Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 25.10.1980, Qupperneq 16

Dagblaðið - 25.10.1980, Qupperneq 16
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980. 16 I Menning Menning Menning Menning D Leiklist sögunnar á bókinni, hennar eigin orðum. Leikið er á gólfinu í Lindar-. bae, en áhorfendum skipað á þrjá vegu, án leikmyndar eða annars umbúnaðar en hins hlýja brúna bak- tjalds og ljósanna og í sára-einföld- um búningum. Það er ótrúlegur léttir að þessu — og ótrúlega lítil missa í öllum þeim myndraenu kostum sem söguefnið veitir. Textinn, sagan talar sjálf fyrir munn leikendanna og í þeirra mynd. Og hún lifir á sviðinu og heldur auga og hug áhorfandans hverja stund. Og hananú Þau lýti sem á sýningunni eru stafa að sínu leyti af því að á stöku stað virðist leikstjóri fyllast vantrausti á söguna sem verið er að segja, upp úr þurru eða þá á leikendur í hlutverk- unum. Þrjár miklar raeður í sögunni leysir hún upp og gerir að talkórum — ræðu Jóns Marteinssonar um það ísland sem Amas Arnæus keyptí fyrir sitt líf, Jóns Hreggviðssonar um hið Ijósa man og Arnasar sjálfs yfir Úffelen þýska um dýrið í tröllsgreip- unum. I kki veit ég hvort það er patríctismus sem hleypur svona í Bríeti, eða hvort hún treystir ekki leikendum fyrir undanbragðalausum textanum, eða hvað það er. Hitt er segin saga að á þessum stöðum dofnar og dvín áhrifamáttur leiksins, hvað sem ætlunin er að komi í stað sögunnar sem verið er að segja og fólksins sem talar í sögunni. Bágast er hvernig fer um leikslok- in. Það er að vísu skiljanlegt bragðað færa lokaatriði sögunnar fram fyrir frásögnina og gera að „prologus”. En fyrir bragðið vantar botn i leik- inn, og bætir ekki talkór og kór- söngur úr því. Er ekki alveg nógur sprengikraftur í óbreyttum orðum Arnæusar um að landið hafi ekki verið selt: „Ekki í þetta sinn. Þeir skilja það seinna.” Það finnst ekki leikstjóranum, hún þarf að hnykkja á þeim sjálf: Og hananú! Samt held ég að Jóhanni Sigurðarsyni, Arnasi, væri alveg treystandi til að segja þau fram með þeim látlausa hætti sem betur hæfði. í alvöru En burtséð frá þessum lýtum, sem auðnumin eru á burt, finnst mér Briéti Héðinsdóttur og Nemendaleik- húsinu hafa tekist verklag að íslands- klukkunni sem gefst alveg ágætlega á sýningu þeirra og mundi þó augljós- lega notast enn betur í öflugri leik- hóp. Þess er sem sé varla von að leik- arar Nemendaleikhússins megni þeirri persónusköpun sem til þarf i hlutverkunum. Það er ofurmannleg byrði sem á Jóhann: Arnas er lögð, og sætir eiginlega furðu hve langt hann kemur frásögn af þeim mikla heimsmanni, dýrðarmanni og sanna ástmanni þjóðar sem Arnæus verður víst endi- lega að vera. Öðrum verður meira úr viðráðanlegra efni. Alveg var ljóm- andi falleg sena Snæfriðar ungu: Sigrúnar Bjömsdóttur og dómkirkju- prests: Karls Ágúst Úlfssonar í fyrsta þættinum. Sigrún kemur eftir það ansi liðmannlega fyrir í mörgum litl- um hlutverkum, og Karl Ágúst gerir auk dómkirkjuprestsins býsna sjálf- bjarga karakter úr Jóni Marteinssyni. Þarna eru áreiðanlega komnir bráð- efnilegir leikarar. Guðmundur Ólafsson er oft snöfurmannlegur i gervi Jóns Hreggviðssonar, bestur kannski og þau Snæfríður eldri: Guðbjörg Thor- oddsen heima hjá henni í Bræðra- tungu. En Júlíus Hjörleifsson átti dálítið erfitt í hlutverki júngkærans, frekar að etasráðið lifnaði við. Guðjón Petersen kom sniðuglega fyrir sem Jón úr Grindavík — en er ekki hæpið að læsa hlutverkið svona við kækina í Grindvíking, að brýna nef og klóra á sér kálfann? Er ég ekki búinn að nefna alla? Eftir að geta um tónlistarivaf Áskels Mássonar sem haganlega er samið að hinum lipru sviðskiptum. Og þakka fyrir skemmtunina — sem fleiri ættu að nota sér í Nemendaleikhúsinu.' Það er leikhús í alvörunni. Nemandaleikhúsið: fSLANDSKLUKKAN aftir HaHdór Laxnaas Laikatjóri: Biat Héðinadóttir Tóniiat og laikhljófl: Aakall Máaaon Hver veit nema nú sé fundið lag að leika íslandsklukkuna. Það er leikið i Lindarbæ, sýningin stendur ekki nema tæpa þrjá tíma, sjö ungir og nýir leikarar fara með öll hlutverkin. Og það er svona ljómandi gaman. Þegar heim er komið langar mann ekki til annars meir en taka bókina ofan úr hillu og fara að lesa hana eina ferðina enn.Ég hugsa ég láti það eftir mér þegar þetta skrif er búið. Ekki trúi ég öðru en eitthvað af því unga fólki sem var í leikhúsinu og ekki þekkti söguna fyrir hafi orðið fyrir hinni sömu reynslu. Traustá texta Og þetta held ég hljóti að vera rétt verkan sýningar. Það er að sönnu aðdáunar vert hversu miklu af efni skáldsögunnar hefur tekist að koma fram í leikgerð íslandsklukkunnar: vel má trúa því að ókunnugir áhorf- endur sögunni hafi af leiknum einum heilmikið gagn. Það breytir ekki því að fyrir þá sem lesið hafa lifir leikur- inn sínu lífi í krafti sögunnar; fyrir þá sem ekki hafa lesið söguna verður leikurinn fyrst og fremst ávisun á innistæðu hennar í sparisjóði bók- menntanna. Hingað til hafa sýningar jslands- klukkunnar, allt frá sögufrægri vígslusýningu Þjóðleikhússins, hneigst til að verða einskonar mynd- varp skáldsögunnar, myndasýning upp úr efnivið hennar, og skal sá sýningarháttur í sjálfu sér ekki last- aður. Það nýstárlega við sýningu Nemendaleikhússins er traust hennar á textann sjálfan, dramatiskt líf frá- ^lí (Önict 011 fl)C 30c$tci'lt ^VOttt ■m. „Þeir fóru I skotgrafirnar sem drengir, og komu aldrei aftur sem menn... ” Áhrifamikil, — stórbrotin og spennandi, eftir sögu Remarque. Leikstjóri: DELBERT MANN. Sýnd kl. 6 og 9. Smíðum glugga og hurðir. Vönduð vinna á hagkvæmu verði. Gerum tilboð og veitum nánari upplýsingar, ef óskað er. Einnig tilsölu ofnþurrkað ore gonpine 2 1/2"xS" Upplýsingar, ef óskað er I Dalshraun 17, Hafnarfirði, sími 53284. Úr íslandsklukku Nemendaleikhússins: Július Hjörleifsson og Guöbjörg Thoroddsen. iljaþað seinna [SANDBLASTUR hf.1 MELABRAUT 20 HVAIIYRARHOITI HAFNARFIRDI FELGUR FELGUR Bifreiðaeigendur, látiðsandblása felg-; urnar og sparið yður fé og fyrirhöfn. 53917 TÍDINDALAUST Á regnboginn VESTURVÍG fruinsymr. HHEVRÍi. Siitli 8 55 22

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.