Dagblaðið - 20.11.1980, Page 18

Dagblaðið - 20.11.1980, Page 18
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980. Veðrið Gert er ráð fyrir tökiverðri austan og norðaustan átt viðast hvar um landið. Hvasst verður á Vestfjörðum og á Norðausturiandi, annars staöar verður vindur hœgari. SJydda eða snjókoma verður um mikinn hluta landsins en Iftil úrkoma þó á Suð- vestur- og Vesturiandi. Kkikkan 6 (morgun var norðaustan 3, abkýjað og 3 stig í Reykjavit, aust- suðaustan 4, skýjað og við frostmark á Gufuskákim, austan 3, aiskýjað og 1 stigs hiti á Galtarvita, austan 2, skýjað og — 1 á Akureyrí, austan 5, snjóál og við frostmark á Raufarhöfn, austan 5, alskýjað og við frostmark á Dalatanga, austnoröaustan 8, snjó- koma og — 1 á Höfn, austan 9, al- skýjað og 4 stig á Stórhöföa. í Þórshöfn var rigning og 4 stig, al- skýjað og 4 stig ( Kaupmannahöfn, snjókoma og —5 (OskJ, skýjað og —5 ( Stokkhólmi, skýjað og 12 stig í London, (áttskýjað og 10 stig ( Par(s, þokumóða og 1 stig ( Madríd, þoka og 11 stig ( Lissabon og skýjað og 3 stig (New York. Andlát Ragnar Jónsson forlagsstjóri, sem lézt I2. nóvember sl., fæddist 4. ágúst I92l í Gróðrarstöðinni við Laufásveg. For- eldrar hans voru Aðalheiður Ólafsdótt- ir og Jón ívarsson. Ragnar stundaði al- nienn verkamannastörf þar til árið 1941 þegar hann hóf störf hjá ísa- foldarprentsmiðju og var hann síðustu árin forstöðumaður bókaforlags ísa- foldar. Árið 1950 kvæntist Ragnar Magnúsínu Bjarnadóttur. Eignuðust þau tvær dætur. Inglbjörg Guflmundsdóttir, Svina- vatni, sem lézt 25. október sl., fæddist 26. október 1895 að Galtarholti í Skil- mannahreppi. Foreldrar hennar voru Ása Þorkelsdóttir og Guðmundur Jónsson. Ingibjörg starfaði m.a. um skeið á Vífilsstaðahæli, einnig vann hún eitt ár á veitingahúsi á Akranesi. Árið 1934 giftist Ingibjörg Ingileifi Jónssyni. Eignuðust þau einn son. Gunnar Sigurjónsson guðfræðingur lézt að heimili sínu, Þórsgötu 4, mið- vikudaginn 19. nóvember. Brynhildur Vagnsdóttir frá Látrum i Aðalvík, til heimilis að Álftamýri 34, lézt 17. nóvember. Jóhanna Bjarnadóttir, Búðum Sléttu- hreppi, verður jarðsett föstudaginn 21. nóvemberkl. 15 frá Fossvogskirkju. Jón Óskar Jensson, Garðsvík, sem lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 16. nóv., verður jarðsunginn frá Sval- barðsstrandarkirkju laugardaginn 22. nóvember kl. 14. Jóhanna Steinþórsdóttir, sem lézt 15. nóvember, verður jarðsungin frá Hafn- arfjarðarkirkju föstudaginn 21. nóv. kl. 10.30. Árni Jón Einarsson frá Flatey, Breiða- firði, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 21. nóvember kl. 10.30. éÉm Futtdir Kvenfélag Kópavogs Fundur verður haldinn i Félagsheimili Kópavogs fimmiudaginn 20. nóvembcr kl. 20.30. Mjólkursam salan kynnir hvað hægt er að gera góða rétti úr mjólk inniokkar. Komiðogsmakkiö. Akureyringar Kvöldverðarfundur meö Halldóri Blöndal vcrður i, litla salnum í Sjálfstæðshúsinu. í kvöld. fimmtudaginn 20. nóv. kl. 7. Gengiö inn aöaldyramegin. Fjölmennið. Allir velkomnir. Aðalfundir Þroskaþjálfar Framhaldsaöalfundur vcrður haldinn fimmtudaginn 20. nðvcmber kl. 20 i husi BSRB að Grctlisgötu 89 Rcykjavik. Efni fundarins: I. Kosning formanns og ritara. 2. Kvikmynd um ný viðhorf til vangcfinna í Sviþjóð. 3. Fulltrúi frá Kópavogshæli mætir og kynnir starfsem ina. Kaffivcitingar. Iþróttir Islandsmótið í körfuknattleik Fimmtudagur 20. nóvcmbcr. íþróttahús Kcnnaraháskólans ÍS-Ármann úrvalsdeild kl. 20.00. íslandsmótið í handknattleik Fimmtudagur 20. nóvcmbcr. Laugardalshöll KR-Vikingur I. dcild karla kl. 20.00. Ármann-þróttur 2. dcild kvcnna B kl. 21.15. Fylkir-FH I. fl. karla A kl. 22.15. Bazarar Fjáröflunarnefnd Laugarnessóknar Jólakökubasar verður i fundarsal kirkjunnar laugar daginn 22. nóvember kl. 14.00. Konur scm vilja hjálpa til eru beðnar að koma mcð kökur milli kl. 11 og 12 á laugardag. Spilakvöld Frá Félagi Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík Munið spila- og skemmlikvöldið laugardaginn 22. nóvcmber í Domus Mcdica kl. 20.30 stundvislcga. Fjölmcnnið. Ferðalög Útivistarferðir Föstudag. 21.11. 1980, kl. 20.00 Helgarferö í Þórsmörk á fullu tungli. Þrihclgar Maríumessa. Fararstjóri: Jón I. Bjarnason. Upplýsingar og farseðlar á skrifstofunni. Lækjargötu ó.sími 14606. Árshátíðir Árshátíð Samtaka Svarfdælinga vcrður haldin í Félagsheimili Fóstbræðra v/Lang holtsveg laugardaginn 22. nóvember kl. 19. Miðapantanir hjá Þuriöi i sima 21474. Mætum öll. Skcmmtinefndin. Tilkynningar Foreldraráðgjöfin (Barnaverndarráð Islands) Sálfræðileg ráðgjöf fyrir foreldra og börn. — Upplýsingar i sima 11795. Hótel Borg Hljómsveitin Þeyr trcður i fyrsta sinn upp á Hótcl Borg i kvöld frá kl. 21.00—1.00. Hljómsveitin hcfur starfað í tvö ár. en kcmur nú i fyrsta sinn frant opinberlega. „FJOLMIÐLALYKT” I. „Fjölmiðlalykt,” sagði Hörður Ágústsson að verið hefði af um- fjöllun um þá ákvörðun listráðs Listasafns rikisins að hafna mál- verkagjöf Sigurliða heitins Kristjáns- sonar og Helgu konu hans. Hörður kom fram í Vöku í sjónvarpinu í gær- kvöldi og gerði grein fyrir ástæðum þess að verkunum var hafnað. Fram að því hafði mér vitanlega enginn listráðsmanna opnað munninn og gert fyrir opnum tjöldum grein fyrir sjónarmiði Lista- safnsins. Er því nema vona að ,,fjöl- miðlalykt” hafi verið af máli, sem þjóðin átti ekki að fá að vita neitt um. „Mafiulykt” gætum við fjölmiðlamenn sagt. Formaður listráðsins, dr. Selma Jónsdóttir, var eins og fyrri daginn þögul sem gröfin, er hún var innt eftir skýringum á málinu. Hún Iofaði yfirlýsingu í sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins. Ég hef enn ekki séð þá yfirlýsingu. Þaö kann að vera að listráði Lista- safns rikisins finnist það ekki koma alþjóð við þegar á sjöunda hundrað málverka gjöf er hafnað. En slíkt spyrst. Væri þá ekki skynsamlegra að gefa skýringar á málinu i stað þess að sitja eins og lítil eiðsvarin frimúrara- klíka og þegja þunnu hljóði. Þegar slikt gerist hlýtur almenningur að spyrja, hvort ekki sé eitthvað grugg- ugt við slíkar ákvarðanir, eitthvað sem ekki megi koma fram í dags- Ijósið. Svo tala þessir guðjónar um „fjölmiðlalykt”! II. Fram til dagsins í gær var ég alltaf dauðhræddur við að setjast fyrir framan svarthvitan sjónvarpsskjáinn vitandi það að daginn eftir ætti ég að skrifa nokkurra sentimetra úttekt á efninu. Ég horfi nefnilega helzt ekki á sjónvarp nema tilneyddur. Ástæðan er sú að ég tel alls kyns framhaldsefni tröllriða svo dag- skránni að þar sem ég sé yfirleitt búinn að missa af 15—25 fyrstu þátt- unum viti ég hvorki haus né sporð á þvi sem er að gerast. Ég tók því dagskrá vikunnar, frá mánudegi til sunnudags og taldi saman allt framhaldsefnið, föstu liðina og annað efni. (Ég veit, kæru lesendur, að vikan byrjar á sunnud. og endar á laugardegi, svo að þið þurfið ekki að senda inn nein lesendabréf vegna fáfræði minnar ). Mér til mikillar undrunar og gleði komst ég að raun um að framhalds- myndir og annað efni fengu svotil jafnmikið rúm í dagskránni. Aðeins skeikaði mínútu. Fastir liðir voru að vonum langfyrirferðarmestir með fréttir sinar, auglýsingar, íþróttir og margt fleira. Ég og aðrir anti-sjónvarpsistar geta því setzt ókvíðnir niður næst er við höfum bókstaflega ekkert að gera annað en að glápa á sjónvarp. Það er ekki víst að öll dagskráin sé þannig að við höfum tapað þræðinum fyrir tíu til fimmtán vikum. ’ -ÁT- Hvað er Baháí-trúin? Opiö hús ú'Óðinsgötu 20 öll fimmludagskvölú frá kl. 20.30. Allir velkomnir. I kvöld. 20. nóvcmhcr. vcróur fjallaöum hjónaband og barnauppeldi. Hraðskákmót KR fer fram i Félagsheimilinu við Frostaskjól i kvöld. fimmtudaginn 27. nóv. 1980 kl. 20.00. KR ingar fjölmenntió og lakið með ykkur töfl. Nýr dansskóli í haust hóf nýr dansskóli. Dansstúdió. göngu sina og sérhæfir hann sig i nútímajassballett. Yfirfylltusl öll námskcið. bæði i Reykjavik og i Kcflavik. á örfáum dögum. Dansstúdióið hefur nú fcngið til liðs viðsig nafntog aðan Bandarikjamann. Gary Kosuda. en hann hcfur að baki langt nám og reynslu á sviöi samkvæmis dansa. cn þó cinkum svokallaðra diskópardansa. Slikan dans hefur hann kcnnt viöa um Bandaríkin siðustú árin og raunar einmg i Kaupmannahöfn, þar sem hann kenndi m.a. danskcnnuruni diskópardansa o.fl. Gary Kosuda hefur bæði lært og kennt hjá hinum viðurkenndu dansskólum Arthur Murray og Frcd Astaire. cn báðir skólarnir njóta mikillar virðingar um allan heim. Gary Kosuda mun dvcljast á lslandi fram til jóla og kennir hann á vegum Dansstúdiós bæði diskópardans og einstaklingsdiskódans (freesfylc). Námskciöin hefjast strax i þcssari viku og er hvert þeirraalls 10 kennslustundir. Jóladagatöl Lionsklúbbsins Freys Þessa dagana cr að hefjast hin árlega sala á jóla-1 dagatölum 9em Lionsklúbburinn Freyr flytur inn frá; Vestur-Þýzkalandi. Á bak við hvern dag dcsembcr | mánaðar. sem opnaður cr. er súkkulaðimoli og siðan mynd á bak við hann. Jóladagatölin hafa veriðseld i 9 ár og njóta sivaxandi vinsælda. Freysfélagar annast sjálfir söluna í Reykjavik nicð þvi aö ganga i hús og standa viö verslanir. en auk þcss má kaupa jóladagatölin á eftirtöldum stöðum: S.S. Austurveri. B.B. byggingarvörur. Blómaskála | Friðfinns. Brauðskálanum Langholtsvegi. Gleraugna verzlun Ingólfs Gislasonar. Gunnari Ásgeirssyni hf.. Hagabúðinni. Hamborg. Hafnarsu-æti og Klapparstig. Happdrætti Háskólans Tjarnargötu. Heimilis tækjum Hafnarstræti og Sætúni. Heklu hf. Lauga vegi. Herragarðinum. Hliðorbakarii. Ingþór Harakls syni hf. Ármúla, Lýsingu Laugavegi. Málaranum. Tiskuskcmniunni Laugavegi 34. Verzluninni Voga ver. Erni og örlygi Siðumúla 11. Ragnarsbúð Fálka götu 2, Ingólfsbúö Vesturgötu 29. Blómabúðinni. Vor Austurveri. Kjötmiðstöðinni og Krónunni Mávahliö. Lionsklúbburinn Freyr þakkar stuðninginn og óskar velunnurum sinum gleöilegra jóla og farsæls komundi árs. Innritun fer frani i dag og næstu daga i sima 78470 frá kl. 10—3 og er þeim sem áhuga hafa á nám- skeiðum Gary Kosuda bent á að láta innrita sig sem fyrst. óhjákvæmilegt er aö takmarka nemcndafjöld ann. Frá Listasafni íslands Listasafn Islands hefur undanfarin 18 ár látið gera eftirprentanir af verkum islenzkra myndlistarmanna. Nú eru' nýkomin út 4 litprentuð kort af eftirtöldum verkum: Skógarhöllin. máluð 1918. eftir Jóhannes S. Kjarval. Blanda og Langadalsfjall. málað 1928 eflir Snorra Arinbjarnar. Stuðlaberg. málað 1949. eftir Svavar Guðnason. og Mynd. máluð 1976. eftir Gunnar örn Gunnarsson. Litprcnlanirnar eru limdar á tvöfaldan karton. 16 x 22 cm, og fylgir umslag. Kortin eru öll prentuð i Grafik hL.ogeru þau rnjög vönduðaðallri gerð. Athygli skal vakin á þvi að hér cr um lilvalin jóla kort að ræða. Áður hefur Listasafn islands gefið út 44 litprentuð kort i sömu stærð af verkum margra nierkustu lista manna þjóðarinnar. ogeru þau öll fáanleg i safninu. Þessi kortaúlgáfa er þáttur i kynningu safnsins á is- lcnzkri myndlist. Krabbameinsfélagi íslands berst höfðingleg gjöf Nýlega barst Krabbameinsfélagi íslands höfðingleg gjöf að fjárhæð 100 þúsund krónur frá systkinunum Áslaugu og Torfa Ásgeirssyni i tilefni af því að lOOár eru liðin frá fæðingu móður þeirra. Önnu Lovisu Ásmundsdóttur. 2. nóvember 1980. í gjafabréfi segir m.a. að Anna heitin hafi látizt úr þeim sjúkdómi sem félagið berst svo ötullega gegn. Einnig er þess getið að Anna. ásamt Guðmundi heitnum Finnbogasyni þ.v. landsbókaverði. hafi byggt húsið að Suðurgötu 22. þar scm Krabbameinsfélagið hefur nú aðsetur. Félagið er að sjálfsögðu afar þakklátt fyrir þessa góðu og höfðinglegu gjöf. Varamaður Markúsar tók ekki til máls Markús Á. Einarsson, bæjarfulltrúi i Hafnarfirði, hefur bent DB á að rangt sé að varamaður hans, sem mætti á bæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld er rætt var um Lýsi og mjöl, hafi tekið til máls. Sjálfur var Markús bundinn á þing- fundi sem afgreiddi mál Flugleiða. Markús sagði að búizt hefði verið við því í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að önnur umræða yrði um Lýsi og mjöl og hefði varamaður hans greitt atkvæði með því. Við síðari umræðuna má svo búast við að Hafnfirðingar fái að heyra álit Markúsar á vandamálunum. - A.St. ískyggilegt ástand í umferðarmálum vesturbæjar Aðalfundur foreldrafélags Vesturbæjarskóla, haldinn 4.11. 1980, lýsir yfir áhyggjum sinum vegna þess iskyggilega ástands er rikir i umferðarmálum hverfis- ins. ^ Bendir fundurinn á að mikilT3g hröð gegnumum ferð liggur þvert á skólaleiðir fjölda barna i hvcrfinu og skapar stöðuga ögrun við lif og heilsu nemenda skólans. Skorar fundurinn á borgaryfirvöld að gera gangskör að þvi aö lakmarka umferð um hverfið og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að draga úr öku hraða þeirra sem um hverfiðaka. Væntir fundurinn þess að þessari málaleitan vcrði vel tekið og komi til framkvæmda þegar á þessu hausti. Frumsýning færist til Vegna mikillar aðsóknar í Þjóðleikhúsinu að undan- förnu hefur orðið að færa til sýningar, þannig m.a. að frumsýning á Nótt og degi eftir Tom Stoppard verður föstudaginn 28. nóvember. Aðsókn að Smalastúlkunni og útlögunum hefur verið góð i allt haust og Snjór hefur sótt sig mjög upp á siökastið, en fáar sýningar eru nú eftir á þessu nýjasta leikritt Kjartans Ragnarssonar. Hætta varð sýningum á leikriti Jökuls Jakobssonar I öruggri borg fyrir fullu húsi, þrátt fyrir fjölda auka- sýninga og er sýnt að reyna verður að koma á sýningum siðar og þá væntanlega með breyltri hlut verkaskipan. Þorsteinn Gunnarsson hverfur nú að störfum fyrir Leikfélag Reykjavíkuren hann hefur nú i haust leikiðsitt gamla hlutverk með góðfúslegu leyfi Leikfélagsins. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Nr. 221 — 18. nóvember 1980 Ferðamanna- gjaldeyrir Einingkl. 12.00 .-Kaup Saia Sala 1 Bondarfkjodolar 571.70 573.10 630.41 1 Storlingspund 1369.50 1372.90 1510.19 1 KanadadoMar 481.40 482.60 530.86 100 Danskar krónur 9655.85 9679.55 10647.51 100 Norskar krónut 11380.50 11408.40 12549.24 100 Sœnskar krónur 13249.15 13281.55 14609.71 100 Hnnsk mörk 15098.35 15135.35 16648.89 100 Franskir frankar 12796.90 12828.20 14111.02 100 Belg. frankar 1844.80 1849.30 2034.23 100 Svlssn. frankar 33036.70 33117.60 36429.36 100 GyUini 27343.60 27410.60 30151.66 100 V.-þýzk mörk 29677.90 29750.60 32725.66 100 Lirur 62.53 62.69 68.96 100 Austurr. Sch. 4179.10 4189.30 4608.23 100 Escudos 1099.40 1102.10 1212.31 100 Pesetar 744.50 748.30 820.93 100 Yen 267.81 268.46 295.31 1 irskt pund 1107.50 1110.20 1221.22 1 Sérstök dréttarréttindi 729.53 731.19 * Breyting frá s(ðustu skróningu. Simsvari vegna gengisskréningar 22190.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.