Dagblaðið - 20.11.1980, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980.
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Næsta drottn-
ing Englands?
Diana Spencer, nílján ára gömul
fóstra, er nú mest umtalaða konan í
Englandi. Ástæðan er sú, að fullvíst
er nú talið að hún verði naesta
drottning Englands og að það sé
aðeins spurning um tíma hvenær
trúlofun hennar og Karls prins verði
opinberuð. Fullyrt er að Elísabet
drottning hafi þegar lagt blessun sína
yfir ráðahaginn.
Diana Spencer er dóttir Spencer
lávarðar og hefur þekkt prinsinn frá
því í barnæsku. Hún dvaldi á sveita-
setri konungsfjölskyldunnar í
Norfolk um síðustu helgi og urðu þá
grunsemdir brezkra blaða að vissu.
Silfrið
breyttist
ígull
Kimberley Santos, fegurðardrottning
frá Guam, varð fyrir þeirri óvenjulegu
lífsreynslu um daginn, að silfurverð-
laun þau sem hún hafði hlotið í al-
heimsfegurðarsamkeppninni breyttust í
gull. Ástæðan var sú, að Gabriella
Brum frá Vestur-Þýzkalandi sem hlotið
hafði titilinn hafnaði honum eftir að
ljóst var að 52 ára gamall sambýlis-
maður hennar hafði boðið fjölmiðlum
nektarmyndir af henni.
Amerísk gœðavara frá
Stærðir fré 38—44
Litir Blágrœnt, brúnt
og kóngablátt.
Verð kr. 17.900.-
Nýkr. 179.00.-
PÓSTSENDUM
interRent
car rental
Bílaleiga Akureyrar
Akureyri: Tryggvabr 14 - S. 21715, 23515
Reykjavík: Skeifan 9 - S. 31615, 86915
Mesta úrvalið, besta þjónustan
Við útvegum yður afslátt
á bílaleigubílum erlendis
Erlendar
fréttir
Lausn gíslamálsins í sjónmáli?
SKILYRÐIN ERV
NÚ SAMÞYKKT!
—segja íranir. Bandaríkjast jórn varar enn við bjartsýni
Vonir hafa enn einu sinni vaknað
um að lausn gislamálsins í íran sé i
sjónmáli eftir ummæli Hashemi Ras-
fanjani í gær. Þá sagði hann að
Bandaríkin hefðu í öllum grundvall-
aratriðum samþykkt öll skilyrðin sem
íranska þingið hafði sett fyrir lausn
gislanna. Hann bætti því við að þeim
yrði að hrinda i framkvæmd áður en
gíslunum yrði sleppt.
„Ef Bandaríkin framfylgja
skilyrðunum i kvöld, þá látum við þá
lausa í kvöld. Lausn málsins er í
höndum Bandaríkjastjórnar. Rasfan-
jani, sem kvaðst aðspurður túlka af-
stöðu íransstjórnar, sagði að ef
Bandaríkjastjórn framfylgdi skilyrð-
unum smám saman yrði gíslunum
skilað smám saman.
í Bandaríkjunum varaði Edmund
Muskie utanríkisráðherra við bjart-
sýni og sagði, að ekki væri hægt að
líta á ummæli þingforsetans, sem
Khomeini trúarielfltogl i íran.
opinbert svar írans. „Það er min
skoðun, að íransstjórn sé enn að at-
huga svar okkar . . . og þangað til
okkur er ekki ljóst hvort um opinbert
svar rikisstjórnar írans sé að ræða er
ekki heppilegt að túlka þessi ummæli
þingforsetans,” sagði Muskie.
Rúmt ár er nú liðið frá því að ír-
anskir námsmenn tóku bandaríska
sendiráðið í Teheran og hnepptu
starfsmenn þess í gíslingu. Ýmsir
hafa látið í Ijós ótta um, að forseta-
skiptin í Bandaríkjunum kunni að
spilla fyrir lausn málsins. Það var
hins vegar ekki á Hashemi Rasfan-
jani að heyra. „Stjórnarskiptin í
Bandaríkjunum eru ekki okkar
vandamál,” sagði hann aðspurður
um það atriði.
mrnmmmmi'
Menachem Begin, forsætisráðherra ísraels, varð að hverfa heim úr Bandarikjaheimsókn sinni til að taka þátt i atkvæða-
greiðslu um vantrauststillögu er borin var fram í israelska þinginu Knesset gegn stjórn hans i gær. Tillagan var feild með 57
atkvæðum gegn 54 og vakti mikla athygli að Ezer Weizman, fyrrverandi fjármálaráðherra, studdi vantrauststillöguna.
Stjórnarandstæðingar búa sig nú undir nýja atlögu að stjórn Begins.
Harðar umræður urðu um vantrauststillöguna og tóku tveir fyrrverandi ráðherrar Begins þátt i henni, þeir Weizman og
Moshe Dayan. Gagnrýndu þeir stjórnarstefnu þá sem leitt hefði af sér 138 prósent verðbólgu.
„Á slikum timum verðum við aö skipta um leiðtoga. Við eigum að gefa þjóðinni tækifæri til að velja nýja stjóm,” sagði
Ezer Weizman meðal annars.
Reagen ræðir
viðCarter
Michael Foot, nýkjörinn formaður
brezka Verkamannaflokksins, gengur
nú við hækjur. Foot, sem er 67 ára
gamall, varð fyrir því óhappi að hrasa
með þeim afleiðingum að hann fót-
brotnaði er hann yfirgaf þinghúsið i
síðustu viku. Hann verður að hafa fót-
inn í gifsi upp að hné i margar vikur.
Ronald Reagan, nýkjörinn Banda-
ríkjaforseti, mun í dag hitta Jimmy
Carter fráfarandi forseta að máli í
Hvíta húsinu i fyrsta sinn síðan hann
var kjörinn forseti.
Heimsókn Reagans til Washington
hefur mælzt vel fyrir. Hann hefur
hitt að máli áhrifamenn úr báðum
þingflokkum og heitið ,,að ganga
ekki framhjá þinginu”. Á móti hafa
demókratar heitið honum góðri sam-
vinnu. Demókratar hafa meirihluta i
fulltrúadeildinni og geta reynzt for-
setanum óþægur ljár í þúfu, nái hann
ekki góðu samstarfi við þá.
Ronald Reagan nýkjömum Banda-
ríkjaforseta er ýmislegt til lista lagt.
Hér leikur hann á fiðlu.
Kanslari Vestur-Þýzkalands, Hel-
mut Schmidt, hittir Carter einnig að
máli i dag í Hvíta húsinu og talið er
að hann muni einnig ræða við ýmsa
ráðgjafa Ronalds Reagan. Reiknað
er með að aðalumræðuefni Carters
og Schmidt verði málefni er varða
Atlantshafsbandalagið og þáeinkum
sú stefna bandalagsins að aðildarrík-
in auki útgjöld til hermála um þrjú
prósent. Sú hefur mælzt misjafrjlega
fyrir en í sjónvarpsviðtali í gær sagði
Schmidt að V-Þjóðverjar hygðust
gera skyldu sina í þeim efnum.
REUTER