Dagblaðið - 13.12.1980, Page 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1980.
15
LandsfundurLÍA
islandsmeistaramir krýndir
Ólafur Vilhjálmsson starir á snúningshraðamælinn mcð fjölina í gríllinu og
steikir afturdekkin fvrir spyrnu. Ólafur sýndi mikla yfirburði I spyrnunni og fór
létt með að grilla andstæðinga sina.
íslandsmeistararnir i akstursiþróttum voru krýndir á fundinum og sjást þeir hér
með verðlaunabikarana slna. Lengst til vinstri er Örvar Sigurðsson, formaður
LÍA. Honum á vinstri hönd eru Ómar og Jón Ragnarssynir rallmeistarar. Þá
koma Jón S. Halldórsson (rallícross), Ólafur Vilhjálmsson (kvartmila), Bragi
Finnbogason (sandspyrna), Oddur Vifilsson (mótocross 500cc) og Gunnar Þ.
Jónsson (mótocross 50cc). Á myndina vantar Gunnlaug Bjarnason, Islands-
meistara I torfæruakstri.
Landssamband íslenzkra aksturs-
íþróttafélaga, LÍA, hélt haustfund sinn
laugardaginn 6. des. á Hótel Esju. Var
fjöldi mála á dagskrá fundarins en
meðal þeirra voru skýrslur fulltrúa
hinna ýmsu íþróttagreina í akstursí-
þróttaráði LÍA. Kom þar fram að
starfsemi akstursíþróttaklúbbanna
hafði verið með miklum blóma síðast-
liðið ár og hafði mikill fjöldi keppna
verið haldinn. Allar höfðu þær farið
vel fram og án slysa enda eru allar
öryggiskröfur LÍA mjög strangar og
öryggisráð þess sér um að þeim sé fylgt
til hins ýtrasta.
Næsta keppnistímabil var mikið
rætt og var meðal annars samið
keppnisalmanak fyrir næsta ár og sam-
kvæmt þvi munu umsvif aksturs-
íþróttaklúbbanna taka annað stökk
fram á við næsta ár. Gömlu klúbbarnir
fjölga sínum keppnum, en auk þess
munu margir yngri klúbbanna víkka út
starfssvið sitt og taka upp nýjar
greinar. Bifreiðaíþróttaklúbbur Húsa-
víkur hefur t.d. byggt ralb'crossbraut og
munu þeir Húsvíkingar byrja að keppa
í þeirri grein með vorinu. Bifreiða-
íþróttaklúbbur Vestur-Húnavatnssýslu
verður með rallíkeppni næsta sumar,
en mestum undirbúningi þeirrar keppni
er þegar lokið. Sauðkræklingar verða
með ísaksturskeppni og íscross, þeir
sýna einnig rallícrossinu mikinn áhuga
og munu að öllum líkindum halda
íslandsmótið í sandspyrnu næsta
sumar. Lengi mætti telja þær nýjungar
sem bryddað verður upp á í akstursí-
þróttum næsta sumar en eg læt þetta
nægja að þessu sinni.En eitt er víst að
áhugamönnum um akstursíþróttir ætti
ekki að leiðast næsta sumar.
Kvöldið eftir fundinn var verðlauna-
afhending þar sem-'íslandsmeistarar í
hinum einstöku akstursíþróttagreinum
voru krýndir. Veitt eru stig fyrir þátt-
töku og árangur í akstursíþróttakeppni
og sér LÍA um að reikna út og halda
stigunum saman. Að keppnistimabilinu
loknu er svo stigahæsti maðurinn
krýndur íslandsmeistari i viðkomandi
grein.
Rall
Bræðurnir Ómar og Jón Ragnars-
synir urðu íslandsmeistarar í ralli að
jtessu sinni. Þeir bræður sigruðu í
Borgarfjarðarrallinu í vor og einnig
Húsavíkurrallinu. í öðru sæti urðu þeir
Hafsteinn Hauksson og Kári Gunnars-
son en þeir voru íslandsmeistarar i
fyrra og unnu þá Borgarfjarðar- og
Húsavíkurröllin en í ár lentu þeir í öðru
sæti í þessum keppnum. í stóra rallinu
í sumar duttu bæði Jón og Ómar og
Hafsteinn og Kári úr keppninni svo að
hvorugur þeirra náði sér í stig þar. Þeir
Kári og Hafsteinn unnu svo Kaaber-
rallið en það gaf ekki stig til íslands-
meistaratitils.
Rallícross
í rallícrossi voru haldnar fjórar
keppnir á vegum BÍKR, sem gáfu
stig til íslandsmeistaratitils. Jón S.
Halldórsson sigraði í þrjú skipti af
þessum fjórum og var reyndar búinn að
tryggja sér titilinn eftir aðra keppnina,
slíkir voru yfirburðir hans í crossinu.
Kvartmfla
Á kvartmílubrautinni við Straums-
vík lék Ólafur Vilhjálmsson sér að and-
stæðingum sínum eins og köttur að
mús. Enginn þeirra hafði nokkra
möguleika á móti honum og jjegar
Gunnlaugur Bjarnason brýzt um á hæl og hnakka I drullugrvfjunni í Grindavik þar sem hann tryggði sér íslandsmeistaratitil-
inn I torfæruakstri.
DB-myndir Jóhann Kristjánsson.
Ólafur spymti „fjölinni í grillið” máttu
þeir horfa á eftir Kókosbollunni út á
brautina. Keppt var fjórum sinnum í
kvartmílu síðastliðið sumar og sigraði
Ólafur alltaf. Auk þess fékk hann
bónusstig fyrir fslandsmet og brautar-
met sem hann setti. { júní bætti hann
íslandsmetið í street alterd flokki þegar
hann fór kvartmíluna á 10,89 sek. í
sömu keppni setti hann einnig brautar-
met, 10,27 sek., en í þeirri spyrnu
notaði hann nitrous oxide gas á véliná
en það er bannað í flokkakeppninni. f
júlí bætti Ólafur íslandsmetið í SA
aftur og fór þá brautina á 10,58 sek.
Sandspyrna
Þrisvar var keppt í sandspyrnu
siðastliðið sumar, við Akureyri, á
Sauðárkróki og að Hrauni í Ölfusi.
íslandsmeistari i sandspyrnuakstrinum
varð Bragi Finnbogason frá Akureyri
og vó þar þyngst stórglæsilegt íslands-
met hans í keppninni fyrir norðan. Fór
hann sandspyrnubrautina á 4.11 sek.,
,og bætti gamla metið um meira en heila
sekúndu.
Motocross
fslandsmeistari í 500 cc flokki varð
Oddur VíFilsson. Vélhjólaíþróttaklúbb-
urinn hélt sjö keppnir síðastliðið sumar
og varð Oddur þrisvar sigurvegari.
Hann lenti tvisvar í öðru sæti og einu
sinni í fimmta sæti en einni keppninni
tók hann ekki þátt í.
í 50 cc flokki varð Gunnar Þ.
Jónsson fslandsmeistari en hann lenti í
öðru sæti í báðum keppnunum í
þessum flokki sem gáfu stig til íslands-
meistaratitils.
Torfæruakstur
Síðastliðið sumar voru haldnar
fjórar torfærukeppnir. Tvær þeirra
hélt Bílaklúbbur Ákureyrar en hinar
voru á Hellu og í Grindavik.
Gunnlaugur Bjarnason keppti í bæði
skiptin fyrir sunnan og sigraði. Fyrir
það afrek hlaut hann nógu mörg stig til
að hreppa fslandsmeistaratitilinn í
torfæruakstri. Jóhann Kristjánsson.
Ertu buinn ad fá þér Hnetustaur eöa F/orida í dag?
mme.
lílpÉ^5® ' V ««030»
# ■ ■
UagfcxTPí
* ,, im
-fjjy -■
— : '. AiXsíx; i'1
gSg^
íju'rSor.
- is
Sftílgætisgeinðin GOA Reykjuvikurveqi 72. hf., sinii 53466