Dagblaðið - 30.12.1980, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980
7
Gervasoni-málið
og endir þess
— segir Þorsteinn frá Hamri
„Mér er nú efst í huga Gervasoni- I fyrirspurn DB. Hins vegar kvaðst hann
málið og að það skuli fá þennan illa enginn spámaður. „Þó óska ég þess að
endi á síðustu dögum ársins 1980,” friðvænlegra verði í heiminum á nassta
svaraði Þorsteinn skáld frá Hamri | ári.” -AI.
Tímamótaár fyrir
kvikmyndir og ballett
— segir Jón Viðar Jónsson leikhúsf ræðingur
„Hvað sjálfan mig snertir, var árið
1980 stórtiðindalaust,” sagði Jón
Viðar Jónsson leikhúsfræðingur. ,,En
ef ég ætti að nefna minnisstæða við-
burði úr íslenzku menningarlífi, þá
dettur mér fyrst í hug hinn mikli upp-
gangur íslenzkrar kvikmyndagerðar á
árinu. Svo er mér ofarlega í huga
nýlegur viðburður, sýning fslenzka
dansflokksins á Blindisleik, sem mér
finnst marka tímamót í sögu flokksins
og er vonandi merki um betri tíð fyrir
hann.
Á árinu 1981 vildi ég gjarnan sjá
Þjóðleikhúsið reka af sér slyðruorðið
og fara að gera hluti sem einhverju
máli skipta og það hefur getu til. Ég
vona einnig að leikhúsfólki öllu takist
að draga lærdóm af þeirri umræðu sem
Velgengni í hljóm-
plötuútgáfu og
morðiö á Lennon
— segir Rúnar Júlíusson hljómHstarmaður
„Þetta hefur verið ágætis ár ef efna-
hagsmál þjóðarinnar eru undanskilin,”
sagði Rúnar Júlíusson, hljómlistar-
maður úr Keflavík.
„Hvað sjálfan mig varðar er ég
ánægðastur með hvað útgáfan á hljóm-
plötunni Meira salt gekk vel. Hún
heppnaðist vel og sú velgengni hlýtur
að verða mjög minnisstæð.
Annars er mér langefst í huga
morðið á John Lennon. Það er óhætt
að segja, að það hafi verið mesta
„sjokkið” á árinu.
Á nýja árinu er mér efst í huga, að
draumarnir rætist og efnahagsmál
þjóðarinnar lagist með nýju
krónunni,” sagði Rúnar Júlíusson.
-GAJ.
Bjami Aðalgeirsson bæjarstjórí:
Stjómarmyndun
Gunnars ber hæst
„Það sem ber hæst hjá mér almennt
séð er stjórnarmýndun Gunnars Thor-
oddsens á árinu og í öðru lagi forseta-
kosningarnar sem komu manni mjög á
óvart,” sagði Bjarni Aðalgeirsson,
bæjarstjóri á Húsavík.
„Það sem mér er efst í huga á nýju
ári er verðbólgudraugurinn, að það
verði hægt að kveða hann niður. Þetta
er svona það sem ber hæst, svo er auð-
vitað ýmislegt hér innan héraðs, sem
kannski er ekki eins almenns eðlis,”
sagði Bjarni.
-ELA.
Söguleg endurtekning
haldi ekki áf ram
— segir Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjórí VSI
„Mér er minnisstæðast frá liðnu ári
þegar aldursforseti Alþingis var eftir
langvarandi stjórnarkreppu kallaður til
að bjarga sóma Alþingis og virðingu
þjóðarinnar,” sagði Þorsteinn Pálsson,
framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands íslands.
„Þetta minnir mig á það sem gerðist í
heimsstyrjöldinni miklu þegar herir
Austurríkis fóru halloka og virðing
þjóðarinnar var í veði. Þá greip her-
stjórnin til þess ráðs að kalla góða
dátann Sveik í herinn og hann braut af
sér fjötra giktarinnar likt og okkar
þjóðarleiðtogi braut af sér fjötra
flokksbandanna og hélt i stríðið.
Á næsta ári eru vonir mínar bundnar
við, að þessi sögulega endurtekning úr
bókmenntaverki Jaroslav Hasek haldi
ekki áfram að endurtaka sig,” sagði
Þorsteinn Pálsson.
-GAJ.
Listahátíð efst íhuga
— segir Guðmundur Emilsson
Vona að íslending
ar drepi sig ekki
úr vinnuþrælkun
— segir Sigmar B. Hauksson
„Það sem mér er efst í minni frá
árinu er líklega myndun stjórnar
Gunnars Thoroddsens — sem kom
öllum á óvart og var sérstaklega gaman
að fylgjast með því fyrir okkur, sem i
þessu störfum. Manni sýnist eftir þenn-
an atburð, að nú sé allt mögulegt í
íslenzkum stjórnmálum,” sagði Sigmar
B. Hauksson útvarpsmaður.
Sigur Vigdisar Finnbogadóttur í for-
setakosningunum sýndi sömuleiðis, að
íslenzkir kjósendur eru ekki lengur
hræddir við að sýna annað mynstur.
Heklugosið er mér minnisstætt — ég
var í Bretlandi þegar það hófst og það
var gaman að fylgjast með því með
augum brezkra fjölmiðlamanna. Þeir
sendu menn hingað heim til að fylgjast
með gosinu og það var kennslubókar-
dæmi í hvernig góðir fjölmiðlamenn
vinna.
Af erlendum viðburðum ber sigur
Ronalds Reagans hæst — sá atburður
kom mér nokkuð í opna skjöldu, því
eins og margir aðrir þá hélt ég að
hnetubóndinn myndi hafa það. Eins
þessi síðasti stórviðburður, morðið á
John Lennon, sem kom við kvikuna í
okkur sem tilheyrum þessari svoköll-
uðu Bítlakynslóð.
Ég er maður bjartsýnn og held því að
allt standi til bóta á nýja árinu með
nýju krónunni. Það hefur líka verið að
gerast hér góður hlutur, sem er opnun
fjölmargra nýrra veitingahúsa, sem
selja bæði mat og veigar. Þrátt fyrir
fullyrðingar ýmissa stórskiftara, eins
og Halldór Laxness kallar templara í
nýjustu bók sinni, um að allt muni fara
í bál og brand með vínveitingaleyfum
til handa þessum stöðum, þá hefur
reynslan sýnt annað — hún er mjög
góð. Sömuleiðis vona ég að sú stofnun
sem ég vinn við fái að dafna og byggja
_ J'yrir sina eigin peninga, eins og raunar
háttvirtur menntamálaráðherra hefur
lofað. Ég á eina ósk handa íslenzku
þjóðinni og hún er sú, að íslendingar
drepi sig ekki úr vinnuþrælkun.”
-ÓV.
„Þótt ég hafi flækzt um allan heim á
árinu sem er að líða, séð og heyrt flest
það sem máli skipti á hverjum stað, þá
er mér samt minnisstæðust Listahátiðin
í Reykjavík 1980,” sagði Guðmundur
Emilsson, hljómsveitarstjóri og tón-
listarfræðingur. „Á þessari hátíð gerð-
ist svo margt gott og skemmtilegt og ég
kynntist svo mörgu úrvalsfólki.
Hvað árið 1981 varðar, þá vona ég
bara að páfi hafi ekki rétt fyrir sér og
við séum ekki á hraðri leið til hvelvítis í
einhverri gereyðingarstyrjöldinni,”
sagði Guðmundur að lokum.
-AI.
HelgiMárBergs
bæjarstjórí:
Margt minn-
isstætt
„Ég get bara alls ekki svarað þessari
spurningu í stuttu máli. Það er mjög
margt sem er minnisstætt fráárinu sem
er að líða, en ég man ekki eftir neinu
sem hæst ber,” sagði Helgi Már Bergs,
bæjarstjóri á Akureyri. Helgi Már
bætti því við að hann óskaði íslenzku
þjóðinni aðeins þess bezta á næsta ári.
-ELA.
Bolli Kjartansson
bæjarstjórí:
Mun hætta
starfi hér
ánæstaárí
„Það sem mér er minnisstæðast í
augnablik.mu er stjórnarmyndun
GunnarsThoroddsensáárinu sem er að
líða og allt í kringum hana. Það sem
snýr að okkur hér á ísafirði er mal-
bikunarmálið, en það var gert stórt
átak í þvi á þessu ári,” sagði Bolli
Kjartansson, baéjarstjóri á ísafirði.
„Á nýju ári eru mér efstar i huga
þær breytingar sem verða hjá mér
persónulega. Ég mun hætta hér sem
bæjarstjóri og flytja aftur til Reykja-
víkur eftir að hafa verið hér í tæp 9 ár.
Annars vona ég bara að öllum líði vel á
nýjuári,” sagði Bolli.
-ELA.