Dagblaðið - 25.10.1980, Qupperneq 4
DÁGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25.0KTÓBER 1980.
DB á neytendamarkaði
„Meiriháttar glæpur gagn-
vart neytendum ef Hagkaup
fær ekki bóksöluleyfi”
„Nýlega þurfti ég að kaupa skyrtu
í ákveðnum lit í stíl við ný föt sex ára
gamals sonar míns. Ég eyddi fimm
klukkustundum í að aka um Reykja-
vík þvera og endilanga og stórfé í
bensín og stöðumæla. Ég fór inn og
út úr á milli fimmtán og tuttugu
verzlana við Laugaveginn og annars
staðar þar sem seld eru barnaföt.
90% þessara verzlana höfðu á
boðstólum nákvæmlega sömu
'vöruna, úrvalið var fjórar eða fimm
skyrtutegundir, en alls ekki það sem
ég var að leita að.
Nokkrum dögurn seinna vantaði
mig svarta sokka handa þessum sama
syni mínum við jakka, sem honum
hafði veriðgefinn. Einfalt mál skyldi
maður ætla. En svo reyndist ekki. Ég
ók aftur um þvera og endilanga
borgina, með sama árangri og áður.
ENGUM!
Hvílík sóun á (íma og bensini!!
Eina almennilega verzlunin í
Reykjavík er Hagkaup. Þú sparar
bensin með því að fá þar fjölmargar
vörutegundir undir sama þaki. Þar er
griðarlega mikið vöruúrval og nýjar
vörur bætast við næstum daglega.
Stundum kemur fyrir að ég fer
þangað tvisvar til þrisvar í viku, og
alltaf virðist vera eitthvað nýtt á
boðstólum.
Þar er nóg af afgreiðslufólki til
aðstoðar viðskiptamönnunum og það
er mjög vingjarnlegt. Það bæði
brosir og yrðir á þig! Þrátt fyrir
stærð verzlunarinnar er sjaldnast
löng bið við kassana vegna þess að
þeir eru nægllega margir.
Þó eru einkanlega tveir
meginkostir fyrir neytendur varðandi
verzlunina Hagkaup:
A) Kvörtunarþjónusta þeirra:
Margra ára reynsla mín af
Hagkaupi hefur sýnt að viðskipta-
vinurinn hefur alltaf ó réttu að
standa. í hvert einasta skipti sem ég
hef þurft að kvarta yfir einhverri
vörutegund þar hafa aldrei verið nein
vandræði með að fá vörunni annað
hvort skipl eða endurgreidda. Mér
finnst verzlunin leggja sig fram um
að gera viðskiptavinum sinum allt til
geðs, og fullvissa sig um að þeir fái
það sem þeir eru að leita eftir. Sú
staðreynd að þeir hafa komið
kvörtunardeildinni fyrir við
innganginn í verzlunina sannar þetta
einnig. Það segir viðskiptavinunum
að þeir eigi rétt á því að kvarta og
verzlunin er ekki hrædd við
kvartanir þeirra.
b) Mjög lágt vöruverö, og allt árið
um kring er hægt að finna einhverjar
vörur á sérstöku tilboðsverði og
þannig hægt að gera mjög góð kaup.
Sérhver verzlun, sem býður
viðskiptamönnum sínum slík kjör,
hefur hagsmuni neytendanna í huga.
Ef ég réði yfir Neytenda-
samtökunum léti ég Hagkaup fá
viðurkenningu neytenda.
Þetta hljómar kannski eins og aug-
lýsing fyrir Hagkaup. En ánægður
viðskiptavinur er lika bezta
auglýsingin. Hvílíkur munur er á þvi
— segirbréfritari
sem hrósar
Hagkaupifyrir
frábæra
þjónustuvið
viðskiptavini
sína
aö verzla í Hagkaupi og fara í þessar
fimmtán til tuttugu litlu verzlanir við
Laugaveginn, sem allar bjóða minna
vöruúrval á mun hærra verði. Þú
sparar bæði tíma, og bensín og færð
það sem þú ert að leita að.
Það væri meiriháttar glæpur
gagnvart neytendum á íslandi ef
Hagkaupi yrði ekki veitt leyfi til
þess að selja bækur.
Með baráttukveðjum
Hope Knútsson,
iöjuþjálfi og áhugamaöur
um neytendamál.”
SJaldnast er nokkur bið við kassana 1 Itaakaupi
seglr bréfrilari, þvi þar er nóg af kössum. I eina
.11» var lekin upp sú nýbreytni I Hagkaupi afl ef
viflskiplavlnurinn var mefl fyrlr innan sex efla liu
alrifli i innkaupakörfunni, gal hann komizt afl vifl
sérslakan „hraflkassa”. Þessi háttur er á i erlend-
um stórmörkuflum i borfl vifl Hagkaup.
DB-mynd Ámi Pált.
Hrikalegar tölur — 50 þúsund á mann
„Þegar ég sá niðurstöðutölurnar
fannst mér þær svo hrikalegar að ég
varð að senda skýringu með,” segir
m.a. í bréfi frá húsmóður sex manna
fjölskyldu í kauptúni á Vestfjörðum.
Hún er með tæpar 50 þúsund kr. á
mann i mat og hreinlætisvörur en
liðurinn „annað” er upp á tæpar 900
þús. kr.
Húsmóðirin telur upp ýmsa liði
sem hún hefur þurft að greiða eins og
t.d. rafmagn upp á rúml. 32 þús.,
olíu í einn mánuð, rúml. 34 þús.,
rúml. 130 þús., fóru i bygginguna,
blöndunartæki voru keypt fyrir rúml.
30 þús. og gaskútur fyrir rúml. 24
þús., auk þess var greiddur víxill hátt
á annað hundrað þúsund og út-
borgun í þvottavél var upp á rúml.
220 þús.
„Svo þurfti að kaupa skólavörur
og ýmislegt á þrjú börn,” segir enn-
fremur í bréfi frá þessari vestfirzku
húsmóður.
T
Er „kerfið” að eta börnin sín?
Dýrt að vera barnlaus einbúi, segir bréfritari, sem rétt getur náð endum
saman, og það með hálfu öðru starfi
„Kæra Neytendasíða!
Oft hefur mig langað til að skrifa
nokkra; limir til síðunnar, en hún er
mikil rósi hnappagat Dagblaðsins að
mínu mati (og eflaust fleiri).
Neytendasíðan hefur tekið upp
ýms mál og leitt þau til lykta. Mál
sem hefðu kannski átt að vera mál
Neytendasamtakanna og þau hefðu
átt að vera búin að taka á.
í rauninni finnst mér orðinn hálf-
gerður volæðistónn i þeim samtökum
og veitti þeim sýnilega ekki af smá
vítamínkúr. Forsvarsmenn þeirra*
kvarta stöðugt yfir fjárskorti og
aðstöðuleysi en virðast gera næsta-
lítið til róttækra breytinga, jafnvel
þótt allir séu á einu máli um nauðsyn
sterkra neytendasamtaka.
Aðalástæða þess að ég dríf nú í
að skrifa Neytendasíðunni er að gefa
skýringu á upplýsingaseðlinum
mínum. Lokatala matar- og hrein-
lætisdálksins fyrir septembermánuð
'var 150.793 kr.
í sjálfu sér er talan ekki svo voða-
leg sem slík, en sé tekið tillit til þess
að ég er ein i heimili > þá er hún
nokkuð há.
Inni í þessari tölu eru þó ekki nein
ósköp. Þetta er bara svo óhugnanlega
fljótt að koma. Það sem aðallega
hleypti upphæðinni upp var ein smá-
veizla sem ég þurfti að halda fyrir sjö
útlendinga. Þó fékk ég gefins hrá-
efnið í aðalréttinn, hitt var aðallega
síld, harðfiskur, pilsner og íslenzkt
brennivín, sem var nauðsynlegt.
Þessi veizla kostaði mig í kringum 65
þúsund kr.
Mér var satt að segja farið að
blöskra hve mér eyddist mikið fé og
þess vegna fór ég út i að halda
heimilisbókhald til þess að sjá betur í
hvað peningarnir fara.
Það er uggvænlegt hve þær upp-
hæðir sem fara í mat og hreinlætis-
vörur hækka frá mánuði til mánaðar.
Herniilisbákhald vikuna: til
Tl /r l ■ „ , i 3 i • •*' 3 • 1 i • • • ■ i 3
Mat- oe* dmskiarvorur. hremlætisvorur oer b.h.:
ö V «J
Sunnud Mánud Þridjud Midvikud FLmmtud Föstud Laugard
-
BamL Samt SamL SamL SamL Samt SamL
Önnur útgjcfld:
Sunnud Mánud Þridjud Miövikud Fimmtud Föstud Laugard
Samt Samt SamL Samt SamL SamL SamL.
Fólk litur stundum öfundaraugum
til min og minna líka, sem búa einir,
ógiftir og barnlausir. Það tekur
ábyggilega ekki kostnaðarhliðina
með í myndina. Það virðist litið á ein-
búa sem mikinn munað af hálfu'
þjóðfélagsins. Maður er einn um að
greiða alla fasta reikninga, húsaleigu,
hita og rafmagn, síma o.fl. þ.u.l.
Ekki finnst þjóðfélaginu mikil
ástæða til að meta slíkt og sést það
bezt á því að athuga skattpíninguna á
þessum hópi fólks.
Það fær engan frádrátt vegna þess
að það er skuldlaust og barnlaust.
Persónufrádrátturinn er ekki
hafður hærri, þótt fólk eins og ég og
mínir líkar, greiði meira með sér til
þjóðfélagsins í heild en fólk sem býr á
stærri heimilum.
Matarinnkaup eru einnig mjög
óhagstæð fyrir einbúa. Sérstaklega
fyrir fólk sem vinnur óreglulegan
vinnutíma. Það hefur verið talið
mjög óhagkvæmt, og alls ekki borga
sig, fyrir svona lítið heimili að hafa
frystikistu. Þess vegna verður að
kaupa allan mat eftir hendinni eins
og það er kallað, eins lítið og hægt er
hverju sinni, — því annars eyðileggst
maturinn. Hins vegar er ekki hægt að
standa uppi algjörlega matarlaus eftir
að verzlanir loka. Reynslan kennir
manni auðvitað töluvert í þessum
efnum, — en samt sem áður neyðist
maður oft til þess að henda mat-
vælum.
Það er skítt að vera í góðri stöðu
vinna eins og þjarkur (ég er yfirleitt i
150% vinnu) og hef þar af leiðandi
ekki tíma til að eyða peningum í
neina „vitleysu”. Þrátt fyrir það þarf
ég að berjast i bökkum. Endarnir rétt
ná saman. Mér tekst ekki að leggja
neitt fyrir og veiti mér aldrei neinn
munað.
Hvernig geta þeir sem minna hafa
komizt af? Er ekki eitthvað orðið
bogið við þetta kerfi sem við höfum
komiðokkurupp?
Er ekki kerfið á góðri leið með að
eta börnin sín?
Að lokum þakka ég aílt feott á
Neytendasiðunni og sendi baráttu-
kveðjur fyrir áframhaldandi starfi.
Ógiftur og barnlaus
einbúi I Reykjavík.”