Dagblaðið - 20.10.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 20.10.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980. Þarna fauk tyggigúmmíiö og vakti mikla hrifningu. Hér er greinarhöfundur, Kristinn Snæland, I hópi æsku Sovétrikjanna. fi • ' menn eftir fulltrúa frá friversluninni, en hann kemur að skipshlið og flytur mann í svartri station Volgu að frí- versluninni. Þegar í fríverslunina er komið, þá skal það játað að hún minnir mann helst á verslun lítils einokunarkaupmanns uppi á hinu ísi kalda landi. Sumir vildu líkja versluninni við sum gömlu kaupfélögin sem mér datt vitanlega ekki í hug sem góðum framsóknarmanni. Nú, nú, í þessari verslun fékkst svo ýmislegt sem augað girntist, skemmtilegir sovéskir minjagripir, dúkkur í sovéskum búningum, skinnavara, trémunir handunnir á sovéska vísu, Vodka, kampavín og kavíar og loks má nefna guilfallegt postulín. Þegar búið er að versla í fríhöfninni, en það verður að greiða allt með hörðum gjaldeyri. Rúblur vilja þeir ekki sjá í fríversluninni. Að loknu fríverslunar- stússinu er okkur ekið aftur í svarta Volgubilnum niður að skipshlið, og við löggum um borð með kampavin, kavíar og postulín. Eftir hádegi göngum við frjálsir í land en höfum þó vit á að fela Instamatik vélina frá Kodak innan klæða. Myndavélar eru taldar óæskilegur hlutur í Sovét a.m.k. á hafnarsvæðinu. Hvers vegna? Æ, ætli járnbrautarkonurnar séu ekki einhver feluhlutur? Leifar keisara- dæmisins komnar aðfalli Ég geng upp landganginn með instamatikvélina djúpt í frakkavas- anum, enn hefur ekki veriö leitað á okkur, þó við megum ekki gefa rúss- neskum hundi að éta. Ég hef utan myndavélarinnar í vasanum fimm pakka af amerísku tyggigúmmíi, það kvað vera ein besta verslunarvara í sovét. Ég er ekki kaupmaður en hef þetta með svona hinsegin. Ég hef verið varaður við: Lögregla eða her- menn brjálast ef tekin er mynd innan hafnarsvæðisins. Ég geng frá höfn- inni inn í plássið, hvarvetna á vegi mínum verða fyrir skakkar og skældar götur og vegir, teinar kran- anna við höfnina eru undnir og snúnir, gömlu timburhúsin eru mörg hver skökk og snúin, en samt er búið í þeim. Að degi til í Arkangelsk eru það einkum sóðaskapur og hirðu- leysi, sem sker í augun: skakkar götur, timburgangstéttar (ramm- skakkar á köflum) óhirtar lóðir og skökk og skæld hús frá keisaratímun- um. Er til skýring? Kannski er skýringin sú að Arkan- gelsk er byggð á freðmýri. Jarðvegurinn er allur meira og minna á hreyfingu. Eldri húsin eru byggð ofan á klakalaginu. Því verður áhorf- andinn að taka tillit til þeirrar erfiðu baráttu sem íbúar Arkangelsk eiga við frost og heljarkulda freömýr- anna. Sýnilegt er að Lenin og læri- sveinar hans hafa náð tökum á freð- mýrinni, öll nýleg hús og byggingar í Arkangelsk eru byggð á undirstöðum sem ná niður fyrir frost. Áður en lokið er timburkaupsferð til Arkangelsk skal enn sagt frá þvi að fólkið í þessum kaupstað sýndi íslenskum farmönnum mikla vinsemd, þegar við mættum á skemmti- eða dansstöðum í borginni. Þá fengum við forgang inn á dans eða skemmtistaði, stórlega borða- lagðir hermenn úr hinum mikla svoéska her, voru látnir biða en sjó- menn af tslandi voru teknir beint inn. - K.Sn. Nýju blokkirnar eru myndarlegar, en lóðirnar sitja á hakanum. Blokkin sem byggð var á 60 ára afmæli byltingarínnar er veglegt hús, svo sem vera ber um minnismerki. ,23 VANTAL. FRAMRUÐU? fTT Ath. hvort við getum aðstoðað. VííéSi^ Isetningar á staðnum. BÍLRÚÐAN aSH- AUGLÝSING Tilkynning: Vekjum athygli viðskiptavina okkar á því að vörur sem liggja í vörugeymslum okkar eru ekki tryggðar af Eimskip gegn bruna, frosti eða öðrum skemmdum og liggja þar á ábyrgð vörueigenda. Athygli bifreiðainnflytjenda er vakin á því að hafa frostlög i kælivatni bifreiðanna. Simi 27100. * VERKFRÆÐINGAR TÆKNIFRÆÐINGAR Rafmagnsveita Reykjavíkur vill ráða raforku-verkfræðing 'eða tæknifræðing til starfa við áætlanagerð fyrir raforku- virki. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá starfs- mannastjóra, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Umsóknar- frestur er til 28. október 1980. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR NORRÆNA HÚSID Prófessor Mogens Bröndsted heldur erindi í Nor- ræna húsinu mánudag 20. október kl. 20.30 og nefnir: „Villy Sörensen og hans historiesyn”. Verið velkomin Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 Smurbrauðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 — SÍmi 15105 [SANDBLASTUR hf[ MELABRAUT 20 HVAIEYRARHOITI HAFNARFIRDI 4 TIMBUR - HÚSGÖGN Sandblásum timbur, hurðir, húsgögn og fleira. [539171 KARLMENN eldri en 25 ára óskast til að leika í kvik- myndinni ÚTLAGANUM sem kvik- mynduð verður næsta vor. Uppl. isima 19960. ISFILM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.