Dagblaðið - 13.12.1980, Page 20

Dagblaðið - 13.12.1980, Page 20
Sýning bókverka í Nýlistarsafninu BÓK VERÐUR HLUTUR Ekki veit ég hvað veldur, en undar- lega hljótt hefur verið um sýningu þá sem nú stendur yfir i Nýlistarsafninu við Vatnsstíg 3b, svo áhugaverð sem hún annars ætti aö vera fyrir bóka- þjóðina sem á víst heima á fslandi. Sýningin kallast Bókverk frá safn- búðinni Other Books í Amsterdam og þótt nafnið láti ekki mikið yfir sér þá gru aðstandendur, einkum Ulises Carrión sem setti sýninguna upp, í raun að skera upp herör gegn bókinni eins og við notum hana í dag. Bókin er dauð, lifi bókverkið, segir Carrión galvaskur, og máli sínu til stuðnings teflir hann fram stórum hópi listafólks sem lagt hefur fyrir sig gerð bókverka. Þaö er víðs vegar að, frægt og ófrægt, en auk þess er þarna sérstök íslensk deild. Bók hefur rúmtak Hvað er svo bókverk (bookwork)? Nákvæmar útlistanir er að finna í rit- gerðasafni Carrións, sem einnig spannar stimplakúnst og póstlist (Ulises Carrión — Second thoughts, VOID distributors, Amsterdam), en hér skal aðeins drepið á nokkur at- riði. Bók og texti þurfa ekki endilega að haldast í hendur. Þótt texti þurfi oft á bók að halda þarf bókin í sjálfri sér ekki á texta að halda. Fyrirbærið „bók” er bókverkamönnum fyrst og fremst þrívíður hlutur með sitt eigið rúmtak, blaðsíðurnar, og eigin tíma- skírskotun, þ.e. þann tíma sem tekur að fletta henni spjaldanna á milli. Með þvi að einbeita sér að þeim fruijieiginleikum bókarinnar, þeim einu sem þeir töldu skipta máli, voru f Magnús Pálsson, — hefur gert nokkur merk bókverk. (DB-mynd AI) Dieter Rot, einn af brautryðjendum í gerð bókverka. (DB-mynd AI) ruddar nýjar leiðir til nýtingar hennar, einhvers staðar mitt á milli bókmennta og myndlista. Dæmi: Tékkneskur listamaður, Kocmann, býr til bók sem nefnist Capillarity. Upphaflega var hún blaðabunki sem Tékkinn stingur vítt og breitt með nál. Nokkrir dropar vatnslitar eru síðan látnir leka gegnum götin og þeir lita frá sér eins langt og þeir komast. Þar sem litarins gætir ekki lengur, er bókinni lokið. kret ljóðskáld hófu gerð verka af þessu tagi en þeir höfðu áður gert ýmsar tilraunir með mál og myndir í bókum sínum. Síðan varð bókverkið snar þáttur af starfsemi Flúxus-hreyf- ingarinnar í lok sjötta áratugarins, en meðlimir hennar voru margir bók- menntalega sinnaðir, og með upp- gangi konsept-vinnubragða á sjö- unda áratugnum úthallandi varð bókarformið listamönnum nota- drjúgt, enda fylgdi konseptinu tíðum mikil skriffinnska og skýrslugerð. Merkilegt nokk hefur ísland komið verulega við sögu bókverka. Einn helsti bókverkamaður nútímans er sjálfsagt Dieter Rot og hann hóf gerð bóka sinna hér á landi, áriö 1957 ef ég man rétt. Af þeim 60 bókum sem Rot hefur gert varð u.þ.b. helmingur til hér á landi. Góðvinur hans og guð- faðir yngri nýlistarmanna, Magnús Pálsson, hefur einnig gert bókverk og lista- og handíðaskólanum og nú liggja u.þ.b. 100 bókverk eftir is- lenska listamenn, yngri sem eldri. Af eldri kynslóð hafa þeir verið einna duglegastir Kristján Guðmundsson og Níels Hafstein, þótt einnig séu til gullfallegar bækur af þessu tagi eftir Magnús Tómasson og Sigurð Guðmundsson, en svo eru miklar hamhleypur meðal yngri manna: Helgi Þorgils Friðjónsson, Ingólfur Örn Arnarson, Eggert Pétursson og Magnús Guðlaugsson. Á sýningunni í NýliStarsafninu má sjá bókverk eftir alla þessa menn, auk þess um 90 verk eftir erlenda bókagerðarmenn, þ.á m. Jim Dine, Maurizio Nannucci, Edward Ruscha, Endre Tót o.fl. Hins vegar er langt frá því að sýningin sé aðlaðandi útlits og meðal bóka þeirra sem þarna eru til sýnis eftir íslenska listamenn eru bæklingar sem strangt til tekið eiga Steinvölum kastaö í vatn Svo mætti nefna bók Kristjáns Guðmundssonar, Circles. Steinvöl- um er kastað í vatn og gárur vatnsins ljósmyndaðar í hvert sinn sem völ- urnar sökkva. Steinarnir verða æ þyngri og gárurnar meiri en síðan er ljósmyndunum þannig komið fyrir í bókinni að hver blaðsíða hennar vegur jafnt og steinn sá sem myndar gárur þær sem sjá má á ljósmynd sömu siðu. Þannig verður frumhug- mynd bókarinnar, aðdragandi og endanleg útkoma eitt, og að sá mögu- leiki skuli vera fyrir hendi í bókagerð ætti að sjálfsögðu að heilla hvern þann sem bókum anri. En ný viðhorf þurfa ekki endilega að gera eldri við- horf úrelt, eins og Carrión virðist álíta. Ritað mál verður ekki úrelt i bráð og áfram munu menn koma þvi fyrir í bókum. Hins vegar sé ég ekki hvers vegna bókverk ættu ekki að getra þróast samhliða hinni „venju- legu” bók. íslensk bókverkahefö Eins og Carrión gerir grein fyrir i sýningarskrá eiga bókverk sér ekki langa sögu, u.þ.b. 20—25 ár. Líkast til var það í Suður-Ameríku sem kon- Sýnishorn nokkurra bókverka eftir islenska myndlistarmenn. (DB-mynd Þorri) tók m.a. þátt i Dokumenta-sýning- unni í Kassel fyrir tveim árum og sýndi þáslík verk. Yngri menn duglegir Fyrir fimm árum eða svo var síðan farið aö íhuga gerð bókverka í Mynd- ekkert skylt við bókverk. Hér á ég við sýningarskrár og verk sem nálgast það að vera hreinir „objektar”, t.d. dekk Magnúsar Pálssonar og „pornó” Níelsar Hafstein. Samt sem áður ættu sem flestir bókaáhugmenn að kynna sér það sem þarna er að ger- ast. Þetta er það sem koma skal. Tvær vegalengdir Samhjátp auglýsir: Nýja Samhjálparplatan fæst / afgreiðslu Samhjálpar Hverfisgötu 42. Opið kl. 13-18. Sendum / póstkröfu um allt land. Simar 11000 - 66148. SANDGERÐI Umboðsmann vantar strax í Sandgerði. Uppl. í síma 92-7696 eða 91- 22078. BIAÐW LAMPA- og skermamarkaöur 5 0AOA AFSLÁTTUR --dCU/O TIL21. DESEMBER HEIMAEY fflaT" Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON i ASGEIRSSYNI SÍMI 35200

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.