Dagblaðið - 30.12.1980, Side 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980
5
Bubbi Morthens:
Gifting mín minnisstæðust
„Gifting mín á árinu 1980 er mér|
minnisstæðust. Hins vegar lízt mér
ekkert á árið 1981, það er af og frá.
Allur þessi ófriður í heiminum veldur
því,” sagði rokksöngvarinn Bubbi
Morthens. -ELA.
Pétur Thorsteinsson:
Að óf riðarástand
fheiminum
breiðist ekki út
,,Á innlendum vettvangi er mér
minnisstæðust forsetakosningin og
aðdragandi hennar,”':sagði PéturThor-
steinsson sendiherra, ,,en erlendis frá
sjö vikna ferðalag sem ég er nýkominn
úr um Asíulönd, allt austur til Kína og
Japan. Ég varð fyrir miklum áhrifum
af því hörmungarástandi sem þar ríkir
víða.”
Pétur fór nokkrum orðum um
styrjöldina milli íran og Irak og sömu-
leiðis stríðið í Afganistan og hið sorg-
lega ástand í Kambódíu, en það land er
eins og flakandi sár.
,,Mér er margt í huga um áramótin
en þó held ég að sterkust sé óskin um
að það ófriðarástand sem nú ríkir víða í
heiminum breiðist ekki út.”
-IHH.
Unnur Steinsson:
GET EKKIGERT
UPPÁMILU
„Það er svo margt sem er mér
minnisstætt frá árinu 1980. Ég get ekki
gert upp á milli. Ég vona bara að næsta
ár verði eins viðburðaríkt og ánægju-
legt og árið 1980,” sagði Unnur Steins-
son, fulltrúi ungu kynslóðarinnar.
-ELA.
Tilkomumik-
il eldgos
— segir Sigurður Þdrar-
msson jarðfræðingur
„Fyrir utan persónulega hagi eru
mér minnisstæðust eldgosin, sem urðu
á árinu,” sagði Sigurður Þórarinsson
jarðfræðingur.
„Tvö síðustu gosin á Kröflusvæð-
inu, 10. júll og 18. nóvember, voru
ákaflega tilkomumikil og raunar
Heklugosið líka á fyrsta degi gossins.
Þetta er nú talsvert á einu ári.
í beinu framhaldi af þesssu er manni
ofarlega 1 huga hvað skeður næst þarna
fyrir norðan. Það verður að öllum
líkindum með fyrstu stóratburðum
næsta árs, þó að ég ætli ekki að fara að
spá neinu,” sagði Sigurður Þórarins-
son. -GAJ.
Nýja krónan kemur
fyrst upp f hugann
,,Ætli kvikmyndin Óðal feðranna sé
mér ekki minnisstæðust á árinu 1980.
Á nýja árinu er mér efst 1 huga nýja
krónan. Hún kemur svona fyrst upp í
hugann,” sagði Sveinn Eiðsson sem
vakti mikla athygli fyrir leik sinn i
myndinni Óðali feðranna.
•ELA.
Sendum landsmönnum
bestu óskir um
komandi
ár
meö þökk fyrir þaö lióna
t
2
Alla leiö með
EIMSKIP
SÍMI 27100