Dagblaðið - 16.12.1980, Page 28

Dagblaðið - 16.12.1980, Page 28
LUKKUDAGAR: 16. DESEMBER 16325 Kodak pocket A1 myndavél. Vinningshafar hringi ísíma 33622. frjálst, úháð daghlað ÞRIÐJIJDAGUR 16. DES. 1980. Næturheimsókn fKökuhúsið Kökuhúsið og tvö önnur fyrirtæki í sama húsi við Austurstræti fengu heim- sókn óboðinna gesta í nótt. Lögreglu- menn sem gengu frá í húsinu eftir að uppvíst varð um innbrotið töldu að ekki hefði verið miklu stolið og skemmdir voru heldur ekki miklar. Rannsóknarlögreglumenn hófu rann- sókn sína á staðnum í morgun. -A.St. Deilan um Vörumarkaðinn á Seltjamamesi: „ísbjamarhúsið ekki verra en Hagkaupshúsið’’ —segir Þóroddur Skaptason, eigandi Nesvals „Mér finnst Magnús taka stórt upp í sig að fullyrða að skemman sé gömul skreiðarskemma. Þarna hefur verið vörugeymsla og að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa geymt vöruri þarna. Þetta hús er alveg sambærilegt við Hagkaupshúsið, þótt þetta sé minna,” sagði Þóroddur Skaptason, eigandi Nesvals, er hann var inntur eftir ummælum Magnúsar Erlends- sonar forseta bæjarstjórnar á Sel- tjarnarnesi í blaðinu í gær. Magnús sagði þar m.a. að verzlunarrekstur yrði ekki leyfður í gömlum skreiðar- skemmum. ,,Það er góð aðstaða í þessu húsi og ég hef fengið Þórhall Halldórsson hjá Heilbrigðiseftirlitinu til að líta á það. Hann benti á nokkur atriði sem ég mun lagfæra. Þá benti hann einnig á að ekki væri hægt að hafa verzlunarrekstur í sama húsi og fisk- vinnsla er í, en það verður ekki um að ræða þarna. Asíufélagið hefur keypt hinn hluta hússins og ætlar sér að hafa vörugeymslu þar. Ég hef ennþá ekki sótt um leyfi ■fyrir vörumarkað i þessu húsi enda fæ ég húsið ekki afhent fyrr en í júní á næsta ári. Lögfræðingur minn er bjartsýnn á að ég vinni þetta mál en ég tel ekki ráðlegt að ræða þetta frekar opinberlega á meðan málið er á þessu stigi,” sagði Þóroddur Skaptason. -ELA. Jón L teflir áEMpilta — sem hefst í Hollandi áfimmtudaginn Jón L. Árnason, skákmaðurinn snjalli, hélt í morgun til Groningen í Hollandi. Hann tekur þar þátt í Evrópumeistaramóti pilta, aldurstak- mark 20 ára eða yngri. Mótið hefst 18. desember og stendur til 2. janúar 1981. Skráðir keppendur eru 32 og verður teflt samkvæmt Monrad-kerfinu. Þekktustu keppendur auk Jóns á mótinu eru Karolyi, Ungverjalandi, Motwani, Skotlandi, heimsmeistari sveina, Sovétmennirnir Andrianov og Pigusov. Þá teflir þar K. Rasmussen frá Danmörku og Akesson frá Svíþjóð. -H.Sím. Bensínið í 595 krónur ámorgun? Gervasoni heldurjól á íslandi - þingsályktunartillaga til stuðnings kröfu um landvist Frakkans? Flóttamaöurinn franski, Patrick Gervasoni, heldur að öllum líkindum jól á íslandi að þessu sinni eftir að dómsmálaráðherrann ákvaðað fresta framkvæmd brottvísunar hans af landinu um ótakmarkaðan tima. Embættismenn í ráðuneytinu segja að Frakkinn fari héðan „innan tíð- ar”. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Gervasonis bað dómsmálaráðherra í gær að framlengja dvalarleyfið um hálfan mánuð, en samkvæmt fyrri ákvörðun ráðherrans átti Frakkinn að fara í gær. Ýmsar hræringar eru ,,á bak viö tjöldin” i Gervasoni málinu, meðal annars hafa alþingismenn sem hlynntir eru beiðni flóttamannsins um landvist beitt sér fyrir því að málið verði skoðað enn frekar. Meðal annars er áformað að þing- menn úr ölium flokkum leggi frani þingsályktunartillögu til stuðnings beiðni Gervasoni um landvist. - ARH % Nýr sveitar- stjóri íGarðinum — Stefán Ómar Jónsson Tuttugu og fimm ára gamall Mos- fellingur, Stefán Ómar Jónsson, hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Garðinum með öllum greiddum at- kvæðum. Stefán er fæddur 4. marz 1955 og mun vera einn yngsti sveitarstjóri á landinu. Hann lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum vorið 1976 og hefur sðan fengizt við verzlunarstörf, aðal- lega í Mosfellssveit, þar sem hann er fæddur og uppalinn. Stefán er kvæntur Ástu Sverrisdóttur og eiga þau tvö börn. - IHH Á ríkisstjórnarfundi í dag liggur fyrir heimild Verðlagsráðs til hækkunar bensínsverðs i 595 kr. I dag er verðið 515 kr. og er því hér um að ræða 80 kr. hækkun á lítranum. Stærsti hluti þessarar hækkunar mun stafa af gengisbreytingum en einnig ætlar ríkisstjórnin nú að nýta til fulls heimild sína til hækkunar bensínsgjalds til samræmis við byggingarvísitölu. Síðast þegar bensínið var hækkað var sú heimild ekki fullnýtt. -KMU. Krakkarnir á dagheimilinu við Lambastaðabraut á Seltjarnarnesi eru komnir íjólaskap, — eins op merkja má af því, að i gœrmorgun skelltu þau sér í jólabaksturinn og bökuðu piparkökur af miklum krafti — með dálítilli aðstoð fóstranna. DB-mynd: Einar Ólason. Bflstjóraverkfalli, sem hefjast átti á miðnætti, aflýst: Samið við bfí- stjóra og kokka mjögfanda annarra samninga, segirríkis- sáttasemjari Samkomulag tókst í morgun í deilu kaupfélags- og mjólkurbílstjóra á Suðurlandi og í Borgarnesi við at- vinnurekendur. Er þar með aflýst verkfalli bílstjóranna sem átti að hefjast á miðnætti. Sáttafundur hófst í gærmorgun og honum lauk í morgun, sem fyrr segir, þegar samningar voru undirritaðir á níunda tímanum. Þá tókst ennfremur samkomulag í nótt í deilu matreiðslumanna á far- skipum og atvinnurekenda þeirra. Fundur þeirra hófst sömuleiðis í gær. Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara eru samningarnir við bílstjóra og kokka mjög í anda þeirra samninga sem undanfarið hafa verið gerðir á vinnumarkaðnum. Fundi háseta á farskipum og viðsemjenda þeirra lauk hins vegar án samkomulags í nótt og verður sezt á ný að samningaborði síðdegis. Búizt er við að sjái fyrir endann á þeirri deilu innan tíðar. Bensínafgreiðslumenn og atvinnu- rekendur voru á fundi í gær hjá ríkis- sáttasemjara. Áframhald verður á viðræðum þeirra i dag. Óljóst er um framhald á viðræðum sjómannasamtakanna og útvegs- manna um bátakjarasamningana. Fundum sem fyrirhugaðir voru um síðustu helgi var frestað að ósk út- vegsmanna sem töldu sig fyrst þurfa að hafa tal af fulltrúum rikisstjórnar- innar. Næsti fundur um samninga verka- fólks í ríkipverksmiðjum verður á föstudag. -ARH.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.