Dagblaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 2
2
✓
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1980.
Kennslu
hárgreiðslu-
nema er
ábótavant
Hárgreiðslusveinn skrifar:
Hárgreiðslufólk!
Stöndum saman um þá kröfu að
verkleg fagkennsla í iðngreininni
verði bætt! Mörgu er ábótavant eins
og fjölmargar óánægjuraddir benda
til.
Við ættum að hætta þessum læðu-
pokahætti og ganga hreint til verks
við að bæta það sem miður fer.
Engin stór heild hefur gott af því aö
gerjast innan um lokaða veggi án
nokkurrar utanaðkomandi gagnrýni.
Mér finnst tímabært að umræðu-
nefnd verði skipuð til að athuga
málið og koma á nauðsynlegum
breytingum, m.a. á kennsluáhöldum.
Betra er seint en aldrei.
íbúi á Djúpavogi segir að enginn mjólkurkælir sé f kaupfélaginu á staðnum.
Bágboríð vöruúrval
— íkaupfélaginu
á Djúpavogi
NÝTT!
Nýju hlaðskáparnir
húsgögnum heita ALFA
Berið saman verð
oggæði
Munið okkar
hagstæðu
greiðslukjör
Veijið íslenzkt
JSb
HÚSGÖGN
Miklu máli skiptir að rikisstjórnin reyni að ná samkomulagi við aðila vinnu-
markaðarins áður en til efnahagsaðgerða kemur, segir Guðmundur Karl Jónsson
vcrkamaður. DB-mynd: Bj. Bj.
Mörgu er ábótavant f hárgreiðslu-
deildinni, segir hárgreiðslusveinn.
Óánægður fbúi á Djúpavogi hringdi:
I síðustu viku var í Tímanum viðtal
við kaupfélagsstjórann okkar hér á
Djúpavogi, og lætur hann nokkuð
vel af sér og taldi Kaupfélagið standa
sig það vel í vöruframboði að íbúar
staðarins þyrftu ekki að leita annað
til að verzla.
Hér finnst mér skjóta dálítið
skökku við hjá kaupfélagsstjóranum.
Undanfarna daga hafa hvorki verið
til sígarettur né eldspýtur í verzl-
uninni. Venjan er sú að sígarettur eru
til eina vikuna, en síðan er allt upp-
selt þá næstu. Kaffi og strásykur
hefur ekki veriö til undanfarna daga.
Eitthvað sem heitir byggingavörur
þýðir ekki að spyrja um. Mjólkursala
er kapituli út af fyrir sig. Mjólkin
sem pökkuð er í poka liggur i kössum
á gólfinu í yfir 20 stiga hita, mjólkur-
kælir er enginn. Mjólkinni er pakkað
hér á Djúpavogi og er nýmjólkinni
pakkað i poka sem heita undanrenna.
Á tímabili var mjólkinni pakkað i
danskar pakkningar.
Vegna þessa bágborna ástands í
verzlunarmálum verðum við að leita
út fyrir staðinn, og þá aðallega til
Hornafjarðár, en þangað eru 112
kílómetrar út fyrir Hvalnes. Það sem
bjargar okkur er að leiöinni er haldið
opinni að minnsta kosti tvisvar til
þrisvar i viku. Annars værum við illa
staddir ef við þyrftum að reiða okkur
á vöruframboð kaupfélagsins.
Hjörtur Guðmundsson kaupfélags-
stjóri á Djúpavogi sagði að vissulega
mætti finna að mörgu en þeir reyndu
að gera sitt bezta. Sagði hann kaup-
félagið ekki of fjáð frekar en dreif-
býlisverzlunina almennt og því væru
þeir neyddir til að hafa lagerinn eins
lítinn og hægt væri. Óregla í flutning-
um orsakaði einnig oft vöruskort.
Skýringuna á tóbaksleysinu sagði
Hjörtur vera þá að nýlega hefði
flutningur á eldspýtum verið
stöðvaður með flugi án þess að þeir
hefðu verið látnir vita. Vörur frá
ÁTVR urðu því að koma landleiðina
og því nokkuð seinna á ferðinni.
Hjörtur kaupfélagsstjóri sagði að
aldrei hefði verið kvartað undan
mjólkinni. Þvert á móti hefðu að-
komumenn hrósað henni en því væri
ekki að leyna að geymsluaðferðin
væri ekki i fullkomnasta lagi. Mjólk-
in væri hins vegar aldrei látin standa
lengi. Ætti kaupfélagið sjálft nýja
pökkunarvél sem væri skínandi góð.
Einstaka sinnum hefði það komið
fyrir að réttar umbúðir vantaði og því
hefðu þeir gripið til þess ráðs að nota
aðrar umbúðir frekar en engar.
Skemmuvegi 4,
Kópavogi,
Sími73100
SKÁLAHILLUSKILVEGGINN
ER ENNÞÁ HÆGT AÐ AFGREIÐA
FYRIR JÓL
ÆTLAR FRAMSÓKN í
VETRARKOSNINGAR?
v — ríkisstjórnin ætti ekki að stjórna íandstöðu
við verkalýðinn
Guðmundur Karl Jónsson verkamað-
ur, Akureyri, skrifar:
Ritstjóri Vísis hefur lengi verið
þekktur fyrir æsiskrif sin þegar hann
reynir að segja þjóðinni álit sitt á
íslenzkum verkalýð eftir að kjara-
samningar voru undirritaðir 26.
októbersl.
Þessi æsiskrif Vísis hefna sín á rit-
stjóra blaðsins þegar stuðningsmenn
verkalýðshreyfingarinnar láta í ljós
fyrirlitningu sína á honum. Þegar Ell-
ert B. Schram segir i ritstjórnarpistli
sínum 15. nóvember sl. að eflaust sé
óhjákvæmilegt að skerða launaverð-
bætur jafnt sem verðlagshækkanir,
vexti, skatta og aðra þætti efnahags-
mála, þá spyr ég ritstjórann hvort
slíkt eigi Jíka að gilda um laun al-
þingismanna? Telur ritstjóri Vísis að
það yrði til fyrirmyndar ef alþingis-
menn reyndu að ganga á undan með
góðu fordæmi? Nú veit Ellert B.
Schram það ósköp vel hvers vegna
Geirsliðið í Sjálfstæðisflokknum og
fulltrúar Vinnuveitendasambandsins
leggjast gegn því að stjórnvöld skeri
niður allar verðlagshækkanir, að þak
verði sett á hæstu launin og hitt að
lægstu launin hækki. Þetta er það
sem ríkisstjórn Geirs Hallgrimssonar
kærði sig ekki um þau fjögur ár sem
hún notaði tækifærið til að magna
ófriðinn á vinnumarkaðinum.
Núna segir Guðmundur G. Þórar-
insson í kjallaragrein Dagblaðsins 22.
nóvember sl. að þörf sé á efnahags-
aðgerðum eða Framsóknarflokkur-
inn fari úr stjórninni. I framhaldi af
þessu spyr ég hvort það eigi aftur að
steypa þjóðinni út í kosningar í svart-
asta skammdeginu eins og Alþýðu-
flokkurinn gerði á síðasta ári? Ég trúi
því ekki að framsóknarmenn vilji
rjúfa þetta stjórnarsamstarf, því þeir
skömmuðu Alþýðuflokkinn fyrir
slíkt sem eðlilegt var. Ég er þvi fylgj-
andi að núverandi ríkisstjórn fari frá
völdum ef hún reynir á einhvern hátt
að stjórna í andstöðu við verkalýðjnn
eins og ríkisstjórn Geirs Hallgríms-
sonar gerði á sínum tíma.
Með slíkum vinnubrögðum flýtti
hún fyrir falli sínu þegar verkalýðs-
hreyfingin sagði álit sitt á henni.
Miklu máli skiptir að núverandi ríkis-
stjórn reyni að ná samkomulagi við
aðila vinnumarkaðarins áður en til
efnahagsaðgerða kemur svo að hægt
verði að komast hjá verkföilum. Fyrr
eða síðar hlýtur verkalýðshreyfingin
að krefjast styttingu vinnuvikunnar í
40 stundir svo að hægt verði að
minnka vinnuálagið sem hefur verið
meira en góðu hófi gegnir.
Nú hlýtur að verða óhjákvæmilegt
að stöðva erlendar lántökur ef það á
að vera hægt að komast hjá enn
meira hættuástandi í efnahagsmálum
heldur en orðið er. Það hlýtur að vera
nóg sem fyrir er þó að fleiri erlendar
lántökur bætist ekki við.
Að lokum vil ég skora á alla
stjórnarflokkana að fara ekki út í
kosningar á óheppilegum tíma eins
og Alþýðuflokkurinn gerði fyrir ári.