Dagblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980.
21
Eigendur Bakarameistarans í mál við
bæjarstjórann á Seltjarnamesi:
Vörumarkaðurinn vildi
bakarísplássið líka
— í nýja miðbænum á Seltjarnarnesi
„Það eru liðin tvö ár síðan Sigurgeir
Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi
gaf okkur loforð fyrir lóð í nýja mið-
bænum á Nesinu undir bakarí. Allt
okkar samband við bæjaryfirvöld á
Nesinu fór fram í gegnum Sigurgeir.
Við töldum að hann væri heiðarlegur
maður og að takandi væri mark á
orðum hans,” sagði Jóhannes Björns-
son bakari og ánnar eigandi Bakara-
meistarans í Suðurveri.
„Við höfum farið tvisvar utan,
bæði til að láta teikna fyrir okkur nýja
bakaríið og eins til að kynna okkur
nýtizku vélar. Þetta vissi bæjarstjór-
inn, þvi við fórum til hans áður en við
fórum i seinni ferðina. Síðan fréttum
við það út í bæ að Vörumarkaðurinn
hafi fengið úthlutað fyrir bakarii. Þetta
var að sjálfsögðu eins og köld vatns-
gusa framan í okkur.
Núna erum við í þröngu húsnæði og
höfðum byggt okkur framtíðarplan
upp á nýja húsnæðinu m.a. með
breyttri og aukinni framleiðslu. Við
töluðum að sjálfsögðu um þetta við
Sigurgeir sem fór undan í flæmingi og
sagði að Vörumarkaðurinn hefði sett
þau skilyrði að fá allt plássið. Mér
finnst það undarlegt þegar heilt bæjar-
félag lætur bissnissmann úti i bæ setja
sig upp við vegg.
Ég er eini bakarameistarinn sem
búsettur er á Seltjarnarnesi og það er
hart að það skuli gengið fram hjá mér
fyrir ófaglærðan mann í þessari grein,”
sagði Jóhannes Björnsson. „Mér finnst
það anzi hart þegar æðsti maðurinn í
bæjarfélaginu leikur sér með eldinn, en
það hefur Sigurgeir gert með því að
draga okkur á asnaeyrunum allan
þennan tíma. Inn í þetta mál spilar
óþarfa pólitík. Við höfum verið að
gæla við þá hugmynd að fara í mál við
bæjarstjórann vegna þessa og fá í lið
með okkur lögfræðing Landssambands
bakarameistara. Ég hef þekkt Sigurgeir
lengi og mér finnst leiðinlegt að hann
skuli vera ómerkilegur, en við eigum
eftir að heilsa upp á hann og óska
honum gleðilegra jóla. ”
-ELA.
MargfÖld metsölubók um
flótta úr þrælabúðum nazista
i Noregi.
Sannar frásagnir af hetju-
dáðum, mannraunum og ógn-
vekjandi atburðum.
Kossar hans kveiktu eld í
blóði hennar. En var hann
morðingi?
Hvers vegna óttaðist hún
manninn sem hún elskaði?
Æsispennandi njósnasaga. Brjálaður byssumaður hélt
Miskunnarlaus og grípandi. 100 manns í gíslingu.
FRANCIS CLIFFORD
HÖRPUÚTGÁFAN
STEKKJARHOLT 8--10 - SÍMI93-1540
300 AKRANES - ÍSLAND
JÓLASALA A LÆKJART0RGI
TIL STYRKTAR GEÐSJÚKUM
Félagið Geðhjálp verður með úti-
sölu á Lækjartorgi nk. föstudag frá
10 til 18, þar sem seldar verða bækur,
heimabakaðar smákökur og jóla-
skreytingar. Á fimmtudagskvöld
munu félagsmenn hittast í húsakynn-
um hinnar nýju geðdeildar Landspít-
alans, III. hæð, til að búa til jóla-
skreytingarnar.
Þeir veiunnarar félagsins sem vilja
leggja fram liö sitt eru beðnir að
koma þangað, hvort sem þeir kjósa
heldur að klippa jólaskraut eða koma
með kökur eða aðra söluvöru. Allur
ágóði af útisölunni rennur að sjálf-
sögðu til baráttunnar fyrir málefnum
geðsjúkra og eflaust munu margir líta
við á söluborði Geðhjálpar á Lækjar-
torgi á föstudaginn.
-IHH
CASIQ BYLTING í ÚRA-FRAMLEIÐSLU
iSvona
eða
svona
SAMA ÚRIÐ MEÐ TVÖ ANDLIT
AA81 býður upp á:
K/ukkutíma>, mín., sek., mánaðardag, vikudag.
Sjá/fvirka dagatalsleiðréttingu um mánaðamót.
Að hægt sé að hafa tvo tima samtimis.
Niðurteljara frá 1. mín. tilklst
Vekjara.
Hljóðmerki á háifum og heilum tima.
Rafhlöðu sem endist i ca. 18 mánuði.
Árs ábyrgð og viðgerðarþjónustu.
Er högghelt og vatnshelt
M—1200 býður upp á:
Klukkutíma, mín., sek.
Mánuð, mánaðardag, vikudag.
Vekjara með nýju lagi alla daga
vikunnar.
Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu
um mánaðamót
Bæði 12 og 24 tíma kerfið.
Hljóðmerki á klukkutíma fresti
með „Big Ben " tón.
Dagatalsminni með afmælislagi.
Dagatalsminni með jólalagi.
Niðurteljara frá 1 min. til klst.
og hringir þegar hún endar á
núlli.
Gkr. 96.700.- Nýkr. 967,00.-
CASIO verfl á úrum er frá gkr. 39.950 til 96.700.
CASIO vasatölvur frá gkr. 18.900
BANKASTRÆTI8
SÍMI27510
CASIO-UMBOÐIÐ
• Skeiðklukku með millitíma.
• Rafhlöðu sem endist í ca. 2 ár.
• Árs ábyrgð og viðgerðarþjón-
ustu.
• Br högghelt og vatnshelt.
G.kr. 96.700.-
Nýkr. 967,00.-
MORTH
; SIAR
Teg. 3459
Ljósbrúnir fóðraðir kuldaskór úr leðri.
Kr. 31.320.
Teg. 3047
Ljósbrúnir og bláir/Hunting leður.
Kr. 26.230.-
STÆRÐIR
40-45
ALLAR GERÐIR
MEÐ SLITSTERKUM
STÚMUM SÓLUM.
Teg. 5550
Rauðbrúnir fóðraðir kuldaskór úr leðri.
Kr. 31.620.
Teg. 3049
Brúnir leður kuldaskór, fóðraðir með ekta
skinni og svampi.
Kr. 31.860.
A TH! Póstsendum
einnig má gera margs konar önnur góð
kaup, m.a. stökpörá tombóluverði.
ÓDÝRISKÓKJALLARINN
BARÓNSSTÍG 18.
SÍMI23566.