Dagblaðið - 30.12.1980, Page 4

Dagblaðið - 30.12.1980, Page 4
4_ DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980 ....... ..............................................* Dagblaöið hefurleitað tilnokkurra valinkunnra karia ogkvenna oglagt fyrirþau spuminguna: Hvað erþér minnisstæöast frá árinu 1980 — og hvað er þér efst í huga á nýju ári? s ...'__________________________ ^ Svanhildur Halldórsdóttin Vona að það takist að sigla Fleyinu okkar heldur betur Þegar við hringdum í Svanhildi Halldórsdóltur sem var kosningastjóri MagnMJönsdóttin Hnattferd- in gleym- ist seint ,,Það sem mér er minnisstæðast frá árinu sem er að lfða er að sjálfsögðu hin nýafstaðna hnattferð okkar. Það er ferð sem seint á eftir að gleymast. Á nýju ári óska ég aðeins eftir góðu veðri, jafngóðu sumri og síðast, jafn- vel betra,” sagði Magnea Jónsdóttir, hnattfari DB. -ELA.- Vigdísar í sumar en starfar nít hjá BSRB vitnaði hún í Sigfús Daðason, sem í einu ljóða sinna biður menn að fara varlega með orð, en sagði síðan að á liðnu ári hefði sér þótt úrslit forseta- kosninganna merkilegust. „En nýja árið er eins og blessuð börnin sem fæðast, ein stór spurning, sem maður bindur alltaf miklar vonir við. Ég óska okkur hér á Fróni alls góðs af því og ég er bjartsýn að eðlisfari og vona að þrátt fyrir alla erfiðleika takist að sigla fleyinu okkar heldur betur á næsta ári en því síðasta. ” -IHH. Valgerður Gunnarsdóttir: Hollywood- keppnin er mér minnis- stæðust „Hollywoodkeppnin er mér að vonum mjög minnisstæð og kemur fyrst upp í hugann. Á nýja árinu óska ég eftir að veðrið verði gott og að árið verði i heild jafngott og síöasta ár,” sagði Valgerður Gunnarsdóttir, ungfrú Hollywood 1980. -ELA. Vilhelm G. Kristinsson: Bankaverkfallið efst f mínum huga „Mér er auðvitað efst í huga nýaf- staðið verkfall bankamanna á árinu. Það var háð með góðum málstað og tókst vel. Á nýja árinu er mér efst í huga annað eins sumar og var sl. sumar. Það kæmi sér vel fyrir garð- yrkjumenn,” sagði Vilhelm G. Kristinsson, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenzkra bankamanna. -ELA. Jóhannes Hilmisson: KJÖR VIGDÍSAR „Það sem mér er minnisstæðast á þessu ári er Vigdís Finnbogadóttir og kjör hennar, en það sem mér er efst í huga á nýju ári — ja, nú veit ég ekki hverju ég á að svara. Ætli ég segi ekki bara að ég voni að þetta verði gott ár,” sagði Jóhannes Hilmisson sigurvegari í Hæfileikakeppni DB og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar. -ELA. Krístjana Milla Thorsteinsson: Forseta- kjörið minnis- stæðast , „Forsetakjörið er mér minnisstæð- ast frá árinu sem er að líða. Á nýja árinu er mér efst i huga hvort takist að draga úr dýrtíðinni og hvort ástandið lagist í fjármálum þjóðarinnar. Þá er mér lika ofarlega í huga atvinnuöryggi landsmanna,” sagði Kristjana Milla Thorsteinsson viðskiptafræðingur. -ELA. BenediktGröndal: Efnahagsmálin yfir allt hafin „Mér er persónulega minnisstæðust stjórnarmyndunin í upphafi ársins sem er að lfða, bæði vegna þess að ég hafði forstöðu fyrir millibilsríkisstjórn og eins að stjórnarmyndunin hafði gengið erfiðlega. Þetta var sögulegur atburður i íslenzkri pólitík og þjóðmálum,” sagði Benedikt Gröndal alþingismaður. „Á nýja árinu eru efnahagsmái yfir allt annað hafin. Hvort okkur tekst að ná verðbólgunni niður í 30—40% í stað 70—80% eins og hún hefur verið. Eins hvort nýja krónan verður okkur ein- hvers virði eða heldur áfram að hrynja að verðgildi. Takist ekki að leysa þetta mál, þá ber ég ugg í brjósti um áfram- haldiö.” -ELA.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.