listin hefur verið mjög áberandi að
undanförnu og því hefur ekki farið
hjá því að störf mín á þeim vettvangi
hafi vakið mesta athygli. Nei, nei, ég
bind mig siður en svo við neina
ákveðna stefnu.”
Þórir Baldursson kom hingað til
lands frá Þýzkalandi þar sem
hann vann að hijómpiötu með
ítölsku hljómsveitinni La Bionda.
Ljósm. Jóhannes Long.
Bragi
stokkar
upp
spilin
Það var mikill herskari manna að
Listasafn í
uppsiglingu
Áhugi er nú sagður á því að stofna
safn þeirra bræðra Ríkarðs og Finns
Jónssona í húsi því við Grundarstíg
sem Ríkarður heitinn bjó i lengst ævi
sinnar. Hann lézt fyrir fáum árum en
Finnur starfar enn að list sinni.
Bræðurnir voru hvor á sinn hátt að
mörgu leyti brautryðjendur og miklir
listamenn, Ríkarður tréskurðarmeist-
ari og listateiknari en Finnur málari.
Þeir bræður áttu eða eiga mikið safn
góðra listaverka. Væri það mikill
fengur íslenzkri list og þjóðinni allri
ef af þessari hugmynd gæti orðið.
Dr. Gunn-
arogfor-
setinn
Anddyrið í gamla stjórnarráðshús-
inu skilur að skrifstofur forseta ís-
lands og forsætisráðherra. Kun.iugir
segja að ekki sjaldnar en einu sinni í
viku fari dr. Gunnar Thoroddsen yfir
anddyrið þvert og inn á skrifstofu
frú Vigdísar, forseta íslands.
Sitja þau á hjali æðistund, þegar
þetta ber við. Fullyrt er að dr.
Gunnar segi forsetanum það af
gangi mála í þjóðlífinu sem henni má
að gagni verða að vita um og honum
stendur nær að þekkja til en forset-
anum.
Leitun er á fróðari mönnum en dr.
Gunnari. og reynslu hefur hann flest-
um meiri á sviði stjórnmála og þjóð-
mála yfirleitt. Er sagt að forsætisráð-
herrann sé aufúsugestur i skrifstofu
forsetans. Það fylgir sögunni að ekki
megi á milli sjá hvoru þyki meiri
ánægja af viðræðum þessum.
Björg Þorsteinsdóttir á vinnustofu sinni við Háaieitisbraut „Það verður örugglega erfitt að standa sig eins vel
og BJamveig hefurgert" DB-myndSig. Þorri.
Björg Þorsteinsdóttir myndlistarmaður tekur við forstöðu Ásgrímssafns
um áramótin
vinna við að koma upp yfirlitssýn-
ingu Braga Ásgeirssonar að Kjarvals-
stöðum á fimmtudaginn þegar DB
kom þar að. Þarna mátti þekkja
þekkta listamenn eins og Ágúst
Petersen, Sigurð Sigurðsson, Haf-
stein Austmann, Guðmund
Benediktsson, Sigurð Örlygsson o.fl.
Var hálft FÍM komið þangað til að
styðja við bakið á Braga? „Við erum
að dútla þetta, vinir hans og
kunningjar,” sagði Hafsteinn Aust-
mann.
Myndir lágu út um allt húsið I
hundraðatali: málverk, grafík, teikn-
ingar, samsetningar ýmiss konar, nóg
til að betrekkja veggi alveg upp i
Loftið góða. Innan um verkin stóð
Bragi sjálfur, þungt hugsi milli þess
sem hann verkstýrði myndflutning-
um. Við aðvifandi blaðamann sagði
hann: ,,Ég er að stokka upp spilin,
líta til baka. Slíkt gera listamenn
gjarnan í útlöndum.” Verður þetta
stærsta sýning sem haldin hefur
verið að Kjarvalsstöðum? „Ætli
myndirnar verði ekki hátt I 300, þær
spanna 33 ára feril minn.” Verður
ekki að fækka myndum?” Senni-
lega,” svaraði Bragði.
í þann mund kom einn eigandi
með sina mynd. Bragi tók við henni,
ögn raunalegur á svip. „Sjáðu,”
sagði hann svo við blaðamann DB,
„ég gef út sérprent af myndskreyt-
ingu minni við Áfanga Jóns Helga-
sonar í tilefni sýningarinnar. Þetta
hefur aldrei verið gert áður hérlendis.
Bókin með Ijóði og myndum kemur
út hjá Helgafelli um leið og sýningin
hefst.”
Tókst Braga að koma upp sýning-
unni? Gátu Kjarvalsstaðir hýst allar
myndirnar? Um þetta geta menn
gengið úr skugga með því að fara á
staðinn en sýning Braga verður opin
já límanum 14—22 næsta hálfa
[mánuðinn. -AI.
ERFITTAÐ FETAIFÓTSPOR
BJARNVEIGAR
— sem séð hefur um safnið frá stofnun þess
„Það var leitað til mín og mér
boðið þetta starf. Ég þurfti dálítinn
umhugsunarfrest, en ákvað síðan að
taka því,” sagði Björg Þorsteins-
dóttir myndlistarmaður sem um ára-
mótin tekur við forstöðu Ásgríms-
safns af Bjarnveigu Bjarnadóttur, en
hún hefur séð um safnið frá stofnun
þess fyrir tuttugu árum.
„Mér lízt mjög vel á að taka þetta
starf að mér. Safnið hefur verið undir
frábærri stjórn Bjarnveigar og það
verður örugglega erfitt að standa sig
eins vel og hún hefur gert. Bjarnveig
hefur látið gera við og innramma
verkin erlendis og hefur það verið
frábærlega vel gert.”
Björg Þorsteinsdóttir myndlistar-
maður er fædd árið 1940, gift
Ragnari Árnasyni og eiga þau eina
dóttur Guðnýju, þá sömu og lék í
Landi og sonum, 17 ára gamla. Björg
tók stúdentspróf árið 1960 og snéri
sér að myndlist eftir það. Hún er
lærður teiknikennari frá Myndlista-
BragiÁsgeirsson innan um myndir
sinar. (DB-mynd Gunnar örn)
og handíðaskólanum. Fór síðan í
listaháskóla I Stuttgart. og í tvö ár
nam hún í París sem styrkþegi
frönsku ríkisstjórnarinnar.
Þá hefur Björg einnig starfað
mikið að félagsmálum myndlistar-
manna.Tetið í stjórn félagsins íslenzk
grafík og félags FÍM og verið
meðlimur í ráði Norrænu myndlista-
miðstöðvarinnar í Finnlandi.
Hún hefur haldið sex einkasýn-
ingar og tekið þátt í 200—300 sam-
sýningum. Björg hefur einnig kennt í
Myndlista- og handíðaskólanum.
„Ég hef ekki hugsað nákvæmlega
hvernig ég muni haga starfinu við
safnið. Það kemur þegar ég er
byrjuð,” segir hún ennfremur. „Það
er mjög skemmtilegt að koma inn á
heimili listamannsins þar sem maður
finnur hlýlegt og þægilegt andrúms-
loftiðsem þarer.”
ELA.
FÓLK