Dagblaðið - 30.12.1980, Síða 8

Dagblaðið - 30.12.1980, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980 Órlrtið áfengar blöndur um áramót: Sérrí, rauðvfn, hvít- vín og kampavín Tilvalið er að skála f Champagne Cobblcr á miðnætti gamlárs- og nýárs- dags. Myndirnar eru úr bókinni 300 drykkir. Margir hafa þann sið að lyfta saman glösum til fagnaöar nýju ári. Þegar um flesta fullorðna er aö ræða er yfirleitt vín i glösunum en börnum og þeim sem ekki vilja vín eru þá skenktir gosdrykkir. En óþarfi ætti að vera að drekka einungis sterka drykki annars vegar og áfengislausa hins vegar. Núna fyrir jólin gaf Set- berg út bókina 300 drykki og eins og nafnið bendir til er fleira mjöður en brennivín í vatni. Bókin er aö nokkru leyti unninuppúr sænsku bókinni 265 drykkir. En Símon Sigurjónsson bar- þjónn í Naustinu hefur endurskoðað útgáfuna. Sleppti hann nokkru af þeim drykkjum sem ekki fæst í efni hér á landi en tók i staðinn verðiaunadrykki í keppnum bar- þjóna. Þar á meðal eru nokkrir af þeim óáfengu drykkjum, sem uppskriftir bárust að í samkeppni Dagblaösins og barþjóna um bezta óáfenga drykkinn. Föstudaginn fyrir jól birtum við þrjár af þeim uppskriftum, svo ekki verður farið út í þær aftur. Aftur skulu hér til teknir nokkrir drykkir, sem eru eilitið á- fengir þó ekki séu þeir mikið sterkir. Gaman er að bera þessa drykki fram um miðnæturskeiðiö og flestir þeirra eru það veikir að mönnum ætti að vera óhætt að aka bíl ef þeir fá sér einn lítinn sopa. Sherry Flip: 6 cl sérri 1 tsk. flórsykur 1 egg múskat Hristið allt kröftuglega saman með is og framreiðið í miðlungsstóru glasi. Rífið lítiðeitt af múskati yfir. Eggjabolla: (2 lítrar) 2 flöskur hvitvín þurrt eða hálfþurrt 6egg 2dlflórsykur 1 dós af djúpfrystum greipaidinsafa eða appelsínusafa 1 sítróna Þeytið egg og sykur saman. Blandiö safann eins og segir til um á leiðarvisi dósarinnar. Setjið saman við egg og sykur. Hellið víninu í rétt áður en framreitt er. Setjið í nokkra ismoia og sítrónu skorna í sneiðar. Rauðvfnstoddí: rauðvín 2 sykurmolar 1 sítrónusneið litil vaniliustöng soðið vatn Setjiö sykurmolana, sítrónusneiðina og vaniiiustöngina í stórt glas með toddi-handfangi. Fyllið glasið til hálfs meö soðnu vatni og hrærið í. Fyllið með rauðvíni. Hagstæðari innkaup með stóra fjölskyldu S.Þ.G. skrifar: Kæra neytendasiöa. Þó seint sé sendi ég nóvember- seðilinn. Það hefur dregizt vegna Reykjavikurferðar í sl. viku. Matar- reikningurinn hefur aldrei komizt svona hátt áður en taka má tillit til þess að ég er búin að kaupa heiminginn af matnum til jólanna. Einnig er ég búin aö baka meirihlut- ann, þó hann sé ekki stórkostlegur. Svo má nefna, að ég fór á hina frægu „smjörútsölu” og keypti smjör til ca 6 mánaða. En það réttlætir kannski ekki þessa háu tölu (47.465 krónur á mann). En mér finnst að alltaf hljóti aö vera hagstæðara að kaupa inn fyrir stærri fjölskyldu og byggi það á því að ég er frá heimili sem taldi 8 manns. Það var ekki ailtaf stór upphæð sem móðir min haföi til matarkaupa en alltaf var þó nóg að boröa. Eldurinn á að vera þjónn mannsins Eggjabollan er bæði falleg á að sjá og góð á bragðið. Champagne Cobbler: kampavín 4 dreitlar (dash, 3—4 dropar í dreitli) Curacao ávextir eftir vali Hellið kampavíninu og líkjörnum í vinglas með muldum ís. Skreytið með ávöxtum að vild. Munið svo bara að drekka ekki of mikið, þvi þó litið áfengismagn sé í hverjum drykkjanna safnast þegar saman kemur. -DS. Símalásinn minnkar útgjöldin E.K. skrifar: Aðeins örstutt bréf með núna. í nóvember var keyptur sykur og hveiti og dálítiö af útsölusmjöri en ekkert umfram af annarri matvöru. Liðurinn annaö inniheldur tvær af- borganir og eina útborgun, það er af sjónvarpi, svo að hann er í hærra lagi. Síma- og rafmagnsreikningar eru aftur með lægra móti, ég fékk lás á simann í haust og hef betra eftirlit meö símtölum síðan. Hér kemur þá siðasti nóvemberseðillinn. Enn hvetjum við þá sem eiga eftir að færa inn á seðil útgjöld nóvembermánaðar að bregða nú hart við þvi einhvern timann var sagt að ekki boðaði það gott að eiga 6>okið við verk um áramót. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvcrt sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks- Kostnaður í nóvembermánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr._ Annað kr.---- Alls kr._ m yikw j Þó að áramótin séu að mörgu leyti skemmtileg vilja þeim oft fylgja meiri óhöpp og slys en öðrum tímum ársins. Meðal annars eru eldsvoðar algengari um áramót en í annan tlma og stafar þaö án efa af öllum flug- eldunum, brennunum og því að fólk er oft aðeins við skál að glingra með eld. Slökkviliðsmenn f Reykjavík hafa um þessi áramót veriö með herferð til þess að reyna aö draga úr eldsvoöum. Þeir benda réttilega á að bezta leiðin til þess að varna því að eldur valdi tjóni er að koma í veg fyrir eldsvoða. Með því að fara varlega með eld og sýna rétt viðbrögð ef hann nær samt að sléppa laus. Slökkviliðsmenn hafa undanfarna daga verið að selja reykskynjara, asbesteppi og slökkvi- tæki i Rammagerðinni, Heimilis- tækjum og I Jólatréssölu Land- græðslusjóðs og jafnframt dreift leiðbeiningum. Eðlilegt er að þeir telji sig málið miklu varða því ógaman hlýtur að vera að bera látið fólk út úr brennandi húsum. Fyrir þá, sem engu vilja hlýða nema eigin „skynsemi” hafa þeir dreift 10 eftir- farandi ráðum til þess að tryggja manntjón eða eignatjón við bruna: 1. Reyktu eina sígarettu í rúminu áður en þú ferð að sofa. 2. Fáðu þér sígarettu, ef þú sérð skiltið „Reykingar bannaðar”. 3. Hafðu eldspýtur og kveikjara svo að óvitar nái vel til. 4. Ef eldur kemur upp í íbúðinni opnaðu þá gluggann og kallaðu á hjálp, hlauptu svo fram á gang og sldldti allar dyr eftir opnar. 5. Ef þú vaknar við að svefnher- bergið er að fyllast af reyk, rístu þá snarlega á fætur og opnaði gangadyrnar til að forvitnast hvað um er að vera. 6. Geymdu varabirgðir af bensíni I geymslunni eða bílskúrnum. 7. Safnaðu öllum gömlum fötum, kössum, umbúðum o. fl. ' geymsluna eða háaloftið. 8. Lagaðu ávallt sjálfur bilaðar raflagnir og rafmagnstæki. 9. Festu kertin beint á skreytingar eðalausar skálar. 10. Forðastu að sóa peningum í slökkvitæki og reykskynjara. Mjög mikilvægt: Ónáðaðu aldrei slökkviliðið, ef þú verður eldsvoða var, sennilega er ein- hver annar búinn að því. Ungur og vaskur slökkviliðsmaður stendur þama algallaður með slökkvitækið, reiðubúinn að stökkva inn i eldinn sem ÞÚ hefur ef til vill kveikt af óvarkárni. DB-mynd S. Neytendasíða Dagblaðsins óskar lesendum sínum GLEDILEGS ÁRS og þakkar öllum velunnurum hennar samstarfið á iðnu árí EKKIHÚSBÓNDIHANS

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.