Dagblaðið - 30.12.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 30.12.1980, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980 Raddir lesenda Fri heimsmeistarakeppninni 1978. Það er sovézka skautaparið Natalia Lini- schuk og Gennadij Karponosov sem sýnir þarna listir sinar. EKKIÍSDANS! Raggi hringdi: Fyrsti klukkutíminn og rúmlega það í íþróttaþættinum sl. laugardag var hryllilegur. ísdans! Ár eftir ár er okkur boðið upp á ísdans i íþrótta- þættinum. Bjarni! Hve léngi eigum við að þola þetta? Er sjónvarpið virkilega svo blankt að það þurfi að sýna ísdans í eina og hálfa klukkustund? Nei. Mætti ég frekar biðja um að eitthvað gott frá síðasta ári yrði endursýnt, t.d. það bezta frá ólympíuleikunum. En alls ekki ísdans, takk. VERÐUR SAURBÆJ ARKIRKJA Á KJ ALARNESIAF LÖGD? Látum ekki flytja okkur eins og sauðkindur, segir einn Kjalnesingur Hulda Pétursdóttlr, Útkoti Kjalar- nesi, skrifar: Verður Saurbæjarkirkja á Kjala- nesi af lögð? Þetta er spurning sem við minnihlutinn i sókninni spyrjum eftir að sóknarnefndin með prestinn í broddi fylkingar boðaði til fundar í Saurbæ 16. nóv. 1980. Á þessum fundi var rætt um lélega kirkjusókn Kjalnesinga (þó að þaö væri ekki bókað) og jafnframt samþykkt að efna til undirskrifta eða atkvæða- greiðslu um framtíð kirkjunnar. Svo að ég víki nú aðeins að Saur- bæjarkirkju þá er kirkjubygging þar svo til eins gömul og kristnitakan á íslandi og þar hafa setið og þjónað fjölmargir og merkir andans menn á umliðnum öldum. Saurbæjarkirkja hefur því ýmsar sögulegar minjar og muni að geyma allt frá árunum 1696—1697. Sú kirkja sem stendur núna í Saurbæ var vígð á jóladag árið 1904 og er því orðin 76 ára og ætti því að njóta hefðar sem gömul bygging þó að hún haft ekki á herðum sér margra alda dygga þjónustu við kristindóminn i landinu. Það skýtur því skökku við á okkar kirkjuöld að vilja leggja niður kirkju, þar sem fyrirsjáanleg er fólksfjölgun á næstu árum. Á ég þar við byggðar- kjarnann sem er að rísa á Grundar- holti á Kjalarnesi og mun í náinni framtíð hafa í för með sér aukna byggð á milli Blikdalsár og Miðdals- ár. Á fyrri tímum hefur kirkjusóknum oft verið skipt niður á milli áa. Þó svo að okkur finnist þessar ár harla litlar I dag þá hafa þær verið mikill farartálmi og hafa meðal annars ráðið þvi að Kjalnesingar eiga sókn í þrjár kirkjur, það er að segja Saurbæ, Brautarholt og Lágafells- kirkju í Mosfellssveit en Kjósverjar að Reynivöllum og í Saurbæ. Til forna áttu allir bæir norðan Blikdalsár á Kjalarnesi kirkjusókn að Saurbæ. En úr Kjósinni voru það bæirnir frá Laxá 12 að tölu. Kjósverjar hafa því alltaf verið fleiri í Saurbæjarsókn og nú þegar þeir óska eftir því að sitja við sama borð og sveitungar þeirra og sækja Reynivallakirkju þá segir það sig sjálftaðviðmunumbíða lægrihlutí atkvæðagreiðslu og okkur mun þá verða úthlutað sæti í Brautarholts- kirkju. Það er náttúrlega ekkert nema gott um þá kirkju að segja. En ég fullyrði það þó hér fyrir hönd flestra þeirra Kjalnesinga sem eiga sókn að Saurbæ að við munum ekki láta flytja okkur eins og sauðkindur. Heldur standa á rétti okkar. Ég beini orðum mínum til biskups og annarra ráðamanna þjóðkirkj- unnar. Borgarbúar fái olíustyrk fyrir að aka til vinnu Nú I svartasta skammdeginu ættu endurskinsmerki ekki aó skaóa. Þyiftuaðupp- lýsa sjálfa sig —margir illa séðir í umferðinni Vegfarandi hringdi: Nú í svartasta skammdeginu er grátlegt að sjá hve margir gangandi vegfarendur eru ekki með endur- skinsmerki. Staðreyndin er sú að allt of margir hafa ekkert gert til þess að „upplýsa” sjálfa sig og eru þeir því illa séðir í umferðinni. Menn veröa að muna það að hér er ekki um neitt einkamál þess gangandi að ræða því yfirleitt er það öku- maðurinn sem fær á sig alla sökina þegar hann hefur orðið fyrir því óhappi að rekast á éinhverja mann- veru í myrkrinu. Hér með er ég ekki að boða það að fólk fari að klína endurskinsmerkjum út um allar flíkur en einn smápunktur bæði að framan og að aftan gæti bjargað miklu. Það þarf að sjálf- sögðu ekki að minna foreldra á að láta börn sín ekki fara út fyrir hússins dyr án þess að þau séu með endur- skinsmerki. 5888—4723 skrifar: Eru hinar stöðugu hækkanir á bensíni hugsaöar sem einhver sér- sköttun á íbúa Reykjavíkur og ná- grennis? Nú er bensinið að hækka úr 515 krónum í 580 eða jafnvel 595 krónur. Menn sem eru búsettir í Breiðholti eða Hafnarftrði og eiga bíl nota 30 40 lítra á viku tíl að komast í og úr vinnu, vinni þeir í miðborginni. Vinnustaður bóndans er við húsdyrnar en bóndinn fær olíustyrk en íbúar Reykjavíkur og nágrennis ekki. Er ekki kominn tími til að það ákvæði stjórnarskrárinnar að allir séu jafnir fyrir lögunum sé strokað út? Það er markleysa ein eins og sést á dæminu sem ég tók. DB-mynd: Ragnar Th. KRISTJÁN MAR UNNARSSON Bíóið endursýni Genesis-myndina vegna nýrra hl jómf lutningstækja 9921—8576 skrifar: Nú nýverið hefur hið ágæta Laugarásbió tekið ný hljómflutnings- tæki í notkun. Þess vegna datt mér í hug hvort bíóið gæti ekki endursýnt Genesis á hljómleikum myndina með hinni stórmerku hljóm- sveit Genesis. Mynd þessi var sýnd fyrir 2—3 árum fyrir fullu húsi að mig minnir, en þvi miður voru hljóm- gæðin í lakara lagi. Laugarásbíó myndi gera aðdáendum stórgreiða með því að endursýna hana, þó ekki væri i nema einn dag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.