Dagblaðið - 20.10.1980, Page 21

Dagblaðið - 20.10.1980, Page 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980. Ærsl i sköpuninni — Sýning Magnúsar Kjartanssonar í Djúpinu Það hefur engum dulist sem fylgst hefur með þróun afstrakt málara- listar hér á landi undanfarin ár að mestar hafa hræringarnar verið í kringum einn lítinn „hóp”, þá félaga og bekkjarbræður úr MHÍ, Magnús Kjartansson, Sigurð örlygsson og Ómar Skúlason, og hefur mátt greina bergmál þeirra þremenninga í verk- um nokkurra annarra. Myndlist þeirra á án efa rætur sínar að rekja til popplistar almennt og sérstaklega til manna eins og Rauschenbergs (og kannski Errós) sem hafa gert sér far um að samræma ákveðnar fagur- fræðilegar vangaveltur og „notaðan” efnivið: ljósmyndir, blaðaúrklippur, tau, jafnvel ýmiss konar aðskotahluti, ásamt með oliu- málningu, silkiþrykki og teikningu. Segja má að þessar samsetningar, Rauschenbergs og annarra, séu „af- strakt” að því leyti að þar er umturn- að viðteknum reglum um fjarvídd, rúm, orsök og afleiðingar og rökrétt- an „lestur” á myndverkinu. Eins og af kindinni Samt sem áður er heilmikið af „læsilegu” efni í verkum af þessu tagi, þekktum ljósmyndum, myndum þekktra manna, tilvitnunum í teikni- myndir, auglýsingar o.m.fl. Þetta efni er stundum valið af handahófi, stundum vegna þess að það tengist, beint eða óbeint, einhverju öðru sem fyrir er á myndfletinum sökum lögunar eða merkingar, stundum vegna þess að það hefur sérstaka per- sónulega þýðingu fyrir listamanninn, Þetta „hráefni” er notað eins og það kemur fyrir, eða þá að listamaðurinn gerir á því breytingar, klippir það til, setur það í myndvarpa og stækkar það á fletinum, tengir það einhverju öðru með sínu lagi. Utan um hrá- efnið byggir listamaðurinn mynd- ræna grind með olíulitum, silki- þrykki, pappírsbútum eða öðrum lit- uðum efnum, þannig að einhvers konar innbyrðis hrynjandi myndast í verkinu. Myndkraftur leystur úr lœðingi Áhorfandinn getur ekki lesið sig inn í verkið út frá gefnum fasta- punkti, hverfipunkti eða sjónhring, hann verður að gefa sig því á vald án skilyrða, fylgja eftir þeim myndræna krafti sem leystur er úr læðingi á myndfletinum. Þetta er margræð og kraftmikil myndlist en jafnframt gerir „út- hverfi” hennar talsvert miklar kröfur, til áhorfenda jafnt sem lista- manna. Ég held að þessar útlistanir gætu átt við alla þrjá, Magnús, Sigurð og Ómar, þótt verk þeirra og markmið séu mjög ólík innbyrðis. En hér er hvorki staður né stund til að rekja tengsl þeirra enda er hið eiginlega til- efni þessa formála einkasýning Magnúsar Kjartanssonar í Djúpinu. Hann hefur ekki haldið sýningu af því tagi í þrjú ár og hefur staðið frammi fyrir því að þurfa að velja úr nær þriggja ára vinnu í Iítinn sal. Þetta hefur honum samt tekist þannig að áhorfandinn fær allsæmi- lega hugmynd um vinnubröeð hans. Myndlist Tært litaskyn Það sem einkum hefur einkennt myndverk Magnúsar er alveg sérstak- lega tært og hárfínt litaskyn. Hvort sem efniviður hans er málning, pappír, tau eða eitthvað annað bregst það aldrei að myndir hans hanga saman á óskeikulu litaspili. Annar siður Magnúsar er sá að taka til handargagns algeng og þekkt tákn eða merki úr hversdagslífinu og vinna heilar myndraðir beint eða óbeint út frá þeim. Eða eins og hann sjálfur segir: „Ég hef gaman af merkjum sem allir þekkja, eru blásakleysisleg og algeng en geta þö virkað ógnvekj- andi við vissar aðstæður.” Eitt þess- ara merkja var Sláturfélagsmerkið, SS, sem lengi vel prýddi margar myndir Magnúsar þar sem það var meðhöndlað á alla mögulega og ómögulega vegu. En í því merki er að sjálfsögðu falið sögulegt minni, um nasismann (— annars konar „slátur- félag”) og það er sú tvíræðni sem gefur myndunum talsverða spennu sem er á stundum blönduð ísmeygi- legri kímni. Betri er krókur Upp á síðkastið hefur Magnús helgað sig öðru myndrænu fyrirbæri, „króknum”, en upphaflega er hann algeng merking á pappakössum af stærri gerð til að gefa til kynna hvort þeim má lyfta með krókum eða ekki. Magnús Kjartansson ásamt tveimur mynda sinna. Hins vegar getur verkfærið sjálft, krókurinn, verið skelfilegt vopn undir vissum kringumstæðum og á þá vitneskju spilar Magnús, auk þess sem hánn notar sér formræna eigin- leika króksins óspart. En í stað þess að líma eða hefta saman efnisbúta úr ýmsum áttum á einum fleti, eins og áður, einbeitir Magnús sér að púra málverki eða ámáluðu silkiþrykki, en með því að nota þrykk sem mynd- grunn getur hann margfaldað krók- ana á einum fleti. Við þessa breytingu verða verk Magnúsar yfirleitt heil- steyptari en fyrr, hreinlegri og ein- faldari og þannig kemst myndrænn boðskapur þeirra betur til skila: ærslafengin sköpunargleði, kröftug smekkvísi, smitandi hugarorka. Með þessari sýningu staðfestir Magnús Kjartansson að hann er einn helsti listmálari okkar af yngri kyn- slóð. - AI BEOCENTER4600 Pyrirþá sem vilja spara pláss án þess að förna gæóunum! ÞEGAR HLJÓMGÆÐIN GLEYMDUST... Þróunin í hljómtœkjaframleiðslunni hefur veriÖ sú að draga margar einingar saman í eina heild, svonefndar sam- stæður. Þetta hefur sína góðu kosti. Þú kaupir útvarpsmagnara, kassettusegul- band, plötuspilara og hátalara í einum og sama pakkanum. Þú sparar pláss og sú leið er ódýrari en kaup á einstökum einingum. En þetta hefur líka sínar slæmu hliðar. Ein er sú að hljómgæðum hefur oftast verið fórnað til þess að halda verði í lágmarki. Því það getur enginn boðið allan pakkann á hálfvirði án þess að gefa eftir í gæðunum. Það liggur Ijóst fyrir. BEOCENTER 4600 HINN SANNI TÓNN HÖNNUNAR OG HLJÓMGÆÐA. Bang og Olufsen voru óánægðir með þessa þróun og hönnuðu því samstæðu sem er ólík öllum þeim hljómtækjum sem fyrir eru á markaðinum. Það er BEOCENTER 4600. Þar er ekkert gefið eftir í gœðum, þvert á móti er lögð áhersla á óskerta eiginleika hverrar einingar fyrir sig. Samstœðu með há- marks hljómgæði á sanngjörnu verði. Piássins vegna verða hér aðeins talin upp nokkur þeirra atriða sem gera BEOCENTER 4600 samstœðuna ein- staka í sinni röð. SEGULRAND. • Hraðanákvæmni (wow and flutter DINjer 100% ± 0.2%, en það útilokar falska tóna. • Margföld ending slitflata á tón- bandsnema (en þeir eru i sífelldri snert- ingu við bandið) er tryggð með sérhertum málmi. • DOLBY, en það er útbúnaður sem eyðir suði við upptökur og afspilun. PLÖTUSPILARI. • Spilarinn hlaut verðlaun nýverið sem “beztu kaup„ á Evrópumarkaði. • Armurinn og tónhausinn marka tímamót í hönnun á plötuspilurum, því samanlögð þyngd þeirra er aðeins 50g sem er 10 sinnum minna en þekkist. Háfægð demantsnálin hvílir því í raun með 0,3g þunga á plötunni í stað 1 til 2g Þessi staðreynd ásamtfullkominni gorm- fjöðrun tryggir hámarks upptökugœði og fyrirbyggir að hljómplata eða nál bíði tjón, jafnvel þó að utanaðkomandi titringur eða hnjask komi til. GERÐUSVO VEL. Viljir þú sannreyna þessa aug- lýsingu er þér velkomið að ræða málin til hlítar við sölumenn okkar um BEOCENTER 4600 oe reyna tækin. Fyrir alla muni gerðu samanburð. Verslið í sérverslun með LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI BUÐIN SKIPHOLTI19 SÍMI29800 Verð á Beocenter 4600 erkr. 833.410,- Góðir greiðsluskílmálar. Magnús Kjartansson — 5/4 krókur, 1980. Bang&Olufsen VIÐ ERUMÁ ALLT ANNARRI LÍNUl V

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.