Dagblaðið - 16.12.1980, Síða 7

Dagblaðið - 16.12.1980, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1980. I Erlent Erlent Erlent Erlent I) Sjö IRA-menn að dauða komnir eftir 50 daga hungurverkfall: „Grípum tíl víðtækra aðgerða gegn Englandi ef fangamir deyja,” segja talsmenn írska lýðveldishersins IRA-menn hafa áður gripið til hungurverkfalla. Hér er gröf Michael Gaughan, sem 24 ára gamall svelti sig tii bana i Parkhurst fangelsi í Eng- landi árið 1974. „Einhverjir fanganna úr írska lýð- veldishernum, sem undanfarnar vikur hafa verið í hungurverkfalli í Long Kesh fangelsinu í Norður-ír- landi kunna að deyja fyrir jól. Ef það skeður býst ég við að Irski íýðveldis- herinn (IRA) muni grípa til víðtækra aðgerða gegn Englendingum,” sagði Kieran Nugent á blaðamannafundi í Noregi. Nugent er sjálfur fyrrum fangi og er í Noregi í þeim tilgangi að kynna kröfur fanganna, sem verið hafa í hungurverkfalli síðan 27. októ- ber. Fangarnir krefjast þess að þeir séu meðhöndlaðir sem pólitískir fangar.pað hafa yfirvöld ekki viljað fallast á enda líta þau á féfaga írska iýðveldishersins sem hreina hryðju- verkamenn. Nugent, sem sjálfur sat í þrjú ár í Long Kesh fangelsinu varð fyrsti fanginn til að krefjast þess að verða meðhöndlaður sem pólitískur fangi. Hann sagði á blaðamannafundinum í Noregi, að ekki væri ólíklegt að frski lýðveldisherinn beindi spjótum sínum að einhverju skotmarki í Englandi, kæmi til þess að fangarnir sem eru í hungurverkfalli létust. í gær ákváðu 23 félagar írska lýð- veldishersins að hefja þátttöku í hungurverkfalli félaga sinna sjö sem nú hafa ekki neytt neinnar fæðu í fimmtíu daga. Þá var og greint frá því í gær, að líðan þeirra sjö sem eru í hungurverkfalli færi mjög versnandi. Ekki þykir þó trúlegt að ríkisstjórnin gefi sig í þessu máli og talsmaður ír- landsmálaráðuneytisins sagði í gær, að ríkisstjórnin harmaði þessar að- gerðir fanganna en hafnaði því nú sem fyrr að láta fangana njóta ein- hverrar sérstöðu. O’Neal krafinn um750 milljónir ískaðabætur Hinn þekkti kvikmyndaleikari Ryan O’Neal (Love Story) hefur verið kraf- inn um skaðabætur að upphæð 750 milljón ísl. króna. Það er bandarískur ljósmyndari, David McGough, sem fer fram á þessar skaðabætur vegna heiftarlegrar árásar sem hann varð fyrir af hendi O’.Neals og kvikmyndaleikkonunnar Farrah Fawcett er hann hugðist mynda parið. David McGough starfar sjálfstætt sem ljósmyndari og leggur sig einkum fram við myndatökur af þekktum leik- urum. Sameining flugfélaga Tvö af stærstu flugfélögum Banda- ríkjanna, Eastern Airlines og Braniff International, hafa í hyggju að samein- ast. Samningaviðræður um sameiningu fyrirtækjanna standa nú yfir. Braniff tapaði 51,6 milljónum dollara á fyrstu níu mánuðum þessa árs og er nauð- beygt til að grípa til róttækra ráðstaf- ana. Borgarstjóri myrtur Stöðug ólga er meðal íbúa jarð- skjálftasvæðanna á Suður-ltalíu. Um helgina var borgarstjórinn í Pageni, hinn 52 ára gamli Marcello Torre, skotinn til bana. Talið er að morðið tengist þeirri fullyrðingu frá borgar- stjóranum, að hjálpargögn er áttu að berast hinum nauðstöddu hafi komizt í rangar hendur og verið seld í verzlun- um ýmissa frammámanna í Pageni. Bandaríkja- menn aðvara Rússa Fulltrúar Bandaríkjanna á Öryggis- málaráðstefnu Evrópu í Madrid vör- uðu Sovétmenn í gær enn við því að innrás þeirra i Pólland mundi eyði- leggja möguleika á að tryggja öryggi og samstarf Evrópuríkja. ' Enn er þess beðið með mikilli eftirvæntingu hver Itreppir embætti utanríkisráð- herra i stjórn Ronalds Reagan. Hann sagði i gær, að hann tæki ákvörðun um það nú i vikunni. Alexander Haig fyrruni yfirmaður herafla NATO í Evrópu og yfirmaður starfsliðs Hvíta hússins á timum Watergate-hneykslisins er enn talinn líklegastur til að hreppa embættið. Um það sagði Reagan aðeins i gær: „Við komumst að þvi siðar i vikunni.” Robert Byrd, leiðtogi demókrata í öldungadeiidinni, sagði, að þáttur Haigs á loka- i dögum forsetaferils Nixons yrði kannaður. Talið er að ákvörðun Reagans hafi einmitt dregizt tegna þessarar fortiðar Haigs. I siðustu viku tilkynnti Reagan um skipan í átta ráðherraembætti. Þcir eru á mynd- inni frá vinstri fjármálaráðherra Donald Regan, William Casey vfirmaður CIA, David Alan Stockman atvinnumálaráðherra, Andrew Lindsay Lewis samgönguráð- herra, Richard Schultz Schweiker heilbrigðisráðherra, Malcolm Baldrige viðskipta- ráðherra, William French Smith dómsmálaráðhcrra og Caspar Willard Weinberger varnarmálaráðherra. —en fékk aldrei að vita þaö Alfred, faðir Johns Lennons, skýrði frá þvl skömmu fyrir dauða sinn að John v tti hálfbróður I Noregi. Barnið, sem kona hans Júlía eignaðist með welskum hermanni á strlðsárunum, var ættleitt af norskum herforingja i sjóhernum og konu hans. „Alfred Lennon bað mig um að segja John ekki frá þessu. Nú þegar hann er fallinn frá er hægt að greina frá þessu,” skrifar Short. Alfred var sjómaður og meðan hann var fjarverandi á sjónum átti eiginkona hans vingott við welskan hermann og eignaðist með honum son. Þessi sonur var gefmn norskum hjónum sem ekki gátu eignazt barn og ættleiddu þau hann. Það var herforingi í norska hem- um, sem tók þennan yngri bróður Lennons að sér ásamt konu sinni. ,,Ég sagði John aldrei frá því að hann ætti hálfbróður. Ég vildi ekki að til þess kæmi að hann kynni að fyrirlíta móður sína,” sagði Alfred Lennon. Eftir þetta stóð hjónaband Lennon- hjónanna aðeins í tíu ár. Þá skildu þau, og John Lennon ólst upp hjá frænku sinni. Aldrei greri um heilt milli Johns og föður hans. John Lennon dó án þess að vita að hann átti hálfbróður i Noregi. Þetta kemur fram í grein er náinn kunningi Lennon fjölskyldunnar, Don Short blaðamaður, birti í New York Post eftir dauða Lennons. Upplýsingar um þetta efni gaf faðir Lennons, Alfred Lennon, í samtali við Short áður en hann dó fyrir þremur ár- REUTER LENNONÁTTI HÁLFBRÓDUR GRÆJURNAR HJA GUNNARI ASGEIRSSYNI SÍMI 35200

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.