Dagblaðið - 20.11.1980, Síða 28
frjálst, úháð dagblað
FIMMTUDAGUR 20. NÓV. 1980.
Svíar krefj-
ast lækkunar
á verði fyrir
saltsíld
Sænskir síldarkaupendur eru nú
mjög gramir fslendingum fyrir að hafa
leyft siglingar með ísaða síld til Dan-
merkur eftir að þeir höfðu gert bind-
andi samninga um kaup á miiclu magni
af saltsíld frá íslandi. Vegna þessa lága
verðs sem Danir fá sUdina á úr íslenzku
bátunum óttast Svíar að hægt sé að
framleiða saltsUd í Danmörku á mun
lægra verði en þeir hafa samið um kaup
á frá íslandi. Hefur DB frétt að Svíar
krefjist lækkunar á því verði sem samið
hefur verið um.
íslenzkir síldveiðibátar hafa sem
kunnugt er verið að selja síld í Dan-
mörku síðustu dagana en fengið mun
lægra verð en vonazt var eftir. Óttast
sænskir sUdarkaupendur því um sinn
hag nú þegar ódýr síld frá íslandi
kemur allt í einu á markað. Telja Svíar
að íslendingar hafi með þessu komið
aftan að þeim.
Vegna þessa máls hafði DB samand
við Gunnar Flóvenz framkvæmda-
stjóra hjá Sildarútvegsnefnd. Gunnar
sagðist ekkert geta sagt um þetta mál á
þessu stigi. Hins vegar neitaði hann því
ekki að þetta væri rétt. -KMU
Samið við blaðamenn
á elleftu stundu
— verkfalli á þremur dagblöðum f restað f ram yfir félagsf und í dag
Vísitölu-
brauðin
hækka
Ðakarameistarar hafa auglýst nýtt
verð á visitölubrauðum án heimildar
stjórnvalia. Nýja verðið á að taka
gildi næstkomandi mánudag og er
hækkunin á bilinu 20—31 %.
Franskbrauð hækka t.d. úr 300
krónum í 366 krónur, normalbrauð
úr 263 krónum í 321 krónu, malt-
brauð úr 280 krónum í 364 krónur og
seydd rúgbrauð úr 314 krónum í 412
krónur. - GE
Samkomulag í kjaradeilu blaða-
manna og útgefenda tókst laust fyrir
hádegi i gær eftir að sáttanefnd hafði
gripið inn í. Þá skömmu áður hafði
legið við að upp úr slitnaði.
Samkomulagið hljóðar upp á
11,06% meðaltalshækkun launa frá
og með undirskrift samningsins.
Samkomulag náðist einnig um
greiðslu fyrir bifreiðaafnot, leigu á
ljósmyndatækjum, greiðslu auka-
vinnu fyrsta hálfa mánuð veikinda-l
fqrfalla og kaupgreiðslur meðan;
blaðamenn sækja endurmenntunar-
námskeið á Norðurlöndunum, 50—
85 daga á ári, eftir þvi hvort íslenzkur
blaðamaður sækir 3 mánaða
námskeið Norræna blaðamanna-
skólans ÍÁrósum.
Blaðamannafélag fslands hafði
boðað verkfall á þremur dag-
blaðanna, DB, Morgunblaðinu og
Vísi, frá og með miðnætti]
síðástliðnu. Verkfallinu hefur nú
verið frestað og verður tekin afstaða
til þess á félagsfundi í Bf í dag hvort
því verður aflýst, um leið og greidd
verða atkvæði um samningana.
Fundurinn verður haldinn á Hótel
Heklukl. 15.00.
Þegar DB fór í prentun í gær-
morgun var staðan í samninga-
viðræðunum slæm og leit út fyrir að
upp úr væri að slitna. Skömmu síðar
kom sáttanefndin inn í. Því var það,i
að i um það bil helmingi upplags DB í
gær sagði frá tregðu í gangi
samningaviðræðna, en í síðari
helmingi upplagsins var sagt frá því
að samkomulag hefði tekizt.
-ÓV.
Nýlögumlaun
þingmanna hagstæð
ríkisstarfsmönnum:
Fá þingfarar
kaup ofan
á helming
fyrri launa
Á tíu dögum hafa alþingismenn nú
afgreitt sem lög frá Alþingi frumvarp
um að Kjaradómur ákveði laun þeirra,
svo og aukagreiðslur vegna húsnæðis,
ferðalaga, símagjalda o. fl. Var hraði
afgreiðslunnar svo mikill að Matthías
Á. Mathiesen sem boðaði veikindafor-
föll í gær fékk ekki að mæla með
minnihlutaáliti sinu sem hann gekk frá
f fjárhags- og viðskiptanefnd.
f frumvarpinu sem nú er orðið að
lögum er m.a. ákvæði um að ríkis-
starfsmenn sem til þingstarfa eru
kvaddir haldi allt að 50% af fyrri
launum sínum. Nokkrum þingmönnum
blöskraði þetta þó þeir létu kyrrt
liggja.
Sérálit Matthíasar Mathiesen var á
þá leið að ákvörðun launa þingmanna
skyldi ekki falin Kjaradómi, heldur
skyldu þingmenn ákveða laun sín
sjálfir. Undir þetta tóku Albert Guð-
mundsson, Karvel Pálmason og Pétur
Sigurðsson. Töldu þeir Alþingi mis-
boðið með breytingunni.
-A.St.
Grjóthnulí-
ungarflugu
innum
glugga
K&ri Jónasson formaður
þvi að taka i nefið.
og Páll 'Magnússon á Visi hressa andann með|
! DB-my nd Ragnar Th.
Þau mistök urðu við sprengingu í
grunni Heilsugæzlustöðvarinnar í
Stykkishólmi að grjótflug lenti á húsi
skelvinnslu frystihússins. Sprengt var
um kl. fimm í gær og voru þá 6
menn í húsinu. 5—7 kílógramma
hnullungar flugu inn í verkstjóraher-
bergið og kaffistofuna og var mesta
mildi að enginn slasaðist af þeirra
völdum. Fólk var nýfarið út úr
húsinu eftir kaffidrykkju.
-DS/ÓHT, Stykkishóimi.
Einar Magnússon verkstjóri i kaffi-
stofunni. Fimm kilóa hnullungur
flaug inn um gluggann, i vegginn á
móti og sfðan á gólfið. Sést hann við
fætur Einars og gatið i glugganum
eftir hann. DB-mynd ÓHT.;
Vatnsvirki hefur enn ekki fengið undanþágu frá verkfallinu við Hrauneyjafoss:
Reyndu verkfalls-
brot i tvígang
samninga■
fundur
boðaður
ídag
Samningamál " verkalýðsfél
aganna á Tungnaársvæðinu eru
enn í hnút en kl. 14 í dag er boðaður
samningafundur að nýju hjá ríkis-
sáttasemjara. Frekast strandar ál
ágreiningi um gildistíma nýs kjara-
samnings. Samningamenn verkalýðs-
félaganna halda fast við þá kröfu aði
samningurinn taki gildi frá 27.
október en atvinnurekendur vilja að|
hann gildi fráundirskriftardegi.
Verktakafyrirtækið Vatnsvirkil
sótti um undanþágu frá verkbanni|
og verkfalli við Hrauneyjafoss.
Vinnuveitendasambandið heimilaði
undanþágu frá verkbanni en verka-
lýðsfélögin settu sem skilyrði fyrir
undanþágu frá verkfalli að Vatns-
virki lofaði að greiða umsamda
kauphækkun frá 27. október. Yfir-
lýsing þar að lútandi er enn ekki
komin frá verktakanumogundanþága
frá verkfalli því ekki verið afgreidd.
Vatnsvirkismenn töldu sig þó hafa
fengið undanþáguna og reyndu verk-
fallsbrot við Hrauneyjafoss í gær og
fyrradag. Á miðvikudaginn gengu
eigendur fyrirtækisins og smiðir í
störf verkamanna og fluttu krana til
og í gær var gengið i störf starfs-
stúlkna í mötuneyti Vatnsvirkis. í,
bæði skiptin voru verkfaílsbrotin
stöðvuð af fulltrúum verkalýðs-
féalganna á staðnum.
Vatnsvirki mun standa verr að
vigi en önnur verktakafyrirtæki við
Hrauneyjafoss. Vatnsvirki á að skila
verki í desember og stendur tæpt að
það takist, sérstaklega eftir að vinna
lagðist þar niður vegna verkfalls og
verkbanns.
-ARH.
LUKKUDAGAR:'
|20. NÓVEMBER 178641
jKodak Ektra 12 myndavél
Vinningshafar hringíj
ísíma 33622.
sem meta
fagra muni /3
JEItH-
KMSTALL
Laugavegi 15. Reykjavík
sími 14320