Dagblaðið - 20.10.1980, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 20.10.1980, Blaðsíða 32
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980. Sagan af Jóni Hreggviðssyni á Rein og hans vin og hr. Áma Ámasyni meistara Leiklist 1949 1980 Rytjum - Sækjum - Sendumst sjáífstætt SENDIBILASTOÐIN H.F. BORGARTUNI21 Smurbrauðstofon BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 Atriði úr íslandsklukku Leiklistarskólans. JAKOB S. JÓNSSON persónusköpunina, hin dramatisku átök. Ég get vel trúað því að þetta sé rétt. Píanókennari lætur nemendur sína þræla gegnum píanósónötur Beethovens og þessa stefnu hef ég haft í huga við val á þessu verkefni. — En segðu mér, Briet: Er þetta þá leiksýning sem hver sem er getur haft gagn og gaman af? „Þó að við höfum eðlilega látið uppeldismarkmið ráða ferðinni að verulegu leyti — enda er hér um að ræða nemendaleikhús — þá er alls ekki loku fyrir það skotið að sýningin hafi skemmtigildi. En það verða aðrir að dæma um en ég. Hinu er ég auðvitað ekkert að leyna að ég á þá ósk heitasta að fá að setja íslandsklukkuna aftur á svið — og þá helst með þrjátíu leikurum í leikhúsi sem býður upp á alla nútíma tækni. Möguleikarnir, sem verkið gefur, eru nær ótakmarkaðir, og það væri sannarlega gaman að mega spreyta sig á öðrum leiðum líka. Og þetta er kannski óbeint svar við þess- ari spurningu þinni.” — Hvers vegna er nemendaleikhús talið æskilegt. Er ekki í raun mun betra að leikaraefni fái að komast sem fyrst á fjalirnar i atvinnuleikhús- unum? „Nemendur í leiklist læra miklu meira og betur í nemendaleikhúsi heldur en ef þeim væri gert að leika smáhlutverk — eða stór — í atvinnu- leikhúsunum. Hér kynnast leikara- efni tilurð sýningar frá upphafi til enda. Þeir taka þátt í verkefnavali, þeir vinna við alla hina ólíku þætti sýningarinnar og skilja þannig eðli leikhússins mun betur en eila. I nemendaleikhúsi er gefinn dýrmætur kostur á að velja verkefni fyrir ung leikaraefni; og það er um að gera að hafa það verkefni nógu gott. Hinu kynnast þau nógu snemma i atvinnu sinni. -JSJ Ný 4ra vikna námskeið hefjast 27. okt. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt jóga og megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — ljós — gufuböð — kaffi — nudd Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma S3295. JúdódeildÁrmanns Ármúía 32. Leikstjórinn, Bríet Héðinsdóttir. í kvöld frumsýnir nemendaleikhús leiklistarskóla fslands leikrit Halldórs Laxness, íslandsklukkuna — en undirheiti sýningarinnar er: Sagan af Jóni Hreggviðssyni á Rein og hans vin og herra Árna Árnasyni meistara. Leikstjóri sýningarinnar er Bríet Héðinsdóttir, leikmynd og búninga gerir Magnús Pálsson, Áskell Mássón samdi tónlist og sá um leikhljóð og David Walters og Ólafur örn Thor- oddsen önnuöust lýsingu. í tilefni frumsýningarinnar ræddi ég litillega við leikstjórann, Bríeti Héðinsdóttur, að lokinni æfingu í I indarbæ — en þar verða einnig sýn- ngar haldnar. — Nú hljóta að fylgja þvi vand- kvæði að setja upp svo viðamikla sýningu sem hér um ræðir með tak- markaðan fjölda leikara og þeir auk þess allir ungir og reynslulitlir. Hvernig hefur verið tekið á þeim vandamálum? ,,Ég held að okkar vinnubrögð hafi ekki verið neitt sérstaklega frá- brugðin þeim vinnubrögðum sem tíðkast í öðrum leikhúsum, a.m.k. ekki hvað snertir aðferðir við að nálgast textann og túlka hann. En sýningin er auðvitað sniðin að þörf- um og möguleikum þess leikhóps sem um er að ræða, og við höfum þannig orðið að breyta leikgerðinni lítillega, stytta hana og sleppa öllum hópatrið- um, sem mikil eftirsjón er að. Hið rétta heiti þessarar sýningar er því undirheitið: Sagan af Jóni Hregg- viðssyni á Rein og hans vin og herra Árna Árnasyni meistara. En það er aðvitaö ekki eina vanda- málið hvað leikarar eru fáir. Þeir eru allir á svipuðum aldri, og það hefur til dæmis i för með sér að viö færum mikið í stílinn. Það var fyrirfram úti- lokað að setja þessu verki „natúral- íska” umgjörð því þá hefðu leikarar orðið að vera á réttum aldri. Leik- myndin og búningarnir eru því ein- föld í sniðum. Svo erum við náttúrlega að leika í leikhúsi sem er ekkert leikhús. Lindarbær er að fjölmörgu leyti af- skaplega óhentugt húsnæði fyrir leik- starfsemi, eins og reyndar engum dylst sem þangað kemur, hvort sem það er til að starfa þar eða sem áhorf- andi. En auðvitað reynum við að vera sögunni trú, þó við hljótum að tak- marka okkur við þau meðul sem við höfum tiltæk til að segja hana.” — En hver er tilgangurinn með að setja ísiandsklukkuna i hendurnar á nær óreyndum leikurum? „Það er auðvitað öðruvísi stofnað til þessarar sýningar heldur en gerist í öðrum leikhúsum. í þessari vinnu er fyrst og fremst fólgið uppeldislegt gildi. Islandsklukkan er að sjálfsögðu ofurefli okkar allra, og úr seilingar- fjarlægð við okkur. En þegar leikara- efni eiga í hlut finnst mér ekki nema sjálfsagt að láta þeim í hendur þann fegursta leiktexta sem völ er á. Ég er þess fullviss að það togni töluvert úr okkur öllum við þessa vinnu. Ég er mjög ánægð með þá ákvörðun mína að láta þau reyna við íslandsklukk- una — einkum vegna þess að það er bjargföst trú min að það eigi að næra ungt fólk, en ekki gefa því neitt ómeti. Auk þess held ég að það sé gott að nánast ofreyna unga leikara, ekki síst þegar ljóst er að þeir búa yfir hæfileikum. Því hefur verið haldið fram að Bretar ættu svona góða leikara og raun ber vitni vegna Shakespeare. Leikaranemum í Bretlandi er þrælað fram og aftur gegnum leikrit Shake- speares: tungutakiö, skáldskapinn,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.