Dagblaðið - 20.10.1980, Síða 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980.
ð
Utvarp
35
Sjónvarp
LÖG UNGA FÓLKSINS - útvarp kl. 20,40:
FLESTIR BIÐJA UM
RÖGGU OG BJÖGGA
Hildur Eiriksdóttir að störfum hjá tónlistardeildinni. Hún sér um að gera skil á
lagaflutningi til STEFS.
Hildur Eiríksdóttir hefur nú verið
umsjónarmaður Laga unga fólksins
um nokkurt skeið, eða frá því Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir hætti
eftir fjölda ára kveðjulestur i þættin-
um. Hildur hefur starfaö á tónlistar-
deild útvarpsins i fimm ár og þegar
Ásta hætti sótti hún um starfíð.
Hildur er 33 ára og fyrir utan að
gera skil á lagaflutningi til STEFs,
Sambands tónskálda og figenda
flutningsréttar, er hún bara venjtileg
húsmóðir. Þó Hildur hafi starfað fijá
tónlsitardeildinni öll þessi ár hefur
hún aldrei áður verið með þátt i'út-
varpinu.
,,Mér finnst gaman að þessu,”
sagði hún í samtali við DB. „Fyrir
þáttinn i kvöld hafa borizt um 100
bréf og langflesdr biðja um Ragn-
hildi Gísladóttur og Björgvin Hall-
dórsson á plötunni Dagar og nætur.
Nei, það er ekki nokkur leið að lesa
allar kveðjurnar sem berast, ætli
helmingurinn fari ekki í ruslafötuna.
Ég gæti trúað að það væru á milli 40
og 50 kveðjur sem ég get lesið. Þær
kveðjur sem ekki komast í þáttinn í
kvöld get ég því miður ekki lesið í
næsta þætti því þá yrði þátturinn
ekkert nema lestur.”
— Er mikil vinna við undirbúning
þáttarins?
„Já, það er heilmikil vinna. Ég
þarf að fara yfir öll bréfin og finna
lögin sem leikin eru. Þátturinn er
siðan tekinn upp sama dag og hann er
fluttur,” sagði Hildur Eiríksdóttir.
- ELA
HLUSTAÐU A 0RD MÍN - sjónvarp kl. 21,15:
Afram stelpur
„Sé eitthvað sem tengir þáttinn
saman er það helzt staða konunnar
— frá syndafallinu í paradís og allar
götur síðan,” sagði Guðni Kolbeins-
son um hálftíma langan söngvaþátt
sem fluttur verður í sjónvarpinu í
kvöld. Þar koma fram tvær norskar
stúlkur, Jannik Bonnevie og Hege
Tunaal, og flytja kvæði eftir ýmsa
höfunda um konur af öllu tagi.
Stundum er það þreytta húsmóðirin
sem er heima, stundum unga stúlkan
sem ekki fær tækifæri til jafns við
bróður sinn. Og þarna verður flutt
hið þekkta ljóð Bertolds Brechts um
stúlkuna sem aldrei getur gleymt
kvennagullinu honum Surabaya-
Johnny sem sveik hana í tryggðum.
„Það var gaman að fást við þetta
sem þýðingarverkefni,” sagði Guðni,
sem áður hefur þýtt sönglagatexta
fyrir sjónvarpið. Þannig þýddi hann
til dæmis tónleika írsku þjóðlaga-
hljómsveitarinnar Wolftones sem
hingað kom á listahátíð i vor. „En
það fer ekki milli mála að stúlkurnar
eru rauðsokkur og þeim er alvara í
hug þótt þær noti kabarettformið.”
Það er nú svo með rauðsokkur að
þær skemmta sumum, hneyksla
marga en hrista upp í öllum, svo það
hlýtur að vera óhætt að mæla með
þessumþætti. -IHH
Þetta virðist vera norsk útgáfa af
Skröltklónni (Clapparclaw), enska
kvennahópnum sem skemmti i
Reykjavík í siðasta mánuði
MATTANZA - sjónvarp kl. 21,55:
Túnfisksstofninn
talinn f hættu
—vegna rányrkju við strendur Sikileyjar
— Brezk heimildarmynd íkvöld
Mattanza nefnist brezk heimildar-
mynd sem sjónvarpið sýnir í kvöld kl.
21.55. „Myndin fjallar um stórfiska-
dráp,” sagði Bogi Arnar Finnbogason
er viö spurðumst fyrir um efni myndar-
innar, „veiðar á túnfiski vestan Sikil-
eyjar. Túnfiskveiðar eru stundaðar um
allan heim, oft á stöng, og þykir fínt
sport enda aðeins á færi efnamanna,”
sagði Bogi Arnar.
Túnfiskur er stærsd beinfiskur sem
til er, getur orðið allt að hálft tonn á
þyngd. Getur hann auðveldlega rotað
og jafnvel drepið mann ef hann kemur
á hann höggi.
„Myndin gengur út á veiöar og sýnir
m.a. fiskimenn við veiðar. Þeir króa
fiskinn af í torfu og höggva i hann með
krókstjökum og goggum sem eru
notaðir til að ná fiskinum úr netun-
um,” sagði Bogi. „Veiðarnar eru
stundaðar einu sinni á ári. Nú hafa þær
dregizt mikið saman á Sikiley þar sem
túnfiskur hefur verið veiddur í fimm
hundruð ár. Er ástæðan talin vera rán-
yrkja og er nú svo komið að stofninn er
í hættu,” sagði Bogi Arnar.
- ELA
Þessi mynd sem er frá Sikiley sýnir vel
það sem einkennlr staðinn, þvottur
milli húsa og á svölum, pottablóm á
veggjum og húsmæðurnar hifa vörur
upp í körfum. í fimm hundruð ár hafa
Sikileyingar veitt túnfisk en nú virðist
stofninn vera i hættu vegna rányrkju.
Um það fjallar heimildarmyndin i
kvöld.
ÍÞRÓTTIR—sjónvarp kl. 20,40:
Reyniaö vekjaáhuga
þeirrasem
ekki iðka iþróttir
— segir Jón B. Stefánsson
„Það er ýmislegt sern liggur fyrir
um efni þáttarins en þar sem ég er
ekki ennþá búinn að vinna hann gætu
hugmyndirnar breylzt á sfðustu
stundu,” sagði Jón B. Stefánsson
umsjónarmaður iþróttaþáttarins i
sjónvarpi í kvöld.
„Það sem ég er með á döfinni núna
er aö sýna mynd af siglingakeppni
um ameríska bikarinn. öskjuhlíðar-
hlaupið á laugardag veröur tekið
fyrir og Tropicana júdómótið í gær.
Siðan ætla ég að sýna eitthvað frá 1.
deildarliðinu í handknattleik kvenna,
ef það verður hægt sökum samn-
inga,” sagði Jón. Þá ætlar hann að
minna skíðaunnendur á að snjórinn
og skíðafæriö nálgast og kominn er
tími til aö pússa skíðin. Um leiö sýnir
hann mynd frá Óiafsfirði þar sem
skiðaáhugi er kominn i mannskap-
inn. Aö lokum ræðir hann við Stefán
Kristjánsson íþróttafulltrúa, ef aö
likum lætur, um hugsanlegar fram-
kvæmdir í Bláfjöllum í vetur.
Eins og þeir hafa tekið eftir sem
horft hafa á þætti Jóns kemur hann
víða við. „Það er einmitt ætiun min
að koma víða við og reyna að vekja
áhuga þeirra sem engar íþróttir
iöka.” Sjálfur segist Jón vera dug-
legur við aö stunda iþróttir, hvort
sem það heitir sund, hlaup, fótbolti
eða eitthvað annað. Á milli þess situr
hann sem félagsmálastjóri á Selfossi
þar sem hann býr.
• ELA
Skiðafærið nálgast og timi er til kom-
inn að taka fram skiðin og pússa. Á
það ætlar Jón B. Stefánsson að
minna okkar f iþróttaþættinum i
kvöld og kannað verður hvað liður
fyrirhuguðum framkvæmdum i Biá-
fjöllum i vetur en þar er þessi mynd
tekin.
föQMVJÐ
ORUGG
ÍUMFERÐINNI?
Kaupfélag Hafnfirðinga
Umferðarráð,Klúbburinn
Öruggur akstur Hafnar-
firði, Slysavarnarfélag
Islands og Lögreglan
Hafnarfiröi gangast
fyrir umferðarfræðslu
í verslunarmiðstöðinni
Miövangi dagana
20 - 30. þ. m.
DAGSKRÁ:
1. Mánud.20.október. Umferðarráó:
Notkun endurskinsmerkja og
barnið í umferóinni kl.16.00
og 17.15.
2. Mióvikud.22.okt. Klúbburinn
Öruggur akstur Hafnarfirði:
Notkun bílbelta og vetrar-
akstur. kl.16.00 og 17.15.
3. Þriðjud. 28.okt.Slysavamar-
félag Islands: Slysahjálp.
kl.16.OOog 17.15.
4. Fimmtud.30.okt. Lögreglan
Hafnarfirði: Umhverfi búó-
arinnar og bestu öku- og
gönguleiðir kl.16.00 og 17.15.
U
mmm
VERSUJNARMIÐSIÖÐ NWVANGI41