Dagblaðið - 13.12.1980, Page 16
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1980.
16
FÓLK
Hljómsveltin Stelnl bhinöur spann þrjá til fjbra time af tónlist Inn i band. Hépunktamir voru stðan vaklir á ptötuna Oatan og sótin. Fri vinstrí eru
Graham Smith, Magnús Þór Sigmundsson, Jónas BJörnsson, Richard Korn og Gostur Guönason. LJósm.: Haraidur Skarphóðinsson.
Ný plata Magnúsar Þórs Sigmundssonar er aö koma út:
TÝNDIST, TAFÐIST, BROTNAÐI
OG LENTI t VERKFÖLLUM
„Þessi plata er búin að vera mikið
vandræðabarn. Hún hefur tafizt og
týnzt í ýmsum löndum, lent 1 tveimur
verkföllum, móðurskurðurinn
brotnaði svo að skera varð upp á nýtt
og þannig mætti lengi telja. En nú
um helgina ætti hún loksins að koma
út,” sagði Magnús Þór Sigmundsson
er rætt var við hann um nýjustu plötu
hans, Götuna og sólina.
.■„Upphaflega átti hún að koma út 1
sumar. Égvarbúinn að fáFálkann til
að gefa hana út og búinn að velja
réttu hljóðfæraleikarana, en þá hætti
Fálkinn við,” sagði Magnús. ,,Ég var
búinn að vera lengi með efni plötunn-
ar í huganum og varð að losa mig við
það, svo að ég talaði við Svavar
Gests. Hann tók síðan útgáfuna að
sér og platan var að mestu tekin upp í
stúdíóinu hjá honum.”
Steini blundur
spinnur
Gatan og sólin skiptist í tvö verk.
Á A-hliðinni er Gatan og Sólin á B-
hlið. öll eru lögin eftir Magnús Þór
og hann og Kristján skáld frá Djúpa-
læk skipta með sér textunum. Þeir
sem leika með Magnúsi á plötunni
eru Graham Smith, Richard Korn,
Jónas Björnsson og Gestur Guðna-
son. — Þessir fimmmenningar skipa
hljómsveitina Steini blundur.
„Upphaflega var Graham einn
með mér í þessu, en síðan bættust
hinir við einn af öðrum,” sagði
Magnús Þór. „Við spunnum í raun
og veru alla tónlistina upp í
stúdióinu. Við tókum upp þrjá eða
fjóra tímal af tónlist og völdum síðan
hápunktana á plötuna.”
Vinnslan tók
sjö mánuði
„Það hefur aldrei nein plata valdið
mér viðlika vandræðum og Gatan og
sólin,” sagði Magnús ennfremur.
„Ég hélt satt að segja á tímabili að ég
myndi missa vitið — slíkur var rugl-
ingurinn orðinrt. Ég byrjaði að vinna
að plötunni í maí, svo að útgáfan í
heild hefur tekið sjö mánuði. Svona
nokkuð borgar sig að sjálfsögðu eng-
an veginn, en þetta dæmi kennir
manni að fylgjast betur með vinnsl-
unni á öllum stigum næst. Það þarf
ekki nema eina kærulausa manneskju
einhvers staðar úti í heimi til að öll
vinnslan fari úr böndunum.”
Magnús Þór og félagar hans í
Steina blundi koma fram á sameigin-
legu skemmtikvöldi SATT, Jazz-
vakningar og Vísnavina á miðviku-
daginn og kynna þá efni plötunnar
Gatan og sólin.
Áöur óútgefið lag á
nýrri hljómplötu með
Vilhjálmi Vilhjálmssyni
Sverrir.
Watergate
í Valhöll
Sumir foringjar Sjálfstæðis-
flokksins virðast hafa sama veikleika
og Nixon og ætla að fara flatt á því.
Nbton dáðist svo að orðum sínum,
að hann lét taka upp á bönd hvers
konar leynifundi sína — og geyma. Á
þessu lá Nixon síðan i Watergate-
málinu, eins og frægt er.
Sverrir Hermannsson alþingis-
maður og fleiri foringjar Sjálfstæðis-
flokksins hafa sama hugarfarið og
liggja á. Sverrir lýsti því i Morgun-
blaðinu fyrir skömmu, hvernig
höfundar bókarinnar „Valdatafl í
Valhöll” hefðu komizt í spólur með
, .leyniræðiT’ Sverris, sem geymdar
voru í Válhöll. Sverrir segir: „Ákveð-
ið var að læsa ræðurnar, sem fluttar
voru, inni í peningaskáp í Valhöll.
Vélrituð voru tvö eintök eftir upptök-
unni, en spólan og annað eintakið
st'ðan læst inni í peningaskápnum
með yfirlýsingu um, að aldrei yrði
birt nema með leyfi viðkom-
anda . . .”
„Harðnaðir
unglingar”
og nýjar
Ijóðabækur
Síðastliðinn miðvikudag sögðum
við frá „hörðnuðum unglingi” sem
pundaði eftirfarandi orðum á fjöl-
skyldu sína:
væri ég
bilað sjónvarp
mundi ég örugglega
valda frekari truflunum
ílíftykkar.
Nú hefur lesandi frætt okkur á því
að stráksi hefur sótt þessar hendingar
úr ljóðabókinni „Er nokkur í Kór-
ónafötum hér inni?” eftir Einar Má
Guðmundsson, sem nýlega var gefin
út af Gallerí Suðurgötu 7.
Einar á greinilega lesendur meðal
táninganna.
Stutt virðist nú orðið milli skáld-
skapar og veruleika í bókmenntum
vorum, ef marka má nokkrar þær
bækur sem gefnar hafa verið út að
undanförnu. í nýrri bók Ölafs Hauks
Símonarsonar, Galeiðunni, fer ein
sögupersónan fögrum orðum um vín
og matarsmekk Jónasar Kristjáns-
sonar ritstjóra DB og í nýrri skáld-
sögu Þorsteins Antonssonar, Fína
hverfið, koma við sögu Gunnar
Thoroddsen og fjölskylda hans,
fjölskylda Harðar Bjarnasonar húsa-
meistara fyrrv. og fleira þekkt fólk í
Revkjavík.
Manni nefnist ný hljómplata'
sem út er komin með söng Vil-
hjálms heitins Vilhjálmssonar.
Þrettán laganna hafa áður verið
gefin út á ýmsum plötum, en eitt,
titillagið, hefur ekki heyrzt áður.
„Vilhjálmur heitinn tók þetta
lag upp árið 1977, er hann vann
að gerð síðustu plötu sinnar,
Hana nú,” sagði Jón Ólafsson út-
gefandi plötunnar í samtali við
blaðamann DB. „Við töldum við-
eigandi að hafa þetta lag með
núna, ekki sizt vegna boðskapar-
ins í textanum. Vilhjálmur samdi
einmitt textann sjálfur.”
Með Vilhjálmi í laginu Manni
koma fram auk hljóðfæraleikara
Þórhallur Sigurðsson leikari og
Kór öldutúnsskóla.
önnur lög á plötunni Manni
voru gefin út hjá SG-hljómplöt-
um.Fálkanum og Hljómplötuút-
gáfunni hf. Þau hafa flest hlotið
miklar vinsældir og heyrast mörg
enn leikin í útvarpi. Má þar nefna
lögin Lítill drengur, Bíddu pabbi
ogHeimkoman. -ÁT
Hljómsveitin LagEr kornin fram á sjónarsviðið:
Leikum hvað sem er
nema diskótónlist
— segja liðsmenn
„Nafnið skrifum við svona aðeins
fyrir augað,” sögðu liðsmenn hljóm-
sveitarinnar LagEr í samtali við Fólk-
síðuna. „Það getur þýtt hvort sem er
lag er eða lager.”
Hljómsveitin LagEr kom fram á
síðasta SATT-kvöldi í Klúbbnum og
hefur einnig lítillega leikið í Hafnar-
firði. Þeir félagarnir sögðust hafa
byrjað að æfa fyrir aðeins hálfum
öðrum mánuði og væru rétt að byrja
að kynna sjálfa sig. „Það verður
dálítið að gera hjá okkur í kringum
jólin,” sögðu þeir, „og svo vonumst
við til að byrja af fullum krafti eftir
áramótin þegar skemmtanavertíðin
hefst.”
Tónlistin, sem LagEr flytur, er
hennar
aðallega danslög, „þó ekki diskó,”
fannst meðlimum hljómsveitarinnar
rétt aðkæmi fram. Dagskrána reyna
þeir að blanda þannig að hún geti
gengið fyrir sem flesta aldurshópa.
Einnig leika þeir nokkur frumsamin1
lög.
í hljómsveitinni LagEr eru Jóhann
Morávek bassaleikari, Ólafur örn
Þórðarson hljómborðsleikari, Jón
Björgvinsson, sem leikur á trommur,
Jón Rafn Bjarnason söngvari og
Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari.
Tveir þeir síðastnefndu semja þá
frumsömdu tónlist, sem LagEr
leikur. Þá er væntanleg með söngvar-
anum tvep.gja laga hljómplata nú
fyrirjólin. -ÁT
Gerast
nú
skáld-
sögur
raun-
verulegar
Hljómsveitin LagEr tók til sterfa fyrir aöekts hUfum öðrum minuði. Hún
kom fram i SA TT-kvöldi i Kiúbbnum fyrir nokkru.
Hampur gefinn út í
takmörkuðu upplagi
„Nei, ég á ekki von á þvi aö upp-
lagið verði gert upptækt,” sagði
Gunnar Vilhelmsson útgefandi
bókarinnar Hampur, úti/inni rækt-
unarleiðbeiningar. Gunnar sagði að
bókin væri gefin út í takmörkuðu
upplagi og upplagi hennar dreift í
helztu bókaverzlanir.
„Bókakaupmenn voru slður en
svo hræddir við að taka bókina til
sölu,” sagði Gunnar. „Það var
aðeins á einum staö, sem kaup-
jnaðurinn var í vafa.”
f bókinni Hampur gefur höfund-
urinn, Þorsteinn Úlfar Björnsson,
lesendum leiðbeiningar um, hvernig
bezt sé að standa að ræktun kanna-
bis í heimahúsum. Gunnar sagði að
sumt af efninu væri þýtt, annaö
byggði höfundurinn á eigin reynslu.
— Þorsteinn hefur einmitt nýverið
veriö ákærður fyrir að hafa ræktað
og haft 1 vörzlu sinni 27 kannabis-
jurtir.
Fremst i bókinni Hampur segir:
„Neysla hamps og hampafurða er,
ólögleg á fslandi. Hvorki hðfundur’
né útgefandi mæla með eða hvetja
til neyslu. Ef einhver fer eftir leið-
beiningum þessarar bókar gerir viö-
komandi það á eigin ábyrgð.”
„Við afþökkum alla aðstoð og
óþarfa uppblástur við að auglýsa
bókina,” sagði útgefandinn. „Við
viljum heldur að þetta mál verði
skoðaö frá öllum hliðum.”
Þorsteinn Úlfar Björnsson er for-
maður félagsins SELF, Samtaka
um endurbætur á lögum um ftkni-
efni.
Fk’itú,-.
FOLK