Dagblaðið - 25.10.1980, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980.
Iþróttir
Iþróttir
I
%
Iþróttir
íþróttir
Sigurður Sverrísson skrífar f rá NM í Noregi:
„ÞETTA ER VONANDIBARA
BYRJUNIN Á BATNANDI TfD”
—sagði Hilmar Bjömsson eftir stórsigur íslands gegn Finnlandi 29—12
Fró Sigurfli Sverrissyni,
Hamar Noregi:
,,Við tókum okkur saman i and-
litinu og menn unnu núna betur saman
en i leiknum gegn Svium i gær. Vifl
höfum veriö að æfa upp nokkur kerfi,
sem gengu mörg hver upp i þessum
leik, og þetta er vonandi bara byrjunin
ó batnandi tifl,” sagði Hilmar
Björnsson landsliðsþjólfari, eftir að
ísland haffli unnifl stórsigur ó
Finnlandi, 29—12, ó Norðurlanda-
mótinu i handbolta i Hamar i Noregi í
gær. Finnska liflið virtist mjög slakt i
leiknum, flestir leikmanna liðsins eru í
unglingalandsliðinu og Færeyingum
væri vel trúandi til að leggja Finnana
að velli, þegar þjóðirnar mætast. Með
þessu er þó ekki veriö afl taka neitt fró
íslcnrVa liðinu, það lék mjög vel og það
segir sina sögu, að Danir gótu afleins
unnifl Finnana með niu marka mun ó
fimmtudag, 20—11. Sigurinn er þvi
sannarlega gott veganesti fyrir leikinn
gegn Dönum í fyrramólið.
íslendingar stilltu upp sínu sterkasta
liði í upphafi leiksins, í markinu stóð
Ólafur Benediktsson, en
útileikmennimir voru Ólafur H.,
Ólafur Jónsson, Bjarni, Þorbergur,
Steindór, og Viggó. Árangur lét heldur
ekki ásér standa. ísland skoraði fyrstu
fimm mörk leiksins og Finnar komust
ekki á blað fyrr en 12 mínútur voru
liðnar, staðan 5—1.
Þótt Finnum tækist að læða inn
einu marki, hélt einstefnan að marki
þeirra áfram, Bjami skoraði sjötta
markið, Þorbergur næstu tvö og þá
gerði „leynivopnið” Alfreð Gíslason
Athugasemd frá Hugleidum:
„Ósönn og ósann-
gjörn fyrirsögn”
Dagblaðinu barst í gær eftirfar-
andi athugasemd frá Erni Ó. John-
son, stjórnarformanni Flugleiða, og
Sigurði Helgasyni, forstjóra félags-
ins:
,,í Dagblaðinu 22. október sl.
getur að líta á forsíðu fyrirsögn sem
er i hæsta máta ósönn og ósanngjörn,
þótt í spurnartóni sé. Bæði er fyrir-
sögnin ósanngjörn gagnvart Eim-
skipafélagi íslands, Flugleiðum og
þeim þingmönnum sem vitnað er tii.
Hvergi i málflutningi ráðherra og
þingmanns eru ummæli að finna,
sem réttlætt geti þessa furðulegu
fyrirsögn, enda finnst henni hvergi
staður í greininni sem fylgir.
Sannleikurinn er sá að þeir
stjórnarmenn sem vegna eignaraðild-
ar Eimskipafélags íslands sitja í
stjórn Flugleiða hafa á allan hátt
stutt það sem til framfara hefir mátt
horfa fyrir Flugleiðir og þar með
allar góðar hugmyndir um vöruflutn-
inga með flugvélum. Reynsla þeirra á
sviði flutninga hefir komið að góðu
haldi við ákvarðanatöku.
Eimskipafélag íslands var stofnað
til þess að tryggja landsmönnum
góðar samgöngur á sjó, samgöngur
sem áður voru i höndum útlendinga.
Óhætt er að fullyrða að félagið hafi
alla tíð staðið vörð um þessa frum-
hugsjón.
Á sama hátt hefir Eimskipafélag
íslands stutt flugstarfsemi lands-
manna hátt á fjórða áratug með
ráðum og dáð.”
íLaugameshverfi:
Ekkert „plott” á
hvorugan bóginn
4
—segir BaldvinJóhannesson
„Þetta var allt í rólegheitum, for-
maður var kjörinn mótatkvæðalaust
og stjórnin endurkjörin”, sagði
Baldvin Jóhannesson formaður
Félags sjálfstæðismanna í Laugarnes-
hverfi. Fundurinn var haldinn í fyrra-
kvöld. „Það komu að vísu fram tvær
uppástungur um menn í stjórn, en
hvorugur þeirra manna gaf kost á
sér.”
í stjórn voru kosnir auk Baldvins,
Þórður Einarsson, Garðar Ingvars-
son, Margrét Árnadóttir, Elva
Guðbrandsdóttir, Halldór Leví
Björnsson og Pétur B. Magnússon.
„Andinn var ágætur og lítill upp-
reisnarhugur í mönnum,” sagði
Baldvin. „Ég hafði heyrt að eitthvað
ætti að gera varðandi stjórnarkjör,
en þegar til kom var ekkert ,,plott” á
hvorugan bóginn. Ég lít ekki á þessar
uppástungur sem fram komu sem
flokkadrætti, en stungið var upp á
Þórði Kristjánssyni og Þorsteini
Kristjánssyni. Það hefur alltaf verið
mín stefna og stjórnarinnar að halda
átökum utan hverfafélagsins. Slik
átök skaða félagið. Ég vil ekki
„sortera” menn í arma innan flokks-
ins, þótt menn séu stuðningsmenn
þessara ólíku afla. Það er engin
blinda i þessum efnum í félaginu.
Menn eru studdir til allra góðra
verka.
Ellert B. Schram ritstjóri talaði vítt
um stjórnmálastarfið í dag og hvatti
menn til samstöðu. Minna skyldi lagt
upp úr persónulegum deilum”.
-JH.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 - Srmi 15105
sitt fyrsta mark í leiknum, en þau áttu
eftir að verða fleiri í leiknum. Enn
skoruðu fslendingar, nú Ólafur H.
Jónsson og staðan orðin 10—2 og 19
mínútur liðnar af leiknum.
Nú ákvað Hilmar Björnsson lands-
liðsþjálfari að skipta nokkrum af
byrjunarleikmönnunum út af, og
Finnar náðu nokkuð að saxa á for-
skotið lokakafla fyrrí hálfleiks, en í
leikhléi var staðan 13—7. Ólafur H„
Bjarni og Alfreð gerðu þrjú síðustu
mörk íslands fyrir hlé. íslendingar léku
einum færri síðustu tvær mínútur hálf-
leiksins, Björgvin vikiðaf leikvelli.
Seinni hálfleikur fór rólega af stað,
Finnar gerðu fyrsta markið, en Alfreð
svaraði fyrir Ísland. Aftur skoruðu
Finnar og enn svaraði Alfreð, staðan
orðin 15—9. En þegar hér var komið
sögu urðu þáttaskil í leiknum. Ólafur,
Óli Ben., varði víti og íslendingar nýttu
sér það vel, Ólafur H. skoraði 16. mark
íslands og munurinn orðinn sjö mörk.
Finnar minnkuðu muninn um eitt
mark, en Alfreð var skjótur til svars
eins og fyrri daginn og rétt á eftir varði
Óli aftur víti. Viggó og Björgvin gerðu
næstu tvö mörk leiksins, staðan orðin
19—10 og 10 mín. liðnar af síðari hálf-
leik. Á 43. minútu gera Finnar svo loks
mark úr víti og rétt á eftir var Ólafur
H. Jónsson rekinn út af í tvær mínútur.
Áttu þá margir von á að Finnar myndu
sauma að íslendingum, en það var öðru
nær. Næstu átta minútur gerðu
íslendingar átta mörk í röð, þar af
Björgvin þrjú og staðan breyttist i 27—
11 og rúmar átta mínútur til leiksloka.
Þá tókst Finnum loks að skora, en þeir
höfðu þá ekki gert mark í 10 mínútur.
Bjarni Guðmundsson gerði 28. mark
íslands, með skoti utan af vellinum og
síðan kom stuttur kafli, þegar
íslendingum virtist alveg fyrirmunaö
að skora. Viggó og Björgvin skutu
báðir í stöng, þá lét Þorbergur verja frá
sér i dauðafæri, boltinn hrökk út til
Bjarna, sem skaut i gólfið og yfir.
Finnar áttu aldrei glætu í leiknum
og er þetta einhver stærsti sigur sem
íslendingar hafa unnið gegn þessari
frændþjóð sinni. Eftirtektarvert var
hve mörg mörk ísland. skoraði úr
hraðaupphlaupum, þau voru hreinn
mýgrútur og eins gengu margar fléttur
liðsins upp. Ólafur Ben. varði af stakri
prýði, tvö vítiog þetta 12—Mskot.Þá
stóð Kristján Sigmundsson, sem kom
inn á til að hvíla Óla, sig einnig með
mikilli prýði. Beztur fslendinganna,
voru Ólafur H. Jónsson, og Björgvin
Björgvinsson. Sigurður Sveinsson lék
ekki í leiknum, Hilmar Björnsson var
að hvíla hann fyrir leikinn gegn Dönum
í fyrramálið.
Mörk fslands: Alfreð Gíslason 6/3,
Þorbergur Aðalsteinsson og Björgvin
Björgvinsson 5 hvor, Bjarni
Guðmundsson 4, Ólafur H. Jónsson og
Viggó Sigurðsson 3 hvor, Ólafur
Jónsson 2 og Steindór Gunnarsson 1.
-SSv.
Ólafur H. Jónsson átti mjög góðan leik
gegn Finnum i gær, barðist vel i
vörninni og skorafli þrjú mörk.
VOLVO
ÁRGERÐ 1981 VERÐUR SÝND í VOLVOSALNUM, SUÐURLANDSBRAUT 16,
LAUGARDAGINN 25.10. KL. 14-19, OG SUNNUDAGINN 26.10. KL. 10-19.
yrúin I |TID
B'Hm BmS I
Nýju Volvolitirnir, sem bætast i hóp þeirra sem fyrir eru,
veröa Ijósbrúnn, grænn metallic og vinrauöur metallic.
Auk þess má sérpanta kolsvartan, dökkbláan eöa
appelsínugulan lit. Alls veröa litirnir 14 talsins.
NYIJOS, NYTT GRILL
Nýjar framljósasamstæöur meö innbyggöum stefnu-
Ijósum, stööuljósum og ökuljósum. SamstæÖan
sveigist fyrir horniö. og sést þannig betur frá hliö.
Ljósasamstæöan og nýja grilliö móta aðalsvip nýja
útlitsíns.
NYTT MÆLABORÐ
Splunkunýtt mælaborö, sem áeftiraövekjaaödáuneöa
og eftirtekt. Pláss fyrir fleiri mæla, fyrir smáhluti.
fyrir hillu. Hanskahólfið er meira aö segja breytt.
Fastamælar eru álesanlegri og fallegri, klukkan er á
nýjum og betri staö, - allt til aö auka þægindin.
NYIR STUÐARAR
Stuöarar hafa breyst. Þeir eru ekki eins fyrirferöamiklir
og áöur. Þeir gefa nú bilnum fallegra útlit um leiö og
þeir vernda hann betur frá hliöinni. Þyngd og lengd
minnka fyrir bragöiö.
NYVEL
Meö nýju ári bætir Volvo viö tveim nýjum vélum B 21 E
Turbo og B 23 A. Bilar meö M46 girkassa veröa
afgreiddir meö yfirgír til viöbótar viö fjóöra gír. Yfir-
girinn aftengist sjálfvirkt viö skiptingu niöur i 3 gir.