Dagblaðið - 16.12.1980, Síða 11

Dagblaðið - 16.12.1980, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1980. Islendingar og Þjoðverjar lögðust a eitt og vönduðu sig við lautabrauðsskurðinn. íslenzk siðvenja íÞýzkalandi: DB-mvndir: Hans Sætran, Hamborg, ISLENZKIR „HAMBORGARAVT í LAUFABRAUÐSGERD Laufabrauðsgerð tilheyrir íslenzkum jólaundirbúningi og því tóku íslenzkir „Hamborgarar” rösklega til hendinni fyrir skömmu og skáru laufa- brauð og steiktu. Uppskriftin og ná- kvæmar leiðbeiningar bárust sér- staklega frá íslandi. Þátttakendur gamansins voru 15 talsins, íslenzkir og þýzkir í bland, á öllum aldri. Þegar fólk mætti til leiks höfðu eldabuskur Félags íslendinga i Hamborg þegar útbúið deigið, svo aðeins var að hefjast handa við út- skurðinn. Linda Sigurbjörnsdóttir, þrælvön austfirzkri laufabrauðsgerð, var félög- um innan handar og hafði strangt eftir- lit með því að ailt færi eftir settum regl- um, svo árangur yrði sem erfiði. Við útskurðinn náði skreytilistin fljótlega yfirhöndinni og því var ekki alltaf laufabrauðið skorið á hefðbundinn hátt — en eins og vera ber skemmtu sér allir hið bezta og hug- Þátttakendur i laufabrauðsgerð „Ham- borgaranna” voru á öllum aldri — og fékk sköpunargleðin góða útrás. myndaflugiðbirtist i ýmsum myndum. Síðan var steikt, pressað og þerrað, allt samkvæmt kúnstarinnar reglum, — en neyzlan bíður síns tíma þegar jóla- hangikjötið hefur borizt. Þegar laufabrauðsgerðinni var lokið var boðið upp á kaffi og kökur og kom þá greinilega í ljós að í Hamþorg, ekki síður en á íslandi, er bakað rækilega fyrir jólin. -HS, Hamborg. Iðnfyrirtæki lokað vegna vanefnda Flugleiða — Tuttugu kflóa pakki hefur beðið heimf lutnings f rá Glasgow síðan 4. desember ,,Ég held að reynslan sýni að við íslendingar ættum að fara varlega í sakirnar með að veita einkaleyfi til flugrekstrar á ákveðnum leiðum, ekki síður en í einkaleyfi til annarra hluta. Almenningsfé á heldur alls ekki að renna til þeirra sem veita ekki öruggari þjónustu heldur en flugfrakt Fiugleiða,” sagði Axel Aspelund, iðnrekandi í Mosfellssveit, sem vegna vanefnda hjá flugfrakt Flugleiða verður af jólaönnum í fyrirtæki sínu og verður að senda starfsfólk heim. Axel rekur fyrirtækið Lexa, sem framleiðir hálsbindi, slaufur og fleira. Raunasaga Axels er sú að 4. des. var lagður inn í afgreiðslu Flugleiða í Glasgow pakki, sem vegur 20 kg og kostar samtals 55 þúsund krónur, til sendingar til íslands 5. desember. Til öryggis fór Axel fram á að Flugleiðir sendu héðan telexskeyti til Glasgow með áréttingu um að pakkinn kæmi með umræddri ferð. Pakkinn kom ekki, en öll skjöl hann varðandi komu og voru afgreidd hér að morgni fyrsta vinnudags banka- manna eftir verkfall. Þá kom í ljós að pakkinn var enn í Glasgow, viku eftir að staðfastlega var lofað að senda hann til íslands — og var þar enn í gær. ,,Ég geri varla ráð fyrir að minn pakki sé eini pakkinn sem ekki hefur náð heim,” sagði Axel. „Það er þvi miður staðreynd að frá þeim flug- höfnum, þar sem önnur flugfélög en Flugleiðir hafa ekki viðkomu, þá eru fragtpakkar látnir biða og bíða hversu áríðandi sem þeir eru. Eftir að Iscargo hóf samkeppni við Flugleiðir um flugfrakt á nokkrum flugleiðum, skilja Flugleiðir aldrei eftir pakka þar. En Iscargo nær ekki til flug- fraktar í Glasgow vegna einkaleyfis Fiugleiða og því fer sem fer,” sagði Axel. -ARH. Stálverksmiðja á að geta skilað arði hérlendis Stálverksmiðja hérlendis á að geta skilað viðunandi arði og reynzt nokkuð stöðugt fyrirtæki. Nýlega skilaði verkefnisstjórn um stál- bræðslu, er iðnaðarráðuneytið skipaði í sumar, áætlun um fram- leiðslu steypustyrktarjárns hérlendis. Markmiðið með slíkri áætlun var að kanna hvort framleiðsla steypu- styrktarjárns gæti talizt arðbær hér- lendis. Stofnkostnaður slíkrar verk- smiðju er áætlaður um 8 milljarðar og framleiðslumagn um 15 þúsund tonn. Tekið er fram að stjórnvöld gætu orðið að vernda framleiðsluna tímabundið gegn verðfellingu er- lendra framleiðenda þannig að verk- smiðjan búi við svipað afurðaverð og érlendir framleiðendur í heimalönd- um sínum. Stálfélagið hf., sem var stofnað fyrir um 10 árum í því skyni að reisa og reka stálbræðslu, hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga. Hefur félagið áform um að gangast fyrir aimennri hlutafjársöfnun. Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að heimila Stálfélaginu afnot af áætluninni um framleiðslu steypustyrktarjárns hér á landi. Síðar verður tekin til athugunar aðiid ríkisins að slíkri verksmiðju. -JH. íslenskir athafnamenn Bragi Einarsson í Eden. Allir þekkja það fræga fyrirtæki en færri manninn, sem stendur aö baki athöfn- unum. Athafnaþrá, bjartsýni og dugn- aður var eina veganestiö og oft hefur Bragi og þau hjón, þurft aö beygja bakiö á fyrstu árunum. Erfiöleikarnir létu ekki á sér standa, en ekki var bugast og árangurinn blasir viö. Helgi Eyjólfsson. Byggingameistari. Hagsýni og dugnað- ur eru þungamiðja hans starfssögu. Honum hefur verið sú list lagin að fram- kvæma hlutina á hagkvæmari hátt en aðrir og oft hefur hann gert það sem flestir töldu ófært. Má þar m.a. nefna byggingu verksmiðjanna á Djúpuvik og Hjalteyri, sem hann byggöi við aðstæð- ur sem vægast sagt voru ekki aölaöandi. En Helgi fann ráð við öllum vanda og svo hefur verið allar hans athafnir. Kristmundur Sörlason. Fátækur sveitastrákur af Ströndum. Byrjaði sinar athafnir i smáskúr, eftir ýmiskonar svalk á sjó og i landi. Hefur nú ásamt Pétri bróður sirium, komið á fót umsvifamiklu fyrirtæki, Stálveri h.f., sem hefur fitjaö upp á ýmsum ný- ungunj. M.a. smiðaö vél sem framleiðir is úr sjó og margt fleira mætti telja sem aðhafst er á þeim bæ. Áþreifanlegt dæmi þess, hverju vilji og dugnaður fær áorkað. Páll Friðbertsson. Forstjóri, Súgandalirði. Hann er að segja má fæddur inni sitt hlutverk. Faö- ir hans var forustumaður um atvinnu- mál og það hefurfallið i hlut Páls að halda uppi merkinu. Oft hefur veriö þungt fyrir fæti, en nú hefur fyrirtækinu, sem hann hefur stjórnað, tekist aö koma á fót einu best búna frystihúsi á landinu og eignast nýjan skuttogara.Páll hefur átt þvi láni að fagna að eiga ágæta sam- starfsmenn'og Súgfirðingar hafa staðið fast saman um sin atvinnumál. Soffanias Cecilsson. Hefur nokkra sérslöðu i þessum hópi. Hann byrjaði formennsku og fyrirvinnu heimilis i barnæsku. Var um árabil af- burðafengsæll skipstjóri. FJn hætta skal hverjum leik þá hæst hann ber. Soffanias rekur nú fiskvinnslufyrirtæki á Grundarfirði. Hefur átt i vmsum brösum yið kerfið en ekki látið undan siga. Temur sér ekki víl eða vol. Litrik persóna sem gaman er að kynnast þeg- ar allt er undirlagt afbölsýni og barlóm. Þorsteinn Matthfasson hefur skráð þessa þætti, af sinni al kunnu háttvisi. Honum er það helst til foráttu fundið að hann leitar fremur eftir þvi betra i fari sinna viðmælenda. Málshátturinn „Fár bregður þvi betra ef hann veit hið verra” er honum víðsfjarri. Hann er ekki i nýtískulegri leit að ávirðingum og hneykslismálum. Það er óhætt að fullyrða aö þessi bók er lærdóinsrik og auk þess skemmtileg og myndum prýdd Ægisútgáfan

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.