Dagblaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 1
V
6. ÁRG. — MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1980 — 272. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTIII.—AÐALSÍMI 27022.
Ef verksmiðja Lýsis ogmjöls íHafnarfirði verður flutt:
Tæki verksmiðjunn-
ar eru haugamatur
—að undanskildum þremur—fjórum þeim nýjustu
„Ef á að flytja verksmiðjuna eins
og hugmyndir eru uppi um verða
aðeins þrjú-fjögur nýjustu tækin úr
úr henni flutt, afgangurinn er hauga-
matur. Ný verksmiðja með 400—500
tonna vinnslugetu á sólarhring
kostar 4—5 milijarða króna,” sagði
Stefán Örn Stefánsson vélaverk-
fræðingur og ráðgjafi verksmiðju
Lýsis og mjöls á almennum borgara-
fundi í Hafnarfirði um hin umdeildu
mengunarmál verksmiðjunnar í gær.
Blaðamaður DB fylgdist með
umræðum sem stóðu í fjórar
klukkustundir. Var deilt af hörku á
köflum. Helzti gagnrýnandi Lýsis og
mjöls var Eyjólfur Sæmundsson
efnaverkfræðingur frá Alþýðu-
flokknum, og öryggismálastjóri, en
verksmiðjuna vörðu m.a. Stefán
Jónsson stjórnarformaður og Páll
Árnason verksmiðjustjóri.
„íbúar í Hafnarfirði hafa um
margra ára skeið gert skýlausa kröfu
um að ráðizt verði gegn mengun frá
Lýsi og mjöl, en forráðamenn verk-
smiðjunnar tóku dræmt I það, líkt og
aðrir ráðamenn slíkra verksmiðja á
landinu,” sagði Eyjólfur. Og Gísli
Jónsson prófessor tók í sama streng:
„Myndum við sætta okkur við
svona verksmiðju við Strandgötuna?
Hefur fyrirtækið boðizt til.að bæta
íbúunum tjón sem þeir hafa orðið
fyrir?
Verksmiðjan á ekki heima í
bænum. Það er kjarni málsins.”
-ARH,
Sjá nánar á bls. 5.
Komin heim eftir heimsreisu
Hnattfarar Daftblaðsins. þau Guðmundur Jóhannsson og Mannca Jónsdóttir. komu til landsins í gœr eftir nœr mánaðar-
útilegu. Þeim var umsvifalaust boðið aó mœta sem heiðursgestir á Útsýnarkvöldið sem haldið var í nœrkvöld. Ingólfur
Guðbrandsson forstjóri útsýnar kallaði þau hjón upp á svið og gestir föRnuðu þeim ákaft. Ánæ/Jan með einstaklega vel
heppnaða ferð skein ár andlitum þeirra og greinilept var að allt hafðifarið eins op hezt varð á kosið.
DS/DB-myndir Sinurður Þorri.
Stórfelld
skemmdar-
verká
flugvélum
íflugskýli
— Alvarlegast að
slökkvivökva var
sprautað á vélar
utan sem innan
Þrír ungir menn voru staðnir að
skemmdarverkum i flugskýli á
Reykjavíkurflugvelli um kvöldmatar-
leytið á laugardaginn. Voru þeir
handteknir en hinn fjórði hljóp á
brott. Unnu þessir peyjar stórfelld
skemmdarverk á nokkrum flug-
vélum, aðallega má þó telja þrjár eða
fjórar vélar illa leiknar. Einnig
sprautaðu þeir slökkvivökva út um
allt, utan á vélar og innan i þeim. Er
ókannað hve miklar skemmdir kunna
af því að leiða, en taiið er alvarlegt ef
slökkvivökinn kemst í leiðslur og á
vélar.
Piltarnir þrír sem handtcknir voru
viðurkenndu brot sin en könnun á
skemmdunum er engan veginn lokið.
Rifu þeir alls kyns dót úr flugvélum í
skýlinu og léku sumar iila.
Slökkvivökvinn sem sprautað var
um alll skýlið er þó alvarlegastur og
tekur tíma að kanna skemmdir hans
vegna. Er talið að alls hafi piltarnir
sprautað 12 kg af slökkvivökva út í
loftið, en það er mikið magn.
-A.St.
Gagnrýni á Nótt og
dag Þ jóðleikhússins
Hvað er
aðske?
— sjá leiklist Ólafs
Jónssonar
Styrjöld Jórdaníu
ogSýrlandsvofir
yfír -sjábls.8
Lögreglumenn bera hinn látna í |
lögreglubifreið i gær.
-DB-mynd S. j
55 ára mað-
ur fannst
látinn
skammt frá
Glæsibæ
- Ekkert bendir til
átaka ogáverkar
afvöldum annarra
ekki á líkinu
Um tvöleytið I gær barst lög-
reglu tilkynning um að maður I
lægi á bersvæði við hús TBR, ;
skammt frá Glæsibæ. Er að var
váð reyndist maðurinn látinn og
,r Rannsóknarlögregla rikisins nú |
með málið til rannsóknar.
Að sögn ívars Hannessonarj
rannsóknarlögreglumanns ferj
krufning fram i dag, en á líkinuj
eru ekki áverkar sem taldir eru í
geta verið af annarra völdum. í j
gær beindist rannsóknin að því að S
rekja ferðir hins látna en allarj
upplýsingar þar um virðast tor-
sóttar.
Eftir öðrum heimildum er þaði
haft að hér sé um 55 ára garnlan j
mann að ræða. Orðrómur er uppi j
um að hann hafi verið il
skemmtistað Glæsibæjar enj
orstutt er milli þess húss og|
staðarins sem maðurinn fannst á.
Að sögn rannsóknarlög-
reglunnar benti ekk:'rt til átaka afl
nokkru tagL lakkatöiurj
mannsins vori hncpptar og veskij
hans óhreyft í va„j
-A.St.
Mjólkur-
fræðingar
frestuðu
Mjólkurfræðingar hafa frest-
að verkfalli því sem þeir hugsðust j
hefja á miðnætti síðastliðnu. Þeg-
ar samningafundi lauk á milli 121
og 1 í nótt var ákveðið að fresta j
verkfallinu fram að miðnætti á|
fimmtudagsnótt, eða um 3 sólar-
hringa. Mjólkurfræðingar eru [
boðaðir aftur á samningafund í(
dag klukkan fjögur. -DS. [
A