Dagblaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 11
II
Urban Cowboy
dagurinn
er á miðvikudag
Hátíðin hefsi
kl. 7.30
m Háskólabíó
En þá mun Bræðrabandið leika countrylög á hest-
vagni. Að sjálfsögðu fara allir á myndina „Urban
cowboy í Háskólabíói, en sýningar á henni hefjast
á þriðjudag. Um kvöldið er svo tilvalið að bregða
sér í ÓOAL en þar mun Jónatan Garðarsson leika
country Et western tónlist og Halldór Árni sér um
disóið.
ÁSGEIrt
TÓMASSON
Halldór Árni þeytir plötum í allar áttir og leikur m.a. tónlistina úr myndinni
Urban cowboy —
Sjáumst heil ÓÐAL
Tvær sannar og ein lygasaga
Sven Hazel — Herréttur. 245 bb.
Þýðendi — Guðmundur Baldursson.
Útgefandi — Ægisútgáfan 1980.
Aebjöm öxendal - Þegar neyðin er stærst.
194 bb.
Þýðandi — Skúli Jensson
Útgefandl — Hörpuútgáfan Akranesl 1980
Martin Gray — Ég llfl. 406 bb.
Max Gallo skréði.
Þýðandl — Kristín R. Thoriacius og Rögnvaldur
Hnnbogason.
Endurútgefln af Iðunnl 1980.
Afþreyingarbækurnar svokölluðu
eru nauðsynlegur þáttur í íslenzkri
bókaútgáfu. Þær seljast alla jafna
betur en þyngri skáldverk og fínni og
gera útgefendunum kleift að fjár-
magna skrautfjaðrirnar.
f fljótu bragði flokka ég þessar
afþreyingarbækur í þrennt: sannar
sögur og lognar úr síðari heims-
styrjöldinni, njósna- og hasarbækur
og loks ástarsögur, eldhúsrómanana
rómuðu. Tveir fyrrtöldu flokkarnir
eru aðallega lesnir af karlmönnum.
Konur eru hvað ákafastar í ástarsög-
urnar.
Til að gera fyrsttalda flokknum
einhver skil greip ég af handahófi
þrjú bindi úr stríðsbókaflokknum
sem mér sýnist sízt minni að vöxtum
en fyrri ár. Sven Hazel gerir sér senni-
lega engar vonir um að nokkur
maður trúi frásögnum hans svo að
bókin Herréttur telst vera skáldsagan
í hópnum. Þegar neyðin er stærst er
sönn saga skráð af Norðmanninum
Asbjörn öxendal. Þriðja bókin, Ég
lifi, var valin blindandi og reyndist
vera ævisaga Pólverjans Martins
Gray.
Sami grautur
í sömu skál
Herréttur er tólfta bók Svens
Hazel sem komið hefur út á íslenzku.
Ég hef ekki lesið þær allar en borið
saman við Hersveit hinna fordæmdu,
Stríðsfélaga, Gestapo og Monte
Cassino sýnist mér Herréttur vera
sama krásin í grautarskál Hazels, —
skemmtibók með alvarlegum undir-
tóni á köflum. f Herrétti leika Porta,
Lilli, Gamlingi og allir hinir gömlu
kunningjarnir lausum hala, en uppá-
tækin eru gömul með litlum breyting-
um frá fyrri bókum höfundar. Það er
ekki laust við að manni finnist
grauturinn þynnast svolítið eftir því
sem Hazel sendir fleiri stríðssögur frá
sér.
Fyrir aðdáendur Svens Hazel er
Herréttur áreiðanlega kærkomin
lesning. Þeir fá dæmigerða Hazel-
bók og ekki stafkrók þar framyfir.
Júgóslavneskir
fangar í Noregi
í bókinni Þegar neyðin er stærst
rekur Asbjöm öxendal sögu júgó-
slavneskra fanga í Noregi á stríðsár-
unum. Aðalsöguhetjan er Miladin
Jovanovic, járnsmiðssonur frá smá-
bæ í Júgóslavíu. Sagan hefst er Þjóð-
verjar ná honum og fleiri skæruliðum
í heimalandi þeirra. Sagan rekur
síðan aðbúnað fanganna á leiðinni til
Noregs og lífinu í fangabúðunum
sem hróflað var upp fyrir skæmlið-
ana.
í síðari hlutanum er flótti Miladins
og félaga hans rakinn, allt frá því er
þeir klifra berfættir yfir gaddavírs-
girðingu fangelsins, þar til þeir eru
hólpnir í Svíþjóð.
Norskir rithöfundar og sagnfræð-
ingar gera mikið að því að skrifa
endurminningar sínar og annarra úr
seinni heimsstyrjöldinni. Per Hanson
hefur verið mjög afkastamikill og ef-
laust má finna marga fleiri ef viljinn
er fyrir hendi. — Þegar neyðin er
stærst sker sig ekkert frá öðrum
sönnum stríðsbókum Norðmanna.
Hún hefur sína hápunkta af og til,
þannig að lesandinn ætti ekki að
þurfa að óttast að sofna undir lestrin-
um. — Þýðing bókarinnar hefði mátt
vera ögn vandaðari.
Makalaus
harmsaga
Ævisaga Martins Gray er lang-
merkilegust bókanna þriggja sem hér
er fjallað um. Óskiljanlegt er að
nokkur maður geti þolað jafnmiklar
hörmungar og Gray án þess að
geggjast eða hreinlega svipta sig lífi.
,,Ég fæddist með striðinu,” eru
upphafsorð sögu Grays. Þá var hann
fimmtán ára og allt frá því í septem-
ber 1939 til síðasta dags er Þjóðverjar
gáfust upp fyrir bandamönnum var
hann virkur þátttakandi í síðari
heimsstyrjöldinni.
Gray kynntist Gyðingahverfunum
sem Þjóðverjar komu upp í Varsjá.
Þar stundaði hann smygl og brask.
Úr ghettóinu lá leið hans í útrýminga-
búðimar í Treblinka. Þaðan tókst
honum að komast lífs af, en missti
þar móður sína og systkini. Hann
sneri til baka til ghettósins i Varsjá og
barðist gegn nasistum við hlið föður
síns, þar til hann var drepinn. Frá
Varsjá lá leiðin í pólskar skæruliða-
sveitir og loks í sovézka herinn. Með
honum komst Gray alla leið til
Berlínar og tók þátt í að leita þar
uppi stríðsglæpamenn að styrjöldinni
lokinni.
En sögu Grays lýkur ekki í Berlín.
Hann lagði leið sína vestur um haf.
Þar bjó amma hans, eini ættinginn,
sem eftir lifði. í Bandaríkjunum
tókst Gray að koma undir sig fótun-
um á næsta ótrúlegan hátt. Hann
eignaðist konu og böm, en eins og í
stríðinu var dauðinn á næsta leiti.
Það fer ekki hjá því að lesandanum
verði hugsað til sjónvarpsþáttana
Holocaust þegar ævisaga Martins
Gray er lesin. En á köflum er Holo-
caust hreinasta barnasaga miðað við
lýsingar Grays á því helvíti sem hann
mátti ganga í gegnum.
Eg lifi er skráð af sagnfræðingnum
Max Gallo. Hann segir í formála að
verkefnið hafi verið erfitt. Hann varð
að endurskrifa og skrifa aftur og fella
ýmislegt niður því að hver þáttur í
ævi Martins Gray var efni í heila
sögu. Eigúað síður hefur tekizt að
draga upp heillega mynd af hörmu-
legri æfi hans. -ÁT-
OPIÐ í KVÖLD
Frákl. 18-01
Bók
menntir
Tímapantanir
13010
Rakarastofan Klapparstíg
Sími 12725
Hárgreiðslustofa Klapparstíg
Sandgerði
Blaðberar óskast strax. Upplýs-
ingarísíma 92-7696. Snjólaug.
BIAÐIÐ
Fullkomin æfingaað-
staða til líkamsræktar
með lóðum og öðrum
áhöldum fyrir konur og
karla.
EFLIÐ ORKUNA
í ORKUBÓT
Eflið þrek og byggið
upp líkamlega hreysti.
Námskeið í gangi.
Gufubað á staðnum
Upplýsingar í síma
20950 eftir kl. 20.00 á
miðvikudögum og
föstudögum. Á þriðju-
dögum eftir kl. 21.00.
ORKUBÓT
LIKAMSRÆKT
Brautarholti 22.