Dagblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980. 4 Skorað á fólk að kaupa ekki leikfangavopn: „HLUTIAF ALÞJODLEGRIHERFERД — segir María Þorsteinsdóttir ,,Hér er þetta rétt að byrja en þetta er orðin alþjóðleg herferð,” sagði María Þorsteinsdóttir. María er í Menningar og friðarsamtökum íslenzkra kvenna sem þessa dagana biðja barnavini þess að kaupa ekki leikfangavopn handa börnum fyrir þá hátíð Ijóssins sem í hönd fer. „Herferðin á rætur að rekja til Sví- þjóðar og þar hefur hún haft þau áhrif að leikfangavopn sjást ekki í búðum Iengur, þau eru bönnuð. Á kvennaráðstefnunni Forum ’80 í: Kaupmannahöfn í vor var ákveðið að beita sér fyrir slíku banni um allan heim. Ég veit að hugmyndin hefur fengið mjög mikið fylgi í Danmörku og á öðrum Norðurlöndum og eins í Hollandi.” í þessum löndum eru það eins og hér samtök kvenna sem beita sér fyrir þessum óskum til manna um að kaupa ekki vopn. María sagðist vita til þess að konur erlendis hefðu „gert rassíu” í búðum á móti þesáum leik- föngum. Hér á landi er ekki ætlunin að fara út í svo róttækar aðferðir strax en blaðaskrif verða byrjunin. Síðan er ætlunin, ef nægt lið fæst, að dreifa á Þorláksmessu bréfi í leikfangabúð- um þar sem fólk er hvatt til að láta leikfangavopnin vera kyrr í verzlun- unum. Konurnar í Menningar- og friðar- samtökunum telja að leikfangavopn- in geti þróað með börnum ákveðið viðhorf til vopna fullorðinna og notkunar á þeim. Þetta viðhorf gæti hugsanlega verið það að sjálfsagt • væri að grípa til vopna í deilumálum. -DS. EKKIBARA MARINERUÐ Byssur og meiri byssur. Sannarlega ekki hugþekk l^íöng á hátið sem oft er kennd við frið. DB-mynd Gunnar Örn. ,,Ég fæ oft sendar tunnur með síld frá Vestmannaeyjum. Ég hef oftast marinerað síldina, jafnt kryddsíld sem saltsíld. En nú er fjölskyldan farin qð spyrja að því hvort ekki hægt að breyta eitthvað ^r]ega ^ með kryddsíldi-- Gæ''ó þjð ekkj- mér með uppskriftir?” sagði kona ein sem hafði samband við Neytendasíðuna. Það reyndist létt verk því þegar flett var upp í matreiðslubókinni Við matreiðum mátti sjá margar upp- skriftir að sildarréttum, bæði úr kryddsild og saltsíld. Hér fara þrjár þeirra. Sfld í tómatlegi: 4—6 salt- eða kryddsíldarflök 1/2—1 dl matarolía Dorðedik 1/2 dl vatn 1/2—1 dl tómatsósa eða tómatmauk 1/2—1 mks. sykur 1/8 tsk. pipar Skerið síldina í jafna bita og raðið í krukku eða djúpt ílát. Hrærið mav^_ olíu, tómatsósu, ediki^ vatnj og kryddi saman j-jeHjö leginum yfir síldin.“ og jatjð hana þjða j lokuðu iláti á köldum stað í 2—3 klst. Berið fram með sneiddum blaðlauk og harðsoðnum eggjum. Sérrísfld með eplum: 2—3 stór kryddsildarflök 4—5 msk. matarolia 2—3 msk. borðedik 2 msk. tómatsósa eða tómatmauk 1 dl þurrt sérrí 3 msk. smátt saxaður laukur pipar (nýmalaður) 1 stórt epli 1 laukur Skerið síldina í meðalstór stykki. Þeytið saman olíu, edik, tómatsósu og sérrí. Lauk og pipar hrært saman við. Leggið síldina í löginn og látið álþynnu eða lok yftr ílátið. Bíði í 5— 6 klst. Flysjið eplið og skerið í smá- bita. Saxið laukinn fremur gróft. Blandið um af eplabitunum og *alllf,7ium saman við síldina en skreytið með því sem eftir er. Sfldarkrás: 2 kryddsíldarflök 2—3 msk. litlir laukar 1 msk. rifin piparrót eða kavíar ný eða niðursoðin paprika steinselja 4 hráar eggjarauður 4 sitrónusnciðar. Skerið síldina í mjóar ræmur eða bita. Látið hana, laukana og pipar- rótina í lítil glös og kælið í klukku- stund. Bætið einni hrárri eggjarauðu í hvert glas og skreytið með paprik- unni, steinseljunni w ;‘úrónu- Sr.Ciíjunum. Berið fram með rúg- brauðssamiokum sem t.d. fyrsta rétt til miðdegisverðar. Fleiri góðar uppskriftir að síldar- réttum eru í Við matreiðum og bendi ég hér með þeim sem vilja lesa meira að koma höndum yfir bókina, á bókasafni eða í verzlun. -DS. Heimatilbúið síróp „Þið voruð að tala um verð á sírópi um daginn. Svo vill til að ég kann að búa til siróp sem er miklu ódýrara en það sem fæst í búðum,” sagði kona sem hringdi. Hún vildi aðeins nefna sig Höllu í Hafnarfirði. Sírópið hennar er búið til á eftirfar- andi hátt: 1 kg strásykur er brúnaður á pönnu, alls ekki brenndur. Pannan verður að vera barmahá svo ekkert fari út af. 6—7 dl. af vatni er bsett í og látið sjóða. Þá er bætt i teskeið af salti. Þetta er siöan látið kói»; J,á er siroplO tilbúið. Halla sagði að þetta siróp væri hægt að nota í allar kökuuppskriftir sem krefðust síróps. Einnig sagði hún að það væri á sínu heimili afar vinsælt í núggatsósu. Hún er búin til úr pela af rjóma og 2—4 teskeiðum af sírópinu. Þá er byrjað á því að kæla það ögn niður og það síðan sett í þeyttan rjómann. Gott með ís og frómasi, eða hvaða ábæti sem er. Strásykur kostar núna um 700 krónur kílóið og kílóið af sírópinu kostar svona 600 krónur. Síróps- kílóið kostar um 2 þúsund krónur út úr búð, eða jafnvel meira. Sparn- aðurinn er því ekkert smáræði. Við þökkum Höllu kærlega fyrir upp- skriftina. Raddir neytenda i Upplýsingaseóill til samanDurðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðai almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar I fjöiskvldu af sömu stærð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- I tæki. 1 Nafn áskrifarmtt Heimili I i i / i Sími I------------------------ I I Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í nóvembermánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. Það er hægt að matreiða síld á ótal vegu eins og þessi mynd ber með sér. Hún er tekin á sildarkvöldi sem haldið var á Hótel Loftleiðum snemma i vor. DB-mynd Bj.Bj. ma ilfilV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.