Dagblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980. Gert er ráð fyrir minnkandi norðan- átt um allt land, éljagangurinn norö-, anlands mun fara mlnnkandi. Bjart ■ verður á Suðuriandi. í kvöJd þykknar upp með vaxandi austanátt á 8uð-| vesturiandi. Klukkan 6 var norðnorðaustan 4, léttskýjað og —8 stig ( ReykjavSt, austan 6, skýjað og —8 stig á Gufu- skálum, suðaustan 3, snjóél og -11 stig á Galtarvlta, norönorðvestan 6, snjókoma og —10 stig á Akureyri, noröan 8, snjókoma og —10 stig á Raufarhöfn, norðnorðvostan 6, snjó- koma og —8 stig á Dalatanga, norðvestan 7, skýjað og —7 á Höfn og norðan 7, léttskýjað og —6 stig á Stórhöfða. i Þórshöfn voru snjóél og 0 stig, slydda og 1 stig í Kaupmannahöfn, þokumóða og 6 stig i Osló, rigning og 2 stig ( Stokkhólmi, léttskýjað og 3 stig I London, slydda og 1 stig í Ham- borg, léttskýjaö og 0 stig ( Madrid, hálfskýjað og 12 stig ( Lissabon og I ■éttskýjaö og —4 stig (Now York. I Andlát Stjornmalafundir Sjálfstœðisflokkurinn — Kópavogur Aðalfundur FUS Týr verður haldinn í kvöld kl. 20.30 i Sjálfstæðishúsinu i Kópavogi að Hamraborg l. Dagskrá: Venjulegaðalfundarstörf. Iþróttir íslandsmótið í körfuknattleik Fimmtudagur 18. desembcr Keflavík lBK — UMFG I. deild kl. 20. Iþróttahús Kennaraháskólans lS — KR úrvalsdeild kl. 20. ÍS — ÍR 1. deild kvenna kl. 21.30. íslandsmótið í handknattleik Fimmtudagur 18. desember Laugardalshöll óðinn — Stjarnan 3. deild karla kl. 20. Fram — 1A 2. fl. karla B kl. 21.15. Valur — Vikingur 2. fl. karla B kl. 22. TIKkynningar íþróttafélag fatlaðra, Reykjavík Kalmann Slgurflsson frá Stað, sem lézt 5. nóvember sl., fæddist 8. nóvember 1904 að Junkaragerði í Höfnum. For- eldrar hans voru Pálína Jónsdóttir og' Sigurður Jónsson. Strax eftir ferminguj fór Kalmann aö stunda sjóinn, fyrst með föðúr sfnum en síðar á sínum eigin bát. Árið 1931 kvæntist Kalmann Ingunni Guðmundsdóttur, áttu þau 3 börn en misstu einn son ungan. Þorvaldina Ólafsdóttir lézt 9. desember í Landakotsspítala. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Bjarni Bjarnason frá Herjólfsstöðum í Álftaveri, Rauðagerði 74, lézt á Landa- kotsspítala 10. desember. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Elín Þorkelsdóttir, Freyjugötu 46 Reykjavík, lézt að heimili sínu 13. desember sl. Jarðarförin fer fram föstudaginn 19. desember kl. 15 frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Jóhanna G. Tómasdóttir verðurl jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstu- daginn 19. desember kl. 14. Björgvin Torfason, Eskihlíð 8a, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 19. desember kl. 13.30. Ólafur B. Jónsson ráðunautur, Aðal- stræti 3 Akureyri, lézt í sjúkrahúsinu Akureyri 16. desember sl. Jaröarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 22. desember kl. 13.30. Tónleikar íslands þúsund ár í kvöld, fimmtudaginn 18. des.. kl. 20.30 flytur Sin- fóniuhljómsveit íslands og Söngsveitin Fílharmónia. ásamt einsöngvurunum ólöfu K. Harðardóttur, Sól- veigu Björling, Magnúsi Jónssyni og Kristni Halls syni, Islands þúsund ár. Alþingishátíðarkantötu Björg vins Guðmundssonar, undir stjórn Páls P. Pálssonar og kórstjóra Debora Gold. Hvetjum til þátttöku í forgjafarmóti KR i borötennis 28. desember. Tilkynnið þátttöku fyrir 24. desember. Síðasta æfing i borðtennis fyrir jól verður 20. des ember. Byrjum aftur 5. janúar 1981. Jólatréssala Slysavarnadcildin Ingólfur i Reykjavik gengst fyrir jólatréssölu í Gróubúð, Grandagarði I og við Síðumúla (hjá bókaútgáfu Arnarog Örlygsi. Opið verður: kl. 10—22 um helgar. Kl. 17—22 virkadaga. Á boðstólum eru jólalré, grcinar og skreylingar. Viðskiptavinum er boðið upp á ókeypis geymslu á trjánum og hcimsendingu á þcim tíma, sem þeir óska eftir. Reykvikingar — styðjiðeigin björgunarsvcil. Ekki áframhaldandi iðnaðar- framleiðsla Nú liggja fyrir niöurstöður úr könnun Landssam- bands iðnaðarmanna og Félags íslenzkra iðnrekenda á iðnaðarstarfseminni á 3. ársfjórðungi 1980. Sam- kvæmt þeim var iðnaðarframleiðslan nú á 3. ársfjórð- ungi ivið minni að vöxtum heldur en á 2. fjórðungi þessa árs, cða sem nemur um 2,6%. Þennan samdrátt má a.m.k. að hluta skýra sem árstiðarsveiflu. Ef hins vegar er miöað við 3. ársfj. 1979 hefur framleiðslan vaxið um u.þ.b. 8%. Þar er þó innifalin mikil aukning álframleiðsfu, þannig að önnur iðnaðarframleiösla hefur vaxið minna en þessari tölu nemur. Því miður bendir ýmislegt til þess aðekki verði um að ræða áframhaldandi aukningu í iðnaðarframlciöslu á næstu misserum, a.m.k. ekki i.þeim mæli sem verið hefur, þar sem af svörum í könnuninni virðist mega ráða að framleiðsluminnkun í ýmsum greinum muni að mestu vega upp á móti aukningu í öðrum. Þá eru söluhorfur yfirleitt taldar slæmar og raunar þegar farið að gæta sölutregðu í sumum greinum. Ástandið i hinum ýmsu greinum iðnaðar virðist þó hafa verið með nokkuðólíkum hætti á 3. ársfjórðungi 1980 eins og oft áður. Þannig var talsverður vöxtur í bfauð- og kökugerð, matvaslaiðnaði, öl- og gosdrykkja- gerð, prentiðnaði. málningargerð, álframleiðslu og skipasmíði. Hins vegar dróst saman í prjónavörufram- leiöslu, papplrsvöruiðnaði, kemiskum undirstöðuiðn- aði, sápu- og þvottaefnagerð, málmsmíði og vélavið- gerðum og plastvöruiðnaði. Það vekur nokkurn ugg hversu slæmar sölu- og framleiðsluhorfur eru almennt álitnar. Á þetta einnig við um sumar þeirra greina þar sem framleiðsla hefur vaxið að undanförnu, svo sem brauð og kökugerö. málningargerð. álframleiðslu og skipasmíði. Jólasveinar með Flugleiðum til norðlenzkra barna Þeir jólasvcinarnir Askasleikir og Stekkjastaur voru ekki fyrr komnir til Reykjavíkur en þeir þágu boð Flugleiða um að fljúga norður til Akureyrar og skemmta börnum í bænum sem bíða nú jólanna í of- væni. Bræðurnir voru á hráðri ferðað þessu sinni eins og oftast áður og vildu þess vegna fyrst og fremst lita inn á sjúkrahúsiö, vistheimilið Sólborg og dagheimilið Pálmholt. Askasleikir, sem gjarnan kallar sig foringja jólasveinanna. skemmti krökkunum meösöng og tralli við undirlcik Stekkjastaurs. en hann spilar á harmóniku. Fyrir hönd Flugleiða færðu jólaveinamir stofnun- unum nokkrar hljómplötur með jólalögum að gjöf frá félaginu og krakkarnir fengu allir litprentaða vegg- mynd af þeim bræðrum sjálfum að leggja upp í flug- ferðina. mcð kveöju frá Flugleiðum og jólasveinun um. Alll útlit er fyrir að jólasveinar þiggi flugferð til ein- hverra annarra áfangastaða Flugleiða nú fyrir jólin eftir þvl sem veður og annrlki þeirra sjálfra leyfir. Jólasveinarnir Askasleikir og Stekkjastaur heimsckja börn á Akureyri. Þeir bræður kvádust sérstaklega ánægöir meó móttökurnar sem þeir fengu hjá þessum kátu krökkum fyrir norðan. „Jólaalmanak sjónvarpsins” Það leynir sér ekki ef horft er á sjónvarpið að jólin nálgast óðfluga. Auglýsingatímarnir eru yfirmáta langir. Það má segja að auglýsinga- tímarnir séu jólaalmanak sjónvarps- áhorfandans. Þvínær sem dregur jól- um þeim mun lengri verða auglýs- ingatímarnir. Á eftir fyrsta auglýsingatímanum (og þeim lengsta) var Vaka. Þessir tveir Vökuþættir sem fjallað hafa um bókmenntir, hafa verið mjög vel heppnaðir. Þeir eru skemmtilega uppsettir og lifandi. Kona heitir ítalskur framhaldsmyndaflokkur sem er lítið skemmtilegur nema að því leyti að hann er ekki á ensku eins og flestir framhaldsþættir sjónvarpsins. 1 hljóðvarpi í gærkvöldi var stór- skemmtilegur þáttur i tilefni fimmtíu ára afmælis hljóðvarps. Vilhelm G. Kristinsson talaði við gamlar útvarps- kempur. Þáttur þessi var bæði fróð- legur og skemmtilegur. Glatt var á hjalla hjá þessum fyrrverandi starfs- mönnum útvarpsins sem samanlagt höfðu tvö hundruð vinnuár að baki. Á þeim tímamótum sem Ríkisútvarp- ið hljóðvarp gtendur nú væri ekki úr vegi að gera upp við sig með hvaða sniði dagskrá hljóðvarpsins á að vera. Ekki er nóg að útvarpa í stereo. Dagskráin verður einnig að vera lif- andi og höfða til meirihluta þeirra sem'notið geta hljóðvarpsins. Smá- vægilegar breytingar hafa verið gerðar á dagskránni i vetur, en betur má ef duga skal þvi nauðsynlegt er að lyfta ögn þeim drunga af dagskránni sem hvílt hefur á henni í mörg ár. Vigdís og Heklugosið aðalefni lceland Review Embættistaka Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, og Heklugosið í sumar, er aðalefnið i nýút- komnu Iceland Review, síðasta hefti þessa árgangs. sem er fjölbreytt og litskrúðugt að vanda. Forsetakjörinu eru gerð skil i myndaseríu á átta síðum þar scm brugöið er Ijósi á kosningabaráttuna. úrslitin og loks embættistökuna i Alþingishúsinu. Myndirnar eru allar eftir Gunnar Elisson. en texti eftir ritstjórann. Með grein um Heklugosið i sumar birtast fjöl- margar litmyndir af gosinu og áhrifum þess — m.a. af bændum, þegar þeir smöluðu fé af svæðunum, sem urðu verst úti vegna öskufalls og vikurs. Fjölmargir Ijósmyndarar lögðu sitt af mörkum. en greinina skrifaði ritstjóri Iceland Review. Þá skrifar Magnús Bjarnfreðsson um Strandar- kirkju, myndir eru eftir Martyn Chillmaid — og Magnús á þarna aðra grein: um Gunnarsholt og land- græðslustarfiðsem þar er unnið. Fjöldi litmynda fylgir báðum þessum greinum. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur á þarna grein um ýmsa gamla islenzka jólasiði, myndskreytta af Eddu Sigurðardóttur. Grein er um aflakónginn í ár. Sigurð Bjamason i Þorlákshöfn, og myndaseria frá Listahátíð 1980. Litmyndasería af Akureyri i vetrar skrúða eftir svissneskan Ijósmyndara, Max Schmid. og margt annað efni er að finna i þessu siðasta hefti Ice land Review. sem þar með lýkur 18. árgangi sinum. Ritstjóri og útgefandi er Haraldur J. Hamar. Skip Sambandsins munu ferma til lslands á nasstunni sem hér segir: ANTWF.RP: KAUPMANNAHOFN: Arnarfell. . . . .... 22/I2 Hvassafell ..29/12 Arnarfell . . . , . . . 8/I ‘81 Hvassafell 14/1 ‘81 Arnarfell. . . . . . 22/l *8I Hvassafell 28/1 ‘81 ROTTERDAM: SVENDBORG: Arnarfell.. . . .... 19/12 Hvassafell . . 26/12 Arnarfell. . . . , . . .7/1 ‘81 Disarfell 15/1 ‘81 Arnarfell. . . . . . 21/1 ‘81 Hvassafell 29/1 ‘81 GOOLF: Disarfell . 2/2 '81 Arnarfell. . . . ... 5/1 ‘81 HELSINKI: Arnarfell. . .. , .. 19/1 ‘81 Disarfell . . 29/12 I.ARVÍK: Disarfell 26/1 ‘81 Hvassafell. . . . . .. 31/12 GLOUCESTER, MASS: Hvassafell ... ,. . 12/1 ‘81 Skaftafcll .. 16/12 Hvassafell . .. , . . 26/1 '81 Skaftafell 21/1 ‘81 GAUTABORG: HALIFAX, KANADA: Hvassafcll... ... . 30/12 Skaftafell . . 1812 Hvassafell . . . . . 13/1 ‘81 Skaftafcll 23/1 ‘81 Hvassafell . . . .. 27/8‘81 Junior Chamber, Stykkishólmi Þriðjudaginn 25. nóvember sl. var haldinn í Félags- heimili Stykkishólms borgarafundur á vegum JC Stykkishólmur og Stykkishólmshrepps. Fundarefnið var: Efling brunavarna í Stykkishólmi, en þaðer verk- efni, sem Byggöamálanefnd JC Stykkishólmur vinnur að. Brunmálastjóri rikisins, Þórir Hilmarsson, og full- trúi brunamálastjóra, Gunnar Pétursson, komu á fundinn. Þeir raíddu um brunavarnir, sýndu kvik- myndir og svöruðu fyrirspumum. Jónas Marteinsson slökkviliösmaður á Keflavíkur- flugvelli kynnti ýmsar tegundir slökkvitækja og með- ferð þeirra. Einnig kynnti hann reykskynjara og það sem athuga þarf við uppsetningu þeirra. Fundurinn var vel sóttur og voru umræður fjör- legar. Daginn eftir. miðvikudag. sóttu þeir Þórir Hilmars- son og Gunnar Pétursson Grunnskólann i Stykkis- hólmi og Sjúkrahús Stykkishólms heim og sýndu kvik- myndir og fræddu nemendur og starfsfólk um bruna- varnir og fyrstu viðbrögð ef eldur kemur upp. Einnig fóru þeir i nokkur fyrirtæki hér í kauptúninu. Foreldraráðgjöfin (Barnaverndarráð Islands). Sálfræðileg ráðgjöf fyrir foreldra og börn. — Upplýsingar í síma 11795. HapgKlrætti Jólahappdrætti SUF 17. desember miðvikudagur 2031 18. desember fimmtudagur 1407 Upplýsingar eru veittar i sima 24480 og á Rauðarár- stíg 18. Happdrætti körfuknattleiks- deildar ÍR ) i happdrætti körfu- r komu á eftirtalin 1. vinningur Sólarlandaferð 2. vinningur Hijómplötur 3. vinningur — 4. vinningur 5. vinningur — 6. vinningur — 7. vinningur 8. vinningur — 9. vinningur 10. vinningur — 11. vinningur — 12. vinningur — 13. vinningur — 14. vinningur 15. vinningur — 400.000 100.000 100.000 50.000 50.000 50.000 50.000 25.000 25.000 25.000 25.000 25.000 25.000 25.000 25.000 nr. 5838 nr. 130 nr. 4330 nr. 128 nr. 4602 nr. 2 nr. 417 nr. 5245 nr. 1381 nr. 5814 nr. 2431 nr. 341 nr. 222 nr. 406 nr. 4265 6 Minningarspjölc Minningarkort Styrktar- félags vangefinna fást á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu félagsins, Laugavegi 11. Bókabúð Brag^ Brynjólfssonar, Lækjargötu 2. Bókaverzlun Snæ bjarnar, Hafnarstræti 4 og 9. Bókaverzlun Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði. Vakin er athygli á þeirri þjónustu félagsins að tekið er á móti minningargjöfum í síma skrifstofunnar 15941 en minningarkortin siðan innheimt hjá send- anda með gíróseðli. Mánuðina apríl-ágúst verður skrifstofan opin frá kl. 9-16. Opið i hádeginu. Minningarkort Styrktar- félags vangefinna á Austur- landi fást I Reykjavik i verzluninni Bókin, Skólavörðustíg 6 og hjá Guðrúnu Jónsdóttur,Snekkjuvogi 5. Simi 34077. Minningarkort Hjálpar- sjóðs Steindórs Björnssonar frá Gröf eru afgreidd í Bókabúð Æskunnar, Laugavegi og hjá Kristrúnu Steinsdórsdóttur, Laugarnesvegi 102. Minningarkort Menningar- og minningarsjóðs kvenna fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Braga Laugavegi 26. Lyfjabúð Breiðholts Arnarbakka 4-6, Bókaverzluninni Snerru Þverholti Mosfellssveit og á skrifstofu sjóðsins að Hallveigar- stöðum við Túngötu alla fimmtudaga kl. 15-17, sími 11856. Minningarkort Styrktar- félags vangef inna fást á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu félagsins, Laugavegi 11, Bókabúð Braga Brynjólfssonar, - Lækjargötu 2, Bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnarstræti 4 og 9, Bókaverzlun Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði. Vakin er athygli á þeirri þjónustu félagsins að tekið er á móti minningargjöfum i síma skrifstofunnar, 15941, en minningarkortin siðan innheimt hjá send- anda með giróseðli. Þá eru einnig til sölu á skrifstofu félagsins minning- arkort Banaheimilissjóðs Skálatúnsheimilisins. Minningarkort Hjúkrunar- heimilis aldraðra í Kópavogi eru seld á skrifstofunni að Himraborg 1, simi 45550. og einnig í Bókabúðinni Veduog Blómaskálanum við Nýbýlaveg. Minningarkort S^mbands dýraverndunarf élaga íslands fást á eflirtöldum stöðum: REYKJAVlK: Loftið Skólavörðustig 4. Verzlunin Bella Laugavegi 99, Bókaverzlun Ingibjargar Einars dóttur Kleppsvegi 150, Flóamarkaður SDl, Laufás vegi 1, kjallara, Dýraspitalinn Víðidal. KÓPAVOGUR: Bókabúðin Veda Hamraborg. HAFNARFJÖRÐUR: Bókabúö Olivers Steins Strandgötu 31. AKUREYRI: Bókabúð Jónasar Jóhannssonar Hafn arstræti 107. VESTMANNAEYJAR: Bókabúðin Heiðarvegi 9. SELFOSS: Engjavegur 79. Minningarspjöld Slysavarna- félags íslands fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík, Kópavogi.og Hafnarfirði: Ritfangaverzlun Björns Kristjánssonar, Vesturgötu 4, Reykjavik. Bókabúð Vesturbæjar, Viðimel 19. Reykjavlk. Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74, Reykjavík. Árbæjarapóteki. Arnarvali, Breiðholti. Bókabúð Fossvogs, Efstalandi 26. Reykjavík. Veda. bóka- og ritfangaverzlun, Hamraborg 5, Kópavogi. Verzluninni Lúna, Kópavogi. Skrifstofu Slysavarnafé- lagsins, Grandagarði 14, sími 27000. Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði. Einnig eru þau til sölu hjá öllum slysavarnadeildum á landinu. GENGIÐ Isienzk málnefnd Menntamálaráöuneytið hefur skipaðeftirtalda menn i lslenzka málnefnd um fjögurra ára skeiö frá 10. des- ember 1980 að tclja: Baldur Jónsson, dósent, sem jafn- framt er skipaður formaður nefndarinnar, Bjarna Vil- hjálmsson þjóðskjalavörð, dr. Jónas Kristjánsson, for- stööumann Stofnunar Árna Magnússonar á lslandi. dr. Kristján Árnason málfræðingog Þórhall Vilmund- arson prófessor. Skipun Æskulýðsráðs ríkisins Þriðjudaginn 9. des. sl. skipaði menntamálaráðherra Guömund Guömundsson fræðslufulltrúa formann Æskulýðsráðs ríkisins til nasstu tveggja ára og Niels Á. Lund kennara varamann hans. Stjórn Sambands islenzkra sveitarfélaga skipaöi Unnar Stefánsson fulltrúa sinn til sama tima og Her mann Sigtryggsson til vara. Á kjörfundi Æskulýðsráðs ríkisins 9. desember voru slöan eftirtaldir fulltrúar landssamtaka æskulýðs- félaga kjörnir til að eiga sæti i ráöinu næsta kjörtíma- bil: Aðalmenn: Þuriður Ástvaldsdóttir. Hafdís Stefáns- dóttir og Hrólfur ölvisson. Varamenn: ólafur Ást- geirsson, Einar Gunnar Einarsson og Sölvi ólafsson. GENGISSKRÁNING Feríamanna NR. 238 - 16. DESEMBER1980 gjaidayrir Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadolar 592,40 594,00 653,40 1 Steriingspund 1372,46 1376,16 1513,77 1 Kanadadollar 490,05 491,36 540,49 100 Danskar krónur 9625,10 9651,10 10618,21 100 Norskar krönut 11397,35 11428,16 12570,97 ‘100 Sœnskar krónur 13289,20 13345,10 14667,61 100 Rnnsk mörk 16147,05 161874)5 16706,75 100 Franskir f rankar 12722,00 12756,40 14032,04 100 Belg. frankar 1832,10 1837,00 2020,70 100 Svlssn. frankar 32563,95 32641,86 35906,04 100 Gyllini 27124,50 27197,80 29917,58 100 V.-þýzk mórk 29616,70 29656,40 32556,04 100 Llrur 62,25 62,41 68,65 100 Austurr. Sch. 4163,00 4274,30 4591,73 100 Escudos 1100,10 1103,10 1213,41 100 Pesetar 738,00 740,00 8144)0 100 Yen 282,73 283,50 311,85 1 Irskt pund 1097,70 1100,70 1210,77 1 Sérstök dráttarréttlndi í 748,61 750,64 j * Broyting frá siðustu skráningu. I Simsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.