Dagblaðið - 13.12.1980, Síða 10

Dagblaðið - 13.12.1980, Síða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1980. DB á ne ytendamarkaði JOLAGLOGGA JOLAFÖSTU — Bæði áfengt og óáfengt Tími jólaglöggsins er runninn upp. Hér á eftir fer uppskrift að glöggi sem hægt er að nota bæði áferigt og óáfengt rauðvín í. Ráölegra er að nota þetta óáfenga svona dagsdag- lega, annars getur farið illa fyrir ákveðnum innyflum manna. 2 fl rauðvín S stk. heilar kardemommur 2 stk. heill kanill 21/2 dl sykur 100 g rúsinurog 100 g afhýddar möndlur. Rúsínurnar og kryddið látið liggja í bleyti í víninu í allt frá 2 tímum og upp í 24 tíma. Þá er vínið hitað í potti og sykurinn látinn út í ásamt möndl- unum, sem sneiddar hafa verið niður í flísar. Vínið má ekki sjóða, aðeins hitna vel. Glöggið er siðan borið fram í púns- glösum og ef þau eru ekki til má notast við venjuleg rauðvínsglös á fæti. Mörgum þykir skemmtilegra að láta kryddið (kardemommur og kanil, einnig má nota negulnagla í glögg) í grisju í stað þess að láta það fljóta í glöggskálinni. En þarna ræður hver og einn hvernig hann hefur það. En fyrir þá, sem ekki þekkja krydd í svona heillegu ástandi, má taka fram að heill kanill litur út líkt og tjásulegur vindill sem einhver hefur misst ofan í glöggskál- ina. í áfengisverzlunum ríkisins fást margar tegundir af rauðvíni á mjög breiðu verðbili, eða allt frá 2.800 kr. og upp í 9.000 kr. Það ódýrasta (Trakía) hefur fengið meðmæli Jónasar Kristjánssonar ritstjóra sem skrifað hefur um vín af mikilli þekk- ingu í Vikuna. Ef notað er óáfengt vín (sem fæst í öllum stærri matvöruverzlunum) verður glöggið um það bil helmingi ódýrara en með áfenga víninu. - A.Bj. Onnu isinn er hálflinaður upp og siðan frystur á nýjan leik. ^ ^ ^ DB-mvnd Einar Olason. 0NNU-IS — íshringur með möndlum og sérríriísínum Önnu-ís er með möndlum, suðu- súkkulaði og sérrirúsínum. Höfundur hans er Erna Valdimars- dóttir Reykjavík. 100 g rifið suöusúkkulaöi 1 dl hakkaðar möndlur 1 dl hakkaöar rúsínur, lagöar í bleyti í sérrí, madeira eöa annaö vin. 1 1/21 vanilluís. Mýkið ísinn. Hrærið öllu saman og setjið í fallega lagað form. Frystið í um það bil einn sólarhring. -A.Bj. Þarna eru þær komnar pöddurnar sem voru i páfagaukafóðrinu. Tvær þeirra voru enn lifandi þegar myndin var tekin og Ijós- myndarinn átti fullt i fangi með að vera nógu handfljótur að mynda þær áður en þær voru komnar út um alla ritstjórn. Stærðin á pöddunum er nú e.t.v. nokkuð ýkt á myndinni, en það varð að nota linsu sem stækkar nokkuð mikið tii þess að pödduskammirnar kæmu út á mynd! DB-mynd Einar Olason. Bráðlifandi pöddur í páfagaukafóðri — „ Við sem vinnum utan heimilis prjónum líka og saumum ábörnin okkar” Kæra Neytendasíða. Beztu þakkir fyrir gott blað og sér- staklega fyrir neytendasíðuna. Ég bý á Stór-Reykjavíkursvæðinu og er með fimm manna fjölskyldu, þrjú börn frá þriggja til þrettán ára. Ég vinn hálfa vinnu og verzla alltaf í stórmarkaði (á frystikistu). Kostnaðurinn er ca 50 þús. kr. á mann. Ég fyllist alltaf gremju þegar ég les bréf frá konum sem ekki vinna úti og telja upp það sem þær spara með vinnu heima, saumaskap, prjóni og bakstri. Það má lesa milli línanna að við hinar gerum þetta ekki. Það er alrangt. Við gerum þetta nefnilega líka og kannski ekki minna, en með heilsdagsvinnu verður sjálf- sagt aðdraga úr. Þrjú gæludýr eru á heimilinu. Smáhundur sem er fjarska léttur á fóðrum og vill ekki sjá rándýran hundamat og tveir páfagaukar. Páfagaukarnir fara líklega bráðum að verða hungurmorða, þó ljótt sé frá að segja. Þrátt fyrir að hafa átt fugla og keypt fuglamat i tuttugu ár er nýtt vandamál búið að skjóta upp kollin- um. í fjögur síðustu skiptin, sem ég hef keypt mat, hef ég orðið fyrir óskemmtilegri reynslu. Ég kaupi jafnan bláa pakka sem merktir eru „parakeet seed”, með mynd af páfa- gauk utan á. Pakkarnir hafa bókstaf- lega verið á iði af einhverjum skor- dýrum sem minna mig mest á lúsina i náttúrufræðinni. Ég hef keypt pakkana á fleiri stöðum og alls staðar er ég sú eina sem kvartar. Þar sem gert er ráð fyrir að pakk- arnir séu opnaðir og geymdir þannig í skápum vil ég vara fólk við. Hellið innihaldinu í dós og verið i við- bragðsstöðu að skella loku á þegar þær fljótustu vilja spásséra eftir eld- húsborðinu. 5663-7893 Pöddurnar bráðlifandi Bréfritari sendi okkur Sýnishorn af fuglafóðrinu og pöddunum, sprelllif- andi! Þetta var vandlega vafið inn i plastpappír og límt aftur með lím- Heiimlisbókliald vikuna: tíl Mat- og drjdsk arvörur, hreLnlætísvörur og þ.h.: Sunnud Mánud Þridjud Midvikud FLmmtud Föstud Laugard SamL Samt. Samt Samt SamL Samt Samt v önnur útgjold: Sunnud Mánud Þridjud Midvikud FLmmtud Fbstud Laugard SamL Bamt SamL SarnL SamL SamL Bamt. bandi. Pöddurnar voru mjögsnarar í snúningum og ljósmyndarinn varð að vera snöggur við myndatökuna til þess að missa ekki kvikindin út um alla ritstjórn! Það er svo sannarlega ástæða til þess að vara fólk við þess- um ófögnuði. Það væri lítið skemmtilegt að fá svona pöddur i eld- hússkápana sína. Kannski verður páfagaukunum ekki meint af því að borða pöddurnar, en engu að síður er það athyglisvert að bréfritari skuli vera sá „eini sem hefur kvartað” undan pöddunum, fyrst hún hefur keypt kornið á fleiri en einum útsölu- stað. Við höfum áður lýst aðdáun okkar á þeim ungu konum sem vinna hálfan og heilan vinnudag utan heimilis með börn. Svo ekki sé minnzt á þær sem þar að auki sauma og prjóna, þvo all- an þvott og baka allt til heimilisins. En við hverfum ekki ofan af því að fjárhagslegur ávinningur sé ekki ýkja mikill fyrir útivinnandi konur ef þær þurfa að greiða fullt barnaheimilis- gjald fyrir fleiri en eitt barn. Ekki má gleyma því að greiða þarf skatt af tekjunum sem inn vinnast. -A.Bj. íbúðir hjá Bygginga- samvinnufélagi Kópavogs enn ódýrari: 30-35% undir markaðs- verði í blaðinu fimmtudaginn 4. des. sögðum við frá hagstæðum bygging- um hjá Byggingasamvinnufélagi Kópavogs. Sem dæmi var nefnt að í blokk sem félagið er að afhenda kostuðu íbúðir á uppreiknuðu verði 16—20% minna en íbúðir á almenn- um markaði. Þessi tala reyndist hins vegar ekki vera rétt reiknuð, verðið er enn hagstæðara. í raun eru íbúðirnar 30—35% ódýrari. Mistökin lágu í því að fram- kvæmdastjóri Byggingasamvinnu- félagsins reiknaði mun á verði íbúða á frjálsum markaði og íbúða þeirra sem húsnæðismálastjórn miðar lán sín við. En þar sem ibúðir Bygginga- samvinnufélagsins eru enn ódýrari en íbúðirnar sem Húsnæðismálastofnun miðar við var samanburðurinn ekki réttur. - DS

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.