Dagblaðið - 13.12.1980, Side 27
MMBIAÐW
frýálst, úháðdagblað
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1980.
Lífið eftir Pablo Picasso.
ÍÞRÓTTIR — sjónvarp
kl. 16,30 laugardag:
Frjálsar íþróttir
og knattspyrna
„Ég verð með mynd um það fólk
sem komið hefur hvað mest á óvart á
ólympíuleikum,” sagði Bjarni Felix-
son um íþróttaþátt sinn í dag kl.
16.30. Síðan sagði Bjarni að fyrir
hverja ólympíuleika væri mikið spáð
í það hverjir væru sigurstranglegastir
en þrátt fyrir alla spádóma væru
alltaf einhverjir sem kæmu á óvart.
„Þessi mynd er í svipuðum anda og
þær sem ég hef verið að sýna af
mestu afreksmönnum í sögu ólymp-
íuleikanna. Þetta eru myndir sögu-
legs eðlis frá 20th Century Fox.
x *
Einnig verður körfubolti á dagskrá.
Sýndir verða kaflar úr leik KR gegn
Val og leik Njarðvíkinga gegn KR
sem spilaður var í gærkveldi. Inn á
milli verður fótbolti, bæði enskur og
evrópskur bolti. Sjáum við þar m.a.
Rauðu stjörnuna frá Júgóslavíu leika
gegn Basel frá Sviss, Grasshoppers
gegn Porto, Juventus gegn Lodz og
Inter Milano gegn frönsku meistur-
um Nantes. í lok þáttarins verða
skíðamyndir eins og tíminn leyfir,”
sagði Bjarni að lokum.
-GSE
Þarna á Janus Guölaugsson i höggi við pólskan varnarmann i landsleik. Janus
leikur nú meö vestur-þýzka liöinu Fortuna Köln.
LEIFTUR ÚR LISTASÖGU — sjónvarp sunnudag kl. 21,10:
LÍFID EFTIR PABLO PICASSO
, ,Lífið er mesta verk Picassos frá bláa
tímabilinu,” sagði Björn Th. Björns-
son sem er umsjónarmaður þáttarins
Leiftur úr listasögu. Á sunnudagskvöld
tekur Björn Th. fyrir verk Pablo
Picasso, Lífið, sem er aðal- og lokaverk
Picassos frá því tímabili í lífi hans sem
kallað hefur verið bláa tímabilið.
Verkið er málað í Barcelona árið 1903.
„Þetta er ákaflega torskiiið verk, sumir
hafa haldið þvi fram að það væri óút-
skýranlegt.” í þætti sínum rekur Björn
Th. þær myndir sem Picasso málaði á
undan þessu verki, einnig teikningar og
skissur sem voru forvinna að þvi.
„Reynt er að sýna hvaða þræðir liggja
UR B0KA-
SKÁPNUM —
útvarpkl. 17,20:
Myrk-
fælni
fyrr
ognú
'Wl
Þórbergur Þórðarson rithöfund-
Úr bókaskápnum heitir þáttur
sem Sigríður Eyþórsdóttir
stjómar kl. 17.20 í dag. „Har-
aidur Ólafsson, 14 ára, velur úr
bókaskápnum Bréf til Láru eftir
Þórberg Þórðarson og les ég kafla
úr bókinni,” sagði Sigríður. „En
áður segir Haraldur frá Þórbergi
og verkum hans. í þeim kafla sem
ég les segir Þórbergur frá því
þegar hann á í hvað hatrammastri
baráttu við myrkfælni sína. Út
frá frásögn Þórbergs af myrk-
fælni sinni spinnast umræður um
myrkfælni.
Auk min og Haralds koma þau
Kári Gissurarson og Bergljót
Arnalds. Við tölum saman um
myrkfælni og þau rifja upp ýmiss
konar reynslu sem þau hafa orðið
fyrir. Það kemur fram að börn
eru ennþá myrkfælin en þau eru
ekki lengur hrædd við drauga eða
grýlur eins og áður var, heldur
eru þau hrædd við árásir og alls
konar ofbeldi. Ástæður þess má
ábyggilega finna hjá sjónvarpi.
Síðan koma i þáttinn tvær níu ára
telpur, Dýrleif örlygsdóttir og
Sigþrúður Gunnarsdóttir. Þær
lesa þýðingu sína á ævintýrinu
Fílnum trampandi eftir brezka
rithöfundinn Anítu Hewett.”
-GSE
að þessari mynd og hvað hún hefur að
geyma. Þetta er geysistórt máiverk,
2x 1.30 m. Þetta eru stuttir þættir og
einbeiti ég mér að einu verki í senn. Það
sem listfræðin getur gert er að geta
fólki forsendur og leiðbeina því.”
Stjórn upptöku annaðist Valdimar
Leifsson.
J0LAGETRAUN
DAGBLAÐSINS
1980
Heildarverðmæti vinninga í jóla-
getraun Dagblaðsins að þessu sinni er
hvorki meira né minna en 1.603.650
krónur. Býður nokkur betur? Nord-
mende myndsegulbandið kostar
1.525.700 krónur og hvor bók með
teikningum Haildórs Péturssonar
kostar 38.975 krónur.
Jólagetraunin hófst í blaðinu í
gær. Hún er i því fólgin að þátttak-
endur eiga að geta sér til um nafnið á
jólasveini þeim sem birt er mynd af
hvern dag. Alls verða birtar myndir
af tiu jólasveinum, sú síðasta á Þor-
láksmessu. Þeir sem ætla að verða
með verða að geyma allar tíu úrlausn-
irnar þangað til síðast. Þá eru þær
settar í umslag sem merkist Dagblað-
inu, Siðumúla 12, 105 Reykjavík,
„Jólagetraun”. Skilafrestur er til 30.
desember og verða þá úrslitin
væntanlega kynnt á þrettándanum.
Jólasveinninn sem kernur til
byggða í dag er hinn mesti gaur. Hér
áður fyrr, áður en mjaltavélar komu
til sögunnar í sveitum, var það hans
mesta unun að stela froðunni ofan af |
mjólkurfötunum er mjaltafólkið
þurfti að sinna einhverju öðru. Nú
sést hann aðailega á rangli í kringum
mjólkurstöðvar, raunalegur á svip-
inn. Þessi ágæti jólasveinn á mynd
Halldórs Péturssonar heitir:
NAFN
HEIMILI.................. ........................................
Strikið undir það nafn, sem ykkur þykir líklegast. Klippið síðan mynd■
ina og lausnina út og geymið með þeim níu, sem ú eftir koma. Þegar slð-
asti jólasveinninn hefur birzt á Þorláksmessu, setjið þá allar lausnirnar I
umslag og merkið það:
Dagblaðið „Jólagetraun"
Síðumúla 12 105 Reykjavík
Skitafrestur á jólagetrauninni er til 30. desember.
Gðs Guðmundsson
Gunnar Thor
RðnfMuw
uqagaur
II. HLUTI
* * * * 4 ***** 4 * *•*'* •'«