Dagblaðið - 20.11.1980, Page 7

Dagblaðið - 20.11.1980, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980. Erlent Erlent Erlent D Jóhannes Páll II. páfi mun hvílast á sveitasetri sínu fyrir utan Róm í dag eftir erfiða fimm daga ferð til V- Þýzkalands. Ferð hans þykir hafa orðið mjög árangursrík og fært kaþólsku kirkjuna og hina lútersku nær hvor annarri. Páfinn er fyrsti páfinn sem kemur til Þýzkalands, landsins þar sem Marteinn Lúter stóð fyrir stofnun mótmælendakirkjunnar á sínum tíma , í 198 ár. Þetta er áttunda ferð páfans til útlanda frá þvi að hann settist á páfastól og lagði hann megináherzlu á einingu kirkjunnar í þessari ferð. Jóhannes Páll II. páfi messaði í Múnchen í gær, á síðasta degi Þýzka- landsheimsóknarinnar og hlýddu um 500 þúsund manns á boðskap hans. Hann beindi orðum sínum einkum til æskunnar og hvatti hana til að snúast gegn eiturlyfjaneyzlu, villutrú og öfgum í stjórnmálum. Páfi gagn- rýndi öll form af einræðisstjórnum og hvatti til að ákvæði Helsinkisátt- málans um mannréttindi væru í heiðri höfðl Aðalárangurinn af heimsókn páfa til Þýzkalands var sú, að samþykkt var að skipa nefnd kaþólskra og lúterskra er skyldi vinna að samein- ingu þessara kirkjudeilda. „Jack The Ripper" enn á ferðinni Morðinginn frá Yorkshire eða „Jack The Ripper” eins og hann er yfirleitt nefndur í daglegu tali í Englandi, eða Kviðristu-Kobbi eins og það hefur verið útlagt á íslenzku, hefur enn einu sinni látið til skarar skríða. Þrettánda fórnarlamb hans, 20 ára stúlka, Jacqueline Hill, fannst í gær í Leeds. Ekki leyndi sér hver hafði verið þar að verki og var lík stúlkunnar mjög illa útleikið. Flest fórnarlömb kvennamorðingja þessa hafa verið vændiskonur en upp á síðkastið virðist hann ekki gera greinar- mun á vændiskonum og öðrum stúlkum. Leitin að „Jack The Ripper” sem svo er kallaður eftir öðrum morðingja -þrettánda fómarlamb hansfundið sem myrti sex vændiskonur í London 1888, er orðin sú dýrasta, sem um getur í sögu brezku lögreglunnar. 250 manns taka að staðaldri þátt í leitinni og hafa 195 þúsund manns verið spurðir spjörunum úr. Hinn kaldrifjaði morðingi hefur í síma hæðzt að lögreglunni fyrir slaka frammistöðu oftar en einu sinni. Burton leikur kynvilling Richard Burton fer nú með hlutverk kynvillings öðru sinni. Hinn heimsþekkti leikari Richard Burton mun á næstunni koma fram í hlutverki kynvillings á Broadway. Mótleikari hans verður Richard Harris sem að sjálfsögðu verður einnig í hlut- verki kynvillings. Trúlega á Burton auðveldara með að setja sig inn í hlutverkið en Harris því hann hefur einu sinni áður leikið kyn- villing í kvikmynd þar sem mótleikari hans var Rex Harrison. Leikritið fjallar um vandamál, sem kemur upp er sonur annars kynvillings- ins ætlar að gifta sig og þar kemur að hann verður að kynna unnustuna fyrir foreldrunum. Gífurlegt silfur finnst i Svíþjóð Fundizt hafa gífurlega miklar silfurnámur í Svíþjóð og er talið að þær séu hinar mestu i Evrópu. Það var sænska fyrirtækið Boliden sem fann silfurnámurnar og eru þær skammt frá Hedemora í Dölunum. Talið er að i námunum séu að minnsta kosti fimm milljónir rúm- lesta af silfurgrýti og taka muni um 25ára að vinnaþað. Þessum tíðindum hefur eðlilega verið fagnað mjög í Svíþjóð þar sem þjóðarbúskapurinn þykir ekki hafa gengið of vel upp á siðkastið og Svíar kvarta sáran undan verðbólgunni, sem í ár hefur slegið öll fyrri met og er nú rúm fimmtán prósent! Vantar því mikið upp á að Svíar séu þar hálf- drættingar á við íslendinga. Talið er að úr silfurnámum þeim sem nú hafa fundizt megi vinna 1000 tonn af hreinu silfri. Göran Petterson jarðfræðingur virðir hér fyrir sér silfurmola sem fundizt hefur i Svíþjóð. / Gaflinumv/Keflavíkurveg Guðmundur Ingólfsson, pv Guðmundur Steingrímsson, Viðar Alfreðsson, Gunnar Hrafnsson. vantar umboðsmann á Skagaströna frá nœstu mánaðamótum. Uppl. í síma 95-4791 eða á afgr., sími 91- 22078. BIAÐIÐJI UREVFHi Simi 8 55 22 Aliur akstur krefst ^ varkárni á undan okkur vlð aðstæður sem þessar Domus Medica — Egilsgötu 3 — Sími 18519 Miss Baron DIRTY LOOK rúskinnsstígvó/ með útsaumi. Hælahæð 8 cm, stærðir 35— 41. Litir: Biótt og vínrautt. Verð: 47.980.- CnðSB^F Póstsendum Baion samdœgurs. BIRTY LQQK

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.