Dagblaðið - 20.11.1980, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980.
13
N
Ameríku og því hefur efnahagsá-
stand i þessum löndum sjaldan riölast
tiltakanlega nema samfara styrjald-
arástandi.
Allt tal um „hliðarráðstafanir”
samfara myntbreytingu er út í hött,
enda hefur enginn þeirra, sem slíkar
ráðstafanir heimta, getað bent á
neinar slíkar. Og allir hafa þeir
forðast að nefna lögbindingu
kaupgjalds og verðlags, hvað þá að
þeir hafi nefnt fastagengisskráningu.
Hvernig geta
Danir haldið
stöðugu gengi?
Enginn getur borið á móti því, að i
Bretlandi og þá ekki síður i Dan-
mörku hafa verið miklir efnahags-
efiðleikar á síðustu áratugum. Lækk-
un sterlingspundsins og dönsku krón-
unnar er þó hverfandi miðað við þau
ósköp, sem dunið hafa yftr íslenzku
krónuna.
Árið 1950 t.d. var einn Banda-
ríkjadollar jafnvirði 6.00 d. kr. — í
dag, 30 árum síðar, er hlutfallið enn
tæpar 6.00 d. kr. gagnvart dollar!
Þegar islenzkir sérfræðingar í fjár-
málum eru spurðir um ástæðuna
fyrir þessu og um það, hvernig Danir
t.d. geti haldið sínu gengi í slíku jafn-
vægi vefst þessum sérfræðingum
tunga um tönn og enginn þeirra
hefur enn getað skýrt þessa staðreynd
fyrir þeim, er þetta ritar, eða birt um
það langhunda á borð við þá, er þeir
gera, þegar þeir réttlæta gengissig að
þrábeiðni þrýstihópa „undirstöðuat-
vinnuveganna”.
Sanhleikurinn er auðvitað sá, að
Danir hafa kappkostað að halda
gjaldmiðli sínum stöðugum, hvað
sem á hefur dunið, og hefur ýmislegt
yfir dunið í dönskum efnahagsmálum
á 30 ára ferli. Þeir vita sem er, að sé
gripið til þess óyndisúrræðis að
fella gengi dönsku krónunnar við
hvert áfall sem yfir dynur í þjóðar-
búskapnum, missir fólkið trú á gjald-
miðilinn og upplausn verður algjör í
atvinnu- og efnahagslífi. Danir geta
því, eins og aðrar þjóðir Vestur-
Evrópu, notað sinn gjaldmiðil hvar
sem er í heiminum.
Frakkar og Finnar, sem fóru þá
leið sem við ráðgerum nú í gjald-
miðilsbreytingum, gerðu engar sér-
stakar ráðstafanir í efnahagsmálum,
haldast vel á starfsfólki, þá er hið
eina erlenda félag, ísal, mjög ofar-
lega á vinsældalistanum hjá íslensku
verkafólki. Það er t.d. mjög algengt
að verkafólk sem hættir þar hættir
aðeins um stundarsakir, þ.e.a.s. fær
aðeins frí frá störfum með fyrirheiti
um að mega koma aftur. Þá er það
alkunn staðreynd að laun hjá álverk-
smiðjunni eru mun hærri en gengur
og gerist á hinum almenna vinnu-
markaði. Því hefur jafnvel heyrst
fieygt að laun væru þar enn hærri ef
ekki kæmi til andstaða ríkisvaldsins
og atvinnurekenda. Almennt séð má
fullyrða að álverksmiðjan kemur
mjög vel út úr umræðu meðal
þjóðarinnar, aðeins einn þáttur er
óvinsæll, en það er hið lága orkuverð
sem álverið greiðir, en sök í þvi efni
hlýtur að falla á íslenska stjórnmála-
menn en ekki hið erlenda félag.
Auglýst eftir
stóriðju
Hjörleifur sagði ennfremur: „En
ég er á móti þvi, sem sumir virðast
helst vilja, að við bara auglýsum okk-
ar orku til sölu með tilliti til þess eins
að údendingar ráði ferðinni.” Þarna
fullyrðir ráðherrannvitanlegaum of,
enda mun enginn sem talað eða ritað
hefur um stóriðju á íslandi hafa
reiknað með því að útlendingar réðu
ferðinni. Þetta er ósvífni og ósæmileg
fullyrðing hjá ráðherranum, en þó
vissulega í fullu samræmi við mál-
fiutning kommúnista.
Einræðishneigð kommúnista er
vissulega slík að þeir telja eðlilegt að
fáir kommissarar velji á bak við
tjöldin þjóðinni þá stóriðju sem þeim
hentar. Það er aftur á móti eðlis-
hneigð frjálshyggjumanna að bjóða
út, auglýsa, fá tilboð og velja síðan
„Þá er það alkunn staðreynd, að laun
hjá álverksmiðjunni eru mun hærri en
gengur og gerist á hinum almenna
vinnumarkaði,” segir greinarhöfund-
ur.
„Nýkrónan boðar þvl nýja siði I viðskiptaháttum, þegar til lengdar lætur ...”
aðrar en þær að treysta gjald-
miðilinn með stöðugrí gengis-
skráningu, auk þess sem þeir fram-
kvæmdu niðurskurð núllanna.
Gjaldmiðill þessara þjóða er líka enn-
þá sterkur á hinum alþjóðlega við-
skiptamarkaði. Enginn þarf þó að
halda, að Finnar og Frakkar eigi ekki
við sín innanlandsvandamál að
stríða. En gengið fella þeir ekki fyrir
þrábeiðni þrýstihópa.
Nýkrónan, nota-
leg nlðurstaða
Eftir langvarandi forystu
íslendinga í lífsgæðakapphlaupi, sem
hófst að lokinni seinni heims-
styrjöldinni, er nú svo komið, að við
erum orðnir langsíðust, en byrjuðum
fyrst og höfðum mikið forskot.
Viö urðum brautryðjendur í
viðarklæðningum og tvöföldu
rúðugleri. Aðrar þjóðir stóðu
orðlausar af undrun yfir velgengni
okkar, meðan þær voru að rétta úr
kútnum eftir heimsstyrjöldina, en
fóru hægt af stað í viðarklæðningar-
kapphlaupinu.
íslendingar settu á svið sjónleik
um „Húsbændur og hjú” og fengu
Færeyinga til að vera „downstairs”
hjá sér um tíma, á bátaflotanum,
meðan gjaldeyri var eytt látlaust. —
Færeyingar skutust síðan fram úr
íslendingum, svo til í sama mund og
þeir hættu að vera I húsmennsku hjá
þeim síðarnefndu.
Það er öllum ljóst, að gjald-
mlðillinn fslenzki I núverandi ástandi
er meinsemd I þjóðfélaginu. Ailt frá
því að sá er þetta ritar byrjaði að
koma þeirri hugmynd á framfæri, að
siðvæðing gjaldmiðilsins væri
nauðsyn, hefur sú hugmynd átt fylgi
að fagna hjá öllum almenningi.
Greinar undirritaðs hafa þó ekki átt
miklu fylgi að fagna hjá stjórnmála-
mönnum að þvi er gjaldmiðils-
breytinguna áhrærir, og það er ekki
fyrr en á allra síðustu misserum, að
hugmyndinni um siðvæðingu gjaid-
miðilsins hefur skotið upp á Alþingi.
Og enn er viðbúið, að sér-
fræöingar í íslenzkum fjármálaheimi
telji, að miklar og róttækar aðgerðir
þurfi til, svo að myntbreytingin komi
að gagni, og reyni jafnvel að tefja
framkvæmd breytingarinnar á
síðustu stundu!
Auðvitað má með fullri sanngirni
segja, að lögbinding kaupgjalds og
verðlags, ásamt því að binda gengis-
skráningu fasta, séu róttækar
aðgerðir. En því miður eru það ekki
þessar aðgerðir, sem stjórnmálamenn
eiga við, þegar þeir tala um „hliðar-
ráðstafanir”. Þeir meina eitthvað allt
annað, sem þeir hafa ekki getað út-
skýrt fyrir almenningi.
Lögbinding kaupgjalds og
verðlags og íhaldssemi i gengismálum
eru engu að síður forsenda fyrir því,
að gjaldmiðilsbreytingin sé lausn til
langframa. Gjaldmiðilsbreytingin er
þó góðra gjalda verð, ein út af fyrir
sig, og mun auka trú manna á gjald-
rniðli sinum og leiða til þess, að
íslendingar verði ekki, um sinn
a.m.k. ölmusumenn á alþjóðlegum
svartamarkaði með erlendan gjald-
eyri.
Nýkrónan boðar þvi nýja siði í
viðskiptaháttum, þegar til lengdar
lætur, og okkur er ekkert vandara en
öðrum þjóðum, sem búa til verð-
miklar mynteiningar, að fást við
hinar smáu einingar í bókhaldi,
tölvuvinnslu og hvers konar
viðskiptalegum tilfærslum öðrum.
— Nýkrónan er þegar á allt er litið
notaleg niðurstaða, sem stjórnmála-
mönnum þeim er með völdin fara ber
að nýta til hins ýtrasta.
Geir R. Andersen.
það besta. Þannig ætti að sjálfsögðu
að fara að í stóriðjumálum. Við
eigum að auglýsa eftir stóriðju um
allan heim og síðan á að ræða til-
boðin i eldhúsum, á vinnustöðum, í
dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi, á
Alþingi, í ríkisstjórn og loks eftir
þessa almennu umræðu í þjóðfélag-
inu á að velja það stóriöjufyrirtæki
sem best fellur að þörfum og hags-
munum fólksins.
Það er vissulega tímabært að vinna
að því að koma upp fjölþættari stór-
iðju á Íslandi og þó ekki væri auglýst
eftir henni þá ætti iðnaðarráðherra
að sjá sóma sinn i því að kynna þjóð-
inni þá möguleika sem þegar bjóðast.
Það er lýðræðislegt að þjóðin fái
tækifæri til þess að ræða valkostina
áður en ákvörðun er tekin en það er
bara trúlega of langt til kosninga til
þess að iðnaöarráðherrann telji
ástæðu til þess að ræða við kjósend-
ur.
Austfjarðagrínið
Um hugsanlegan orkufrekan iðnað
á Austfjörðum sagði ráðherrann, að
til greina gæti komið að nýta eitthvað
af orkunni (Fljótdalsvirkjun) til
islensks fyrirtækis, sem þá félli að
eðlilegri uppbyggingu og mannlífi í
fjórðungnum. Svona þvælu verður
annaðhvort að gráta yfir eöa hlæja
að. Þar sem Austfirðingar eru menn
gamansamir en ekki grátgjarnir, þá
geri ég ráð fyrir að þessi orð ráðherr-
ans verði aðeins hlátursefni á Aust-
fjörðum.
Við skulum aðeins athuga, hvernig
fyrirtæki það yrði sem „félli að eðli-
legri uppbyggingu og mannlífi í
fjórðungnum”. Hin eðlilega þróun á
Austfjörðum hefur verið sú, að fólki
hefur fækkað i sveitunum en á þétt-
býlisstöðunum hefur fjölgað smám
saman. Fjölgunin hefur verið frá
nokkrum einstaklingum upp í nokkra
tugi á ári. Eðlileg þróun væri þá ein-
hvers staðar mitt á milli þess að
byggð fari í eyði eða að henni bættust
nokkrir tugir íbúa, m.ö.o. eðlileg
þróun væri þá t.d. sú að 20 til 30
manns bættust við tiltekið byggðar-
lag.
Austfirski þingmaðurinn, iðnaðar-
ráðherrann Hjörleifur Guttormsson,
hugsar sér þannig að í tengslum við
Fljótsdalsvirkjun verði stofnað til
orkufreks iðnaöar á Austfjörðum,
sem veiti svona um það bil 10 manns
atvinnu. (10 manns myndu væntan-
lega fylgja fjölskyldur samtals 25 til
30 manns.).
Það er sjálfsagt langt síðan svona
„stórhuga” þingmaður sat í stóli iðn-
aðarráðherra, og nú er þess eins að
vænta að Austfirðingar safni undir-
skriftum eða semji bænarskjal þess
efnis, að ráðherrann víki úr stólnum
fyrir stórhuga manni.
Kristinn Snæland.
^ „Við eigum að auglýsa eftir stóriðju um
allan heim, og síðan á að ræða tilboðin í
eldhúsum, á vinnustöðum, í dagblöðum, út-
varpi og sjónvarpi, á Alþingi, í ríkisstjórn, og
loks eftir þessa almennu umræðu í þjóðfélag-
inu á að velja það stóriðjufyrirtæki, sem best
fellur að þörfum og hagsmunum fólksins.”