Dagblaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1980.
(S
19
Menning
Menning
Menning
Menning
Leikljst
Nýja Isihida vogin er komin
Sýnishorn í verksmiðju okkar
að Bíldshöfða 10
(Næsta hús við Bifreiðaeftirlitið)
Pantanir óskast staðfestar
Plastpokaverksmidja Odds Sigurðssonar ■ Bíldshöfða 10 • Reykjavík
Byggingaplast ■ Plastprentun * Merkimidar og vélar
Hvað er aö ske?
hann hafi neitt til að bera sem til þess
|þarf, nema sitt æskulega útlit. Jakob
er ekki bara barnalegur, umfram allt
er hann einlægur í barnaskap sínum,
lífsfjör hans upprunalegt og ósvikið
og af því stafa líka áhrif hans annars-
vegar á Rut, hins vegar á þá hina
blaðamenn, Dick og Georg. Og hans
sorglegu afdrif að lokum.
Það er í stystu máli sagt sama hvar
borið er niður — í texta leiksins á ís-
lensku, skilningi og meðferð ein-
stakra hlutverka, túlkun leiksins í
heild — allt er þetta fyrir neðan það
lágmark velsæmis sem til má ætlast í
atvinnuleikhúsi. Það er hart að þurfa
að segja þetta. En svona er það.
Leikmynd Gunnars Bjarnasonar er
vegiegt verk og virkjamikið til að sjá
— en að vísu skrýtið að sjá sófasettið
þeirra Carson hjóna inn t miðri
Afríku, komið að mér sýndist þráð-
beint úr Húsgagnahöllinni. Enda
miðlaði leikmyndin engu af staðar-
eða hugblæ leikritsins né heldur lýs-
ing eða annar sviðsbúnaður.
Þjófilalkhúslð:
NÓTT OG DAGUR
eftir Tom Stoppard
Þýðandi: Jakob S. Jónsson
Lýsing: Krlstlnn Danielsson
Leikmynd og búningar: Gunnar Bjamason
Leikstjóri: Gfsli AHreösson
Hvað er eiginlega að gerast í Þjóð-
leikhúsinu? Eftir hinn sorglega
könnusteypi fyrir mánaðartíma eða
svo frumsýndi leikhúsið á föstu-
daginn Nótt og dag eftir Tom
Stoppard. Það var satt að segja
sýning sem er að engu leyti frambæri-
leg i þjóðleikhúsi. Auðvitað geta
alltaf orðið slys. En það er ekki ein-
leikið þegar slysin koma i röðum.
Fyrsta sýning leikhússins í haust,
Snjór eftir Kjartan Ragnarsson, var
.^nú ekkert afbragð, þótt það væri
vissulega áhugavert verk. En á eftir
henni hefur leikhúsið með engu móti
ráð á tveimur svona misráðnum, mis-
heppnuðum sýningum hverri á fætur
annarri.
Alltað
Hvað er þá að? Það er allt að. Vel
má trúa þvi að Nótt og dagur (sem að
réttu lagi heitir víst Dag og nótt, Nótt
sem nýtan dag eða þvi likt á íslensku)
sé í sjálfu sér tækilegt verkefni og
hafi lika vel gefist í London og annar-
staöar. Að visu er frásagnarefni þess:
breskir blaðamenn í Afriku dálítið
fjarlægt eða langsótt og örðugt að fá
í alvöru áhuga á langvinnum um-
ræðum þess um breska slúðurblaða-
mennsku, ábyrgð og skyldu frjálsra
blaða og blaðamanna, stéttabaráttu á
ritstjómarkontórum bresku blað-
anna og öðru í þeim dúr. Látum það
samt vera. Verra er hve illa og
óhönduglega hefur gengið að koma
íslenskum orðum að textanum .Það
er tómt mál að tala um samræðulist
eða svo mikið sem samræðustU á
þýðingu Jakobs S. Jónssonar, það
má heita gott ef tekist hefur að koma
fram hreinu og beinu frásagnarefni
textans.
Til að taka eitthvert dæmi um
óhöndugleikann má líta á allra fyrstu
senuna i leiknum. Þar kemur fyrir
hversdagslegt orð „boy” og merkir í
samhenginu tvennt „drengur” og
„svartur þjónn”. Þýðandi hefur gáð
i orðabók sína og séð þar sem satt er
að „boy” merki „strákur” og að
vísu getur með engu móti þýtt „svert-
ingi” á islensku. Fyrir bragðið fer
auðvitað misskilningurínn á milli
þeirra Georgs blaðamanns og Rutar
húsfreyju (afsakið: í Þjóðleikhúsinu
heitir hún Rúþþ) aldeilis fyrir bi og
þar með sá þáttur persónulýsingar
sem hann felur í sér. Auðvitað verður
senan alveg ófyndin, látum það nú
vera, ef hún væri ekki svona asnaleg
sem einkum stafar af því hvað Hákon
Waage er klaufskur leikarí.
Takið bara eftir því, leikhúsgestir
góðir, hvernig hann segir allra fyrstu
setningu sína, þriðju repliku í leikrit-
inu: „Ekki snerta”, „Láttu þetta
vera” eða þvílíkt ætti hann að segja:
„Please don’t touch that.” Það er nú
allt og sumt. Er ekki alveg óhugsandi
að nokkur lifandi maður segi þetta
eins og Hákon gerir í kringum-
stæðum leiksins, þar sem hann er að
vakna á ókunnu heimili — þó svo
Rut húsfreyja veki hann af vondum
draumi? En þannig fer saman í sýn-
ingu þessari mállaust leikrit og
ómögulegur leikur Ieikinn út í gegn.
Látum svo vera
Og þannig má á sama máta rekja
sundur þýðinguna senu fyrir senu
með sömu niðurstöðu: hún er ónýt.
Ekki nóg með að þýðandanum sé of-
vaxið að koma á íslensku hneykslan-
legum fyrirsögnum breskra slúður-
„Þannig fer saman I sýningu þessari mállaust leikrit og ómögulegur leikur leikinn
út i gegn. Hákon Waage og Arnar Jónsson i hlutverkum sfnum.
Gunnar Eyjólfsson og Anna Kristin Arngrimsdóttir.
DB-myndir Gunnar Örn.
húsunum, Priestley, Maugham og
fleiri góðir höfundar. Þessu leikrita
vali og skólagöngu margra leikara í
London fylgdi það að til var að dreifa
í leikhúsunum einhverskonar hefð
eða venju að leika vissa „breska
karaktera”, fastar og einast
staðlaðar manngerðir I leikjum sem
þessum. (Það er ekki út í bláinn að
Tom Stoppard lýsir sérstaklega
aðdáun sinni á Priestley í leik-
skránni.) Þessi hefð virðist nú öld-
ungis útdauð. Hákon Waage, Arnar
Jónsson, Gunnar Rafn Guðmunds-
son og umfram allt Gisli Alfreðsson
leikstjóri hafa lent I dauðans vand-
ræðum og ráðaleysi með blaða-
mannstýpumar þrjár i leiknum, og
meir að segja Gunnar Eyjólfsson
(vellærður úr Rada) var eins og út á
þekju með Carson námuverkfræðing
og jarlsbróður.
Amar Jónsson hlykkjast eins og
eiturslanga og dillar sér á sviðinu:
eiginlega getur Arnar ekki gert neitt í
alvörunni illa og maður fær óneitan-
lega vissan áhuga á því sem hann er
að braska hverju sinni. En var ekki
hin slípaða blaðabulla, Dick Wagner,
eiginlega alveg óhugsandi einstakl-
ingur eða manngerð eins og Arnar lýsti
honum? Og ógerningur að botna í
félagsskap, bræðralagi þeirra
Guthries ljósmyndara. Það á raunar
við um sýninguna i heild: þar ná
aldrei neinar tvær persónur saman.
Er ekki á sama hátt ógerningur að
hugsa sér þau Rut (afsakið: Rúþþ
meina ég): önnu Kristinu Arngríms-
dóttur og Gunnar Eyjólfsson sem
raunveruleg hjón? Samt er víst
blessað fólkið að reyna að leika raun-
sæisleik.
Svona er það
Látum nú þetta allt vera, þrátt
fyrir allt — bara ef á væri að skipa
leikkonu sem megnaði að lýsa Rut
Carson, aðalhlutverkinu og aðalefn-
inu í leiknum svo að dygði til. En það
er bókstaflega sorglegt að horfa á
Önnu Kristinu Amgrímsdóttur á
þessum stað, öðrum eins mistökum
og óstjórn á leikskilningi, leiktúlkun
man ég varla eftir. Meira að segja
rödd hennar verður svo skerandi í
hlutverkinu að mann beinlínis verkj-
ar í hlustimar.
Hlutverkið er vandleikið og kröfu-
hart, satt er það, tvískipting þess í
„ytri” og „innri” gerð konunnar er
beinlínis lykill að leikritinu, og ein-
asta skilmerkilega ástæða til að taka
leikinn til sýningar er leikkona sem
vald hefur á hlutverkinu — og svo
auðvitað leikstjóri sem skilur leik-
ritið. Hér er hvorugu fyrir að fara.
Gísli Alfreðsson og Anna Kristín gera
úr Rut taugasjúka snipt — þar sem
innri röddin heldur áfram hysterísku
málæði hinnar ytri, og konan verður
óskiljanleg með öllu, staða hennar á
heimili og í hjúskap, áhrifavald henn-
ar á blaðamennina, einangrun og um-
komuleysi hennar í heimi stjórnmála,
blaðamennsku, því daglega lífi sem
leikurinn umframallt er að lýsa.
Það er ekki von að nýliðinn
Gunnar Rafn Guðmundsson: Jakob
Milne blaðamaður fái miklu áorkað í
þeim allsherjar misskilningi sem
ráðið hefur þessari sýningu. En að
vísu varð ekki ráðið af hlutverkinu að
frétta eða orða skoðanir persónanna
á blöðum og blaðamennsku á raun-
hæfu máli, honum yfirsjást ein-
földustu orðaleikir í frumtexta. Ann-
að smádæmi: í seinni þættinum lýkur
ljóti svarti Sambó: Mageeba eiit-
ræðisherra: Róbert Arnfinnsson
ræðu sinni yfir Dick Wagner blaða-
manni með því að útlista hvað sé „til-
tölulega frjálst blað”. Það er blað
þar sem „frændi minn er ritstjór-
inn”. Ekki þarf nú mikla leikni í
notkun orðabókar til að skilja að hér
sé leikið með orðið „relative” — en
án orðaleiksins, fyndninnar verður
senan marklaus og merkingarlaus.
Látum nú vera þótt þýðing mistakist
á texta sem eflaust er vandþýddur.En
hvernig fjöldi fólks hefur í leikhúsinu
fjallað um þennan leik dögum og
vikum saman án þess að sjá það sem
auðheyrt er, að textinn er ónothæfur,
það er mér óskiijanlegt.
Sú var tíðin að bresk svokölluð
stofuleikrit voru landlæg hér í leik-
PLASTPOK AR
O 8 26 55
PLASTPOKAR
O 8 26 55