Dagblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980.
35
FILMUR OG VÉLAR S.F.
»
NAFN...........................................................
HEIMILI.......................................................
Strikið undir það nafn, sem ykkur þykir líklegast. Klippið síðan mynd-
ina og lausnina út og geymið með þeim níu, sem á eftir koma. Þegar síð-
asti jólasveinninn hefur birzt á Þorláksmessu, setjið þá allar lausnirnar í
umslag og merkið það:
Dagblaðið „Jólagetraun"
Síðumúla 12 105 Reykjavík
Skilafrestur á jólagetrauninni er til 30. desember.
erum við komnr med fu/ft hús af
skrauti og jóhpappír sem enginna
ermeá
MMHUSIO
Laugavegi 178 — Sími 86780
(næsta hús við Sjónvarpið)
JÓLAGETRAUN DB1980
Skarphéðinn
Skúli Úskarsson
Skyrgámur
I ■ i unmiimMinMuiii
Skólavörðustíg 41 — Sími 202S5
VI. HLUTI
Hvað heita gömlu, íslenzku,
hrekkjóttu jólasveinarnir sem tínast
til byggða einn af öðrum síðustu
dagana fyrir jól? Um það snýst jóla-
getraun Dagblaðsins að þessu sinni.
Að undanförnum árum hafa þús-
undir lesenda Dagblaðsins tekið þátt í
jólagetrauninni. Engin furða, því að
ávallt hafa vinningarnir verið sérlega
glæsilegir. í ár eru fyrstu verðlaunin
Nordmende myndsegulbandstæki frá
Radíóbúðinni. Verðmæti þess er
rúmlega hálf önnur milljón króna. í
önnur og þriðju verðlaun er bók
Halldórs Péturssonar, Myndir, sem
Prenthúsið gefur út. Hvor þeirra um
sig kostar um 39 þúsund krónur. Með
þessi verðlaun í boði má búast við þv
að metþátttaka verði i jólagetraun-
inni að þessu sinni.
Jólasveinninn, sem við spyrjun
um heiti á í dag, er mathákur hinr
mesti, eins og sjá má á mynd Hall
dórs Péturssonar. Hann á sér þd
alveg sérstakan uppáhaldsmat, sen
hann borðar með mjólk og sykri. Héi
fyrr á árum var aðeins um eina gerí
af þessu lostæti að ræða en nú getu
jólasveinninn valið um nokkra
bragðtegundir. Hvað heitir hanr
þessi?
Heimsins fyrsta vatnsþétta vasamyndavélin.
. oitai69’: VATNSÞÉTT
^teð,^aW«»'feiðo POTTÞÉTT
VASAMYNDAVÉL
MINOLTA
WEATHERMATIC-A
Borgarspitalinn er einn af þeim stöðum þar sem lífið gengur sinn vanagang um hátíðir.
FÉLAGSMÁL 0G VINNA - útvarp kl. 22,35:
SUMIR ÞURFA AÐ
VINNA Á JÓLUNUM
„Aðalefni þáttarins er vakta-
vinna,” sagði Tryggvi Þór Aðal-
steinsson, annar umsjónarmanna
þáttarins Félagsmál og vinna sem er í
kvöld. Þáttur þessi er almennt um
málefni launafólks, réttindi þess og
skyldur. Það er töluverður fjöldi
fólks sem þarf að vinna á almennum
frídögum og stórhátíðum. í þættin-
um rætt.við fólkervinnurvaktavinnu
og verður að vinna yfir hátíðirnar.
Talað er við starfsmann i Álverinu,
konu sem vinnur á Borgarspitalanum
og lögregluþjón. Spjallað verður um
ýmislegt sem varðar vaktavinnu og
hvað þeim finnst um það að vera að
vinna þegar aðrir eiga fri. Einnig
verður fjallað um hvernig fólk getur
brugðizt við ef það fær laun sín ekki
greidd á réttum tíma. Umsjónarmað-
ur ásamt Tryggva Þór er Kristín H.
Tryggvadóttir fræðslufulltrúi BSRB,
en Tryggvi Þór er fræðslufulltrúi
Menningar- og fræðslusambands
alþýðu (MFA).
-GSE
LEIKRIT VIKUNNAR, TÓLF ÁRA
—útvarpkl. 21,10:
Enginn má liggja
áliðisínu
í kvöld verður flutt leikritið Tólf ára
eftir norska höfundinn Rolf Thoresen.
Leikritið fjallar um tólf ára dreng,
Pétur, sem leikinn er af Felix Bergs-
syni, og afa hans, sem leikinn er af Val
Gíslasyni. Gamli maðurinn er bezti
vinur Péturs litla því foreldrarnir vinna.
svo mikið að þeir hafa lítinn tíma til að
sinna honum. Það er ýmislegt sem þeir
félagar bralla, m.a. segir gamli maður-
inn drengnum frá atvikum úr striðinu,
þegar hann hélt að hann væri að byggja
upp betri heim. En nú er ný hætta á
ferðum. Það á að leggja hraðbraut
gegnum friðsælt þorp og spilla með því
umhverfinu og heilsu manna. En hvað
geta gamall maður og tólf ára drengur
aðhafzt?
Aðrir leikendur en Felix Bergsson og
Valur Gíslason eru þau Guðrún
Ásmundsdóttir og Steindór Hjörleifs-
son. Þýðinguna gerði Torfey Steins-
dóttir, én Klemenz Jónsson stjórnar
flutningi. Tæknimenn eru þeir Runólf-
ur Þorláksson og Bjarni R. Bjarnason.
Höfundur leiksins, Rolf Thoresen,
hefur vakið mikla athygli á síðari árum
fyrir leikrit sín. Hann hlaut verðlaun i
Valur Gíslason leikur afann i útvarps-
leikriti vikunnar.
leikritasamkeppni norska útvarpsins
1976. íslenzka útvarpið hefur áður flutt
verk hans, Frekari afdrif ókunn, árið
1978.