Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.11.1980, Qupperneq 5

Dagblaðið - 20.11.1980, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980. 5 Fæðingarheimili Reykjavíkur: Albert óskaði eftir frestun —vill kynna sér betur sölusamning og önnurgögnmálsins A þriðjudag var fjallað um sölu Fæðingarheimils Reykjavíkur í Borgar- ráði. Borgarstjóri gaf skýrslu um fund sem hann hélt með starfsfólki heimilisins og Heimir Bjarnason aðstoðarborgarlæknir sat einnig fund- inn til þess að fjalla um starfsemina þar. Albert Guðmundsson óskaði eftir að afgreiðslu málsins yrði frestað þar sem hann vildi kynna sér betur sölusamn- ing. Taldi hann kaupverðið of lágt. Eins og áður hefur komið fram óskaði Albert Guðmundsson eftir því að Fæðingarheimili Reykjavíkur yrði ekki selt rikinu heldur breytt í dvalarheimili aldraðra. Um þá tiílögu hefur ekki verið fjallað í borgarráði. Vegna þessarar frestunar er ekki hægt að ræða málið í borgarstjórn í dag, en þar verður endanleg ákvörðun tekin um sölu Fæðingarheimilis Reykjavíkur. -ELA. Haukur Morthens og nokkrir liðsmanna Mezzóforte. (DB-mynd Einar Ól.) LÍTIÐ BRÖLT Hljómplata mefl lögum eftir Jóhann Helgason. Flytjendur: Haukur Morthens og hljómsveitin Mezzoforte ásamt aflstoflarlifli. Útgáfa: Steinar 038. Stundum koma út hljómplötur með músík sem hvorki verður flokk- uð undir klassík eða popp. Ein slíkra platna er Lítið brölt. — Jóhann Helgason semur að því er virðist miklu meira af lögum en hann getur, eða hentar að syngja sjálfur inn á plötur, og því eru fengnir aðrir til. Það vekur strax athygli, þegar hlýtt er á Lítið brölt, hversu fáein lög skera sig úr fyrir gæða sakir. Og það eru einmitt lögin sem Jóhann semur við ljóð annarra. Víst er það virðingarvert að leggja sig fram við lagasmíð, þegar um jafnágæt ljóð ræðir og Vorið kom, eftir Kristján frá Djúpalæk, Við freistingum gæt þín, eftir Matthías Jochumsson og Úr Nótt, eftir Þorstein É'rlingsson. Kynslóðabilið sem gleymdist Svo er Haukur Morthens fenginn til að syngja lögin inn á plötuna og Haukur gerir ailt vel eins og ævin- lega. Bræðingsspútnikarnir ungu í Mezzoforte leika undir hjá Hauki. Það er vel viðeigandi, því að Haukur, eins og fleiri „Grand Old Men’ ’ í bransanum, hefur löngum reynst sér yngri mönnum Haukur í horni. Það gleymdist víst að segja honum frá kynslóðabilinu. Strákarnir í „Hálf- sterk” (með hæfilegri hundalógik má þýða Mezzoforte-hálfsterkt) standa sig með ágætum. Það vekur aftur þá hugsun hvort ekki sé verið að brenna púðrinu til lítils. Platan í heild verkar öðrum þræði á mig sem hálfgildings tilraun til minnisvarðagerðar um söngferil Hauks og að því leyti mis- heppnuð með öllu. Dýr útgáfuaðferð Þarft verk væri að kynna piltunum í „Hálfsterk” hvernig Haukur söng sveiflurokkið með hljómsveit Gunn- ars Ormslev á sinni tíð og töfraði lýð- inn upp úr skónum á Heimsmóti æskunnar í Moskvu. Þar held ég þeir fyndu réttu bylgjulengdina, Haukur og strákarnir. Þá mætti víst gera góða plötu. Fá til nokkra dúndur- blásara, í stað míkrófónpíparanna sem eru á þessari plötu. Ég undanskil þar þó Kristin Svavarsson. Leyfa kórnum að gefa í, í stað þess að púa undir. Já það held ég að yrði brölt i lagi. Megnið af lögum Jóhanns Helga- sonar á hljómplötu þessari hefðu betur komið út í snotru nótnahefti. Þau eru snotur indæl og góðra gjalda verð, en réttlæta tæplega svo dýra útgáfuaðferð, sem breiðskífan híýtur að teljast. -EM. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 NÝKOMU) K venkuldaskór í úrvafí Tmg.227 Loðfóðruð og mmð hrégúmmísóta Utk: Svart rúskinn aða kaffíbrúnt ríakkin. Stmrðir: Nr. 3—8 í 1/2 nr. Varð kr. 46.770.- Nykr. 467.70.- Tag.204. Loðfóðruð og mað hrágúmmisóia. Lrtír: Nougat, rúskinn' aða kaffíbrúnt rútkkin. Stærðir: Nr. 3—6 i 1/2nr. Vatðkr. 46.770.Nýkr. 467.70.- Tag.220. Loðfóðruð ogmað hrégúmmisóia. Lrtír: Nougat rúskinn aða kaffi- brúnt rúsklnn. Stmrðir: Nr. 3—8 i 1/2 nr. Vatð kr. 46.770. Nýkr. 467.70. Tag.209 Loðfóðruð og með hrógúmmisóia. Lrtur: Nougat rúskinn Stærðir: Nr. 3-8 i 1/2 nr. Varðkr. 46.770.- Nýkr. 467.70.- l ‘ Já Tag.221 Loðfóðruð og mað hrógúmmisóia. Tag. 206. Litur: Svart rúskinn LúðfÓðruð og mað hrógúmmisóia. Stærðir: Nr. 3—8 i 1/2 nr. Lrtur: Svartrúskinn Stærðir: Nr. 3—8 Varðkr. 46.770.- i 1/2nr.Varðkr. 46.770.-Nýkr. 467.70.- Nýkr. 467.70.- Tag. 2. Fóðruð | Litur: Brúnt leður \ Stærðir: \Nr. 36-41 Vorðkr. 49.540,- Nýkr. ■495.40. Teg. 316 Fóðruð og með rennilás Litur: Dökkbrúnt leðut eða svart leður Stærðir: Nr. 36-41 Verð kr. 49.540. Nýkr. 495.40.- Teg.240 Fóðruð Litur: Svartleður Stærðir: Nr. 36-41 Verð kr. 49.540.- Nýkr. 495.40.- Póstsendum Teg. 5 Fóðruð Litir: Svart leðut eða brúnt leður Stærðir: Nr. 36-41 Verð kr. 49.540, Nýkr. 495.40, Skóverzlun Kirkjustrætí 8 v/Austurvöll, sími 14181 Laugavegi95f sími 13570.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.