Dagblaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1980. 17 Iþróttir Eþróttir Iþróttir Iþróttir Lvarzla í heimsklassa undssyni, þegar Víkingur sigraði Val, 15-13, í 1. deild handknattleiksins í gærkvöld Guðmundssonar. Það skipti sköpum. Víkingar brunuðu upp og Þorbergur skoraði og á lokaminútu hálfleiksins skoraði Víkingur tvívegis. 8-5 í hálf- leik. í síðari hálfleiknum byrjaði Jón Pétur á að skora fyrir Val úr vítakasti en Steinar svaraði fyrir Víking. Aftur skoraði Valur en Ólafur Jónsson skor- aði hreint frábært m'ark úr horninu fyrir Víking. Kristján varði víti frá Jóni Pétri en Stefán skoraði úr öðru fyrir Val. Víkingar svöruðu með tveimur mörkum, 12-8. Þá varði Kristján viti frá Stefáni. Víkingar upp og Ólafur skoraði aftur úr horninu. 13-8 og öruggur sigur Víkings í höfn. Aðeins níu mínútur til leiksloka. Enn gerði Kristján sér lítið fyrir og varði víti en ekki tókst þó Víkingum að skora eftir það. Valur minnkaði síðan muninn í 14-12, þegar tæpar tvær mín. voru til leiksloka en spenna komst þó ekki í leikinn. Þorbergur Aðalsteinsson, sem skoraði mörg gullfalleg mörk í leikn- um, var fljótur að senda knöttinn í mark Vals. Bjarni Guðmundsson átti svo síðasta orðið með fallegu marki. Aðall Víkings í leiknum var mark- varzlan og varnarleikurinn. Ef Vik- ingar sýna annan eins leik þar á mið- vikudag ætti liðið að hafa góða mögu- leika í Evrópuleiknum gegn Tatabanya í Laugardalshöllinni. Þar stefnir greini- Iega í hörku-viðureign. Það, sem gladdi Víkinga hvað mest eftir sigurinn í gær- kvöld, var að allir leikmenn liðsins komust heilir frá Ieiknum, nema Heimir Karlsson, sem fékk skurð undir auga. Mörk Víkings í leiknum skoruðu Þorbergur 5, Steinar 4, Ólafur 2, Páll 2, Guðmundur 1 og Árni 1/1. Mörk Vals skoruðu Steindór 4, Jón Pétur 3/1, Þorbjörn Guðm. 3, Bjarni 2 og Stefán 1/1. Dómarar voru Karl Jóhannsson og Gunnar Kjartansson. Það væri synd að segja að þeir hafi verið Vikingum hag- stæðir i leiknum. Víkingur fékk eitt vítakast — Vaiur sjö. Kristján varði fjögur, eitt framhjá, og því aðeins tvö nýtt. Tveimur Víkingum var vikið af velli í tvær mínútur hvorum, Árna og Ólafi en engum Valsmanni. En hvað sem þessu liður fundu Valsmenn ofjarl sinn þar sem Kristján- Sigmundsson var. Leikurinn verður fyrst og fremst minnisstæður vegna markvörzlu hans. -hsím. Snjall árangur Inga Þórs, Akranesi, í sundinu: BÆTTIÍSLANDSMETIÐ í 100 M SKRIÐSUNDIUM SEKÚNDU! — og setti þrjú önnur íslandsmet á sígildum vegalengdum. Ægir sigraði með yfirburðum í 1. deildar-keppninni „Ingi Þór Jónsson er í mikilli fram- för sem sundmaður og er að verða mjög fjöihæfur. Þó kom mér á óvart hvað hann bætti metið i 100 metra skriðsundi mikið,” sagði Guðmundur Gíslason, sundmaðurinn kunni hér á árum áður. !. deildarkeppnin í sundi var háð í Sundhöllinni i Reykjavik. Ingi Þór lét heldur betur að sér kveða. Setti fjögur Islandsmet og hápunktur- inn var i gær, þegar hann bætti fyrst átta ára gamalt met Finns Garðars- sonar, sem einnig er Akurnesingur, í 100 metra skriðsundi og synti svo fyrstur íslendinga innan við eina mínútu i 100 m flugsundi. Ingi Þór synti 100 m skriðsundið á ;erlega móts” R-ingarhöfnuðu Keflavík og siðan önnur töf í London og mannskapurinn var því orðinn slæptur er við loksins komum til Dublin seint aðfaranótt laugardagsins. Menn voru því einfaldlega ekki vaknaðir er fyrsti leikurinn, gegn Doncaster Panthers, fór fram klukkan 10 á laugardagsmorgni. Strax að þeim leik loknum var leikið gegn slöku írsku liði og það voru mestu vonbrigðin að tapa þeim leik,” sagði Einar. „Liðið náði einfaldlega ekki nógu vel saman með tvo utanaðkomandi menn, en ég er sannfærður um að með tveimur æfingum daginn áður en mótið hófst hefðum við náð að stilla strengi okkar vel saman.” En síðan tóku hjólin að snúast hjá vesturbæjarveldinu írlands- meistararnir Corinthians steinlágu 51— 91 fyrir KR í því sem Einar lýsti, sem „bezta leik KR í ferðinni”. Þar gekk allt upp og írarnir vissu vart hvaðan á þá stóð veðrið. í gærmorgun var svo leikið við írska liðið Blue Demons og sigraði KR örugglega, 98—70. Þess má geta í leiðinni að Blue Demons voru nýbúnir að vinna liðið sem KR tapaði fyrir á laugardag með 18 stiga mun í írsku deildakeppninni. Svo fór að lokum að Doncaster Panthers vann mótið. „Ég er ekki að bera í bætifláka fyrir okkur en ég held að undir eðlilegum kringumstæðum hefðum við átt að komast í úrslitin. Hvort við hefðum náð að sigra eins og takmark okkar var, læt ég ósagt, en sigur í mótinu hefði alls ekki verið óraunhæft takmark,” sagði Einar og bað að heilsa öllum hér heima. -SSv. 53.7 sek. en met Finns var 54.7 sek. Þá synti hann 100 m flugsund á 59.7 sek. en eldra met hans 61.1 min. og átti Akurnesingurinn það sjálfur. Á laugardag setti Ingi Þór tvö íslandsmet. Synti 200 m flugsund á 2:15.5 min. en eldra metið var 2:16.4 min. og átti Guðmundur Gíslason það. Sett 1971. 100 m baksund synti Ingi Þór á 1:03.3 mín. en eldra met hans á vegalengdinni var 1:03.8 mín. Tvö önnur isiandsmet voru sett í keppninni. Annar Akurnesingur, Ingólfur Gissurarson setti íslandsmet í 200 m fjórsundi. Synti á 2:16.0 mín. og bætti eigið met um sekúndu. Sveit Ægis setti íslandsmet í 4x 100 m skriðsundi. Synti á 3:46.8 mín. en eldra metið var 3:48.8 mín. í sveitinni syntu Þorsteinn Gunnarsson, Hafliði Halldórsson, Halldór Kristiansen og Bjarni Björns-' son. Magni Ragnarsson, ÍA, setti drengjamet i 50 m bringusundi, synti á 32.0 sek. Þá.setti Katrín Sveinsdóttir, Ægi, telpnamet i 200 m skriðsundi. Synti á 2:16.2 mín. A-sveit Ægis sigraði með yfirburðum í keppninni. Hlaut 251 stig. Sveit ÍA hlaut 159 stig. HSK 98 stig, Ægir B 87 og UBK 47 og féll niður i 2. deild. -hsím. Ingi Þór eftir að hafa setl met I 100 m skriðsundinu I gær. DB-mynd S. FINLUX verksmiðjurnar hafa um árabil verið í forystu með framleiðslu á litsjón- varpstækjum og nú hefur þeim tekist fyrstir allra að framleiða litsjónvarp sem ekki eyóir meiri straum en venjuleg Ijósa- pera, sem einnig þýðir, lengri endingu tækisins. FINLUX litsjónvarpstækin eru öll með sjálfvirkum stöðvaleitara (Automatic Search Tuning), sem aðeins er í dýrari gerðum ann- arra tegunda. Sjálfvirkur stöðvaleitari er ekki eingöngu til að leita uppi stöðvar, heldur einnig til að halda útsendingu í bestu stillingu . FINLUX litjónvarpstækin eru þau einu á markaðnum, þar sem fjarstýringin er fáanleg við þau seinna. BORGARTÚNI 18 REYKJAVÍK SfMI 27099 SJONVARPSBÚDIN VERÐ STAOGR.VERU STRAUMTAKA 20" 799.500 759.500 40- - 55 w. 22" 869.000 825.000 40- - 55 w. 26” 999.000 949.000 70- - 85 w. PRISMA Ingi Björn Albertsson — með FH næsta sumar . Ingi Björn meðFH FH-ingnr hafa komizt í feitt. Ingi Björn Albertsson, landsliðsgarpurinn snjalli i Val, verður þjálfari FH næsta keppnistímabil i knattspyrnunni. Hefur einnig hug á því að leika með FH-liðinu í 1. deild, stefnir að því. Ingi Björn hefur verið einhver mesti markakóngur í isl. knattspyrnu. Gat ekki leikið í sumar vegna meiðsla. Hann mun hefja þjálfun hjá FH eftir áramótin. Ekki þarf að efa, að Ingi Björn mun ná góðum árangri með FH í þjálf- uninni og hressa upp á framlínuna í leikjum. Þá hefur DB frétt á skot- spónum, að Ólafur Danivalsson, nú Val og Gunnar Bjarnason, nú Fram, muni leika með FH næsta sumar. Þeir eru báðir gamlir FH-ingar. -hsím. Leizt ekki á Stuttgart — Trausti Haraldsson kominn heim „Mér leizt ekkert á aðslæður hjá Stuttgart Kickers-liði, sem leikur í 2. deildinni í Vestur-Þýzkalandi. Ég kom heim á laugardag og geri ekki ráð fyrir að ég hafi samband við fleiri félög í Þýzkalandi. Að minnsta kosti ekki í bráð,” sagði Trausti Haraldss., lands- liðskappinn kunni, þegar DB hafði samband við hann í gær. Trausti fór til Þýzkalands sl. miðvikudag á vegum Willie Reinke, umboðsmanns, og æfði um tima hjá Stuttgart-liðinu. Staðaníl.deild Úrslitin í 9. umferð i 1. deild karla á íslandsmótinu í handknattleik urðu þessi: Fram-FH 29- -32 KR-Þróttur 20- -23 Fylkir-Haukar 17- -22 Víkingur-Valur 15- -13 Staðan er nú þannig: Víkingur 9 8 1 0 170- -140 17 Þróttur 8 6 0 2 179- 162 12 Valur 9 4 1 4 185- 160 9 FH 9 4 1 4 190- -203 9 KR 9 3 2 4 188- 194 8 Haukar 9 3 1 5 178- 183 7 Fylkir 8 2 1 5 152- 181 5 Fram 9 1 1 7 190- -209 3 Markahæstu leikmenn. Sig. Sveinsson, Þrótti, 84/18 Kristján Arason, FH 65/34 Axel Axelsson, Fram, 63/32 Alfreð Gislason, KR, 59/13 Ellert áfram formaður KSÍ Ellert B. Schram var endurkjörinn formaður KSÍ á ársþinginu með lófa- taki. Þeir Friðjón Friðjónsson, Árni Þorgrímsson og Helgi Danielsson voru einnig endurkjörnir í stjórn. Boðið var fram gegn þeim. Friðjón og Árni hlutu flest atkvæði. Helgi 60 en Gunnar Sigurðsson 59. Helgi Þorvaldsson aðeins færri. Þeir eiga sæti i varastjórn og þar er nýr maður, Steinn Halldórs- son. Þeir Bergþór Jónsson og Karl Guðmundsson gáfu ekki kost á sé í varastjórn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.