Dagblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 10
10 I DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980. Erlent Erlent Erlent Erlent I Pólski presturinn ogandófsmaðurinn Stanislaw Malkowski: „Ögranir Sovétmanna minna okkur á Hitler” — „Innrás Sovétríkjanna í Pólland kynni að verða upphafið að þriðju heimsstyrjöldinni” „Sovétmenn reyna "nú með ögrunum að kalla fram þær aðstæður i Póllandi, að þeir geti ráðizt á okkur. >að er margt líkt með þvi sem Rússarnir aðhafast nú og þvi sem Hitler gerði i ágúst 1939.” Þetta sagði pólski presturinn Stanislaw Malkowski 1 viðtali við norska Dagblaðið fyrir fáeinum dögum. Malkowski er framarlega í hópi pólskra andófsmanna. Hann var einn prestanna sem héldu guðsþjónustur 1 Lenín-skipasmíða- stöðinni í Gdansk meðan á verk- fallinu þar stóð 1 sumar. Nú óttast Malkowski að Sovét- ríkin muni senda hersveitir sínar inn í Pólland. Hann segir að allir andófs- menn i Póllandi séu viðbúnir því sem kunni að gerast. „Okkur er það ljóst að við verðum handteknir af Rússunum ef þeir koma. Við vitum að þeir hafa lista yfir fólk sem þeir munu taka af lífi þegar i stað. Tugþúsundir okkar verða skotnir. Á þann hátt munu Rússarnir reyna að veikja pólsku þjóðina,” sagðj faðir Malkowski. Innrás Sovétríkjanna í Pólland yrði mikill harmleikur, ekki aðeins fyrir Pólland, heldur einnig Sovét- ríkin og raunar allan heiminn. Sú er skoðun pólska prestsins. „Innrás mundi þýða hrun sovézka þjóðfélagsins ekki síður en hins pólska. Hin sterku viðbrögð, sem, hlytu að koma frá Vesturlöndum, mundu þýða endalok Sovétríkjanna eins og þau eru nú. Innrásin mundi skapa alþjóðlegt spennuástand sem kynni stig af stigi að magnast upp með mjög alvarlegum afleiðingum. Ég vil ekki útiloka að innrásin kynni að verða upphafið að þriðju heims- styrjöldinni,” sagði Malkowski. „Það er alveg víst, að ráðizt Sovétmenn inn í Pólland með vopna- valdi, þá mun pólska þjóðin berjast Kania, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins. Malkowski segist þeirrar skoðunar að flokkurinn sé ekki að missa stjórnina úr höndum sér. með sér er óvíst ennþá. En hið nýja verkalýðssamband, Eining, hefur breytt af mikilli skynsemi og var- færni. í ljósi þess hversu andrúms- loftið er hlaðið spennu, hefur kommúnistaflokknum liðizt að fara með meiri völd og eftirlit en hann i raun hefur samkvæmt sam- komulaginu,” sagði Malkowski. „Þrátt fyrir þetta eftirlit er nú auðveldara, andlega og siðferðilega, að lifa í Póllandi en fyrir verkföllin, þótt miðað við efnislega velferð sé lífið erfiðara. En íbúarnir sýna staðfestu og rósemi. Pólland er á leið til sjálfstæðis og réttlætis. En það verður ekki sjálf- stætt Pólland án réttlætis. Það tvennt verður að fara saman,” sagði Malkowski. „Innrás Sovétríkjanna mundi, þrátt fyrir það sem er að gerast og hefur verið að gerast, koma sem reiðarslag yfir okkur og yrði mikill harmleikur í lífi þjóðar okkar. Or- sökin er sú djúpa andlega og siðferði- lega endurnýjun, sem þjóðin upplifir nú. En þessi endurnýjun verður ekki brotin á bak aftur með innrás. Við munum berjast áfram,” sagði faðir Malkowski. (Dagbladet) gegn þeim og einnig hluti af pólska hernum. Og ráðist austur-þýzkar her- sveitir einnig á okkur mun það þýða harða styrjöld,” sagði hann. „f dag veit ég ekki hvort af innrás verður en yfirlýsingar Tass-frétta- stofunnar sovézku síðustu daga benda ekki til að Sovétmenn reikni með að þróun mála i Póllandi verði þeim hagstæð. En innan kommúnistaflokksins hér eru þeir af- skaplega fáir sem óska eftir „hjálp”, þ.e. hernaðarlegri íhlutun Sovét- ríkjanna. Dagblaðafréttir í Varsjá benda þvert á móti til að flokkurinn standi uppi í hárinu á Sovétmönnum og að embættismenn flokksins líti á síðustu fréttir Tass sem hreinar ögranir,” sagði Malkowski. — Hvernig vilt þú lýsa ástandinu í heimalandi þínu núna? „Það er óvíst. En kommúnista- flokkurin'n er ekki að missa stjórn á hlutunum. Hann býr sig undir að breyta stjórn sinni á þjóðinni, milda hana. Hvað breytingin hefur för „Okkur andófsmönnum er það Ijóst að við verðum handteknir ef Rússarnir koma og tugþúsundir okkar verða skotnir,” segir pólski presturinn Stanislaw Mal- kowski. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 KVIKMYNDIR 8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur til leigu í mjög miklu úr- vali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla, m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt Disney, Bleiki Pardus- inn, Star Wars o.fl. Fyrir fullorðna m.a. Jaws, Deep, Grease, Godfather, China Town o.fl. Filmur til sölu og skipta. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla daga daga nema sunnudaga. Skólavörðustíg 19 J<vikmyndamarkaðurinn (Klapparstigsmegin) ISimi 15480] Mikill matvöruskortur er I Póllandi en Malkowski segir að andlega og siðferðilega sé lifið i landinu miklu betra en áður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.