Dagblaðið - 13.12.1980, Page 28
Stuðningsfindur við Gervasoni á Lækjartorgi í dag:
„Hörmum að málið skuli
flækt íflokkadrættff
—Vélstjórar á Suðumes jum f ordæma miðstjorn Alþýðusambandsins
fyrir afskipti af málinu
Stuðningsmenn Patricks
Gervasonis efna til útfundar á
Lækjartorgi kl. 14 í dag. Þeir segjast
efna til fundarins til að minna á að
„fyrst og fremst ber að líta á mál
Gervasonis út frá mannúðarsjónar-
miðum.” Sömuleiðis harma þeir að
„málið skuli hafa verið flækt i laga-
króka, pólitíska flokkadrætti og ein-
strengingsleg þjóðernisviðhorf.”
Ræðumenn á stuðningsfundi
franska flóttamannsins eru:
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Hreinn
Hákonarson, Heimir Pálsson, Pétur
Pétursson, Sigurður A. Magnússon
og Anton Helgi Jónsson. Fundar-
stjóri er Bryndís Schram.
Staðan í máli Gervasonis er
óbreytt. Honum er gert að hverfa af
landinu innan tíðar og þá til
Danmerkur. Ragnar Aðalsteinsson
lögfræðingur Gervasonis fór til Dan-
merkur á dögunum á kostnað
Alþýðusambands íslands til að afla
upplýsinga um hver afdrif Frakkans
yrðu færi hann þangað.
Niðurstaða af ferð Ragnars er sú
að engin trygging er fyrir því að
Gervasoni verði veitt landvist eða
hæli í Danmörku. Jafnlíklegt er að
hann verði framseldur til Frakklands
þar sem biður hans fangelsi fyrir
liðhlaup úr hernum.
Skoðanir eru skiptar um
Gervasoni-málið, það fer víst ekki
fram hjá þeim er renna augum yfir
síður dagblaða, sérstaklega lesenda-
dálkanna. Afskipti Alþýðusam-
bandsins af málinu eru líka umdeild.
Stjórn Vélstjórafélags Suðurnesja
samþykkti til dæmis á fundi í fyrra-
kvöld að „fordæma stjórn ASÍ fyrir
að kosta lögfræðing Frakkans
Gervasonis til Danmerkur, svo og
fyrir afskipti af því máli öllu.” Stjórn
Vélstjórafélagsins lýsti stuðningi við
orð og gerðir Friðjóns Þórðarsonar
dómsmálaráðherra ímálinu. -ARH.
Það sá undir neðsta punkt þessa stæðilega F.imskipafélagskrana, likt og á Gunnari á
Hlíðarenda forðum, þegar verið 'ar að afferma Dettifoss í gærdag. Hlassið sem kran-
inn átti að hífa reyndist talsvert of þungt. Kraninn tókst á loft aö framan og hlassið
seig niður á lestargólfið að nýju. F.ngin sl.vs urðu á mönnum og skemmdir litlar sem
engar.
DB-mynd F.inar Ólason.
Forsætisráðherra í snörpum umræðum utan dagskrár:
„Getum ekki afsalað
okkur rétti til að setja
bráðabirgðalög”
— ríkisstjómin sökuð um að margbrjóta Ólafslögin ogforsætisráðherra að rjúfa
„heiðursmannasamkomulag”
„Hverjar eru þær víðtæku
ráðstafanir sem ríkisstjórnin ætlar að
gera fyrir áramót? Má gera ráð fyrir
að þær verði kunnar fyrir næsla laug-
ardag, áður en þingmenn fara í
jólaleyfi? Og verða sett bráða-
birgðalög í fjarveru þingsins eins og
forsætisráðherra hefur gefið i skyn i
útvarpsviðtali?” Þetta var inntak
ræðu Ólafs G. Einarssonar form.
þingflokks Sjálfstæðisflokksins utan
dagskrár á Alþingi i gær.
Í svari sínu vitnaði Gunnar
Throddsen í stefnuræðu sína í
október, þar sem sagt var að ríkis-
stjórnin hefði i huga ýmsar efnahags-
aðgerðir samfara gjaldmiðils-
breytingunni um áramótin.
„Alþingi hefur margsinnis verið
skýrt frá að unnið væri að undir-
búningi slíkra aðgerða. Undir-
búnmgurinn útheimti itarlega
könnun á áhrifum þeirra og
samhengi. Meðan aðgerðirnar eru á
vinnslu- og umræðustigi er ekki tíma-
bært að skýra frá þeim opinberlega.
Verði þær tilbúnar áður en fundum
Alþingis verður frestað fyrir jól
verður Alþingi þegar skýrt frá
þeim.”
Gunnar sagði að meðan ekki væri
fúllráðið með hverjum hætti
aðgerðirnar yrðu væri ekki unnt að
segja hvort þörf væri á nýjum laga-
heimildum.
„Ef fundum Alþingis verður
frestað með samþykki þess fram til
síðari hluta janúar hefur ríkisstjórnin
heimild til að gefa út bráðabirgðalög
ef brýna nauðsyn ber til. Ríkis-
stjórnin getur ekki afsalað sér þeim
rétti en mun að sjálfsögðu nota hann
með aðgát eins og stjórnarskráin
ætlast til,” sagði ráðherrann.
Sighvatur Björgvinsson kvað
ráðherrann hafa brotið „heiðurs-
mannasamkomulag” um afgreiðslu
21 máls fyrir jólaleyfi með því að fara
síðar í útvarpið og gefa í skyn að
bráðabirgðalögum yrði beitt.
Margir fleiri tóku til máls og fóru
mishörðum orðum um úrræðaleysi
ríkisstjórnarinnar, hvernig hún hefði
nú margbrotið Ólafslögin og hverja
óvirðingu hún sýndi Alþingi með þvi
að gefa í skyn að aðgerðir í efnahags-
málum yrðu afgreiddar með bráða-
birgðalögum meðan þing væri í leyfi.
Var viða komið við í umræðunum en
til máls tóku Sverrir Hermannsson,
Vilmundur Gylfason, Ólafur Ragnar
Grímsson, Geir Hallgrímsson, Gunn-
ar Thoroddsen, Kjartan Jóhannsson,
Þorvaldur Garðar Kristjánsson o.fl.
-A.Sl.
frjálst, úháð dagblað p
LALGARDAGUR 13. DES. 1980.
Harðurárekstur:
Tveirvoru
fluttirísjúkra-
húsíReykjavík
Fimm manns voru fluttir í sjúkrahús
eftir harðan árekstur skammt frá Sand-
gerði. Þrír voru lagðir inn á sjúkra-
húsið i Keflavík en tveir höfðu meiðzt
svo illa að flytja varð þá til Reykja-
víkur.
Árekstur þessi var tilkynntur til lög-
reglunnar í Keflavík um hálffimmleytið
í gær. Er blaðamaður DB ræddi við
lögreglumenn laust fyrir klukkan sjö
var rannsókn ekki enn hafin þar eð þeir
sem komu að slysinu þurftu að sinna
sjúkraflutningum. Ekkert var hægt að
segja um skemmdir á bilum né heldur
tildrög slyssins. Hálka var á veginum
um þetta leyti. - AT
Ríkii:
Engar ávís-
anir, takk!
Dýrðin stóð ekki lengi. Rikið tók
við ávísunum frá viðskiptavinum
sínum meðan á verkfalli bankamanna
stóð. En i gærmorgun leystist verk-
fallið. Þá stóð ekki á því: Áfengis-
verzlun ríkisins tekur ekki lengur við
þeim gjaldmiðli, sem gildir i nánast
öllum viðskiptum manna hérlendis, á-
vísunum. Þú verður því, lesandi góður,
að reiða fram beinharða bankóseðla
næst. -JH.
—
Litlarveður-
breytingar
„Það verða litlar breytingar á
veðrinu um helgina frá því sem verið
hefur síðustu daga,” sagði Guðmundur
Hafsteinsson veðurfræðingur í samtali
við DB í gær. „Þetta verða svona
austanþræsingar, lítil úrkoma hér
sunnanlands, en einhver él verða á
Norðurlandi. Hitabreytingar verða
litlar, ætli það verði ekki i kringum
frostmark á Suðurlandi og aðeins yfir
það fyrir norðan.” -F'LA. i
Undrahundurinn
íDagblaðsbíói
í Dagblaðsbíói í dag verður sýnd
ævintýramyndin Undrahundurinn.
Myndin var einnig sýnd um næstsið-
ustu helgi en þá urðu fjölmargir fráað
hverfa og auk þess hafa margir óskað
eftir að myndin verði endursýnd. Sýn-
ingin verður í Borgarbíói í Kópavogi
klukkan þrjú í dag. Þangað er hægt að
komast með strætisvögnum númer 11
eða 12 frá Hlemmtorgi og er þá farið út
á móts við bensínstöðina í neðra Breið-
holti.
13. DESEMBER 26026
Philips vekjaraklukka m/útvarpi.
Vinningshafar hringi
í síma 33622.