Dagblaðið - 13.12.1980, Side 3

Dagblaðið - 13.12.1980, Side 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1980. 3 Raddir lesenda KRISTJAN MAR UNNARSSON Myndi biðja hans — væriegenn ung Bjarnrún Theodórsdóttir, Meðalholti 5, hringdi: Fólk er ákaflega fljótt að koma með sleggjudóma án þess að hugsa málið. T.d. talar Stefania Gísladóttir í DB 10. des. sl. um undirlægjuhátt dómsmálaráðherra. Ég er sannfærð um að Friðjón er ekki slæmur maður, ég held að hann sé ábyrgur og traustur. Þó held ég að hann eigi erf- itt með svefn vegna allra þessara skrifa um Gervasoni. Regína á Eskifirði segir í sama blaði ýmislegt um Guðrúnu Helga- dóttur. Ég er viss um að Guðrún er góð kona og þjóðfélagið væri betra ef við ættum fleiri konur eins og hana. Hún hefur'örugglega hugsað mikið um einstæðar mæður og þá sem minna megasin. Mér finnst vera komin mikil úr- kynjun í íslendinga. Það væri mjög gott að fá nokkra fransmenn eins og Gervasoni til að kynbæta þjóðina, okkur vantar menn eins og Gervasoni. Væri ég ung stúlka, myndi ég biðja hans. Hvers vegna í ósköpunum hefur engin stúlka beðið Gervasonis? Ég maneftirþví á stríðsárunum þegar ungur maður bjargaði gyðingastúlku með þvi að kvænast henni. Nú er þessi maðurlátinn en stúlkan sem nú .jr orðin fullorðin býr hér ennþá. ÁSTÆÐULAUS Óni — um að fleiri fylgi á eftir Gervasoni Eiginkona lögreglumanns segist hvergi geta læst að sér og átt sitt einkalíf í friði þvi eiginmaðurinn getur opnað allar dyr með lyklatól- um. DB-mynd: S. Getur opn- að allar dyr — með lyklatólum lögreglunnar ef honum sýnist Eiginkona lögreglumanns hringdi: Ég er gift lögregluþjóni. Hann get- ur opnað allar hurðir ef honum sýnist með lyklatólum sem allir lögreglu- menn hafa. Hann hefur einhvers konar vír í húfunni sem hann ásamt öðrum tólum notar í vinnunni til að opna hurðir. Þessi tól getur hann tekið meðsér heim úr vinnunni. Þetta þýðir það að ég get ekki átt mitt einkalif í friði og læst að mér ef ég vil. Hann getur alltaf opnað ef honum sýnist. Ég get hvergi læst að mér og verið ein. Hann segist geta opnað allar hurðir með þessum lykla- tólum sínum. Hvað gæti maður með svona tól gert ef hann væri óheiðarlegur? Það er misjafn sauður í mörgu fé. Mér finnst að lögreglustjóri eigi að sjá tii þess að lögreglumenn skilji lyklatólin eftir á vinnustaðnum en taki þau ekki með sér heim. 8931-2841 skrifar: Mjög hefur verið rætt um mál franska flóttamannsins Patricks Gervasoni á lesendasíðum dagblað- anna að undanfömu. Flestir þeir sem skrifað hafa, nú hina allra síðustu daga a.m.k., hafa verið mjög nei- kvæðir á það að þessi langhrjáði Frakki fengi hér hæli. Vinsælustu rökin fyrir þessu virðast vera þau að ef Gervasoni fengi hér hæli sem póli- tískur flóttamaður myndi mikill fjöldi annarra franskra andherþjón- ustusinna koma hingað í kjölfarið og krefjast þess að fá hér hæli á sömu forsendum. Hring'ð ía'ma 2j(X? millikl. 13ogl5, eöaskrifid Grá blússa 2663-3419 skrifar: Síðastliðinn laugardag gleymdi lítil stúlka nýju, gráu blússunni sinni í strætisvagnaskýli sem er við Kringlu- mýrarbraut (við gatnamót Miklu- brautar). Blússan var í plastpoka. Litla stelpan, sem heitir Unnur, yrði mjög ánægð ef finnandinn hringdi í síma 44026. Þetta er hins vegar með öllu ástæðulaus ótti þar sem mál Gerva- sonis er mjög sérstætt. Gervasoni hefur verið á stöðugum flótta undan yfirvöldum í Frakklandi sl. 10 ár vegna skoðana sinna. Hann er hér vegna þess að hann hefur verið sviptur skilríkjum sínum og getur því ekki ferðazt um að eigin vild eins og hann gæti hefði hann þau. Það geta hins vegar hinir frönsku andherþjónustu- sinnarnir gert. Það er siðferðileg skylda okkar, i nafni mannúðar og mannréttinda sem við höfum hingað til viljað hafa að okkar leiðarljósi, að koma þessum hrjáða manni til hjálpar og veita honum hér hæli eins lengi og hann kærir sig um. Það hefur reyndar verið gegnum- gangandi í máli þeirra sem eru and- vígir því að Gervasoni fái hér hæli að þeir velta aðeins vöngum yfir þvi hvaða áhrif það hefði á ísland og ís- lendinga en hugsa hins vegar ekkert um Gervasoni eða hans líðan. Við íslendingar höfum mikið látið okkur skipta að mannréttindum sé fram- fylgt hvar sem er í heiminum og er það vel. En hvaða rétt höfum við til þess að gagnrýna mannréttindabrot annars staðar ef við bregðumst við á versta veg þegar á okkur reynir? Hver á kött? Grábröndóttur, ungur, mjög fallegur köttur, greinilega heimilis- köttur, var sl. sunnudagsmorgun fyrir utan skiptistöðina á Hlemmi. Strætisvagnabílstjórar tóku hann að sér. Ef einhver saknar þessa kattar getur hann hringt í síma 12700 og beðið um Berg Ólafsson, Hver saknar reiðhjóls? Starfsmenn Teppalands við Grens- ásveg fundu í síðustu viku reiðhjó! fyrir utan verzlunina. Hafa þeir grun um að þvi hafi verið stolið. Hjólið er rautt kvenhjól, frekar lítið með svörtum hnakk og hnakktösku. Sá sem telur sig eiganda hjólsins má hafa samband viðTeppaland. Hver tók gleraugu í sturtuklefanum? Sigrún Guðmundsdóttir, Gautlandi 7, hringdi: Fimmtudaginn 4. des. sl. voru gler- augun min tekin í misgripum í sturtu- klefa sundlauganna í Laugardal. Gleraugun eru með stórri, brúnni umgjörð og með lespunkti. Finnand- inn er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 36709 eða skila þeim aftur í laugarnar því þar eru hin gler- augun sem voru skilin eftir. Spurning dagsins Hvert er að þínu áliti bezta bítlalagið? Svanfriður Jónsdóttlr hjákrunarfræð- ingur: Yesterday, það er fallegt og hug- ljúft lag. Herdis Þórðardóttir sjúkraliði: Mér finnst þau öll stórfin, á erfitt með að gera upp á milli þeirra. Yesterday er mjög gott lag. Jóhanaes Ótafsson sjómaður: Þetta er allt jafnfrábært, Hard days night er t.d. mjög gott, til að nefna eitthvað. Rafn Magnússon sjómaður: Þaö eru svo mörg, þau eru öll mjög góð. Sjóðheitt kaffi góðan daginn! og ristað brauð Þessi brauðrist er með nýjum búnaði, lítilli tölvu sem tryggir að brauðið sem þú glóðar, brennur ekki. Hljóðlaus brauðrist, tvær sneiðar af brauði á 90 sek. Verð: 37.000 kr. Það er notalegt að vakna á morgnana og fá gott heitt kaffi og ristað brauð. Þessi frábæra kaffivél og brauðristin valda þér ekki vonbrigðum . . . nývöknuðum. Kaffivélin er 45 sek. að hella upp á hvern bolla af frábæru heitu kaffi. Þýsk gæða framleiðsla. Margar stærðir: 12,10, 8,6 og 18 bolla. Einnig með innbyggðum hitabrúsa og tölvuklukku (sjálfvirk uppáhelling eftir minni). Verð frá: 38.000 kr. FALKIN N rteáM&diteác SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 Yngvl Jónsson verkstjóri: Mér finnst yfirleitt öll lögin góð. Marteinn Jónsson húsasmlöur: Yester- day, alveg örugglega. Sergeant’s Pepp- ers platan er öll mjög góð.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.