Dagblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 26
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980. 26 I Menning Menning Menning Menning morðingjann og fortíð hans sem tæpt er á í tilvitnuninni hér á undan. Hvers vegna verður fyrrum rólyndur fjöl- skyldumaður morðingi einn góðan veðurdag? Ég hefði gjarnan viljað kynnast morðingja Palmgrens betur. í staðinn fáum við að kynnast sænsk- um löggum þeim mun betur. Mikið er lagt upp úr því að segja okkur að þær séu þó nokkuð mannlegar: Sænskar löggur fá magasár eins og við hin, þær lenda í hjónaskilnaðarstandi, framhjáhaldi, rífast við makann, fá sér í glas og halda partí. Meira að segja ganga löggukonur og löggu- karlar í eina sæng saman og gera hitt (ojbara). Pólís, pólís . . . er liklega í minna lagi spennandi af sakamálasögu að vera. Atburðarásin er hæg en það er auðvitað smekksatriði hvort lesandi lætur það fara í pirrurnar á sér eða ekki. Ég kunni vel við „tempóið” í sögunni. Eftir lesturinn voru margar persónurnar að mörgu leyti eftir- minnilegri en söguþráðurinn sjálfur og einstök atvik. Þessir sænsku höfundar eru skrambi lagnir við að búa til eftirminnilegt fólk úr orðum. Og ágæt þýðing Ólafs Jónssonar á sögunni skemmir ekki fyrir melting- Bók menntir Af sænskum löggum Enn ein bók um Martin Beck Maj Sjöwall & Par Wahlöö: PóUs, póUs, skáldsaga um gl«p Pýöandi: ólafur Jónsson Útgefandl: Mál og menning 222 blaðaHkir Mál og menning afsakaði það baki brotnu hér um árið þegar þetta stolt bókmenntasósíalista af eldri kynslóð- inni fór út á þá braut að gefa út saka- málasögur. Um það bil er fyrsta bókin eftir sænsku höfundana Maj Sjöwall og Per Wahlöö kom út í íslenskri þýðingu fór Þjóðviljinn á stúfana og birti breiðsíðuviðtal við einhvern stjóra hjá Máli og menningu (mig minnir það hafi verið annað- hvort Þröstur Ólafsson eða Þorleifur Haukson). Ég man ekki betur en maður mælti eindregið með útgáf- unni af því sænsku reyfararnir væru gagnrýnir á þjóðfélagið — gott ef ekki framsækin bókmenntaverk. Hvað um það, útgáfan fór af stað og fyrst kom Moröið á ferjunni, þá Maðurinn sem hvarf, Maðurinn á' svölunum, Löggan sem hló og Bruna- bíllinn sem týndist. Núna er komin sjötta bókin eftir Svíana af alls tíu: Pólis, pólfs. . . . skáldsagaumglæp. Ég verð að játa á mig að hafa ekki fyrr lesið bækur eftir Sjöwall og Wahlöö. Skortir því samanburð við önnur ritverk höfundanna. Hins vegar rámar mig í að hafa séð kvik- mynd eftir sögu sömu höfunda í Austurbæjarbíói fyrir fáum árum. Sú mynd þótti ágætlega gerð og spenn- andi vel. Skýtur mann í hausinn Sagan hefst á því að maður nokkur röltir inn á veitingahús af dýrari gerð- inni í Málmey, dregur upp skamm- byssu og skýtur mann í hausinn. Fórnarlambið, kapitalistinn Viktor Palmgren, deyr skömmu siðar í sjúkrahúsi en morðinginn sleppur út um glugga á veitingahúsinú án þess að nokkur viðstaddur beri kennsl á hann. Þannig fá Martin Beck og félagar hans i rannsóknarlögreglunni í Stokkhólmi verkefni í hendurnar að leysa: Hver kálaði Palmgren? Fortíð stóreignamannsins og um- svif hans á fjármálasviðinu koma við sögu við rannsóknina. Málið teygir fljótlega angana til Kaupmanna- hafnar og þaðan til Stokkhólms. Og auðvitað er sá seki gómaður áður en yfir lýkur. Við yfirheyrslur segir hann um ástæður verknaðarins: „Þegar allt var komið í kring, at- Úr kvikmyndinni Hjartarbaninn. BANVÆNN Hjartarbaninn á bók E.M. Corder: Hjartarbaninn. The Deer Huntor. Pýöandi: Eríingur Sigurösson. Útgefandi: Bókaútgófan ögur, Akureyrí. 158 blaösíöur. Kvikmyndin Hjartarbaninn var þaulsetin í sýningarsölum Regn- bogans á sínum tíma. Gekk þar viku eftir viku fyrir fullu húsi áhorf- enda. Kvikmyndin þótti tæknilega á- gætlega gerð og leikarar skiluðu hlut- verkum sínum þokkalega vel. Hugmyndafræði myndarinnar er hins vegar vond: Réttlæting á striðs- brölti Bandaríkjanna í Asiu, fyrst og fremst í Víetnam og bullandi kynþáttafordómar. Góðu strákarnir þurftu að fara í krossferð fyrir föður- landið, sumir beint úr brúðar- sænginni, í fjarlægt land, til að drepa gula villimenn. Sumir komu heim heilir, aðrir lemstraðir, enn aðrir í likkistum. Og Hjartarbanamyndinni lauk á erfidrykkju að lokinni jarðar- för eins krossfarans þar sem vina- hjörðin drakk bjór á barnum og söng grátklökk: „Guð blessi Amer- íku . . .!” Samnefnd bók, Hjartarbaninn, er nýkomin út í íslenzkri þýðingu. Texti hennar er nákvæm endursögn á efnis- þræði kvikmyndarinnar, svo ná- kvæm að mér flýgur helzt í hug að kvikmyndin hafi orðið til á undan bókinni en ekki öfugt eins og algeng- ast er í þeim bransa. Bókin getur vafalaust hjálpað þeim, sem vilja rifja upp kvikmyndina, en ég gæti trúað að þeim, sem ekki sáu myndina þætti viða farið fullfljótt og yfir- borðslega yfir sögu til að fá botn í efnisþráðinn á köflum. Bókin er sem sagt ekki ýkja merkilegt ritverk, burt séð frá hugmyndafræðinni, sem er mér jafnmikið á móti skapi og í kvik- myndinni. Olafur Jónsson — þýðir Pólis, pólís. vinnumissir, húsnæðismissir og loks skilnaður við konu og börn, og hann sat einn síns liðs í Málmey og íhugaði hvar komið væri, þá rann það æ ljósar upp fyrir honum hver var undirrót allrar hans ógæfu. Það var Viktor Palmgren, arðræninginn sem makaði krókinn á kostnað annarra, auðmaðurinn sem aldrei skeytt hót um starfsfólk sitt né leiguliða.” (215). Aö búa til glæpamenn Mér skilst að Sjöwall og Wahlöö skrifi ekki reyfara reyfaranna vegna heldur vilji meðal annars nota saka- málasöguformið til að bregða birtu á það hvernig blessað samfélagið okkar býr til glæpamenn. Tækifærið gefst í þessari sögu en er ekki notað. Ég hefði viljað vita miklu meira um interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr. 14 - S. 21715, 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis TUboðs- verð á kinda- bjúgum KJÚTBÚÐ SUÐURVERS STiGAHLÍÐ - SÍMI35645 Steinn Steinarr, séður með augum Halldórs Péturs- SOnar- (Úr bókinni Myndlr Halldórs Péturssoonar) KVOLDVISA áL*' iKriÍ^íáltíat^SSÍfíSl^ti. Tónlist Kvöldvisa, hljómplata maö lögum Torfa Ólafssonar við Ijóð Steins Steinarrs. Útgefandi, Torfi ólafsson. Á ekki við allra hörpu „Andi hans var eins og lúmskt eðalvín í hankabrotnum kaffibolla.” — Svo mæltist örlygi Sigurðssyni um öreigaskáldið mikla. Unglingum eftirstríðsáranna veitist erfitt að skilja allar þær hatrömmu deilur, sem um skáldskap Steins spruttu, en enn erfiðara á ég með að skilja fælni tónskálda við ljóð hans. Varla hafa þau öll jafnhaldbærar skýringar og Sigfús Halldórsson, en hann segir svo í bók sinni: „Ég met ljóð Steins mikils — en ég hef ekki gert lag nema við eitt þeirra. Þau skírskotuðu ekki til mín sem efniviður í lög, þau áttu ekki við mína hörpu.” Það hefur því fallið fremur í hlut þeirra, sem nefna sig „alþýðutónskáld” að syngja ljóð Steins. Kannski eru þau ekki eins varfærin við slátt sinnar hörpu. Torfi Ólafsson hefur samið tíu lög við ljóð Steins. Á hljómplötu sem þessari getur verið erfitt að greina hvað er lagsmíðin og hvað hin svokallaða útsetning. En aðferðin gildir einu, endanleg útkoma er það sem kall- að er lagið á plötunni. Lögin eru einföld og mörg þeirra þokkaleg. Meðferð strákanna í Mezzoforte verður síst til að spilla fyrir. — Útsetjarar á lögunum eru skráðir Eyþór Gunnarsson og Friðrik Karlsson og svo eru sérstakir raddsetjarar tilgreindir í sumum laganna,- Barnsleg einfeldni Söngvarar eru Eiríkur Hauksson, Ingi- björg Ingadóttir, Jóhann Helgason, Jóhann G. Jóhannsson og Sigurður K. Sigurðsson. Af söngvaraliðinu finnst mér Sigurður bera af. Það er einhver heillandi barnsleg einfeldni í þróttmikilli rödd hans, sem gerir hann frábrugðinn öðrum dægursöngvurum. Aðeins í þeim lögum.sem hann syngur fer ekki eins fyrir mér og við hiustun afgangsins af plötunni — að smám saman renni lögin út í hljómgerva móðu, sem snilldarljóð Steins stígi upp úr. Fráfælendi umbúðir En platan er vel útgáfunnar virði og þessi frumraun Torfa hreint ekki svo galin. Upptakan er vel unnin og skurður og pressun hafa tekist bærilega. Vonandi láta menn með eindæmum bjálfalega skreytingu á framhlið plötumslags ekki fæla sig frá að kynna sér innihaldið, sem er af töluvert annarri hlaupvídd, með mun skarpari hleðslu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.