Dagblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980.
0
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I
Sovétmenn snúa þróun við í jafnréttismálum kynjanna:
Konumar reknar heim
af atvinnumarkaðinum
—eiga nú að einbeita sér að því að f jölga sovézku þjóðinni
Castro sendir
Reagantóninn
Fidel Castro, leiðtogi Kúbumanna,
sendi Ronald Reagan nýkjörnum
Bandarikjaforseta tóninn i ræðu sinni
við upphaf aðalþings kommúnista-
flokks Kúbu, sem hófst í gær. Hann
sagði að öfgasinnaðir hægrimenn
hefðu nú komizt til valda ,,í landi
öflugustu heimsvaldasinnanna”. Hann
sagði að Kúba mundi aldrei gefast upp
ef Bandaríkjamenn réðust á eyjuna, og
fékk að launum mikið klapp þingfull-
trúa. í kosningabaráttu sinni lýsti
Reagan því yfir að hafnbann á Kúbu
væri hugsanlegt svar Bandaríkjanna
við íhlutun Sovétrikjanna í öðrum
heimshlutum.
Keypti hús
handa Glistrup
Hópur fólks í Framfaraflokknum
danska hefur ráðizt i að kaupa heiðurs-
bústað handa leiðtoga sínum Mogens
Glistrup i Sorgenfri fyrir norðan Kaup-
mannahöfn. Kaupverð hússins var 160
milljónir íslenzkra króna.
„Við viljum koma í veg fyrir að
Glistrupfjölskyldan búi við þær
aðstæður að fógetinn heimsæki hana
annan hvern dag,” segir Leif Glens-
gaard, þingmaður flokksins. „Við
viljum lika heiðra þann mann sem með
sínu pólitíska starfi hefur lagt sig fram
um að bæta samfélag okkar,” sagði
Glensgaard.
Skattayfirvöld hafa nú gert lögtak í
heimili Glistrups vegna vangreiddra
skatta hans og kemur þessi ákvörðun
flokksfélaga hans í kjölfar þeirra at-
burða.
Haig verður
yfirheyrður
um Vietnam
ogWatergate
Ronald Reagan sagði í gær að hann
stæði við hina umdeildu útnefningu
sína á Alexander Haig í embætti utan-
ríkisráðherra og kvaðst þess fullviss að
Bandaríkjaþing mundi staðfesta hana.
Ýmsir leiðtogar demókrata hafa
lagzt mjög gegn útnefningu Haigs
vegna embættis hans í Hvíta húsinu á
tímum Watergatehneykslisins. Þeir
hafa lýst því yfþ að farið verði ofan í
saumana á Watergatemálinu við rann-
sókn þingsins á fortíð Haigs, sem hefst
9. janúar næstkomandi. ,,Ég ber fyllsta
traust til hans,” sagði Reagan í gær við
fréttamenn aðspurður um Haig. Alan
Cranston, öldungadeildarþingmaður
frá Kaliforníu úr flokki demókrata,
sagði í gær: „Mér ber skylda til þess
samkvæmt stjórnarskránni að ýfa upp
gömul sár þar sem Haig gegndi þýð-
ingarmiklu embætti á tímum Water-
gatehneykslisins og Vietnamstríðsins.”
Á sama tíma og hlutdeild kvenna í
atvinnulifinu fer stöðugt vaxandi á
Vesturlöndum eru Sovétmenn að
gefast upp á þeirri skipan mála, og
frá og með 1. janúar næstkomandi
ganga í gildi ný lög þar i landi, sem
banna konum að vinna við alls 460
starfsgreinar. Það eru einkum þau
Pravda, málgagn sovézka kommún-
istaflokksins, sakaði í gær Atlantshafs-
bandalagið um að hafa ekki í heiðri
viðteknar venjur í samskiptum þjóða. í
blaðinu sagði meðal annars: „Leiðtog-
ar Nató-ríkjanna hafa ekki farið dult
með að þeir yrðu mjög ánægðir ef þró-
un mála í Póllandi yrði með þeim
hætti.að ríkisstjórn landsins og komm-
störf sem á Vesturlöndum hafa lengst
af verið talin karlmannsstörf, sem
sovézkar konur eiga nú að hætta í.
Hinum nýju lögum er ætlað að
verða til þess, að fæðingum fjölgi
á ný í Sovétrikjunum. Sovézkum
konum er með öðrum orðum ætlað
að sinna í ríkara mæli en áður sinum
únistaflokkurinn réðu ekki lengur við
ástandið og ringulreið og stjórnleysi
héldi þar innreið sína.”
Þá itrekaði Pravda að Pólland
„var, er og verður traustur hlekkur i
fjölskyldu sósíalskra ríkja.”
Blaðið sagði að ráðherrar Nató-ríkj-
anna, sem komu saman til fundar í síð-
ustu viku, heföu lagt sig fram um að
jákvæðu hjúskaparskyldum og ráða-
menn vona síðan að það verði til
þess, að fjölgun þjóðarinnar verði
viðunandi á nýjan leik.
Leonid Sharikov, sérfræðingur í
vinnumálum Sovétríkjanna segir:
„Ég hef oft furðað mig á því, hvers
bera út óhróður um Sovétríkin og fyrir-
ætlanir þeirra. Pravda sagði að ýmsir
leiðtogar Nató væru nú reiðubúnir til
að hlutast til um innanríkismál Pól-
lands á annan hátt en þeir hefðu gert
áður. Blaðið varaði við slikri íhlutun og
sagði að ef Nató-ríkin hefðu áhuga á
slökunarstefnunni ættu þau að einbeita
sér að viðræðum um afvopnunarmál.
konar störf konur okkar eru tilbúnar
að taka að sér. Oft hreinlega gapi ég
af undrun. ” Á þessu verður nú breyt-
ing og sovézkar konur munu í fram-
tíðinni einkum sinna þeim störfum
sem löngum hafa verið talin henta
kvenfólkinu svo og þeim skyldum
sem náttúran ætlar þeim.
Gíslamáliðy
Svars írans
beðið með
eftirvæntingu
Embættismenn Teheranstjórnarinn-
ar hafa varað við bjartsýni um að hægt
verði að láta gíslana 52, sem verið hafa
i haldi í Iran í þrettán mánuði, lausa
fyrir jól. Slík bjartsýni kom í kjölfar
yfirlýsingar Irana um að gíslarnir yrðu
afhentir fyrir jól ef Bandaríkjamenn
legðu fram tryggingar fyrir því að fjár-
munir þeir sem Iransstjórn hefur
krafizt í skiptum fyrir gíslana yrðu
reiddir af hendi.
Muskie utanrikisráðherra Bandaríkj-
anna sagði að möguleikar væru á að
gíslarnir yrðu látnir lausir innan tíðar.
„En meðan við vitum ekki um smá-
atriði í afstöðu þeirra nú vitum við ekki
hvort þeir krefjast þess að við göngum
lengra en við getum gengið,” sagði
Muskie.
Einn af æðstu klerkum í íran,
Ayatollah Mohammed Beheshtei, sagði
í gær að nú væri ekki lengur spurning
hvort gíslarnir yrðu látnir lausir heldur
hvenær það yrði.
Nú er beðið með mikilli eftirvænt-
ingu eftir nýjasta svari íransstjórnar
við síðasta tilboði Bandaríkjamanna.
Alsírmenn, sem hafa verið milligöngu-
menn í málinu, gátu ekki í gær upplýst
hvenær svar íransstjórnar bærist.
Erlendar
fréttir
V /
Breyttir tímar í Beijing
Á myndinni hér að ofan eru fjórir þeirra manna, sem fjórmenningaklikan svonefnda er sökuð um að hafa ofsótt á tfmum
menningarbyltingarinnar i Kina. Þeir eru frá vinstri Deng Xiaoping, Zhou Enlai, Zhu De og Chen Yi. Myndin er tekin i júli
1965. Nú eru hins vegar breyttir tlmar i Klna og Deng Xiaoping er óumdeilanlega valdamesti maður i Kína.
Nú er réttur við hlutur þeirra sem urðu fórnarlömb fjórmenningaklfkunnar en þeir sem stóðu f einhverju samstarfi við fjór-
menningana eiga ekki upp á pallborðið hjá núverandi valdhöfum landsins. Þannig er fullvfst talið að Hua Guofeng, núver-
andi formaður kínverska kommúnistaflokksins, verði hrakinn frá völdum á flokksþinginu i næsta mánuði. Raunar hafa þær
fréttir borizt frá Kina að hann hafi þegar játað á sig stórfelld mistök i starfi og sagzt reiðubúinn að segja af sér.
Sovétmenn vara Nató-ríkin
við afskiptum af Póllandi
— Pólland var, er og verður traustur hlekkur í Varsjárbanda-
laginu, segirPravda
HERERBOKIN!
Ásgeir Jakobsson:
GRÍMS SAGA TROLLARASKÁLDS
„Sagan segir frá því sem Grímur reynir á togurunum á stríðs-
árunum og þar er allt á sínum stað: lífsháskinn, hjátrúin, veðurhörkur,
manntjón, slagsmál, rosalegar uppákomur og tilsvör, fyllerí og kvennafar... Þessi
„sjómannabók" fer í hinn betri flokkinn." — Árni Bergmann, Þjóðviljinn.
LOKSINS SJÓMANNABÓK, SEM SELTUBRAGÐ ER AF!
SKUGGSJA
BÓKABÚÐ OL/VERS STEINS SF
„Saga Gríms trollaraskálds er afbragðsvel rituð, sögð á lifandi og kjarngóðu
sjómannamáli... saga sem allir ættu að lesa... Þessi bók er tvímælalaust merkust og
íslenskust þeirra nýju skáldsagna sem ég hef lesið í vetur.“ — Jón Þ. Þór, Tímanum.
„Mér var sannarlega oft dillað við lestur sögunnar... Þar er lífinu, veiðunum og
lífshættunni á togurunum lýst af meiri þekkingu og glöggskyggni en nokkur hefur
gert áður... Mér dettur í hug að einhvern tíma gerist það, að ungur og metnaðar-
gjarn íslenskur fræðimaður — eða jafnvel breskur — grípi þessa bók feginshendi
sem tilvalið efni í doktorsritgerð." — Guðm. G. Hagalín, Morgunblaðinu.